Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 44
Helgarblað 2.–5. maí 201444 Lífsstíll P áll Ásgeir Ásgeirsson er úti- vistarmaður af lífi og sál. Hann hefur ferðast um landið í þrjá áratugi og þekk- ir marga áhugaverða staði. Árið 2008 gaf hann út bókina 101 Ís- land – Áfangastaðir í alfaraleið. Nú nýlega gaf hann út uppfærða útgáfu af bókinni sem inniheldur upplýs- ingar um 155 staði víðs vegar um landið. DV spjallaði við Pál um bók- ina og ferðalög hans um landið í leit að áhugaverðum og fallegum stöð- um sem margir vita kannski ekki um. Páll segir tilgang bókarinnar fyrst og fremst að kynna staði sem væru ekki almennt þekktir áfangastað- ir meðal ferðamanna. „Leitast var við að beina athygli ferðamanna að þeim stöðum sem voru síður þekkt- ir og að mestu sniðgengnir, í stað svona þekktra ferðamannastaða eins og við Gullfoss og Geysi og þess háttar. Það var frekar reynt að tína til áhugaverða en jafnframt aðgengi- lega staði og dreifa þeim sem jafnast um landið,“ útskýrir Páll. „Það var þá lagt til grundvallar að annaðhvort ættu þessir staðir sér einhverja áhugaverða sögu eða að þeir væru frá náttúrunnar hendi sérstakir og lítið þekktir. Þessari bók var ákaflega vel tekið og þess vegna réðumst við í það, ég og Forlagið, að stækka hana verulega, um rúmlega fimmtíu prósent,“ segir Páll og er út- koman ítarleg og fræðandi bók. Uppljóstrar leyndarmálum heimamanna Páll segist stundum hafa mætt dálitlu mótlæti þegar hann var að safna efni í bókina. Hann segir það koma fyrir að heimamenn vilji ekki að skrifað sé um staði eða þeir auglýstir mik- ið. „Stundum hefur verið sagt að við séum að segja frá leyndarmálum en það er ekki svo, þetta eru staðir sem eru kannski mjög þekktir í sinni heimasveit og eru ýmist söguslóðir eða sérkennilegir staðir. Við setjum okkur alltaf í samband við heima- menn og ef við erum að vísa á staði sem eru í landareign einhverra þá viljum við fá góðfúslegt samþykki. Innan þeirra marka að það er ekki beinlínis heimilt að hamla för gang- andi manna. En í þessari bók líkt og fyrri útgáfunni erum við að benda ókunnugu fólki á staði sem fólk í við- komandi sveit hefur lengi þekkt en eru lítið þekktir utan sveitar. Það eru nokkur dæmi um staði sem rötuðu ekki í bókina vegna þess að heima- menn vildu ekki að það væri vísað á þá. Við erum svo friðsöm að eðlisfari að við kusum að fara þá leið.“ Ísland hættir aldrei að koma á óvart „Ég er náttúrlega búinn að ferðast um Ísland í þrjátíu ár og er alinn upp úti á landi og hef búið þar í mörg ár, þannig að ég þekki landið allvel og hef alltaf haft gaman af því að lesa þjóðlegan fróðleik og sagnfræði. Þetta gerist oft þannig að maður fer af stað með lista yfir einhverja staði sem maður heldur að séu áhuga- verðir. Svo fer maður og skoðar þá vandlega og stundum kemur í ljós að staðurinn er ekki eins áhugaverður og maður hélt að hann væri,“ útskýrir Páll, aðspurður hvernig hann aflaði sér heimilda fyrir bókina. „Svo gerist það mjög oft að þegar maður kemur á staðinn sér maður eitthvað annað sem maður hefur ekki leitt hugann að eða þá að maður fer á bæi og set- ur sig í samband við heimamenn og veiðir upp úr þeim ábendingar um staði,“ bætir Páll við. „Það segir í frægu kvæði að hver einn staður á sína sögu og það er þannig. Þessi saga liggur ekki alltaf á yfirborðinu og hún er ekki alltaf aug- ljós en með því að segja sögu staðar- ins og draga athygli fólks að því sem að þar hefur gerst höfum við oft séð hvernig tiltölulega látlausir staðir lifna við um leið og þú þekkir söguna. En bæði við leitina að stöðum sem áttu að fara í bókina og við mörg önn- ur tækifæri hef ég oft staðið undrandi á stöðum sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til og heilla mann þegar maður kemur þangað.“ Það er allt fallegt á Ísafirði Þegar Páll er beðinn um að nefna einn stað á landinu sem allir verði að sjá á lífsleiðinni fást heldur loðin svör. „Það er mjög illa gert að spyrja þann sem þekkir Ísland mjög vel svona spurningar og ég er alltaf í vandræðum með svarið,“ segir Páll og hlær. „En ég er alinn upp vestur í Ísafjarðardjúpi og er Vestfirðingur og hef mikið dálæti á þeim landshluta. Vestfirðir toga sterkar í mig en flest- ir aðrir staðir á landinu. Mér finnst allt fallegt á Vestfjörðum,“ segir Páll að lokum. n „Hver einn staður á sína sögu“ Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifaði bók um áhugaverða og oft leynda staði á Íslandi Í bókinni er að finna marga áhuga- verða lista um ýmsa staði sem hægt er að skoða víðs vegar um landið. Sem dæmi má nefna dvalarstaði skrímsla, fæðingar- eða uppeldisstaði sögufrægra Íslendinga og margt fleira. Hér koma nokkur dæmi um áhugaverða lista í bókinni. 10 bestu villiböðin á Íslandi n Hveraborg á Holtavörðuheiði – Afskekkt- ur hlaðinn pottur í farvegi Síkár í Hrútafirði n Hveravellir – Upphlaðin laug undir vegg gamla sæluhússins n Klambragil á Hellisheiði – Vanmetin perla við bæjardyr Reykvíkinga n Landmannalaugar – Frægasta villibað á Íslandi n Laugarfell – Vinsæl hlaðin laug norð- austur af Hofsjökli n Laugarfell við Snæfell – Hringlaga steinhlaðin laug við Laugarfell á Fljóts- dalshéraði n Marteinslaug eða Syðri-Hitulaug – Ekki mjög heit og ekkert skjól en fáir gestir n Nautseyrarlaug – Fáfarinn staður í landi Nauteyrar í Ísafjarðardjúpi n Strútslaug – Við Hólmsá innst í Hólmsár- botnum norðan Mælifellssands n Víti í Öskju – Sprengigígur með grænleitu vatni 10 áhugaverðustu eyjarnar n Drangey á Skagafirði n Flatey á Breiðafirði n Flatey á Skjálfanda n Grímsey n Papey n Vestmannaeyjar n Viðey n Vigur n Æðey 10 bestu sundlaugar landsins n Árbæjarlaug – Besta útsýni í þéttbýli n Bændalaugin við Hörgshlíð í Ísafjarðar- djúpi – Ein sú allra minnsta n Krossnes í Árneshreppi – Miðnæturferð að sumri með útsýni yfir brimölduna er ógleymanleg n Laugarhöll í Bjarnarfirði – Heiti potturinn er mjög sérstakur n Lýsuhóll – Eina laugin á Íslandi ef ekki í heiminum með ölkelduvatni n Reykjanes við Ísafjarðardjúp – Var lengi stærsta sundlaug landsins n Reykjarfjörður í Arnarfirði – Algert villibað n Selárdalur í Vopnafirði – Stórbrotið útsýni, hrein og fín og engin gæsla n Seljavallalaug – Elsta sundlaug á Íslandi og ekki hægt að sleppa henni n Sundlaug Kópavogs – Sú stærsta, besta og hreinasta Skemmtilegir topp 10 listar sem finna má í bók Páls Seljavallalaug Elsta sundlaug lands- ins og ein sú besta líka, að mati Páls. Mynd Bragi Thor JoSefSSon Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Páll Ásgeir Ásgeirsson Páll hefur ferðast um landið í þrjá áratugi og hefur skrifað margar bækur fyrir ferðalanga. Bjartmarssteinn Bjartmarssteinn við Berufjörð í Reykhólasveit er sagður vera álfakaup- staður. Mynd PÁll ÁSgeir ÁSgeirSSon arnarnúpur Fjallið Arnarnúpur við Keldudal í Dýrafirði séð gegnum sáluhlið yfirgefinnar kirkju. Í Ísafjarðardjúpi Kirkjan í Unaðsdal á vegarenda við Ísafjarðardjúp. Mynd PÁll ÁSgeir ÁSgeirSSon náttúrufegurð Sérkennilegt stuðlaberg í farvegi Jökulsár á Dal. Mynd PÁll ÁSgeir ÁSgeirSSon „Ég hef oft staðið undrandi á stöðum sem ég hafði ekki hug- mynd um að væru til og heilla mann þegar maður kemur þangað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.