Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 12
12 Fréttir Viðskipti Vikublað 24.–26. júní 2014 S á sem upplýsti er vitni kær- andans Hreiðars, það er að segja þessi Jón Óttar, fyrrver- andi starfsmaður hjá sérstök- um. Hann sumsé er á greiðsl- um hjá Hreiðari […] Verjandi Hreiðars Más [Hörður Felix Harðarson] legg- ur fram greinargerð sem unnin er af þessum fyrrverandi starfsmanni sér- staks um starfsaðferðir sérstaks. Ég leyfði mér að gera ráð fyrir því að hann hefði ekki verið að vinna frítt,“ seg- ir Sveinn Andri Sveinsson hæstarétt- arlögmaður spurður um uppfærslu sem hann setti á Facebook fyrir helgi um kæru sem Hreiðar Már Sigurðs- son, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur lagt fram á hendur Benedikt Bogasyni, núverandi hæstaréttar- dómara og fyrrverandi héraðsdóm- ara, og Ólafi Þór Haukssyni, sérstök- um saksóknara. Kæran er fyrir meint skjalafals. „Umræddur Jón Óttar Ólafsson hefur áður verið umfjöllunarefni í fréttum. Þannig var greint frá því að hann hefði, ásamt öðrum fyrrverandi starfsmanni sérstaks saksóknara, fengið 30 milljónir króna fyrir skýr- slu um gjaldþol Milestone sem unn- in var fyrir þrotabú félagsins. Upp- lýsingarnar í skýrslunni byggðu að mestu leyti á gögnum sem þeir höfðu aðgang að í störfum sínum hjá sérs- tökum saksóknara. Þegar upp komst um skýrslugerðina kærði sérstakur saksóknari þá til Ríkissaksóknara en embættið byggði á því að þeir hefðu brotið trúnað í starfi. Ríkissaksóknari vísaði kærunni hins vegar frá.“ Vann fyrir Hreiðar Má Fréttablaðið hefur fjallað um sím- hlerunarheimild sem Benedikt veitti embætti sérstaks saksóknara sem héraðsdómari árið 2010. Heimildin var veitt til að hlera síma Hreiðars Más. Kaupþingsforstjórinn vill meina að Benedikt hafi falsað sím- hlerunarheimildina þar sem hún hafi verið veitt heima hjá Benedikt en ekki í Héraðsdómi Reykjavíkur, líkt og fram kom í úrskurðinum. Orðrétt sagði í frétt Fréttablaðsins um málið í síðustu viku: „Þvert á móti hafi þing- haldið verið haldið á heimili dómar- ans og skrifleg beiðni hafi ekki leg- ið fyrir. Þá hafi Ólafur Þór ekki sótt þinghaldið sjálfur heldur lögreglu- menn á hans vegum. Einn lögreglu- mannanna sem sótti hlerunarúr- skurðinn heim til dómarans staðfestir í samtali við fréttastofu að atvik hafi verið með þeim hætti sem Hreiðar lýsir.“ Annar af lögreglumönnunum sem sótti úrskurðinn heim til Bene- dikts eftir að þinghald hafði farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur var umræddur Jón Óttar. Hvort hann var heimildarmaður Fréttablaðsins skal ósagt látið en vitað er að hann vann greinargerð fyrir Hreiðar Má í Al- Thani-málinu um rannsókn málsins. Jón Óttar vill aðspurður ekki stað- festa að hann hafi verið annar lög- reglumaðurinn sem sótti símhler- unarúrskurðinn. Hann segist ekki vilja ræða málið opinberlega. Sveinn Andri fullyrti á Facebook að Jón Ótt- ar hefði unnið fyrir Hreiðar Má: „Mér finnst blaðamenn stundum horfa fram hjá kjarna máls. Lögreglumað- ur sem sat úti í bíl á meðan kollegi hans sótti umslag til dómara með úr- skurð um símhlerun og er nú heim- ildarmaður á bak við ranga kæru um skjalafals, er á payroll hjá þeim sem kærir dómarann. Hefði ekki verið ástæða til þess að fá kannski aaaað- eins betri heimild?“ Segist vilja benda á sannleikann Jón Óttar staðfestir aðspurður að hann hafi unnið minnisblað um rannsóknina á Al-Thani-málinu en að hann hafi ekki fengið neitt greitt fyrir það. „Ég gerði minnisblað fyr- ir hann [Hreiðar Má] en ég hef aldrei þegið neina greiðslu frá þeim, aðil- um tengdum þeim, lögaðilum tengd- um þeim eða neitt. Ég gerði þetta pro bono. Ég gerði þetta bara af því að mér blöskrar bara hvernig kerf- ið er og ég er að gera þetta af því þetta skiptir máli. Það verður ekk- ert rukkað fyrir þetta, aldrei, því um leið myndi það alltaf rýra gildi þessa framburðar […] Ég var bara að gera þetta sem greiða fyrir þá, hver svo sem trúir því svo sem […] Ég fæ ekki krónu frá neinum.“ Jón Óttar segir að hvati sinn sé að benda á sannleik- ann. „Þetta var minnisblað þar sem ég benti á hvernig Halldóri Bjark- ari [Lúðvígssyni, starfsmanni ] var snúið frá því að vera sakborningur og yfir í að vera vitni. […] Ég er að gera það sem ég er að gera af því ég vil að sannleikurinn komi í ljós.“ Hreiðar Már hringdi Sveinn Andri segir að eftir að hann setti stöðuuppfærsluna á Facebook hafi hann fengið símtal frá Hreiðari Má þar sem hann bað hann um að taka færsluna af samskiptavefnum. „Ég skaut þessu inn og fékk í kjöl- farið símtal frá Hreiðari. Það er svo sem ekkert leyndarmál enda var þetta ekki trúnaðarsamtal. Hann gagnrýndi mig fyrir þetta og krafð- ist þess að ég tæki þetta út. Ég læt nú ekki aðra stýra því hvað ég set á þessu aumu Fésbók mína. Hann spurði mig bara hvað ég hefði fyr- ir mér í þessu en andmælti þessu ekki. Ég skildi þetta ekki þannig að ég hefði rangt fyrir mér í þessu. Þetta var svona efni okkar samtals,“ seg- ir Sveinn Andri. Eftir að Hreiðar Már hafði komið þessari skoðun sinni á framfæri við Svein Andra kvöddust þeir. Sveinn Andri tók stöðuuppfær- sluna á Facebook hins vegar ekki út af síðunni. Að beiðni Hreiðars Más Lögmaður Hreiðars Más í Al-Thani- málinu, Hörður Felix Harðarson, segir aðspurður að það sé rétt að Jón Óttar hafi unnið greinargerð í málinu sem lögð var fyrir dóminn. Hann segir að í greinargerðinni hafi verið fjallað um vinnubrögð ákæru- valdsins í rannsókninni á málinu. „Þetta var úttekt á rannsóknargögn- unum í málinu og hvað hægt var að lesa úr þeim varðandi tiltekin atriði sem hann síðar fjallar um.“ Aðspurð- ur segir Hörður Felix að Jón Óttar hafi ekki unnið beint fyrir lögmanns- stofuna sem hann starfar á, Mörk- ina, heldur hafi verkkaupinn í mál- inu verið Hreiðar Már sjálfur. Hann segist telja að Jón Óttar hafi ekki enn þá fengið greitt fyrir vinnuna við greinargerðina en reiknar með því að hann hljóti að fá það. „Hann hef- ur reyndar, held ég, ekki fengið greitt fyrir þetta. Ég veit ekki annað en ég n Fyrrverandi lögreglumaður vann fyrir Hreiðar Má n Lykilvitni í kærumáli gegn dómara „Ég fæ ekki krónu frá neinum“ Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Flest málin fyrir Hæstarétt Stór mál enn þá eftir Á síðastliðnum árum hafa margir þekktir viðskipta- og kaupsýslumenn hlotið dóma í kjölfar ákæra hjá embætti sér- staks saksóknara vegna mála sem tengjast hruninu. Umræðan um embættið skekkist raunar af því að efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra varð hluti af því og því sér sér- stakur saksóknari ekki eingöngu um rannsóknir á hruntengdum málum líkt og eftir að það var stofnað. Önn- ur efnahagsbrotamál, stór sem smá, eru líka komin inn á borð til embætt- isins. Öll stóru hrunmálin hafa hing- að til farið fyrir Hæstarétt Íslands, hvort svo sem ákæruvaldið eða hinir ákærðu hafa áfrýjað þeim. Af þekktustu dómunum sem fall- ið hafa í kjölfar rannsókna sérstaks saksóknara á hruninu eru: Óskilorðsbundnir fang- elsisdómar yfir Hreiðari Má Sigurðs- syni, Sigurði Einars- syni, Ólafi Ólafssyni og Magnúsi Guð- mundssyni í Al-Thani- málinu. Dómarn- ir voru frá þremur árum og upp í fimm og hálft. Dómun- um hefur ver- ið áfrýjað til Hæstaréttar Ís- lands. Sýknudómar yfir Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni og þrem- ur starfsmönnum Glitnis í Aurum-mál- inu. Héraðsdómur klofnaði í málinu og vildu tveir dómarar sýkna en einn sakfella þrjá menn af fjórum. Dómunum hef- ur verið áfrýjað til Hæstaréttar Ís- lands. Fjögurra og hálfs árs fang- elsis- dómar í Hæstarétti Íslands yfir þeim Jóni Þor- steini Jónssyni, fyrrverandi stjórnar- formanni Byrs, og Ragnari Z. Guð- jónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, í Exeter Holdings-málinu. Tveggja ára dóm- ur yfir Baldri Guð- laugssyni fyrir inn- herjasvik og brot í opinberu starfi. Sýknudómur yfir Lárusi Welding og Guðmundi Hjalta- syni í Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstirétti Íslands í Vafningsmálinu. Sektardómar í hér- aðsdómi yfir Birki Kristinssyni, Jóhann- esi Baldurssyni, El- mari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arn- grímssyni. Þeir þrír fyrstu fengu fimm ára dóma en Magnús Arnar fékk fjögurra ára dóm. Búast má við því að dómunum verði áfrýjað til Hæstarétt- ar Íslands og gaf Birkir það til dæmis út á mánudag að hann hygðist áfrýja. Hreiðar Már hringdi Hreiðar Már Sigurðsson hringdi í Svein Andra Sveinsson og gagnrýndi hann eftir að hann gagnrýndi málflutning Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Benedikt Bogason. „Pro bono“ Jón Óttar Ólafsson segist hafa unnið pro bono fyrir Hreiðar Má Sig- urðsson í Al-Thani-málinu. „Ég vil að sann- leikurinn komi í ljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.