Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 52
52 Menning Helgarblað 2.–5. maí 2014 Vegabréf Sigmundar Fyrir þær þjóðir sem búa við kulda mestan hluta ársins er hugsunin um nektarný- lendur ágætlega hlýjandi. Og til að segja alveg satt, sem alltaf fer nú manninum einna best, er pælingin líka svolítið framandleg, enda er hún jafn annarleg og hún er ókunnug fyrir þá sem hafa alist upp við íðilþykkan alfatnað. Það er nefnilega svo; Ís- lendingum er ekki lagið að vera naktir. Þeir eru fæddir inn í voð og rýjur – og fara ekki svo glatt úr fötunum nema þeir þurfi nauðsynlega að fjölga sér. Og í þetta sinn var ég staddur í Locarno í Ítalíuhluta Sviss, fullklæddur og frekar flottur í tauinu, af því ektavin- ur minn var að frumsýna bestu kvikmynd Íslands- sögunnar. Og það á þessari líka sögufrægu kvikmynda- hátíð sem upphaflega var yngri systir hinnar snobbuðu Cannes, en sagði sig svo úr familíunni af því frægð- in flengdi frumburðinn. Og Locarno er undurfeg- urðin ein. Ekki bara bærinn allur, fólkið og féð, heldur úthagarnir og afréttirnar, þar á meðal hvíti dalurinn í dávestur af plássinu. Hann er albínói evrópskrar nátt- úru; eggjahvítur frá mynni og upp úr með tröllsleg björg sín sem liggja afvelta eins og risavaxnar kennarakrítur sem eru þess albúnar að reikna líf manns upp á nýtt á stóru grænu töflunni. Okkur hafði verið sagt að þarna uppeftir færi enginn nema berrassaður. Við kant- aða bjargið, skammt frá bíla- stæðinu, væru þau örlög skorin hverjum manni að af- klæðast með öllu, en halda þaðan eins og hver annar strípalingur á vit náttúrunnar. Og enda þótt ég þætt- ist reiða umburðarlyndi mitt í þverpokum um allar álfur, sótti að mér nokkur veik- geðja þanki þegar á hólminn var komið; einhver efahyggja, kannski gömul kaþólska úr afskekktum dölum eyfirskum sem aldrei fengu súrefni. Ég fann hvað ég var nak- inn þegar hvíta brókin datt á fölar ristarnar. Þarna var ég náhvítur Íslendingur, forpok- aður Eyfirðingur, berskjald- aður Akureyringur … sem var við það að grípa um altari líkamans og snúa afturend- anum í allan söfnuðinn, en lét svo slag standa, lagði sig á feimnislega á hvítan klett, reyndi að þykjast vera eðlileg- ur, orðlaus og afvelta. En þá kom flugan. Randa- flugan. Ég man ekki hvað hún sveimaði lengi yfir mér. Og auðvitað stakk hún. Nema hvað. Nákvæm eins og margir í Sviss – og valdi hvorugt lær- ið, heldur sjálfa kóngslundina þar í millum. Þegar ég stóð upp var himininn blár, dalurinn hvítur – og það var augljóslega einn maður með eldrautt tippi á svæðinu. Með rauðflúrað tippi Í slendingasögurnar eiga hug og hjörtu Íslendinga. Flest þekkjum við helstu minni og hetjur sagn- anna og boðskapurinn fléttast lymskulega í þjóðlífið. Þannig hafa grárri hetjur Ís- lendingasagna verið bornar saman við útrásarvíkinga og óvægna við- skiptamenningu, þá hafa sterkar kon- ur sagnanna haft rík áhrif á sjálfsmynd íslenskra kvenna. Nú eru Íslendingasögurnar komn- ar í útrás á Norðurlöndum því þann 28. apríl komu út hjá Sögu forlagi í Reykjavík nýjar og glæsilegar heildar- útgáfur Íslendingasagna og þátta á dönsku, norsku og sænsku og um- fangið slíkt að hér er um að ræða eitt stærsta þýðingarverkefni sem ráðist hefur verið í á Vesturlöndum. Blaða- maður DV rýndi í útgáfuævintýrið, ræddi við einn þýðanda verksins í Sví- þjóð og spurði nokkra áhugamenn um Íslendingasögurnar um uppá- haldshetjur þeirra. Heil hetja, harmrænt hörkutól og fyrsti áhugasálfræðingurinn Margir Íslendingar eiga sínar fyrir- myndir og hetjur í sögnunum. Að minnsta kosti stendur ekki á svörum þegar spurt er. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, svarar um hæl og get- ur ekki setið á sér að nefna alls þrjár söguhetjur sem hún hefur í uppá- haldi. „Í fyrsta lagi verð ég að nefna Ill- uga Ásmundarson, bróður Grettis, en hann var innblásturinn að nafni sonar okkar, vegna þess að hann er auðvit- að frábær bróðir, gegnheill, hugrakkur og hreinn og beinn. Og svo er það allt annar karakter sem er Skarphéðinn Njálsson, harmræna hörkutólið sem glotti í gegnum eldinn í brennunni. Sá maður situr alltaf í mér. Og svo að lokum hlýt ég að nefna Þorgerði dóttur Egils – líklega fyrsti áhugasál- fræðingurinn, en ég er ein af mörgum slíkum.“ Val Katrínar er lunkið, enda hefur hún oftar en ekki verið valin vinsælust á Alþingi sökum eiginleika sem segja má að hún eigi sameiginlega með Ill- uga Ásmundarsyni. Kannski það sé síðan hennar glúrni áhugi á breyskleika mannsins sem kemur fram í aðdáun hennar á Skarp- héðni Njálssyni, en Katrínu finnst fátt skemmtilegra en að liggja yfir glæpa- sögum og leysa gátur. Skarphéðinn er myrkari en heiðskírasta hetja Ís- lendingasagnanna, Gunnar á Hlíðar- enda. Hann er þungur í skapi, kald- hæðinn og vinnur illvirki þegar hann stjórnar drápinu á stjúpbróður sínum og kallar með því skelfilega hefnd yfir fjölskyldu sína. Örlög hans eru grimm og hann brennur inni í Njálsbrennu sem er það atvik sem Katrín vitnar í og hefur setið í henni frá lestri Njálu. Þá kemur ekki á óvart að hún velji gáfukonuna Þorgerði, dóttur Egils, sem þekktust er fyrir að hafa með klókindum fengið föður sinn til þess að beina sorg sinni við fráfall sonar síns í kveðskap í stað þess að leggjast í kör. Varð þá til eitt alfallegasta kvæði Íslendingasagnanna, Sonatorrek. Um Þorgerði er fjallað í Egils sögu og í Lax- dæla sögu. … ef það hrífur þig ekki ertu dauður Það kemur heldur ekki á óvart að hjá tónlistarmanninum Bubba sé hetjan Egill Skallagrímsson. Egill var gott skáld og eru kvæði hans í hávegum höfð enn þann dag í dag. Sitt fyrsta kvæði orti Egill þriggja ára samkvæmt sögunni en um hann er fjallað í Egils sögu sem talið er að hafi verið rituð af Snorra Sturlusyni. „Hann er fyrsta stórskáld okkar svo er persónan auðvitað svo stórbrotin með alla sína bresti og vandamál að ef það hrífur þig ekki ertu dauður mað- ur,“ segir Bubbi um Egil. Óhrædd og til í ævintýri Rakel Garðarsdóttir framleiddi vand- aða sjónvarpsþætti sem Íslendingar nutu góðs af í fyrra. Þættirnir kölluð- ust Ferðalok og í þeim var farið yfir valda atburði úr Íslendingasögunum og þeir tengdir við fornminjar og gripi sem enn eru til. Það var Vala Garðars- dóttir sem átti hugmyndina að hand- riti þáttanna og kveikti hjá Rakel djúp- stæðan áhuga á Íslendingasögunum. Rakel, sem er framkvæmdastýra Vestur ports og hefur að auki sinnt góðgerðar- og umhverfismálum, fann sér sterka fyrirmynd í Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Það er óhætt að segja að þær Auður eigi ýmislegt sameigin- legt en Rakel er eins og þessi íslenska formóðir óhrædd við að leggja út í æv- intýri og þótti höfðingi góður og frum- kvöðull. „Það sem Vala Garðarsdóttir hefur kennt mér um hana er að hún hafi verið mikill frumkvöðull, óhrædd, til í ævintýri og breytingar – og afar sjálf- stæð. Ég bara einfaldlega fíla þannig konur og því er Auður mitt uppáhald.“ Frá Auði er sagt í Laxdælu og í Landnámu. Í Laxdælu er sagt frá för hennar til Íslands. Hún lét gera knörr á laun úti í skógi og þegar skipið var full- búið hélt hún af stað til Íslands með fríðu föruneyti, tengdadóttur sinni og börnum hennar, öðru frændliði og fólki. „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna,“ segir í frásögninni. Með Íslendingasögurnar í blóðinu Kristinn Jóhannesson, lektor við Gautaborgarháskóla, er einn sænsku ritstjóranna sem hafa haft veg og vanda að nýútgefinni sænskri þýð- ingu sagnanna. Hann er einnig sá eini í hópi ritstjóra og þýðenda sem hefur íslenskar rætur en hann er alinn upp í Svarfaðardal og Íslendingasögurnar þekkti hann vel sem lítill drengur. „Ég er með Íslendingasögurnar í blóðinu, nýt þeirra forréttinda. Þær voru það fyrsta sem ég las eftir að ég lærði að lesa sem lítill drengur. Pabbi sagði við mig: ef þú getur lært að lesa, þá skal ég gefa þér Íslendingasögurn- ar. Ég lærði að lesa fljótt og pabbi stóð við loforð sitt. Sögurnar urðu mér mik- ill innblástur í leikjum sem lítill dreng- ur. Þar lékum við okkur í hetjuleikjum á sama hátt og krakkarnir herma eft- ir Spider-Man og öðrum ofurhetjum nútíma dægurmenningar.“ Hann segir efni Íslendingasagn- anna eiga jafnmikið erindi við unga kynslóð og áður. „Íslendingasögurnar einkenna allt sem prýðir góðar bók- menntir nútímans. Það eru þessar sterku hreinu tilfinningar sem heilla lesandann. Sjálfur held ég að ég hafi alltaf heillast af þessarri baráttu á milli hetjuskaparins og heiðursins. Jafnvel þótt menn þurfi að eiga ill örlög, þá vernda þeir heiðurinn fram í rauðan dauðann. Þótt í Svíþjóð sé ekki mikill hefð fyrir þessum sögum, þá gæti ég trúað að þessi örlög og þessar tilfinn- ingar finni sér greiða leið að sænskri þjóðarsál. Samfélag Svía í dag glímir til dæmis við þessi hugtök og tíðrædd eru í fjölmiðlum svokölluð heiðurs- morð.“ Afar viðamikið samstarf Þýðingarnar eru allar nýjar, unnar á undanförnum sjö árum af fremstu fræðimönnum og þýðendum á hverja tungu og hafa verið vandlega yfirfarn- ar af fræðimönnum og rithöfundum með tilliti til nákvæmni og stíls. Verk- ið er fimm þykk bindi á hverri tungu og að því hafa komið hátt í 100 nor- rænir þýðendur, fræðimenn og rithöf- undar. Þá má nefna að þjóðhöfðingjar landanna þriggja, Margrét II Dana- drottning, Haraldur V Noregskonung- ur og Gústav XVI Adolf Svíakonungur, rita heiðursformála í útgáfurnar. Með Kristni störfuðu meðal annarra, Gunnar D. Hansson skáld og Karl- Gunnar Johansson, prófessor við Óslóarháskóla. Þá fékk ritstjórnin til liðs við sig Erik Anderson rithöfund. „Samstarf okkar Gunnars var ákaf- lega gott, við lásum þýðingarnar upp- hátt hvor fyrir annan til að finna hrynj- andina. Við komumst að því seinna að fleiri ritstjórar í öðrum löndum gerðu það sama. Þetta er lifandi texti og hann þarf að vera læsilegur. Til þess að tryggja enn fremur gæðin fengum við svo Erik Anderson rithöfund, sem hefur til að mynda þýtt verk James Joyce á sænsku, til þess að lesa yfir og laga textann til. Þetta er erfitt verk- efni því klassík í Svíþjóð er fyrir bí. Við vildum gjarnan að ungt fólk í Svíþjóð læsi sögurnar en þróunin er slík að við höfðum raunverulegar áhyggjur af því að ná til þeirra. Auðvitað reyndum við að breyta ekki frumtexta of mikið, en þetta er bókmenntatexti, lifandi. Ekki guðfræði. Okkur fannst mikilvægt að gera þýðingarnar sem allra best úr garði því þær verða síðan lagðar til grundvallar öllu fræðistarfi og úr- vinnslu sagnanna á Norður löndum næstu áratugi, um leið og þær rata til tugþúsunda nýrra lesenda. Þetta var því jafnvægislist,“ segir Kristinn og kímir. Löng saga útrásar Kristinn segir að eftir hrunið hafi bor- ið skammvinnan skugga á annars blómlegt verkefni. Það á sér langa Kvenforkar og hörkutól n Íslendingasögurnar gefnar út á Norðurlöndum n Stærsta þýðingarverkefni Vesturlanda n Fimm binda ritsafn Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bubbi dáist að Agli Skallagrímssyni Skáldið og hetjan Egill Skallagrímsson á hug og hjarta Bubba. Margar hetjur Katrín Jakobsdóttir getur varla gert upp á milli þriggja hetja. Víkingar Þýðingar Íslendingasagnanna munu vonandi falla norrænum lesendum í geð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.