Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 4
Helgarblað 2.–5. maí 20144 Fréttir Útivistartíminn er breyttur Útivistartími barna og unglinga tók breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. Ung- lingar á aldrinum 13–16 ára mega vera úti til klukkan 24.00. Útivistar tíminn miðast við fæðingarár barnanna, en reglurn- ar eru settar samkvæmt barna- verndarlögum. Börn mega ekki vera úti utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Lögreglan vekur athygli á þessu, en tekur fram að bregða megi út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Foreldrum/forráðamönnum er heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma. Reknar eftir gagnrýni n Ræddu kynjaskiptinu á vinnustaðnum n Sambíóin vilja ekki ræða uppsagnirnar Þ ær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif, starfsmenn Sambíóa í Álfabakka, telja að þeim hafi verið sagt upp störfum í bíóinu vegna þátt- töku þeirra í umræðum á netinu um kynjamisrétti í vinnustaðnum. Báð- ar fengu þær afhent uppsagnarbréf í þessari viku eftir áralangt starf í bíó- inu. Uppsögnina setja þær í beint samhengi við gagnrýni þeirra á yfir- menn bíósins. Þær eru ósáttar við ákvörðun yfirmannanna um að út- hluta körlum og konum sérstök störf á vinnustaðnum, en rökin fyrir slíkri hagræðingu er sú að annað kynið, konur, selji meira í bíósjoppunni. Selja meira Málið kom upp í byrjun apríl. Sess- elja segir að þá hafi verið sett ný vinnuregla sem þær Brynja – og fleiri – voru ósáttar við. Í Sambíóunum í Álfabakka hefur það verið þannig að strákar sinna dyravörslu og vinna í sjoppunum, en stelpurnar vinna fyrst og fremst í sölustörfum. Tvær sjopp- ur eru í kvikmyndahúsinu og hafa þau skipst á að vinna í sjoppunum. „Þetta byrjaði þannig að við erum með sjoppu uppi og niðri. Fólki finnst yfirleitt ekki skemmtilegt að vera í sjoppunni sem er niðri því þar er bara einn starfsmaður. Við verk- stjórarnir höfum skipt þessu jafnt á milli starfsmanna. Þennan dag var ákveðið að næstur í röðinni til að fara niður væri strákur sem vinnur í sjoppunni, hann er ekki dyravörður og er bara í sjoppunni í bíóinu. Hann fer niður, en stuttu seinna kemur yfir maður minn og sendir strákinn upp og segir að hann eigi ekki að vinna niðri,“ segir Sesselja. „Ég spurði þá af hverju og fékk þessi svör: „Strákar eru ekki eins dug- legir og sjoppan lítur betur út ef það er stelpa í henni – hún selur meira.“ Hann setti þetta sem reglu og ég var ekki sátt við þetta,“ segir Sess- elja. Strákurinn sem var sendur upp starfaði ekki sem dyravörður held- ur aðeins í sjoppunni. Í hans stað var Brynja send niður að afgreiða í sjoppunni og var hún heldur ekki sátt við þessa niðurstöðu. Telja það tengjast umræðu Nýja reglan var sett, sem áður sagði, í byrjun apríl. Stuttu eftir þetta at- vik urðu umræður um það á samfé- lagsmiðlum. Báðar telja þær Brynja og Sesselja uppsögnina tengjast umræðu í hópnum „Kynlegar athugasemdir“ á Facebook þar sem bent var á vinnubrögð vaktstjórans í Sambíóunum. Það var systir Sess- elju, María Lilja Þrastardóttir, sem benti á þessa nýju reglu í Kynlegum athugasemdum, en í hópnum eru rædd mál er varða meðal annars kynjamisrétti. María Lilja birti þar orðsendingu sem vaktstjóri Sambíó- anna sendi verkstjórum í bíóinu. Þar segir: „Þegar það er strákur á sjoppu- vaktinni þá á aldrei að senda hann einan í sjoppuna niðri. Það er í lagi að hafa hann auka í þeirri sjoppu en aldrei einan. Annars vil ég helst alltaf halda stráknum á efri hæðinni. Þetta verður framvegis regla.“ Um þetta spunnust miklar umræður og tók Brynja meðal annars þátt í þeim. Fengu uppsagnarbréf Nýja reglan tók gildi þrátt fyrir mót- mælin. Á sunnudag dró svo til tíðinda þegar Sesselju var afhent uppsagnar- bréf þar sem hún var í vinnunni og á þriðjudagskvöld fékk Brynja upp- sagnarbréf sent heim. Í báðum til- fellum er tiltekið að um skipulags- breytingar sé að ræða. Þær Sesselja og Brynja eru mjög ósáttar við þetta, enda hafa þær báðar unnið lengi í Sambíóunum. Sesselja er verkstjóri í bíóinu. Þær vinna nú uppsagnar- frestinn sinn. „Eftir að þetta var sett á vefinn í byrjun apríl hringir eigandi Sambíó- anna í mig og spyr mig út í þetta. Ég kom samt ekki nálægt þessu nema ég sagði Maríu frá þessu og hún setti þetta á vefinn. Hann spurði mig út í þetta þar sem blaðamenn höfðu verið að hringja í hann og hann virt- ist ekkert vita um þetta og var ósáttur. Ég reyndi að útskýra það fyrir hon- um að þetta væri fáránleg regla, en hann virtist ekki skilja mig. Á sunnu- daginn kom svo uppsagnarbréfið,“ segir Sesselja. „Ég fór að ræða þessar skipulags- breytingar við hann á þriðjudaginn síðasta og spurði hann að því hvaða breytingar þetta væru, ég væri sú eina sem hefði fengið uppsagnarbréf af 40 starfsmönnum. Þá vildi hann ekki tjá sig um það og sagði að það stæði bara í bréfinu,“ segir Sesselja en sama dag fékk Brynja svo uppsagnarbréf. Neitar að ræða „Hann segir að þetta sé vegna breytinga, en þetta lítur ekki þannig út. Fyrir okkur tengist þetta þessum umræðum beint,“ segir Sesselja og Brynja tekur í sama streng. „Ef það væru skipulagsbreytingar í gangi væri þá bara tveimur sagt upp? Við vitum að það vantar verkstjóra og Sesselja er verkstjóri,“ spyr Brynja. „Ég ræði ekki við fjölmiðla skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu,“ segir Alfreð Ásberg Árnason, fram- kvæmdastjóri Sambíóanna. Að- spurður hver ástæða uppsagnar Sesselju og Brynju væri sagði Alfreð það hafa staðið í bréfinu, en þar segir að um skipulagsbreytingar væru að ræða. Þegar blaðamaður spurði hvort fleiri uppsagnir væru fyrirhug- aðar sagði Alfreð: „Það verður bara að koma í ljós,“ en neitaði að ræða málið að öðru leyti. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Strákar eru ekki eins duglegir og sjoppan lítur betur út ef það er stelpa í henni – hún selur meira. Fengu upp- sagnarbréf Þær Brynja Sif og Sess- elja eru ósáttar við þessi vinnubrögð. MyNd SigTryggur Ari „Bitnar á nemendum“ Stjórn og fulltrúaráð Heimilis og skóla hafa áhyggjur af gangi kjaraviðræðna grunnskóla- kennara og sveitarfélaga. Lítið virðist miða í átt að niðurstöðu þrátt fyrir að samningaviðræður hafi staðið yfir í langan tíma. „Foreldrar telja mikilvægt að í skólum landsins starfi færir kennarar og að þeir fái sann- gjörn laun. Ef til verkfalls kemur mun það hafa neikvæð áhrif á nám nemenda og því er brýnt að samningar náist í tíma. For- eldrar hafa síðan snemma síð- asta haust hvatt samningsaðila til að finna lausn á deilunni og því eru það vonbrigði að enn sé ósamið. Fyrirhuguð vinnu- stöðvun grunnskólakennara mun bitna á nemendum og gera fjölskyldum þeirra erfitt fyrir þá daga sem um ræðir,“ segir í ályktun Heimilis og skóla. Deildu myndum af stúlkum Málið snýst um öflun og miðlun upplýsinga af kynferðislegum toga M ennirnir þrír sem grun- aðir eru um meint lög- brot vegna upplýsinga- gjafar í lokuðum hópi á samskiptamiðlinum Facebook deildu meðal annars myndum af stúlkum sín á milli sam- kvæmt heimildum DV. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum í vik- unni og liggja enn sem komið er fyr- ir takmarkaðar upplýsingar um eðli hinna meintu brota mannanna. Þó hefur komið fram að þeir séu all- ir með réttarstöðu sakborninga í rannsókn málsins hjá lögreglu. Einn af mönnunum er lögreglu- maður og hefur ríkissaksóknari staðfest að í hans tilfelli sé til rann- sóknar hvort hann hafi brotið af sér í starfi með því að afla upplýsinga úr gagnaveitu lögreglunnar. Í frétt rík- issaksóknara um málið sagði meðal annars: „Vegna um fjöll un ar fjöl- miðla um mál sem varðar m.a. ætl- uð brot lög reglu manns staðfest ir rík is sak sókn ari að embættið hef ur til rann sókn ar, á grund velli 1. mgr. 35. gr. lög reglu laga nr. 90/ 1996, ætluð brot lög reglu manns vegna upp flett ing ar og meðferðar á upp- lýs ing um úr upp lýs inga kerfi lög- reglu (LÖKE).“ Meint brot hinna mannanna liggja ekki fyrir að svo stöddu. Held- ur lítið liggur því fyrir um málið að svo stöddu en ljóst er að hin meintu brot snúast um öflun og miðlun upplýsinga um kynferðismálefni. Hinir tveir mennirnir störfuðu hjá símafyrirtækinu NOVA og á lög- mannsstofunni Lex. n ingi@dv.is Þrír með stöðu sakbornings Takmark- aðar upplýsingar liggja fyrir um meint brot mannanna þriggja sem til rannsóknar eru en þeir deildu upplýsingum og myndum af stúlkum á lokaðri Facebook-síðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.