Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Page 38
Helgarblað 2.–5. maí 201438 Neytendur
Lélegar
afsakanir
Á vef Arion banka er að finna
ýmsan fróðleik um fjármál. Þar á
meðal eru ýmis ráð til að byrja að
spara en enn fremur eftirfarandi
listi af lélegum afsökunum fyrir
að spara ekki:
1. Ég er of ung/ur. Ég þarf að njóta lífsins
2. Ég er of gömul/gamall. Það er of seint
fyrir mig
3. Peningar hræða mig. Það er of flókið
að leggja fyrir
4. Þetta er allt fjármálakerfinu að kenna
5. Vextir eru bara allt of lágir. Ég ætti
frekar að slá lán
6. Ég hef bara ekki tíma til að velta
sparnaði fyrir mér
7. Ég þarf að sjá fyrir heimili
8. Ég hef ekki efni á því, ég er á kúpunni
9. Ég er svo rík/ur. Ég get hætt að eyða
þegar ég vil
10. Það eru engir góðir kostir þegar
kemur að sparnaði
11. Ég ætla frekar að vinna í lottóinu
12. Ég ætla alltaf að vinna
13. Ég þarf fyrst að borga af Róvernum
mínum
14. Þetta er allt sama tóbakið og ég legg
ekki krónu í þetta
15. Það er konunni minni / manninum
mínum / hundinum mínum að kenna
16. Rukkararnir munu aldrei ná mér
17. Ég fæ svo stóran arf
18. Ég flyt til suðrænna landa. Þar er allt
svo ódýrt
19. Ég geri mig bara gjaldþrota þegar ég
næ botninum
20. Hundurinn át umsóknina mína um
séreignasparnað
21. Ég dey líklega áður en ég kemst á
ellilífeyri, hvort sem er
22. Þetta er allt vinnuveitanda mínum
að kenna
23. Mér finnst allt of gaman að eyða
24. Var ég búin/n að minnast á að ég er
enn þá ung/ur
25. Skattar á fjármagnstekjur eru allt of
háir. Þetta er ríkisstjórninni að kenna
Ókeypis ÓkeiPiss
Myndasögudagurinn á laugardag
L
augardaginn 3. maí tekur versl-
unin Nexus, ásamt þúsundum
myndasagnaverslana um allan
heim þátt í að kynna mynda-
söguformið með þátttöku í
ókeypis myndasögudeginum eða
„free comic book day“ sem haldinn
er hátíðlegur ár hvert. Þann dag gefur
verslunin sérútgefin myndasögublöð
frá ýmsum útgefendum.
Þetta er þrettánda árið sem haldið
er upp á daginn en í tilefni af hon-
um gefa Nexus og Ókei-bækur blaðið
ÓkeiPiss fjórða árið í röð.
„Það hefur alltaf verið þannig að
fólk getur sent inn myndasögur og
við reynum að fylla blaðið af þeim
bestu,“ segir Hugleikur Dagsson hjá
Ókei-bókum um útgáfu ÓkeiPiss.
„Það er alltaf erfitt því að ár hvert
eykst góða stöffið,“ segir hann og
bætir við að þó ÓkeiPiss sé ekki eina
myndasögublaðið sem gefið er út á
íslensku sé það það eina sem gef-
ið er út reglulega: „það kemur alltaf
blað í maí.“
Blaðið er um 30 síður og nefnir
Hugleikur sérstaklega nýja mynda-
sögu með hipsteraspæjurunum eftir
Jónas Reyni Gunnarsson og Frið-
geir Jóhannes Kristjánsson, en fyrsta
sagan um hipsteraspæjarana birtist í
ÓkeiPiss tvö. Þá eiga Halldór Baldurs-
son og Þorsteinn Guðmundsson
sögu í blaðinu auk margra annarra.
Hugleikur segir að margt fleira
verði á boðstólum í Nexus en
ÓkeiPiss. „Það er aðallega verið að
gefa bandarískar myndasögur en
síðast nældi ég mér í Línu langsokk-
myndasögu eftir Astrid Lindgren
og ég held að ég hafi nýlega rekist á
myndasögu um Múmínálfana,“ seg-
ir hann.
Dagurinn var upphaflega hugs-
aður sem leið til að vekja athygli á
myndasögum og fjölbreytileika
þeirra en eftir því sem mynda-
sögur hafa hlotið meiri al-
mannahylli hefur umfangið
aukist. Lítil fyrirtæki líta á
daginn sem tækifæri til að
auglýsa sig og lesendur grípa
tækifærið til að ná sér í nýtt efni
með öðrum áherslum.
„Viðburðurinn byrjar klukkan
12.00, laugardaginn 3. maí, í Nóa-
túni 17 og blöðin verða gefin á með-
an birgðir endast. Það ætti enginn
að fara tómhentur heim en reynslan
sýnir þó að það er gott að
mæta tímanlega. Það mynd-
ast að öllu jöfnu ógnarlöng röð og
mikil stemming ríkir yfir daginn,“
segir í tilkynningu frá Nexus en bún-
ingaáhugafólk er hvatt til að koma í
búningum. n
fifa@dv.is
Ókeypis Búast má við því
að margt verði um manninn í
verslun Nexus.
Samnýta verkfæri
og hjálpast að
Vefurinn StreetBank eykur samskipti nágranna og stuðlar að betri nýtingu tækja
F
ólk munar ekkert um það
sem það er aflögufært um en
fyrir þann sem vantar hlut-
inn er þetta himnasending.
Það er búið að setja peninga
í að kaupa tækin þannig að það þarf
bara að láta þau ganga og gjörnýta
þannig peningana sem liggja í tækj-
unum,“ segir Bragi Halldórsson um
nágrannasamfélagið StreetBank.
com sem DV sagði frá nýlega og far-
ið er að skjóta rótum á Íslandi.
StreetBank er alþjóðlegur sam-
félagsvefur fyrir fólk sem vill gefa,
aðstoða og lána hluti, sem og þiggja
slíkt hið sama, án þess að þiggja
nokkra greiðslu fyrir og eru því
engir peningar notaðir.
Bragi segir mikið um að fólk
samnýti garðáhöld og verkfæri eins
og sláttuvélar, garðslöngur og ann-
að slíkt. „Í einni götu eiga kannski
allir sláttuvél og nota hana þrisvar
til fjórum sinnum á ári. Það er al-
gjör sóun á tæki sem kostar kannski
120.000 kr,“ segir hann.
Greiðasamlagið
Bragi heldur úti vefnum greida-
samlagid.org sem er upplýsingavef-
ur fyrir íslenska hluta StreetBank.
Hann segir svona vefi þurfa að ná
ákveðinni stærð til að geta farið
að rúlla af sjálfu sér. Þegar þetta er
skrifað eru notendur um 90 en Bragi
segir að vefurinn sé nú þegar farinn
að sjá um sig sjálfur að nokkru leyti.
Áður var Bragi hluti af netsam-
félagi sem kallaðist Freeconomy og
haldið var úti af Mark Boyle sem er
þekktur fyrir tilraunir sínar til að lifa
án þess að nota peninga í meira en
tvö ár. Þegar StreetBank var stofnað
í Bretlandi ákvað Boyle að sameina
Freeconomy þeim vef og þannig
kynntist Bragi samfélaginu.
Nágrannar
Vefurinn er settur þannig upp að
fólk gefur upp hvar það býr og aðrir
notendur eru gefnir upp miðað við
fjarlægð frá heimilinu. Það er vegna
þess að hluti hugmyndarinnar er
að tengja nágranna, en 10 mílna
radíus, sem er hæsta stilling á vefn-
um, fer þó langt með að tengja allt
höfuðborgarsvæðið.
Gluggaþvottur
Á síðunni er boðið upp á lán á sláttu-
vél og sláttuorfi, borvél og járnkarli
en rúm, moltutunna og baðkar
eru meðal þess sem boðið er gef-
ins auk fjölda afleggjara og plantna.
Auk þess að lána eða gefa hver öðr-
um hluti geta notendur StreetBank
boðið aðstoð sína við ýmislegt.
Þannig er nú þegar einn notandi
sem býðst til að líta á reiðhjól og
„tjúna þau upp“ og eins „ýmislegt
tengt smíðum og viðhaldi“ auk þess
sem boðið er upp á „ráðleggingar
og kennslu í notkun rúna, sérstak-
lega fyrir handverksfólk“.
Bragi segir notendur strax farna
að hjálpast að. „Til dæmis var ein að
leita eftir stiga svo hún gæti þveg-
ið glugga á annarri hæð. Engin
stigi fannst, en þá mundi ég eftir
því að ég átti einhvers staðar fram-
lengingu á bílaþvottakústi og óskaði
eftir einum slíkum til láns ef ein-
hver ætti. Jú, kústurinn fannst og
passaði akkúrat á framlenginguna,
sem er með tengi fyrir garðslöngu,
svo núna er hægt að þvo gluggana
þótt stiginn hafi ekki fundist. Ég
ákvað að nota tækifærið í leiðinni
og þvo gluggana hérna hjá okkur,
fyrst maður var komin með þessa
fínu græju.
Svona er hægt að leysa flest öll
verkefni án tilkostnaðar ef allir
leggjast á eitt. Og því fleiri sem eru
með, því auðveldara að finna það
sem mann vantar eða aðstoða aðra.“
Gefandi að hjálpast að
„Þegar fólk skiptist á hlutum, augliti
til auglitis þá er það rosalega gef-
andi og fólki líður betur,“ segir Bragi
og bætir við að þeir sem séu dug-
legir að nýta sér þetta komist auk
þess af með minni tekjur. „Fólk er í
þessu af mjög mismunandi ástæð-
um. Sumir eru í þessu af hugsjón,
sumir af því að þeir vilja endurnýta
sem mest, sumir af því að þeir eru
blankir.“ n
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
Sláttuorf Sláttuorf kosta frá 19.995 kr. en
er líka hægt að fá lánuð endurgjaldslaust á
StreetBank.
Borgar sig að fá lánað
Einn notandi býður til láns rafmagnssláttu-
vél. Með því að fá hana lánaða frekar en að
kaupa má spara 28.995 kr.
Bragi Bragi
Halldórsson er
áhugamaður um
gjafahagkerfi.
MyNd SiGtryGGur Ari„ Í einni götu eiga
kannski allir sláttu-
vél og nota hana þrisvar
til fjórum sinnum á ári.
Heimsókn í
efnalaugar
Fulltrúi Neytendastofu heimsótti
í mars síðastliðnum efnalaugar
höfuðborgarsvæðisins í þeim til-
gangi að athuga hvort verðskrár
yfir alla þjónustu væru í samræmi
við lög og reglur. Á vef Neyt-
endastofu kemur fram að þess-
um heimsóknum hafi verið fylgt
eftir í apríl. Farið var í Þvottahús-
ið Faghreinsun, Fatahreinsun
Kópavogs og Efnalaugina Geysi.
Öll höfðu þessi fyrirtæki fengið
tilmæli frá Neytendastofu um
að koma verðmerkingum í betra
horf. Þvottahúsið Faghreinsun
var eina efnalaugin sem enn
hafði enga verðskrá til sýnis. Á
vef Neytendastofu kemur fram
að stofnunin muni í framhaldinu
taka ákvörðun um hvort beita
skuli Þvottahúsið Faghreinsun
sektarákvæðum fyrir að virða að
vettugi tilmæli og ábendingar
Neytendastofu um bragarbót á
ástandi verðmerkinga.