Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 43
Helgarblað 2.–5. maí 2014 Lífsstíll 43 Draumur Evu rættist Stýrir sjónvarpsþættinum Höfðingjar heim að sækja Þ að eru mikil forréttindi að vinna við það sem manni þykir skemmti- legast,“ segir sjónvarps- konan Eva Laufey Kvaran Hermannsdóttir sem stýrir mat- reiðsluþættinum Höfðingjar heim að sækja en fyrsti þáttur fór í loftið á Stöð 2 í vikunni. Eva Laufey stýrði áður Í eldhús- inu hennar Evu sem sýndur var á Stöð 3 í fyrra. Hún viðurkenn- ir að það hafi lengi verið draumur að stjórna eigin matreiðsluþætti enda hafi mataráhuginn kviknað snemma. „Ég ólst upp á þannig heimili þar sem matur og matar- gerð var í hávegum höfð. Ég komst ekki hjá því að smitast af áhugan- um,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún hafi mest gaman af því að baka. „Bakstur er meiri ná- kvæmnisvinna og það veitir mér hugarró. Svo eru kökur bara svo góðar að ég er meira í sætindunum. Flest sem ég kann hef ég lært af mömmu og ömmu. Ég held mik- ið upp á venjulegan mömmumat og nota smjör og rjóma enda er allt gott í hófi. Svo reyni ég líka að breyta og nútímavæða gömlu upp- skriftirnar,“ segir hún og bætir við að þeim gömlu lítist bara vel á til- raunirnar. „Þær hafa allavega ekki kvartað hingað til.“ Eva Laufey er ófrísk að sínu fyrsta barni og á að eiga eftir tvo mánuði. Hún segir heilsuna góða og að það sé lítið mál að standa í tökum svo langt komin á leið. „Við erum enn að taka þáttinn upp – gerum þetta bara jafnóðum. Ég heimsæki þjóðþekkta Íslendinga og elda með þeim svo þetta er hvort tveggja spjall- og matar- þáttur í senn. Í fyrsta þættinum fór ég til Svavars Arnar og Daníels eigin- manns hans en í næsta þætti heim- sæki ég Hrefnu Sætran. Hrefna er algjör ofurkona sem hefur afrekað ótrúlega mikið. Svo er alltaf gam- an að sjá hvað svona stjörnukokk- ar elda heima hjá sér.“ Eva Laufey er í viðskiptafræði í Háskóla Íslands en segist oft hafa velt fyrir sér að læra kokkinn. „Kannski á ég bara eftir að gera það. Hver veit?“ n indiana@dv.is Sumarsalat Evu Laufeyjar n 2 kjúklingabringur n 1 poki af blönduðu salati, pokinn var 200 gr n 140 gr Tagliatelle n 1/2 agúrka n 1 græn paprika n 1 rauð paprika n 1/2 rauðlaukur n 10 kirsuberjatómatar n 1/2 krukka fetaostur, gott að setja smá af olíunni líka n rifinn parmesanostur, magn eftir smekk n 1 askja jarðarber n mulið Nachos með saltbragði, magn eftir smekk n 1 1/2 msk. balsamedik n 3 msk. Sweet chili-sósa n sesamfræ, magn eftir smekk n salt og pipar Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Skerið kjúklingabringurnar í bita, hitið olíu á pönnu og steikið bringurnar við vægan hita. Kryddið til með salti og pipar. Bætið Sweet chili-sósunni og sesamfræjum saman við í lokin. Það er gott að bæta smá vatni saman við, 1 msk. eða svo. Leyfið þessu að malla á pönnunni í 2–3 mínútur við vægan hita. Skerið grænmetið smátt niður, ég reif gúrkuna niður með rifjárni. Skolið allt saman vel og blandið saman í skál. Bætið kjúklingabringunum, balsamedikinu, fetaostinum og jarðarberjum saman við grænmetið og blandið mjög vel saman. Berið salatið fram á fallegu fati eða í skál, myljið nachos-flögur yfir og sáldrið ljúffengum parmesanosti yfir. (Ekki spara ostinn, hann setur punktinn yfir i-ið.) Berið salatið fram með góðu brauði og njótið vel. Skiptu út sætindunum Gómsætar og glæsilegar ávaxtakökur E r ekki kominn tími til að skipta út sætindunum sem við vitum öll að gera okkur ekki gott? Hér má sjá nokkr- ar sniðugar kökur sem hægt er að bjóða upp á í næstu veislu. Ávext- ir eru svo litríkir og skemmtileg- ir og koma einstaklega vel út á borði. Það er um að gera að leika sér með alls kyns ávaxtategundir og búa til glæsilega rétti. Þessar hugmyndir eru fengnar af síðunni Pinterest.com. n 6 nauðsynleg eldhúsáhöld Margir ástríðukokkar verða að eignast allt það nýjasta þegar kemur að tækjum og tólum í eld- húsi. Það er hins vegar ekkert skemmtilegt að vinna þar sem plássið er ekkert sökum drasls. Hér er listi yfir sex hluti sem nauðsynlegt er að eiga. Gatasigti Sigti eru einfald- lega skálar með götum á svo hægt sé að veita burtu vökvanum þegar þú ert búin/n að sjóða pasta og einnig til að þrífa grænmeti. Svo geturðu líka notað sigtið til að sáldra flór- sykrinum þegar uppskriftin kallar á slíkt. Trésleif Að hræra í potti eða skál er lík- lega eitt algengasta verkið í eldhúsinu. Þú getur keypt sleif úr plasti, si- líkoni eða stáli en margir kokk- ar velja trésleifina. Með trésleif geturðu hrært hraustlega í pottum og pönnum án þess að rispa pott- inn, tréskaftið leiðir ekki hita svo þú brennir þig ekki og efnið gefur ekki frá sér neitt bragð. Hitamælir Stórfjölskyldan er mætt við matar- boðið enda lítur steikin girnilega út á fatinu. Þú tekur þér stöðu og byrjar að skera en viti menn – blóðið vell- ur. Steikin er hrá. Kjöthitamælir kemur í veg fyrir slíka vitleysu. Þeytari Þeytarar hafa ýmsan tilgang: til að blanda efnum vel saman, til að auka loft eða til að sameina efni sem blandast illa saman eins og vatn og olía. Einn vinsælasti þeytarinn er sá sem minnir helst á ljósaperu. Mæliglös og -skeiðar Þegar þú bak- ar skiptir ná- kvæmnin öllu. Fjárfestu í góð- um mæliskeiðum og -glösum. Hnífar Þú getur ekki eldað án þess að nota hníf. Hnífar koma í ýmsum stærðum og gerð- um. Kokka- hnífurinn hefur fjölbreyttasta hlutverkið og er oftast notaður til að saxa og brytja. Aðrir góðir eru flysj- arinn sem hentar best í lítil verk- efni og svo sagtenntur hnífur sem gerir brauðskurðinn mun auð- veldari. Melónukaka Hér má sjá hvernig melónukaka er gerð. Skorið er utan af melónunni. Steinarnir fjarlægðir. Melónan er þakin rjóma og svo skreytt með ávöxtum. Girnilegt Hér er melónan skorin í bita, henni svo raðað upp eins og köku og skreytt með berjum og öðrum ávöxtum. Glæsilegt og gómsætt! Afmæliskaka Hver segir að afmæliskökur þurfi að vera úr súkkulaði? Hér er litrík og skemmtileg eins árs afmæliskaka. Bara úr ávöxtum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.