Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
20 Umræða Vikublað 24.–26. júní 2014
Ég vissi í rauninni ekki
hvað var að gerast.
Það hentar ekki öllum
að tala við prest.
Ég er líka svo mikill pabba-
og mömmustrákur.
Olga Genova um ofbeldi af hálfu Jörgens Más. - DV. Birgitta Jónsdóttir hefur upplifað þrisvar að einhver nákominn henni hverfur. - DV. Hafþór Júlíus Björnsson er sterkasti maður Íslands. - DV.
Gunnars „rústað“
„Það er bara búið að rústa félag-
ið. Það er ekkert flóknara en það,“
sagði einn af heimildarmönn-
um DV um Gunnars í byrjun árs
í fyrra. Nú er komið í ljós að þetta
var rétt mat hjá honum en enginn
veit af hverju. Hvernig fer rótgró-
ið, rúmlega 50 ára fyrirtæki með
sterka stöðu svo eftirminnilega á
hausinn á skömmum tíma? Enn
sem komið er veit það enginn
en sannarlega hafa verið sagð-
ar skrítnar fréttir af fyrirtækinu á
liðnum árum. Meðal annars var
Kleópatra Kristbjörg á launum hjá
fyrirtækinu þrátt fyrir takmark-
aðar starfsskyldur og fyrirtækið
keypti mikið magn af bókum sem
hún hefur gefið út.
Duarfullt mál
Nýjustu tíðindin af dullarfulla
fyrirtækinu Gunnars Majonesi
eru nokkuð skrítin. Allt í einu
er stjórnarformaður Gunnars,
Kleópatra Kristbjörg, orðin eig-
andi fyrirtækisins. Gamla
kennitala Gunnars er komin í
þrot og fyrri eigendur, eftirlif-
andi eiginkona og dætur Gunnars
Jónssonar, sem stofnaði fyrirtæk-
ið, eiga ekkert í nýju fyrirtæki
sem halda mun áfram majones-
framleiðslunni. Á sínum tíma
þótti skritið að Kleópatra Krist-
björg væri allt í einu orðin fram-
kvæmdastjóri Gunnars en nú fær
málið á sig enn aðra mynd þegar
hún er allt í einu orðin eini eig-
andi fyrirtækisins.
Einangrun Jóns Steinars
Greinarskrif Jóns Steinars Gunn-
laugssonar um Benedikt Bogason
eru birtingarmynd af ákveðinni
pólitík innan
Hæstaréttar Ís-
lands. Jón Steinar
fór inn í réttinn og
vildi gera sig gild-
andi en náði í raun
aldrei þeim stalli
sem hann vildi.
Til dæmis varð hann aldrei forseti
Hæstaréttar. Þegar Benedikt varð
dómari er sagt að Jón Steinar hefði
álitið að þar ætti hann hauk í horni
í gömlum sjálfstæðismanni. Svo
var hins vegar ekki. Smám saman
einangraðist Jón Steinar í Hæsta-
rétti og hætti á endanum og hefur
síðan einbeitt sér nokkuð að því að
gagnrýna réttinn í ræðu og riti.
18 milljóna Ólafur
Lögmannskostnaður sakborning-
anna í máli sérstaks saksóknara
gegn fjórum starfsmönnum Glitn-
is vakti nokkra
athygli á mánu-
daginn. Þannig
var nærri 18 millj-
óna króna munur
á þeirri þóknun
sem Birkir Kristins-
son var dæmdur
til að greiða verjanda sínum, Ólafi
Eiríkssyni, og málsvarnarlaunum
Reimars Péturssonar, lögmanns Jó-
hannesar Baldurssonar. Hinir tve-
ir lögmennirnir fengu svo dæmd
lægri málsvarnarlaun. Eitthvað
hlýtur Ólafur Eiríksson að geta fyrst
rukkuð laun hans eru 18 milljón-
um hærri en hjá næsta lögmanni
sem þó vann við sama mál.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Leiðari
Harðnandi hagsmunabarátta
Á
tökin um lagalega upp-
gjörið við hrunið hafa ekki
verið eins hörð frá stofn-
un embættis sérstaks sak-
sóknara og síðustu vikur
og mánuði. Fjölmiðlafyrirtæki eig-
inkonu Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, 365, er fyrir löngu búið að kasta
hamnum í þeim átökum og segja
fjölmiðlar þess margar fréttir sem
eru innlegg í þá hagsmunabaráttu.
Enda er búið að hreinsa fyrirtækið
af flestum sem þorðu að fjalla með
hlutlægum hætti um þetta uppgjör
og eftir situr fólk sem virðist gera
það sem það á að gera í baráttunni ef
marka má afurðir þess. Allt sem get-
ur komið höggi á embætti sérstaks
saksóknara, dómskerfið og lagalega
uppgjörið við hrunið skal upp á yf-
irborðið enda hafa ýmsir þeirra sem
sæta ákæru og hafa verið dæmdir
litlu, eða engu, að tapa lengur.
Ein síðasta fréttin byggist á heim-
ildum frá lögreglumanni sem starf-
aði hjá embætti sérstaks saksóknara
og seldi upplýsingar um rannsóknir
þess til einkaaðila gegn háu gjaldi.
Sá maður, Jón Óttar Ólafsson, skuld-
ar embætti sérstaks saksóknara ekki
neitt enda var hann kærður til ríkis-
saksóknara vegna málsins en svo var
það fellt niður. Samkvæmt fréttinni
veitti Benedikt Bogason, þáverandi
héraðsdómari og núverandi hæsta-
réttardómari, heimild til símhler-
unar hjá Hreiðari Má Sigurðssyni
með meintum ólögmætum hætti
þar sem hann gekk frá henni heima
hjá sér eftir að þinghald hafði far-
ið fram í héraðsdómi. Jón Steinar
Gunnlaugsson, fyrrverandi hæsta-
réttardómari, hefur tjáð sig um það
mál opinberlega og sagt að Bene-
dikt hafi að öllum líkindum brot-
ið lög með veitingu heimildarinnar
og kallað eftir að hann svari spurn-
ingum um málið. Ekki hefur komið
fram áður, líkt og greint er frá í DV í
dag, að Jón Óttar hefur starfað fyrir
verjanda Hreiðars Más og skrifaði
greinargerð sem lögð var fram í Al-
Thani-málinu. Hann hefur því hags-
muna að gæta í málinu.
Héraðsdómur Reykjavíkur er bú-
inn að dæma Hreiðar Má Sigurðs-
son í óskilorðsbundið fangelsi í Al-
Thani-málinu og bíður málið nú
þess að fara fyrir Hæstarétt Íslands.
Hann hefur engu að tapa í sinni
varnarbaráttu. Jón Ásgeir Jóhannes-
son bíður þess nú einnig að Hæsti-
réttur Íslands taki fyrir Aurum-mál-
ið þar sem hann sætti ákæru en var
sýknaður í héraðsdómi. Fari svo að
menn eins og Hreiðar Már eða Jón
Ásgeir verði dæmdir í Hæstarétti
þá geta þeir auðvitað skotið þeim
dómum til Mannréttindadómstóls
Evrópu.
Allar upplýsingar um meinta
ólögmæta eða óeðlilega háttsemi
sérstaks saksóknara, og eða dóms-
valdsins, við rannsóknir og meðferð
mála hjá embættinu geta styrkt veru-
lega málatilbúnað þeirra sem kunna
að leita til Mannréttindadómstóls-
ins. Hvort sem um er að ræða meint
lögbrot dómara við veitingu á heim-
ild til símhlerunar eða brot sérstaks
saksóknara við símhleranir hjá sak-
borningum þar sem hlustað var á
símtöl á milli þeirra og verjenda
þeirra en fjölmiðlar 365 hafa einnig
verið uppteknir af fréttaflutningi
af þeim. Varnarbaráttan er löngu
hafin en henni er hvergi nærri lok-
ið og lái sakborningunum hver sem
vill: Þeir eru jú að berjast fyrir tilveru
sinni í vissum skilningi því enginn
vill hljóta dóm. Auðvitað nota sak-
borningarnir þær upplýsingar og
þau gögn sem þeir geta til að sýna
fram á að óeðlilega hafi verið staðið
að rannsóknum á þeim, að lög hafi
verið brotin og mannréttindi þeirra
fótum troðin. Þeir ráða auk þess yfir
miklu fjármagni, jafnvel fjölmiðl-
um, sem hægt er að beita til að koma
fréttum og sjónarmiðum þeirra á
framfæri.
Eftir því sem lengra líður frá
hruninu og styttra er í að embætti
sérstaks saksóknara ljúki þeim störf-
um sem embættið var stofnað til
að sinna þeim mun líklegra er að
sakborningar í málum sem emb-
ættið höfðar geti snúið umræðunni
sér í vil. Búið er að skera niður fjár-
veitingar til embættisins, núverandi
ríkisstjórn er sannarlega ekki eins
hlynnt því og sú síðasta, og almenn-
ingur virðist vera kominn með hálf-
gert óþol gagnvart hruninu og upp-
gjörinu við það. Tíminn sem liðið
hefur frá hruninu 2008 hefur ekki
læknað öll sár en þau hafa sannar-
lega hjaðnað og reiðin í samfélaginu
hefur minnkað. Sumir sakborn-
ingarnir vita að nú er lag til að snúa
vörn í sókn.
Hagsmunabaráttan í uppgjörinu
við hrunið hefur harðnað eftir því
sem fleiri ákærur eru gefnar út og
fleiri dómar hafa fallið. Nú skal sorf-
ið til stáls enda er vígstaða sakborn-
inganna betri. Uppgjörið sem hófst
haustið 2008 er því í þeim skilningi
að ná hámarki sínu. Beðið er endan-
legra dóma í stóru málunum eins og
Al-Thani og Aurum og á meðan hafa
þeir sem að er sótt tíma til að treysta
og bæta varnir sínar fyrir komandi
átök sem hugsanlega munu teygja
sig frá Íslandi og til Strassborgar, líkt
og gerst hefur í öðrum hruntengd-
um dómsmálum, eftir að dómar
falla hér á landi. Lagalega uppgjör-
inu við hrunið er því hvergi nærri
lokið. Sennilega mun næsta ár verða
eitt hið harðasta í þessari hags-
munabaráttu því senn líður að því
að uppgjörinu ljúki. n
MynD SIGtRyGGuR ARI
A
ðgerðir landeigenda við
Mývatn, Kerið og Geysi eru
aðför að frelsi einstaklings-
ins.
Þetta er ekki „frelsi
einstaklingsins“ sem var dubbað
upp af nýfrjálshyggjumönnum og
snerist um réttinn til að nota pen-
inga til að yfirtaka allt mögulegt til að
græða enn meiri pening og yfirtaka
enn meira í nafni þess að sá hæfasti
eigi ekki bara að lifa af, heldur lifa af
öðrum í krafti þess sem hann hefur
yfirtekið.
Þetta snýst um hið klassíska frelsi
okkar allra til að geta lifað og upplif-
að heiminn án þess að ríkið, þeir ríku
eða annað mannlegt vald setji okkur
óréttlætanlegar skorður í takmark-
aðri tilvist okkar.
Okkur er öllum settar skorður.
Fólk getur átt erfitt með að ferðast
vegna heilsu, tímaskorts eða pen-
ingaskorts. En það er eitt að borga
fyrir að nota bensín og farartæki, en
annað að borga fyrir að nota eigin
líkama við að ganga og skynja um-
hverfi sitt.
Landeigendur við Mývatn hafa
núna sett upp toll sem allir þurfa að
borga ef þeir vilja sjá merkilegustu
náttúrufyrirbærin austan við vatnið.
Landeigendur við Geysi hafa reynt
það sama. Þeir sem eiga landið við
Kerið í Grímsnesi, fallegan gíg í al-
faraleið, hafa komist upp með að
rukka fólk fyrir að sjá það frá því í
fyrrasumar. Og það þótt lög segi:
„Mönnum er heimilt, án sérstaks
leyfis landeiganda eða rétthafa, að
fara gangandi, á skíðum, skautum
og óvélknúnum sleðum eða á annan
sambærilegan hátt um óræktað land
og dveljast þar.“
Helstu rök landeigenda eru að
það kosti þá pening að viðhalda
göngustígum og aðstöðu fyrir ferða-
menn. En líklega kostar þó meira
að halda sex til tólf tollvörðum á
launum við að selja miða og taka
við þeim. Landeigendur við Mý-
vatn settu upp girðingar og tollhlið
í síðustu viku þótt ríkisstjórnin hefði
nú þegar tilkynnt að 10 milljónum
króna yrði varið í að styrkja svæðið.
Nú kostar þig það sama að sjá
hverina við Kröflu og það kostar að
sjá bíómynd. Bíómyndin er varin
höfundarrétti vegna þess að hópur
fólks lagði á sig vinnu við að skapa
hana. Þegar einhver rukkar mann
fyrir að horfa á náttúruna ígildir það
í raun því að viðkomandi telji sig
hafa komist yfir höfundarrétt á nátt-
úruperlunni.
Barátta gegn þessu er ekki komm-
únismi eða afmarkað áhugamál
Vinstri grænna, þótt Ögmundur
Jónasson hafi verið einn háværasti
mótmælandinn þegar hann mætti
á staðinn og sá náttúruperlurnar án
þess að borga tollinn.
Þetta er hluti af stóru baráttunni
fyrir framtíðina. Fordæmið sem
landeigendurnir gefa leiðir af sér
að hægt verður að taka toll af okkur
hvar sem við sjáum sérstæð náttúru-
fyrirbæri. Hver sem býr yfir nægilega
mikið af peningum getur keypt nátt-
úruperlur til þess að taka toll af öðru
fólki til framtíðar.
Ef vafi er um hvort frelsið til að
kaupa og yfirtaka vegur meira en
frelsi einstaklingsins til að fara frjálst
um landið án þess að borga fyrir
að sjá náttúru heimsins, er ein leið
að spyrja sig: Hvort leiðir til meiri
heildarhamingju fólks almennt?
Ef spurningin er fjárhagslegs eðl-
is, hvernig græða megi mest af ferða-
mönnum, liggur svarið væntanlega í
því hvers vegna ferðamenn koma yf-
irleitt til Íslands á annað borð.
Það er ekki fyrir 1.290 króna köku-
sneiðar eða malbikaða göngustíga,
heldur fyrir frelsið og hið frjálsa land
sem enn hefur ekki verið yfirbugað
og yfirtekið af mannlegu valdi. n
Aðförin að frelsi einstaklingsins
Jón trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Kjallari Frelsið til að skynja Við Námaskarð, þar sem
tollverðir rukka nú fyrir
skynjun fólks á umhverfinu.
MynD SIGtRyGGuR ARI