Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 46
Helgarblað 2.–5. maí 201446 Lífsstíll V insældir þrívíddarprentunar hafa aukist jafnt og þétt síð­ ustu ár. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þrívíddarprentun muni leiða af sér nýja iðnbyltingu, þar sem allt frá leikföngum til líffæra verði prentað á einhvern hátt í slíku tæki. Þó að þrívíddarprentun hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið fyrir um 30 árum hafa slík tæki ekki verið aðgengi­ leg almenningi nema í nokkur ár. Verð á slíkum tækjum hefur hríðfallið síð­ ustu ár og hafa margar tegundir prent­ ara skotið upp kollinum. Það er aug­ ljóst að það er mikil gróska í þessari grein. Myndast hafa stór samfélög áhuga­ manna um þrívíddarprentun þar sem rætt er um tæknina og síðast en ekki síst skipst á skrám til að prenta og er vefurinn Thingiverse stærstur í þeim efnum. Í dag geta þeir sem eiga þrí­ víddarprentara búið til ýmsa smá­ hluti sjálfir sem þeir þyrftu annars að kaupa í verslun. Vinsælt er til dæm­ is að prenta símahulstur fyrir snjall­ síma, einnig er hægt að búa til ýmis­ legt nytsamlegt fyrir heimilið eins og hvítlaukspressu eða jafnvel heilu ljósakrónurnar. Í stað þess að kaupa hlutinn á nokkur þúsund krónur kostar hann nokkrar krónur. Þó að verð á þrívíddarprentur­ um hafi lækkað mikið síðustu ár þykir mörgum verðið enn of hátt og flækju­ stigið of mikið til þess að þeir freist­ ist til að kaupa slíka græju. En nú ætl­ ar fyrirtækið Micro 3D að breyta því. Fyrirtækið setti nýlega af stað fjáröfl­ unarverkefni á vefnum Kickstarter þar sem það segist geta boðið upp á fyrsta alvöru notendavæna þrívíddar­ prentarann á lægra verði en áður hef­ ur þekkst. Micro 3D er þegar búið að afla yfir þremur milljónum Bandaríkjadala og hafa yfir ellefu þúsund manns styrkt verkefnið. Fyrirtækið segist geta boð­ ið prentarann á 200 til 300 Banda­ ríkjadali, sem er mun lægra verð en á öðrum prenturum sem kosta flest­ ir á bilinu 500 til 2.000 dala, sem er kannski of mikil fjárfesting fyrir flesta. Í kynningu Micro 3D segir að prentar­ inn eigi að virka beint úr kassanum og að notandinn eigi að geta einbeitt sér að afurðinni frekar en vandamálun­ um. Framleiðendurnir halda því fram að eftir að þú fáir prentarann í hend­ urnar ætti það ekki að taka þig meira en klukkutíma að geta byrjað að nota hlut sem þú gerir í prentaranum og nefna sem dæmi kaffibolla. En þrívíddarprentun þarf ekki að einskorðast við litla plasthluti. Þeir framsýnustu trúa því að þrívíddar­ prentun komi til með að bylta lækna­ vísindunum og rannsóknir er snúa að prentun líffæra í lækningaskyni eru í fullum gangi og telja sumir að innan nokkurra ára eða áratuga verði mögu­ legt að prenta líffæri, til dæmis lifur, á rannsóknarstofum. n Prentaðu kaffi- bolla á klukkutíma Micro 3D-prentarinn Micro 3D mun setja þenn- an ódýra og notendavæna þrívíddarprentara á markað á næstunni. Þrívíddarprentun þokast nær því að verða notendavænni og aðgengilegri Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Þrívíddarprentað símahulstur Vinsælt er að prenta símahulstur og aðra nytsama smáhluti í þrívíddarprenturum. Vertu snjallari grillari Það virðist ekkert lát vera á því að raftækin okkar séu gerð snjallari. Fyrst voru það símarnir, því næst sjónvörpin og nú eru það gas­ grillin. Fyrirtækið Lynx hefur fram­ leitt snjallgrill sem auðveldar fólki að fá hina fullkomnu steik. Grillið spyr þig hvað þú ert að grilla og mælir með stillingu sem skilar steikinni eins og þú vilt hafa hana. Grillið gerir þetta með því að tengjast þráðlausa netinu á heimilinu og leitar í gagna­ grunni fullum af uppskriftum og eldunarupplýsingum. Grillið mun líklega kosta skildinginn þannig að margir munu halda áfram að grilla á gamla mátann, sem flest­ um þykir líklega skemmtilegra. Sala Nokia hríðfellur Farsímaframleiðandinn Nokia má muna fífil sinn fegurri ef marka má nýjar tölur sem fram­ leiðandinn birti nýverið. Þar kemur fram að sala á símum Nokia hefur fallið um þrjátíu pró­ sent miðað við sama tímabil í fyrra. Nokia kennir því um að lít­ ill áhugi hafi verið á ódýrari sím­ um félagsins á meðan Android framleiðendur og Apple tróna á toppnum í dýrari símum. Microsoft keypti farsímahluta Nokia í fyrrahaust og hyggst halda framleiðslu þeirra áfram í svipaðri mynd en augljóst er að Microsoft þarf að spýta í lófana ef fyrirtækið vill halda einhverri markaðshlutdeild. Sjálfhreinsandi bílar framtíðin? Að halda bílnum sínum hrein­ um er mikil vinna og getur kost­ að tíma og fyrirhöfn. Bílafram­ leiðandinn Nissan vill vinna bug á því og hefur gert tilraunir með bílamálningu sem er gríðar­ lega vatnsfælin og sér til þess að bíllinn haldist tandurhreinn þó að honum sé keyrt í drullu og bleytu. Málningin kallast Ultra­ Ever Dry, en hún virkar þannig að hún myndar loft á milli sín og óhreinindanna þannig að í stað þess að festast við bílinn renna þau af og skilja ekki eftir um­ merki. Málningin verður þó að öllum líkindum ekki staðalbún­ aður en fyrirtækið er að íhuga að bjóða hana sem aukabúnað. Munu nýta sér sýndarveruleikatækni Gerir fólki kleift að upplifa kvikmyndir á byltingarkenndan hátt S ýndarveruleikagleraugun Oculus Rift hafa slegið í gegn í tölvuleikjaiðnaðinum frá því að þau voru fyrst kynnt árið 2012. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, betrumbætt­ ar þróunarútgáfur hafa litið dagsins ljós og það styttist í að hægt verði að kaupa gripinn, sem á að koma í versl­ anir seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Kaup Facebook á fyrirtækinu fyrir skemmstu vöktu einnig mikla athygli og veltu einnig upp spurningum um framtíð þess og hvert notagildið muni koma til með að verða. Mark Zuckerberg nefndi til að mynda í fréttatilkynningu um málið að tækn­ in muni opna nýjar víddir í notenda­ upplifun og að til dæmis væri hægt að nýta tækið í skólastofum eða í læknavísindum. Á ráðstefnu í Hollywood nýlega snerti Cory Ondrejka, yfirmaður hjá Facebook, einnig á því hvernig kvik­ myndaframleiðendur geti nýtt sér tæknina. „Ég er bæði kvíðinn og spenntur fyrir því hvað gerist þegar Hollywood nýtir sér sýndarveruleika­ tækni. Það er auðvelt að taka efni sem er framleitt fyrir kvikmyndir og sam­ tvinna það við sýndarveruleika og búa til nýja upplifun fyrir áhorfand­ ann,“ sagði Ondrejka. Það er því spurning hvort áhorf­ endur geti í mjög náinni framtíð sett á sig sýndarveruleikagleraugu og upp­ lifað kvikmyndir á nýjan og enn öfl­ ugri hátt en hægt hefur verið hing­ að til. Oculus Rift gleraugun koma til með að kosta um 300 Bandaríkjadali, sem samsvarar um 35.000 krónum. n Oculus Rift Kvikmyndaunnendur geta hugsanlega nýtt sér gleraugun í náinni framtíð og upplifað kvikmyndir á byltingarkenndan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.