Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 22
Helgarblað 2.–5. maí 201422 Fréttir G uðmundur Óli Berg- mann Steingrímsson er sonur þeirra Maríu Þór- dísar Guðmundsdóttur og Steingríms Kristins Sigurðssonar. Steingrímur framdi sjálfsvíg í september árið 2012 og skildi eftir eiginkonu og sex börn. Guðmundur Óli er elstur systkin- anna, 28 ára, en sá yngsti var aðeins fjögurra ára þegar faðir þeirra dó. Móðir hans, María, reyndi einnig að svipta sig lífi sama dag, án þess að vita af áformum Steingríms. Guðmundur Óli hefur ekki þegið neina sálfræðihjálp en segir að það hjálpi honum að ræða opinskátt hvað gerðist. Hann virðir ákvörðun föður síns og segist ekki þurfa skýr- ingu á því sem gerðist. „Það bjóst enginn við þessu“ „Fyrr um sumarið reyndi mamma að svipta sig lífi. Í kjölfarið voru for- eldrar mínir mikið á Akureyri að leita sér hjálpar. Pabbi hitti þá sál- fræðinga og fékk að vita að hann glímdi við kvíðaröskun. Hann var í áfalli yfir því sem hafði gengið á, sjálfsvígstilraun mömmu kom hon- um mjög á óvart. Þau hittu bæði geðlækna og sálfræðinga eftir það og pabba virtist ganga vel að ná bata en mamma var sett á lyf. Hún hitti lækni á Húsavík sem var ekki hrifinn af lyfjunum en þótt hann hafi sagt geðlækninum á Akur eyri frá því var lyfjaskammtur- inn aukinn. Það hafði slæm áhrif á mömmu sem leið verr og ástandið versnaði. Pabbi tók það kannski inn á sig, ég veit það ekki, en líklega hef- ur það haft áhrif. Ég held að þetta hafi verið skyndiákvörðun,“ segir Guðmundur Óli. Hann var að vinna í bakaríinu með föður sínum þennan dag og veitti því ekki eftirtekt að eitthvað var að. „Pabbi var eðlilegur í vinnunni. Hann fór snemma heim, sem hann gerði annað slagið. Ég veit ekki hvað gerðist svo. Það er allt óljóst,“ segir Guðmundur Óli. „Sama morgun og pabbi framdi sjálfsvíg reyndi mamma það líka, en þau vissu ekki af hvort öðru. Mamma man voða lítið eftir þessum morgni, bara að hann var hress en henni fannst skrýtið að hann vildi ekki taka hundinn með upp í sumarbústað. Hann skyldi ekki eftir neitt bréf. Mig grunar að hann hafi ekki hugsað þetta lengi. Enginn hafði heyrt hann tala um þetta. Hann var frekar lokaður en hafði opnað sig aðeins í kjölfar þess sem hafði gengið á. Svo kom þetta upp úr þurru, það bjóst enginn við þessu.“ Ekki mömmu að kenna Móður hans var bjargað, en eftir að hún kom af gjörgæslu var henni haldið sofandi í tvo eða þrjá sólar- hringa. „Hún var á sterkum lyfjum og fékk ekki að vita að pabbi væri dáinn fyrr en hún var vakin. Það var kannski ágætt.“ Hann segir að móðir hans hafi ekki sýnt þeim bræðrum mikil við- brögð. „Hún vildi fyrst og fremst kenna sjálfri sér um. Við vorum duglegir að segja henni að þetta hefði ekki verið henni að kenna. Ef einhver sviptir sig lífi þá er það yfir- leitt aldrei neinum að kenna. Ég segi ekki að það sé alltaf svo- leiðis, stundum eru orsakavaldar eins og einelti eða misnotkun. En mamma kenndi sjálfri sér um og ég vona að hún geri það ekki enn. Hefði viljað hafa pabba lengur n Missti föður sinn í sjálfsvígi og móður sína næstum líka n „Þetta er engin lausn“ n Virðir ákvörðun föður síns „Það fremur enginn sjálfsmorð af því að hann langar til þess Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Þetta veldur fleiri vandamálum en það leysir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.