Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 28
Vikublað 24.–26. júní 201428 Lífsstíll
Auka ekki líkur
á hjartagalla
Í Bandaríkjunum eru 8–13 prósent
ófrískra kvenna á þunglyndislyf-
jum en frá árinu 2005 hefur því
verið haldið fram að lyfin auki lík-
ur á hjartagalla fóstra. Samkvæmt
niðurstöðum nýrrar rannsóknar,
sem birtist í New England Journal
of Medicine, gæti sú staðhæfing
verið tilhæfulaus.
Vísindamenn fylgdu tæplega
milljón ófrískum konum eftir.
6,8 prósent þeirra voru á þung-
lyndislyfjum á fyrsta skeiði með-
göngunnar en þá er mesta hætt-
an á þróun hjartagalla samkvæmt
WebMD.
Eftir að hafa tekið allar breyt-
ur til skoðunar kom í ljós að
þunglyndislyfin auka ekki líkur
á hjartagalla. Rannsóknin hefur
þó verið gagnrýnd, sér í lagi fyrir
að taka ekki á öðrum alvarlegum
aukaverkunum sem gætu fylgt
notkun lyfjanna líkt og fósturlát.
Dauði skósmiðsins
n Fer sömu leið og söðlasmiðurinn n Hægt að spara formúu
S
kósmiðum fer fækkandi með
hverju árinu sem líður og æ
færri notfæra sér þjónustu
þeirra. Af er það sem áður
var.
„Þetta var á öllum götuhorn-
um maður, alveg hreint. Ég held að
það hafi verið sex eða sjö skósmið-
ir bara í Vesturbænum – meira – tíu
stykki,“ segir Hafþór Edmond Byrd,
elsti starfandi meistari greinarinn-
ar. „Hvað eru margir núna? Bara
einn í Vesturbænum, það er ég. Við
erum sex eða sjö í Reykjavík og það
eru ekki nema tíu alvöru skósmiðir á
landinu öllu.“
Skýring fækkunarinnar er á
huldu. Íslendingum fjölgar og skó-
safn þeirra með. Hvers vegna eru
skósmíðaverkstæði ekki í blóma? „Ég
þykist vita að fólk kunni ekki að meta
okkur. Það veit ekki hvað við getum
gert fyrir fólkið. Þetta er heila málið,“
segir Hafþór og bætir við, aðspurður
hvort skósmiðir geti gert við nýjustu
týpur fjöldaframleidds skófatnaðar:
„Já, já, já, við getum sko gert það.“
Viðmót mikilvægt
Hjá Hafþóri er þó enn töluvert að
gera og hann rekur ástæður þess
ekki síst til eigin viðmóts. Mikil-
vægt sé að koma fram við viðskipta-
vininn af virðingu, bæði hefðarfrúr
og götustráka. „Ég tek á móti öllum
jafnt. Hvort sem það voru pönkarar
eða hippar hér áður fyrr. Og núna tek
ég líka nákvæmlega eins á móti öll-
um. Ég held að það gæti haft tölu-
vert að segja að vera „normal“ við
alla, skilurðu mig? Þegar ég var að
læra var svolítið litið á þessa hippa
sem hálfgerða vesalinga en ég pass-
aði mig alltaf á því að gera það ekki.
Kannski var það bara vegna þess að
ég var hippi sjálfur, ég veit það ekki.“
Sparnaður
Skókaup eru yfirleitt kostnaðarsöm
og hægt er að spara töluverða fjár-
muni með því að gjörnýta skóna
sína. „Að sjálfsögðu. Tökum bara
skó sem kosta kannski á milli 20 og
40 þúsund krónur. Þú getur fengið
þá topp, toppgerða fyrir 10 þúsund
krónur og reyndar allt niður í 8 þús-
und krónur. Fólk á í það minnsta að
tala við skósmið áður en það hend-
ir skónum,“ segir Hafþór og bætir við
að stundum borgi sig ekki að gera
við ódýra gegnumslitna götuskó. Þá
skiptir samviska skósmiðsins miklu.
„Ég spyr fólk alltaf: Hvað kosta
skórnir? Þá segi ég stundum við fólk
að ég mæli ekki með viðgerð en að ég
geti að sjálfsögðu gert við þá.“
Dauði
Hafþór er orðinn sjötugur og farið er
að styttast í annan endann á löng-
um ferli. Á hinum endanum eru fáir;
aðeins tveir skósmíðanemar eru á
samningi á Íslandi og er það brota-
brot í sögulegu samhengi. En hvern-
ig metur gamli meistarinn fram-
tíð greinarinnar? Er skósmiðurinn
dauður? „Já, það má kannski segja
það. Söðlasmiðurinn er dauður –
og geirfuglinn. Erum við ekki bara
næstir?“ n
„Fólk á í það
minnsta að tala
við skósmið áður en það
hendir skónum
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is
Tennur munu
gera við sig
sjálfar
Færðu í magann við tilhugsunina
um að þurfa að fara til tannlækn-
is? Hvað ef tennur þínar gætu
gert við sig sjálfar á sársauka-
lausan hátt? Samkvæmt Guardi-
an og Washington Post gæti það
orðið að veruleika innan þriggja
ára. Hópur vísindamanna hefur
hannað tækni sem í stuttu máli
snýst um rafmagnsstraum sem
ýtir steinefnum inn í skemmdar
tennur. „Tæknin sem notuð er í
dag er ekki góð. Við fyllum upp í
tönn og þurfum svo að endurnýja
fyllinguna aftur og aftur. Nýja að-
ferðin er mun þægilegri – bæði
fyrir sjúkling og tennur,“ sagði
einn vísindamanna.
Mikil seta tengd
krabbameini
Nú er komin fram enn ein ástæð-
an til þess að standa upp frá
skrifborðinu því samkvæmt nýrri
rannsókn eykur mikil seta líkur á
ákveðnum tegundum af krabba-
meini. Þetta kemur fram hjá
LiveScience.
Í rannsókninni kom fram að
mikil seta getur aukið líkur á
ristilkrabbameini um 8 prósent
og leghálskrabba um 10 prósent.
Vísindamenn segja það ekki
nóg að stunda mikla hreyfingu
daglega ef þú situr í tíu tíma á
dag. „Það er eitthvað við setuna
sem er verulega óheilbrigt – eitt-
hvað meira en hreyfingarleysi,“
skrifar Alice Walton í Forbes sem
mælir með því að þeir sem vinni
við tölvu standi reglulega upp og
gangi til samstarfsfélaga sinna í
stað þess að senda þeim tölvupóst.
N
ý tegund hjartagangráðs gæti
umbylt lífi fólks sem þarf á
slíku að halda. Þetta kem-
ur fram í grein á vef breska
blaðsins Telegraph. Það er háskóli
Bath og Bristol sem hannar tækið en
meira en 750.000 manns í Bretlandi
njóta aðstoðar gangráðs í dag. Þar af
fengu 40.000 sjúklingar slíkt tæki á
árunum 2012 og 2013.
Þeir gangráðar sem nú eru í
notkun ganga föstum takti sem tek-
ur ekki mið af andardrætti viðkom-
andi. Gangráðar endurspegla því
ekki náttúrulegan gang hjarta sem
sveiflast í takt með andardrætti.
Nýi gangráðurinn gerir einmitt
það en hann er byggður til að skynja
andardrátt og stýra því slætti hjart-
ans í takt við hann. Vísindamenn
segja að þessi nýi gangráður spari
orku og pumpi blóði af meiri krafti
í gegnum æðakerfi líkamans. Styrki
þannig og haldi betur við hjartanu
sjálfu. Fyrstu prófanir benda til að
gangráðurinn hafi um fjórðungi
meiri getu til þess að pumpa blóði
en þeir gangráðar sem eru í notkun
í dag.
Verkefnið hefur verið styrkt af
bresku hjartaverndarsamtökunum
en stefnt er að því að gangráðurinn
sé litlu stærri en frímerki.
Læknar og vísindamenn hafa
keppst við að lofa verkefnið undan-
farið og hefur gangráðurinn ver-
ið sagður fyrsta skrefið í átt að nýrri
kynslóð gangráða. Sem eigi eftir að
bæta heilsu og lífsgæði sjúklinga
umtalsvert. n
Ný tegund gangráðs
Bætir lífsgæði sjúklinga og fylgir andardrætti
Gangráður Sá nýi mun fylgja andardrætti.
m
y
n
D
S
iG
tr
y
G
G
u
r
a
r
i