Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 50
Helgarblað 2.–5. maí 201450 Sport S pennan á toppi ensku úr­ valsdeildarinnar hefur sjald­ an, ef nokkurn tímann, verið jafn mikil og nú. Liverpool eygir von um að vinna fyrsta deildartitilinn í 24 ár og er í efsta sæti með tveggja stiga forskot á Chelsea sem situr í öðru sæti. Eins og flestum knattspyrnuunnendum er kunnugt bar Chelsea sigurorð af Liverpool um síðustu helgi á Anfield, 0–2, þar sem Demba Ba og Willian sáu um að koma knettinum í netið. Þar sem Liverpool missteig sig er Manchester City skyndilega orðið lík­ legasta liðið til þess að vinna deildina. City er í 3. sæti og á leik til góða á keppinauta sína. Mest getur Man­ chester City fengið 86 stig, jafn mörg og Liverpool getur fengið, en þar sem þeir ljósbláu eru með hagstæðari markatölu myndu þeir verða Eng­ landsmeistarar. Blár slagur í Liverpool Everton tekur á móti Manchester City á laugardaginn. Everton á í harðri bar­ áttu við Arsenal um að tryggja sér 4. sæti deildarinnar en það gefur liðinu þátttökurétt í undankeppni Meistara­ deildar Evrópu á næstu leiktíð. Ev­ erton er fjórum stigum á eftir Arsenal, sem er í 4. sæti. Stuðningsmenn Liverpool munu vona að erkifjendurnir í Everton endurtaki leikinn frá því í fyrra þegar þeir lögðu City að velli á Goodison, 2–0. Raunar hefur Everton haft ótrú­ legt tak á Manchester­liðinu á heima­ velli sínum. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð gegn City og aðeins tapað einu sinni í síðustu fimmtán viður­ eignum liðanna á heimavelli. Líklega státar ekkert lið í úrvalsdeildinni af viðlíka árangri gegn City. Hafi einhver haldið að titilbaráttunni væri lokið eft­ ir tap Liverpool gegn Chelsea skjátlast honum. Lærisveinar Josés Mourinho í Chelsea taka á móti Norwich á sunnu­ daginn. Norwich berst fyrir lífi sínu í neðri hluta deildarinnar og verður fróðlegt að sjá hvort Chris Hughton, nýráðinn þjálfari liðsins, nái að bjarga liðinu frá falli. Á mánudagskvöld halda Liver­ pool­menn suður til London og leika gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Crystal Palace siglir lygnan sjó um miðju deildarinnar en liðinu hefur vegnað afar vel eftir að Tony Pulis tók við stjórnartaumunum. Sunderland á siglingu Á hinum enda deildarinnar getur margt gerst. Cardiff City vermir botns­ ætið sem stendur og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn lán­ lausu liði Newcastle á laugardaginn. Fulham heimsækir Stoke á Britannia Stadium og er það sama uppi á teningnum hjá þeim hvít­ klæddu. Þeir þurfa stigin þrjú í bar­ áttunni um tilverurétt sinn í deildinni. Til þess þarf hinn umdeildi þjálfari Fulham, Felix Magath, að finna leiðir framhjá Stoke­liðinu sem hefur vegn­ að prýðilega á þessari leiktíð. Sunderland leikur gegn Eng­ landsmeisturunum í Manchester United á Old Trafford. Sunderland hefur unnið síðustu tvo leiki sína; annars vegar Chelsea 1–2 á útivelli og hins vegar Cardiff City á heimavelli, 4–0. Þá hafa Englandsmeistararnir verið ansi gjafmildir á heimavelli sín­ um í vetur og því ættu Sunderland­ menn að geta strítt þeim á laugar­ daginn. n Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Sóknarbolti hjá Mourinho Páll Kristjánsson, annar tveggja þjálfara KV í 1. deild, er mikill stuðn- ingsmaður Liverpool og spáir að þeir muni enda sem Englandsmeist- arar. Blaðamaður fékk hann til þess að rýna í leiki helgarinnar þar sem hann spáir að Manchester City muni missa niður forskot sitt á Goodison Park í hádramatískum leik. West Ham – Tottenham „Ég ætla að segja að West Ham vinni 2–1. Gylfi Þór skorar aftur á heimavelli þeirra en það mun ekki duga Tottenham- mönnum.“ Aston Villa – Hull „Ég spái að Aston Villa vinni þennan leik og sigri Manchester City í næsta leik á eftir. Aston Villa mun vinna 2–0 og bjarga sér endanlega frá falli.“ Manchester United – Sunderland „Það verður 1–1. Því miður fyrir Sunderland þá mun það ekki innbyrða stigin þrjú.“ Newcastle – Cardiff City „Ég ætla að segja 1–2 fyrir Cardiff. Newcastle hefur ekki að neinu að keppa á meðan Cardiff er í harðri fallbaráttu.“ Stoke – Fulham „2–2. Fulham-liðið er einfaldlega slakt og Stoke er, eins og allir vita, erfitt heim að sækja.“ Swansea – Southampton „Það verður boðið upp á markaveislu í Wales. Leikurinn fer 3–3 í stórskemmti- legum leik.“ Everton – Manchester City „Ég held að þessi leikur endi með jafntefli, 2–2. Það er kannski meira ósk en spá. Það verður hádramatík. Everton jafnar seint í leiknum og mun þar af leið- andi reynast nágrönnum sínum vel.“ Arsenal – WBA „Það er klassískt Arsenal að fara á smá skrið í lok tímabils og stuðningsmennirn- ir verði sáttir með Arsene Wenger fyrir sumarið. Þetta fer 4–0 og sigurinn verður aldrei í hættu.“ Chelsea – Norwich „Chelsea vinnur þennan leik 3–0. José Mourinho hefur verið gagnrýndur fyrir leiðinlegan fótbolta og mun leggja upp með mikinn sóknarbolta í þessum leik.“ Crystal Palace – Liverpool „Liverpool vinnur þennan leik sann- færandi, 3–0. Þeir verða að blása til sóknar til þess að eiga séns á Englandsmeistara titlinum.“ Ótrúleg spenna á toppi og botni n Everton með ógnartak á City n Ekki tapað í 14 af síðustu 15 leikjum á Goodison Vissir þú … … að Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur aðeins hlotið eitt stig af níu í leikjum gegn Manchester City. … að Luis Suarez (25) og Daniel Sturridge (17) hafa hvor um sig skorað fleiri mörk en Crystal Palace (16) úr opnum leik. … að Newcastle hefur nú tapað sex leikj- um í röð í fyrsta skipti frá árinu 1987. … að nú er staðfest að Arsenal endar fyrir ofan Tottenham í deildinni nítjánda tímabilið í röð. … að 19 af 26 mörkum Oliviers Girouds hefur hann skorað á Emirates. … að þó að Arsenal verði ekki meistari í vor hefur ekkert lið verið fleiri daga á toppi deildarinnar í vetur. … að Newcastle hefur aðeins skorað 10 mörk í deildinni árið 2014, færri en nokkurt lið. Rauði herinn til London Liverpool þarf sigur gegn Crystal Palace á mánudagskvöld. Mynd ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.