Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 31
Helgarblað 2.–5. maí 2014 Umræða Stjórnmál 31 Vill ókeypis leikskóla Sóley vill afnema gjaldskrár leik- og grunnskóla, og frístundaheimili – Vill flugvöllinn burt Jón Hjörtur Brjánsson Hvaða hugmyndir hefur þú um þjónustu við útigangsfólk í Reykjavík?  Sóley Tómasdóttir Komið þið sæl – og sér í lagi þú Jón Hjörtur með fyrstu spurningu. Það er margt sem þarf að gera fyrir utangarðsfólk í Reykjavík. Borgin á að reka gistiskýli með nægum gistirýmum fyrir alla og fjölga þarf virkni- og með- ferðarúrræðum. Sér í lagi þarf að huga að tvígreindum konum og við erum spennt fyrir skaðaminnkandi nálgun þar sem það á við. Bergmann Guðmundsson Nú hafa grunnskólakennarar verið samningslausir í tvö ár. Laun þessarar stéttar eru ykkur sveitarstjórnarmönnum til háborinnar skammar og lítill vilji virðist vera til að bæta úr því. Hvernig hefur þú beitt þér í þínu starfi sem borgarfulltrúi stærsta sveitarfélagsins til þess að laga þessi mál?  Sóley Tómasdóttir Við Vinstri græn höfum staðið með kennurum allt kjörtímabilið – með áþreifan- legustum hætti þegar samein- ingarnar stóðu yfir og vilji og þekking kennara var hunsuð. Við stóðum líka gegn kjaraskerðingu leikskólakennara varðandi neysluhléið og höfum talað fyrir því í umræðum um kjaramál að undanförnu að kjör grunnskóla- kennara verði leiðrétt – enda mikil þörf á því. Sigurður Eggertsson Hvað finnst þér um fyrirhugaðar breytingar á einu rótgrónasta hverfi bæjarins (107) (Melar og Hagar og nágrenni)? Er kosnum fulltrúum alveg sama um hvað íbúum hverfisins finnst? Almennt vill fólk ekki þéttingu byggðar.  Sóley Tómasdóttir Hæ Siggi :) Ef þú ert að vísa í hugmyndir úr lýsingu fyrir hverfisskipulagið, þá eru þær mjög hráar og alveg ljóst að þær eiga eftir að taka miklum breytingum. Ég kannast ekki við að fólk vilji ekki þéttingu – skynsam- leg þétting (ekki turnavæðing) er nauðsynleg ef við ætlum að tryggja góða nærþjónustu, al- menningssamgöngur og almennt umhverfisvænni lifnaðarhætti í borginni. Magnús Guðmundsson Sæl Sóley. Hvaða sýn hefur þú og þinn flokkur á starfsemi félagsmiðstöðva fyrir unglinga? Fyrir nokkrum árum var ákveðið að bjóða upp á heilsársstarfsemi á frístunda- heimilum borgarinnar en félags- miðstöðvarnar loka flestar í byrjun júlí. Er ekki mikilvægt að unglingar borgarinnar hafi einhvers konar sama- stað undir handleiðslu fagfólks þegar skólarnir eru í sumarfríi? Einnig langar mig að spyrja þig hvaða sýn þið hafið á skipulagða tómstundastarfsemi fyrir 16–18 ára unglinga?  Sóley Tómasdóttir Hæ Magnús. Nú gæti ég skrifað heila ritgerð. Við teljum brýnt að fara í allsherjar stefnumótun varðandi frístunda- starf í borginni með sérstakri áherslu á 10–12 ára og 16–18 ára sem hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Við værum líka alveg til í að skoða það að frístundamiðstöðv- arnar tækju að sér alla frístunda- þjónustu borgarinnar, líka fyrir fjölskyldur og eldra fólk enda sér- stakt hvernig þessum málaflokki er dreift á sviðin. Sumarfrístund og sumarfélagsmiðstöðvar þarf að efla og þróa – með hliðsjón af frekari þróun Vinnuskólans líka. Ástasigrún Magnúsdóttir Hæ Sóley. Af hverju hættir þú við að hætta í pólitík?  Sóley Tómasdóttir Hæ – góð spurning. Mér fannst þegar að því kom að það hefði verið synd að hætta eftir bara fjögur ár, var komin með reynslu og þekkingu sem mér fannst ég geta nýtt í þágu borgarinnar. Ætli ég hafi ekki bara verið of fljót á mér að segjast ætla að hætta … Iðunn Garðarsdóttir Er raunhæft að bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla og skólamat?  Sóley Tómasdóttir Sæl Iðunn. Já – það er ekki bara raunhæft, heldur nauðsynlegt. Með því tryggjum við öllum börnum aðgang að sjálf- sagðri grunnþjónustu án tillits til efnahags foreldra – og aukum ráð- stöfunartekjur barnafjölskyldna sem taka á sig allt of þungar byrðar í samfélaginu í dag. Að gera þetta í skrefum á kjörtímabilinu kallar á breytingar á 0,9% af tekjum borgarinnar milli ára. Ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2013, sem var kynntur í gær, sýnir svart á hvítu að Reykjavík er rík borg. Við þurfum bara að forgangsraða fjármunun- um með sanngjarnari hætti og við Vinstri græn höfum kjark og dug til þess. Ólafur Arnason Er mikilvægara í þínum huga að hugsa um þá sem eru minni máttar (t.d. öryrkjar og fólk sem á við ákveðin vandamál að stríða) eða að halda frjálsum markaði þar sem hver er sinnar gæfu smiður, og metnaður einstaklingsins kemur honum áfram í lífinu?  Sóley Tómasdóttir Sæll Ólafur. Einfalt svar – já. Ég vil að við búum í velferðarsamfélagi þar sem við stöndum saman og tryggjum að allir geti lifað með reisn og fengið þjónustu í samræmi við þarfir, hvort sem það er leikskóli fyrir börn eða stuðningur fyrir fatlað fólk. Borgin er ekki fyrirtæki á markaði, hún er samfélag fólks. Páll Kristinsson Finnst þér eðlilegt að aðeins einn karlmaður er í 5 efstu sætum hjá ykkur, hefði ekki verið betra að sýna fordæmi og vera með fléttilista?  Sóley Tómasdóttir Sæll Páll. Nei, Vinstri græn eru kvenfrelsisflokkur og eitt af okkar stefnumálum lýtur að því að tryggja konum aðgang að stjórnmálum. Það hefur aldrei þurft á sértækum aðgerðum að halda til að tryggja körlum þann rétt, þeir hafa jú verið meirihluti stjórnmálamanna frá því Ísland byggðist. Hlédís Þórdísar-Guðmunds- dóttir Hvað finnst þér að borgin geti gert í loftslags- og umhverfismálum?  Sóley Tómasdóttir Sæl vertu. Reykjavík verður að gera sér viðbragðs- og aðgerðaráætlun vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Hún þarf að taka á öllum sviðum samfélagsins, en einföldu svörin eru að taka upp vistvænni samgönguhætti, bæta almenningssamgöngukerfið og gera hjólreiðar að raunverulegu vali. Þetta gerum við meðal annars með breyttu borgarskipulagi, þéttari byggð og bættri nærþjón- ustu þannig að fólk þurfi síður að ferðast á einkabíl. Ég gæti haldið áfram í allan dag – og talað um neyslu og sóun, sorpflokkun og verndun vistkerfa en læt staðar numið hér. Aðgerðaráætlun er málið! Bergur Benjamínsson Hvaða afstöðu hefur framboð VG til veru Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd?  Sóley Tómasdóttir Ég hef fulla trú á því að samkomulagið sem gert hefur verið milli ríkis og borgar haldi – og að nefnd Rögnu Árna- dóttur komist að niðurstöðu sem við getum öll unað sátt við. Það skiptir máli að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, þar sem við verðum að skipuleggja hér þéttari borg með bættum samgönguháttum – og það er sannarlega liður í að axla ábyrgð á loftslagsvandanum eins og ég talaði um hér að framan. Flugvallarmálið snýst ekki bara um borgina og ekki heldur bara lands- byggðina, heldur heiminn allan þar sem umhverfismál eru hnattrænt viðfangsefni. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Hæ. Er eðlilegt að skólamáltíðir og leikskólapláss verði gjaldfrjáls fyrir hátekjufólk og þar með greidd m.a. með útsvari tekjulægstu borgar- búanna? Svo vil ég líka vita hversu uggandi þú ert yfir stöðu ljóðsins?  Sóley Tómasdóttir Ljóðið Hildur – ljóðið. Ég er mjög uggandi. Já, mér finnst jafn sjálfsagt að skólamáltíðir og leikskólapláss séu gjaldfrjáls fyrir hátekjufólk og heilbrigðisþjónusta. Þetta er grunnþjónusta sem við eigum að greiða fyrir með útsvarinu okkar – og hátekjufólk á að greiða meira í sameiginlega sjóði en lágtekju- fólk. Þar liggur tekjupólitík okkar Vinstri grænna – en ekki í flötum jaðarsköttum sem hafa meiri áhrif á tekjulága en tekjuháa. Þóra Magnúsdóttir Hæ Sóley. Finnst þér að það eigi að draga til baka sameiningar leikskóla og grunnskóla sem núverandi meirihluti í borginni stóð fyrir á kjörtímabilinu?  Sóley Tómasdóttir Blessuð Þóra. Sameiningarnar á kjörtímabilinu voru mistök – sem snerust fyrst og fremst um það að stjórnmálafólk tók ákvarðanir þvert á vilja og ráðleggingar fagfólks. Það væri jafn rangt af mér sem stjórnmála- konu að segjast ætla að draga þetta til baka – mikilvægast er að við vinnum aftur það traust sem brást – og vinnum að frekari þróun skólastarfs í samráði við kennara og starfsfólk. Eðlilegast er að fara yfir stöðuna í hverjum skóla fyrir sig og meta hvað sé best að gera í rólegheitum og með þeim sem best til þekkja. Kristinn Traustason Sæl Sóley. Hverjar eru áherslur ykkar í málefnum Úlfarsárdals? Telur þú rétt að borgin endurgreiði því fólki sem þar keypti dýrustu lóðir Íslandssögunar til að byggja undir sínar fjölskyldur það sem greitt var umfram gatnagerðargjöld? Þar sem þið samþykktuð nýja aðalskipulagið, sem verður til þess að þetta nýja og vonandi glæsilega hverfi verður ekki sjálfbært um þjónustu. Eins og lýst var í útboðsgögnum fyrir hverfið.  Sóley Tómasdóttir Ég er viss um að Úlfarsárdalurinn verður frábært og glæsilegt hverfi þegar uppbyggingu lýkur og hef trú á því að þar byggist upp nærþjónusta og almenningssamgöngur batni þegar við höfum tengt saman Úlfarsárdalinn og Grafarholtið með skýru hverfisskipulagi. Og þá efast ég um að fólk hafi áhuga á að losa sig við lóðirnar, heldur byggi og búi þarna sælt og sátt. Auðvitað breyttust forsendur eftir að uppbygging hverfisins hófst, bæði með hruninu og breyttum áherslum í skipulagi borgarinnar. Því fyrra verður ekki breytt og það síðarnefnda tel ég vera til bóta fyrir okkur öll. Þorsteinn H Gunnarsson Góðan dag. Ég heiti Þorsteinn Hallgrímur. Spurningin er hvenær verður farið í vorverk í Laugarnesinu, nánar tiltekið í kringum Laugarnestanga 65. Þar hafa verið reist mannvirki úr steypu í Laugarnes- fjörunni sem hvorki eru á deiliskipulagi eða byggingarleyfi fyrir. Krafan er að þau verði fjarlægð eins og raunar embætti byggingarfulltrúa áformaði á sínum tíma. Hvað tafði þá tiltekt?  Sóley Tómasdóttir Sæll vertu. Ég hreinlega veit ekki hver staðan er á málinu í augnablikinu. En mér finnst mjög mikilvægt að ekki sé farið út fyrir ramma byggingar- leyfis eða skipulags, við verðum að tryggja að allir borgarbúar sitji við sama borð. Magnús Guðmundsson Hvað vilja Vinstri græn gera í sambandi við hræðilega ásýnd í og við Fellagarða í Breiðholti? Húsin eru í slæmu ástandi, drasl er víða og þetta er mikið lýti á hverfinu. Hvernig viljið þið mæta þörfum Breiðhyltinga?  Sóley Tómasdóttir Veistu Magnús, helst myndi ég vilja að borgin keypti upp húsin og byggði þarna upp með sómasamlegum hætti. En það er víst flóknara gert en sagt. Algerlega sammála þér um að þetta er óásættanlegt ástand – við verðum að aðhafast eitthvað. Hvað Breiðholtið varðar, þá eru stefnumál okkar fyrir þá eins og aðra borgarbúa – en sér- stakar áherslur í hverfisskipulagi ættu að geta komið til móts við staðbundnar þarfir um þjónustu og uppbyggingu. Morten Lange Sæl Sóley. VG eru mjög góðir varðhundar gagnvart ýmsu bruðli, mannréttindabrotum, umhverfisspjöll- um og spillingu. En, hér kemur erfið og nærgöngul spurning, vona að þú fyrirgefir. Sú saga gengur að ykkur fylgi einnig forræðishyggja, meira að segja á sviðum sem grípa inn í einkalíf fólks, og hafa ekkert með græn eða rauð mál að gera, né kvenfrelsi. Vantar stundum auðmýkt í ykkur hvað varðar að þið vitið ekki alltaf hvað er fólki fyrir bestu. Sinnið þið samráðinu nógu vel og virkilega hlustið?  Sóley Tómasdóttir Sæll. Við get- um sjálfsagt bætt okkur varðandi samráð og virka hlustun. En ég held þó að sú túlkun að stefnumál okkar byggi á forræðishyggju sé skilgreining hægri manna og pólitískra andstæðinga frekar en þeirra sem eru til í að velta málunum fyrir sér, ræða við okkur eða segja okkur hvað mætti betur fara. Það eru t.d. margir sem vilja meina að fjölgun hjólreiðastíga sé aðför að einkabílnum – og snúist um að við viljum bara að ALLIR hjóli ALLTAF. En það er auðvitað ekki raunin, heldur erum við fyrst og fremst að stuðla að frelsi fólks til að velja sér samgöngumáta. Kristinn Traustason Nú fjölgar barnafjölskyldum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur mun meira en í Reykjavík. Getur ástæða þess verið hvernig borgin hefur staðið að uppbyggingu íbúðahverfa síðastliðna ártugi? Þar sem þjónustan byggist upp áratugum eftir að hverfin byggjast.  Sóley Tómasdóttir Sæll vertu. Það eru án efa margar ástæður fyrir þessu. Uppbyggingin held ég þó að sé tiltölulega lítill hluti. Við verðum að gera betur fyrir börn, við verðum að standa miklu betur við bakið á skólunum okkar, bæði leik- og grunnskólum – og ég efast ekki um að gjaldfrjálsir leikskólar, skólamáltíðir og frístundaheimili komi til með að laða hingað barna- fólk í ríkari mæli. Ingvar Örn Gíslason Komið hefur fram að þú sért á móti flugvelli í Vatnsmýri þrátt fyrir að þú sért skynsöm manneskja. Allar skýrslur sýna fram á ómöguleika þess að hafa flugvöll annars staðar og þá hefur Hólmsheiði verið skoðuð mikið en verið dæmd sem ómögulegur staður (eitthvað sem flugmenn og veðurfræðingar vissu áður) en samt er þráast við að þrengja að vellinum og eyðileggja hann. Hvers vegna eru allar skýrslur og álit allra sem hafa vit á flugi hundsað? Styður þú eyðileggingu Reykjavíkurflugvallar 2015 þar sem öllu kennslu- og einkaflugi á að vera úthýst með valdi. Þar sem viðhaldsstöð og geymsluhúsnæði flugfélagsins Ernis sem sinnir innanlandsflugi skal lokað með valdi. Hvers vegna lítið þið niður á flugnema og teljið þá annars flokks? Ég gæti reyndar smellt á þig svona 100 spurningum í von um að þið áttið ykkur þarna í ykkar háa turni í borgarstjórn en læt þetta duga í bili.  Sóley Tómasdóttir Ég ítreka svar mitt hér að ofan Ingvar Örn. Ég er sannfærð um að Rögnunefndin mun finna lausn á málinu sem allir geta fellt sig við. Fundarstjóri Hvert er stærsta kosningamálið að þínu viti? Hvað mun framboðið sem þú leiðir setja á oddinn ef þið komist til valda eftir kosningar?  Sóley Tómasdóttir Stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um þessar mundir er að sporna gegn fátækt og sívaxandi mismunun. Okkar fyrsta mál verður að setja í gang áætl- un um afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili. Sam- hliða því verðum við að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Sem er í sjálfu sér líka spurning um aukinn jöfnuð – á hnattrænum kvarða. Kári Emil Helgason Nú hafa orðið miklar breytingar á starfsemi mannréttindaskrif- stofu, velferðarsviðs og sviðinu sem sér um menntamálin sem er nú á sautjánda nafni og ég man ekki hvað heitir lengur. Er VG fylgjandi núverandi verkaskiptingu eða mundi flokkurinn beita sér fyrir frekari tilfærslum á verksviðum? Þá detta mér helst í hug málefni fatlaðra og eldri borgara.  Sóley Tómasdóttir Mannréttindaskrifstofan var stofnuð fyrir tilstuðlan Vinstri grænna í tíð hundraðdagameirihlutans sem var og hét. Henni var ætlað að vaxa hraðar og hafa meiri áhrif en hún gerir í dag og við munum beita okkur fyrir því. Við verðum að hætta að blanda saman mannréttindum og velferð, það er allt of flókið. Stjórnkerfisbreytingar eru okkur svo sem ekkert hjartans mál – aðalmálið er að borgin sinni því sem hún á að sinna – og við getum gert betur í mannréttindamálum. Það munum við leggja áherslu á. Lilja Sigurðardóttir Sæl Sóley. Er eitthvað á stefnuskránni hjá ykkur að beita ykkur fyrir bættum úrræðum fyrir börn og ungmenni með áhættuhegð- un, s.s. misnotkun vímuefna, afbrot og tengdar athafnir? Nú eru t.d. mörg þessi börn með tvíþættan og jafnvel margþættan vanda, en þau virðast fá ansi takmarkaða geðþjónustu þegar þau eru komin með fíkniefnavanda líka.  Sóley Tómasdóttir Fyrst og fremst þurfum við að leggja áherslu á forvarnir – en að sjálf- sögðu eigum við að veita einstak- lingsmiðaða þjónustu fyrri börn og ungmenni í vanda. Það þarf að fjölga úrræðum og grípa fyrr inn í með aðstoð. Sumt af þessu verðum við að leysa í samráði við ríkið – en við getum bætt okkur hér í borginni líka. Ingvar Örn Gíslason Þetta er frekar snubbótt svar finnst mér. Þú segir í svarinu að ofan að Rögnunefndin skili niðurstöðu sem allir geti unað við en þú talar jafnframt um að völlurinn VERÐI að fara úr V-mýri. Þetta er þversögn og gefur til kynna að þú ætlir þér ekki að hlíta niðurstöðu nefndarinnar ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að völlurinn geti hvergi annars staðar verið. Er það rétt metið hjá mér?  Sóley Tómasdóttir Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að flugvöllurinn þurfi að vera áfram í Vatnsmýrinni þá mun ég fara yfir það og mögulega endurskoða afstöðu mína. Fram að því trúi ég því að betri lausn sér til. Pétur Jónsson Þannig að þín skoðun er sú að þú ert fyrst og fremst að verja hagsmuni VG, en ekki borgarbúa? Komi sú staða upp þá munt þú ganga gegn vilja borgarbúa til að framfylgja stefnu og vilja VG?  Sóley Tómasdóttir Sæll Pétur. Þetta var of stutt svar. Ég myndi til dæmis ekki virða vilja borgarbúa, stæði hann til þess að neita innflytjendum um leikskólapláss. En eins og ég hef ítrekað sagt, þá tel ég brýnt að efla samráð og samtal við borgarbúa – helst í sem flestum málum – en niðurstaðan verður alltaf einhvers konar málamiðlun trúi ég. Nafn: Sóley Tómasdóttir Aldur: 39 ára Starf: Borgarfulltrúi og oddviti VG í Reykjavík Menntun: BA-gráða í uppeldis- og menntunarfræðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.