Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 2.–5. maí 20146 Fréttir
Jabohús • Ármúla 36 Rvk • s. 581 4070 • jabohus.is
Geymsluhús Gestahús Garðskáli
Vönduð sænsk timburhús.
Löng og góð reynsla hér á landi.
Þjóðkirkjan sver af sér hörku
Landeigandi dreginn fyrir dóm vegna æðardúns
Þ
að er ekki rétt að kirkjan
gangi hart fram í þessu máli.
Þvert á móti hefur hún farið
vægilega í sakir og eingöngu
leyft sér að leita úrlausnar
dómstóla.“ Þetta segir í athugasemd
frá lögfræðingi Biskupsstofu vegna
fréttar DV af því að Þjóðkirkjan
hefði stefnt Kára H. Jónssyni vegna
dúntekjuhlunninda af æðarvarpi
á jörð Kára. Kirkjan lítur svo á að
um aldir hafi dúntekjuhlunnindi í
Gamlahólma í Hagavatni tilheyrt
prestinum á Staðarstað.
Árið 1952 setti Alþingi lög um að
kirkjan og aðrir þeir sem teldu sig
eiga ítök í jörðum sem eru í annarra
eigu yrðu að lýsa þeim ítökum form-
lega. Þau áttu þó ekki að taka gildi
fyrr en sýslumaður væri búinn að
þinglýsa þeim. Biskup Íslands lýsti
skömmu síðar ítaki í Gamlahólma.
Kári eignaðist jörðina Haga árið
2007 og fór þá að vinna í því að fá
hlunnindi vegna æðarvarps skráð
á jörð sína. Svo fór að Þjóðskrá Ís-
lands féllst fyrir nokkrum árum á
beiðni hans um að skrá fjögur kíló
dúntekjuhlunninda á jörðina. Þjóð-
kirkjan lítur hins vegar svo á að Kári
hafi ákveðið einhliða að hefja afnot
hlunnindanna sjálfur, þrátt fyrir að
Kári telji sig hafa það staðfest að
hann sé í rétti.
„Var því um að ræða að viðkom-
andi jarðareigandi tók sér meintan
rétt sinn sjálfur án atbeina yfirvalda.
Málið hefur því ekki verið útkljáð
formlega,“ segir í athugasemd lög-
manns Biskupsstofu. Nánar er fjall-
að um málið á vef DV, DV.is. n
mikael@dv.is
Atvinnuleysi
eða að flytja
Starfsmenn Vísis munu flytja í einu blokk Grindavíkur
Ö
llum starfsmönnum Vísis hf.
á Djúpavogi og Húsavík var
á dögunum boðið að fara í
kynningarferð til Grindavíkur.
Þar fengu starfsmenn að sjá
nýjan vinnustað sem og íbúðir sem
þeim bjóðast séu þeir tilbúnir að flytja
suður. Stjórnendur Vísis hyggjast flytja
alla starfsemi fyrirtækisins til Grinda-
víkur og hafa boðið starfsmönn-
um á Djúpavogi og Húsavík að fá
þar vinnu. Ástæðan er sögð vera að
versnandi kjör á erlendum mörkuð-
um fyrir íslenskan fisk. Talið er að um
tuttugu og fimm starfsmenn Vísis hf.
muni flytja búferlum til Grindavíkur.
Ljúft að fá nágranna
Einn starfsmanna Vísis staðfestir í
samtali við DV að umræddar íbúðir sé
í einu blokk Grindavíkur við Stamp-
hólsveg 3. Tuttugu og fimm íbúðir eru
í blokkinni en síðastliðin ár hefur að-
eins ein íbúi búið í blokkinni, Birna
Sverrisdóttir. „Það væri ekkert leiðin-
legt að fá fullt af fólki. Það væri bara
ljúft. Ég hef að mestu verið hér ein.
Það yrðu svo sem viðbrigði þar sem
ég er búin að búa hérna svo til ein í
sex ár. Það verður ljúft að fá umgang
og sjá húsið og svæðið í kring klárað,
það væri æðislegt,“ segir Birna í sam-
tali við DV.
Heimamenn setja ekki í eina
ferðatösku
Starfsmaður Vísis hf. á Húsavík sem
DV ræddi við segist meta stöðuna svo
að annaðhvort verði hann að flytja til
Grindavíkur eða missa vinnuna. „Það
er annaðhvort að flytja eða missa
vinnuna, við metum það þannig alla-
vega. Annaðhvort kemurðu með eða
þá að þú segir upp,“ segir starfsmað-
urinn. Hann segist ekki hafa gert upp
hug sinn. „Það er nú ekkert ákveðið,
við tökum bara einn dag í einu. Ég
ætla að sjá til. Það er nú ekki alveg svo
einfalt að ætlast til að heimamenn
setji í eina ferðatösku og fari. Menn
eiga hér eignir og fjölskyldur.“ Starfs-
maðurinn telur þó líklegra að fleiri
flytji en verði eftir á Húsavík. Hann
segir að mikil meirihluti starfsmanna
sé ættaður frá Pólandi. „Þeir eru
svona áttatíu, níutíu prósent starfs-
manna. Þeir hafa svo sem ekki mikið
val. Það eru helst Íslendingarnir sem
verða eftir.“
Starfsmenn ekki sáttir
Starfsmaðurinn segir að áætlanir
fyrir tækisins hafi verið lítið kynntar
fyrir starfsmönnum, fyrir utan
fyrrnefnda skoðunarferð til að sjá
íbúðirnar í blokkinni og starfsstöð-
ina. Hann segir að sumir starfsmenn
muni hafa vinnu áfram í sumar. „Við
verðum að vísu eitthvað í vinnu hér í
sumar, við að pakka þessu saman og
flytja suður. Þeir bjóða upp á það. Ég
held að þeir ætli ekki að segja neinum
upp strax allavega. Menn er þó ekkert
sáttir heldur, þetta er ekki gott mál.
Menn láta sig kannski hafa það að
flytja í staðinn fyrir að hafa ekki neitt,“
segir hann. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Annaðhvort kemurðu
með eða þá að þú
segir upp
Blokkin Íbúða-
blokkin í Grindavík
verður nýtt heimili
þeirra starfsmanna
sem kjósa að flytja
suður. Blokkin hefur
verið tóm að mestu
síðastliðin ár.
Mynd Sigtryggur Ari
gott að fá nágranna
Birna fagnar því að fólk flytji í blokkina.
Reykjarmökkur
yfir miðborginni
Þykkur reykmökkur lagðist yfir
miðborg Reykjavíkur aðfara-
nótt fimmtudags þegar eldur
kom upp í færanlegum vinnu-
skúrum á horni Frakkastígs og
Skúlagötu. Slökkvilið var kallað
út um miðnættið til að ráða
niðurlögum eldsins og náði fljótt
tökum á eldinum sem hafði
læst sig í tvo samtengda vinnu-
skúra. Engin ummerki voru um
innbrot í gámana sem bentu
til íkveikju. Slökkvilið þurfti
að brjóta sér leið inn í vinnu-
skúrana og steig þá upp mikill
reykur. Skúrarnir eru ónýtir.
Kortlagði
níðinga
Gagnvirkt kort, sem sagt er sýna
búsetu dæmdra barnaníðinga á
Íslandi eftir hverfum og bæjum,
hefur verið sett upp á íslenskri
vefsíðu. Kortið byggir á upp-
lýsingum sem gerðar voru að-
gengilegar á síðunni „Stöndum
saman“ í haust. Þar birti hópur
fólks upplýsingar um einstak-
linga sem sagðir eru vera dæmd-
ir barnaníðingar. Þar kom fram
heimilisfang og fullt nafn, myndir
af meintum níðingum og upp-
lýsingar um afbrot þeirra, meðal
annars refsidómar.
Kortið mun vera einkafram-
tak manns sem þó notaði upp-
lýsingarnar sem fram komu á
vefsíðunni. Hægt er að smella á
hverfi á landinu og sjá þar hvar
dæmdir barnaníðingar búa, en
ekki er hægt að sjá heimilisföng
þeirra, aðeins hversu margir eru
í hverju hverfi. Í samtali við RÚV
gagnrýnir Helgi Gunnlaugsson,
prófessor í félagsfræði, heimasíð-
una og segir að fátt bendi til þess
að skráning sem þessi dragi úr
afbrotum eða verji börn fyrir slík-
um glæpum.
deilir við kirkjuna Kári H. Jónsson
hefur staðið í deilum við Þjóðkirkjuna um
dúnhlunnindin síðan hann eignaðist jörðina
árið 2007. Mynd Sigtryggur Ari