Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 64
Helgarblað 2.–5. maí 2014 33. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Konur með krafta í kögglum! Mæðgur í myndlist n Steinunn Eldflaug Harðar- dóttir, sem kemur að jafnaði fram undir nafninu dj. Flugvél og geimskip, mun halda myndlistar­ sýningu með móður sinni, Þór­ unni Harðardóttur, um helgina. Steinunn hefur lokið myndlista­ námi, líkt og móðir hennar, en fæst þó meira við gerð hljóð­ heima. „Ég bý til listaverk og tón­ list vegna þess að ég fyllist af orku og gleði þegar ég bý til eitthvað nýtt. Ómögulegir hlutir verða að veruleika í myndlist. Þar eru engar hindranir – engin lögmál,“ er haft eftir Steinunni í tilkynn­ ingu um sýninguna. Tryggvi aftur til Eyja n Eyjapeyinn Tryggvi Guð- mundsson er ekki dauður úr öllum æðum á fótboltasviðinu. Þessi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi hefur ákveðið að spila í Vestmannaeyj­ um í sumar með knattspyrnufé­ laginu KFS sem leikur í 4. deild. „Eyjahjartað slær. ÍBV var ekki option og þá er það bara hitt liðið,“ sagði Tryggvi við vefmiðil­ inn Fótbolti.net á fimmtudag en auk þess að spila fótbolta hefur Tryggvi starfað við auglýs­ ingasölu á höfuðborgar­ svæðinu. 1 . maí ekki úreltur n Baráttuhugur var í Ögmundi Jónassyni er hann hélt 1. maí­ ávarp á Selfossi. Drjúgur hluti ræðu hans fjallaði um að verka­ lýðsdagurinn væri ekki úreltur. Lýsti hann því er hann fékk spurn­ ingu þess eðlis frá ónefndum út­ varpsmanni. „Og jafnvel þótt það kunni að hafa verið rétt til getið hjá útvarpsmanninum að dagurinn hefði heldur föln­ að í seinni tíð í vitund okkar margra þá er það ekki svo að mínu mati, að hann sé að úr­ eldast – síður en svo,“ sagðir þing­ maður­ inn. Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð M ér finnst þetta ekki karla­ sport, þetta er fyrir bæði kyn. Ég hef stundað kross­ fit á nokkrum stöðum og þekki margar stelpur sem hafa áhuga á að keppa í þessu,“ segir Margrét Ársælsdóttir í samtali við DV. Hún hyggst fara til Finnlands eftir helgi til að taka þátt í kraftlyftingakeppni. „Mótið heitir Queen of the Castle. Ég er að keppa í undir sjötíu kílóa flokki. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona móti erlendis. Ég keppti í Sterk­ ustu konu Íslands og endaði í þriðja sæti. Með því vann ég mér inn sæti á þessu móti,“ segir Margrét. Hún seg­ ist vera ágætlega bjartsýn á gott gengi í keppninni. Margrét segir það miður að margar íslenskar konur langi að taka þátt í kraftlyftingakeppnum en geri það ekki vegna þess að þær geri sér ekki grein fyrir því að það sé hægt. Hún segir að mögulega megi rekja það til þess að kraftlyftingar kvenna fái ekki eins mikla athygli og karla. „Þetta er ekki frekar strákasport en stelpusport. Mér finnst bara vanta að stelpur taki eftir því að það er hægt að vera í þessu. Ég man þegar ég var að horfa á Sterkasta mann heims í sjónvarpinu þegar ég var tólf ára og þetta var það skemmtilegasta sem ég horfði á. Mér datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað sem væri hægt að æfa eins og fótbolta eða frjálsar íþróttir þegar ég var lítil. Mér finnst að konur eigi alveg að vera jafn mik­ ið í þessu og karlar,“ segir Margrét. n hjalmar@dv.is Kraftlyftingar ekki karlasport Margrét Ársælsdóttir keppir um titilinn Sterkasta kona Skandinavíu Sterk Margrét æfir stíft þessa dagana fyrir keppnina í Finnlandi. Hún keppir í undir sjötíu kílóa flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.