Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 2.–5. maí 201420 Fréttir Lifir fyrir börnin É g sé engan tilgang með lífinu, nema bara fyrir börnin mín,“ segir María Þórdís Guð­ mundsdóttir, ekkja Stein­ gríms Kristins Sigurðssonar, Steina bakara, sem fyrirfór sér með skotvopni í sumarhúsi fjölskyldunn­ ar í september 2012. Sjálf hefur hún fjórum sinnum reynt að svipta sig lífi og segir að sjálfsvíg eigi ekki að vera feimnismál. María Þórdís er búsett á Húsavík þar sem þau hjónin áttu bakarí og unnu synir þeirra við bakstur með föður sínum. Þau hjónin höfðu átt við erfiðleika að stríða allt frá því að María Þórdís reyndi að að svipta sig lífi snemma sumars, þetta ár. Í kjöl­ farið hittu hjónin geðlækna og sál­ fræðinga og í ljós kom að Steingrím­ ur glímdi við kvíðaröskun. Sjálf var María Þórdís verulega þunglynd og sett á geðlyf. Þennan örlagaríka morgun sem Steingrímur fyrirfór sér reyndi María Þórdís einnig að svipta sig lífi, en þau voru grunlaus um fyrirætlanir hvors annars. Man óljóst eftir aðdragandum María Þórdís rifjar atburðarásina upp, en man óljóst eftir aðdragand­ anum. „Steini kom snemma heim úr vinnunni og lagði sig. Ég var uppi í rúmi. Hann kom síðan inn til að segja mér að hann ætlaði upp í bú­ stað að mæla fyrir einhverju. Mér þótti það ekkert skrýtið því það þurfti að mæla fyrir ýmsu sem við áttum eftir að panta. Mér fannst hins vegar skrýtið að hann vildi ekki taka hundinn okkar með þegar ég bað hann um það. Hann hélt á byssunni – ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég man eftir byssunni. Svo sagðist hann ætla að skjóta gæs­ ir og ég spurði þá hvort hann vildi ekki taka tengdapabba með. Þegar hann neitaði því sagði ég við sjálfa mig „já, ókei“. Það var eitthvað sér­ stakt við það. Síðan man ég ekki meir. Ég man ekki eftir því þegar hann fór út og ég man ekki eftir því þegar ég fór í eldhúsið, náði í lyfin mín og fór á þann stað sem ég endaði á. Um leið og hann fór út, fór ég af stað,“ segir María Þórdís. Hún getur ekki lýst því hvað fór í gegnum huga hennar þennan morgun. „Ég var ekki að hugsa um þetta og ætlaði alls ekki að gera þetta þennan dag. Ég fór með yngsta strákinn á leikskólann, kom heim og lagði mig. Það var bara eitthvað sem brenglaðist í hausnum á mér þarna um morguninn,“ segir hún. Áður hafði hún nokkurn veginn ákveðið hvernig hún ætlaði að fyrirfara sér. „Þetta var í bígerð hjá mér en þetta átti ekki að gerast þenn­ an dag.“ Var á miklum lyfjum Í kjölfar fyrstu sjálfs­ vígstilraunarinnar sem átti sér stað í júní þetta sama ár var María Þórdís sett á geðlyf. Hún telur að það hafi haft áhrif, því lyfin hafi breytt henni mikið. „Ég var mjög ólík mér allt sum­ arið, bæði það sem ég sagði og hvernig ég talaði var mjög ólíkt mér. Lyfin brengluðu hugsun mína og ég sagði margt sem ég hefði annars aldrei látið út úr mér. Ein­ kennin voru mjög slæm, ég var með háan púls og virki­ lega eirðarlaus.“ Að sögn Maríu var lækn­ irinn á Húsavík ekki sáttur við samsetningu lyfjanna. Hann vildi breyta lyfjagjöfinni eða taka hana af lyfjunum. Það var ekki gert. „Svo fór ég í viðtal til geðlækn­ is á Akureyri sem sagði við mig að á meðan ég sæi ekki ofsjónir þá væri allt í lagi með mig, þrátt fyrir háan púls og eirðarleysi. Hann jók skammt­ inn. Þegar ég lá á geðdeild eftir að Steini dó hitti ég hjúkrunar­ fræðinginn sem sá um lyfjagjöfina mína að beiðni hans. Hún viður­ kenndi fyrir mér að hún hefði furðað sig á þessari aukn­ ingu, en hún fór auðvitað að fyrirmæl­ um læknisins. Ætli ég hafi ekki tekið svona 20–30 töflur á dag í heildina.“ Eftir fráfall Steingríms hætti María Þórdís á lyfjunum. Segir hún að strákarnir hennar hafi þá talað um að mamma þeirra væri loks komin aftur, en sjálf hafði hún ekki haft hugmynd um að þeim þætti hegðun hennar óeðlileg. Grunlaus um andlátið Eftir sjálfs­ vígstilraunina í september var Maríu haldið sofandi. Hún vissi því ekki af andláti eiginmannsins fyrr en hún vakn­ aði. „Þetta gerðist á fimmtudegi og ég man ekki hvort ég fékk að vita þetta á laugar­ deginum eða sunnu­ deginum. Ég man ekki heldur eftir mínum viðbrögðum en mér var seinna sagt að ég hefði farið að skæla. Á miðvikudeginum, tæpri viku síðar, man ég aðeins eftir mér, að ég hafi grátið mjög mikið. Í raun man ég ekkert eftir fyrstu vikunni, ekki nema smá minningabrotum en þau eru fá. Sennilega er það af­ leiðing lyfjanna sem ég tók þegar ég reyndi að fyrirfara mér.“ Reyndi aftur „Ég get ekki sagt að ég hafi metið lífið meira eftir þetta. Kannski gerði ég það í einhvern smá tíma, þá að­ allega barnanna minna vegna. Við seldum bakaríið í fyrra og það var mér mikið áfall. Eina leiðin til að halda rekstrinum áfram var að binda börnin mín hér á Húsavík. Ég vildi ekki gera það. Strákarnir fluttu síðan í burtu og það var ann­ að áfall. Skyndilega vorum við bara þrjú á heimilinu en áður vorum við alltaf átta. Ekki það, ég vildi að þeir færu til Akureyrar eða Reykjavíkur. Þeir höfðu ekkert að gera hér og tækifæri þeirra n Reyndi sjálfsvíg sama dag og eiginmaðurinn fyrirfór sér n Vissu ekki af hvort öðru n „Þetta er sjúkdómur“ Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Finnst hjarta mitt tómt „Sjálfsvíg er ekki feimnismál Maja og Steini Hjónin María Þórdís, eða Maja og Steini bakari eins og þau voru kölluð, áttu bakarí á Húsavík. Myndin var tekin þegar þau opn- uðu Lenubæ Café þar sem hægt var að setjast niður og fá sér kaffi með sætabrauðinu. Í september 2012 reyndu þau sjálfsvíg sama dag, án þess að vita um áform hins, hann dó en hún lifði. Mynd SkaRpuR/JóHanneS SiGuRJónSSon Steingrímur Sigurðsson F. 30.09. 1964 D. 13.09. 2012 Bræðurnir Hér eru bræðurnir sex allir saman um síðustu áramót. Mynd úR einkaSafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.