Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 38
Vikublað 24.–26. júní 201438 Fólk Frægir múslimar Hálfur annar milljarður manna er íslamstrúar. Það er tæplega einn fjórði hluti mannkyns. En það er ekki bara venju- legt fólk sem gengur Allah á hönd heldur einnig frægðarmenni. DV tók saman þekktustu múslimana í Hollywood. Janet Jackson Söngkonan vinsæla gekk Allah á hönd áður en hún giftist viðskiptamógúlnum Wissam Al Mana. Sumir segja hana hætta í skemmtanaiðnaðinum vegna þessa. Bróðir hennar skipti einnig um trú fyrir nokkrum árum síðan. Mynd Getty IMaGes Shaquille O'Neal Móðir körfuknattleiksmannsins er kristin en stjúpfaðir hans múslimi. Sjálfur ákvað hann að taka upp siði þess síðarnefnda. Hann hyggst fara í pílagrímsför til Mekka einhvern tíma á næstunni. Dave Chappelle Grínistinn snerist til íslam árið 1998. Hann sagði eitt sinn: ,,Þetta er ótrúlega falleg trú, lærir þú á réttan hátt. En það krefst mikillar vinnu.” Mike Tyson Boxarinn skrautlegi tók trúna í fangelsi á tíunda áratug síðustu aldar. Hann segir hana hafa veitt sér innri frið. Lupe Fiasco Tónlistarmaðurinn var alinn upp í íslam og er enn heittrúarmaður. Í lagi sínu ,,Muhammad Walks” lýsir hann ást sinni á trúarbrögðunum. Kareem Abdul-Jabbar Þessi stigahæsti körfuboltamaður NBA- deildarinnar frá upphafi snerist til íslam árið 1971 og hefur síðan þá verið einn helsti talsmaður trúarbragðanna vestanhafs. Hét áður Ferdinand Lewis Alcindor, Jr. Akon Rapparinn klámfengni var alinn upp í trúnni og drekkur ekki áfengi vegna átrúnaðarins. Muhammad Ali Er líklega frægasti múslimi heimsins. Þessi goðsagnakenndi boxari neitaði að taka þátt í hernaðarbrölti Banda- ríkjanna í Víetnam að hluta til vegna trúarskoðana sinna. Mynd ReuteRs Með 70 poka af heróíni Andlát Philip seymor Hoffmans meiri harmsaga en haldið var A ndlát leikarans vinsæla Phil- ip Seymor Hoffmans olli mikilli sorg fyrr á árinu en það virðist ekki öll sagan hafa verið sögð. Orsök andláts- ins var tengd við að hann hafi tek- ið inn of stóran skammt af fíkniefn- um sem vissulega virðist vera rétt, en sagan er meiri harmi þrungin en svo. Samkvæmt lögreglu fannst í íbúð hans 70 pokar af hreinu heróíni, fimm lyfseðilsskyldir lyf- jaskammtar og nokkrir pokar af sprautum. 50 pokar af heróíni voru óopnaðir þegar lögreglu bar að garði. Þessar nýju upplýsingar benda til þess að Seymor hafi ver- ið á löngum eiturlyfjatúr og búinn með 20 skammta. Hann virðist hafa gert sér grein fyrir hættunni sem áframhaldandi neysla hans myndi skapa, en hann sagði við vin sinn nokkrum vikum fyrir andlátið að ef hann myndi ekki hætta eiturlyfjaneyslu, myndi hann deyja. Seymor var þriggja barna fað- ir en morguninn sem hann dó var hann að fara að sækja börn- in sín. Annaðhvort vissi Seymor að hann myndi deyja við heróín- skammtinn sem hann tók inn, eða þá að hann ætlaði að sækja börn- in í vímu. Börnin átti hann með Mimi O'Donnel. Fréttir herma að hún hafi hætt með honum vegna sífelldrar eiturlyfjaneyslu, en hann hafði áður verið edrú frá eiturlyfj- um í 20 ár. n salka@dv.is Philip seymor Hofman Var djúpt sokkinn í neyslu. Ár McConaughey Hjartaknúsarinn Matthew McConaughey heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Um helgina vann hann verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsþætti á Critic´s Choice-verðlaunun- um en það eru gagnrýnendur í Hollywood sem velja þau. Leik- arinn hafði meðal annars bet- ur gegn Bryan Cranston fyrir frammistöðuna í Breaking Bad en Matthew var verðlaunaður fyrir leik sinn í þáttunum True Det- ective. Fyrr á árinu vann hann til Óskarsverðlauna fyrir leik í aðal- hlutverki. Langt í land Leikarinn Tracy Morgan slas- aðist lífshættulega í bílslysi fyrir skemmstu en hann er á bata- vegi. Leikarinn var nýlega út- skrifaður af spítala en fór beint í áframhaldandi sjúkraþjálfun og meðferð. Leikarinn slasaðist illa og í yfirlýsingu frá talsmanni hans kom fram að „þótt Tracy haldi áfram að sýna batamerki er enn mjög langur vegur fyrir höndum“. Unnusta hans, Megan Wollover, sendi sérstakar þakk- ir til Robert Wood Johnson-hák- sólasjúkrahússins. Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum 30 Rock. Kristen Steward hyggst kæra fyrir meiðyrði Twilight-leikkonan Kristen Stewart hefur hótað að kæra rit- höfundinn Joan Rivers fyrir niðr- andi ummæli. Í bók sinni Diary of a Mad Diva talar hún ekki vel um leiklistarferil Kristen. „Margar stjörnur gera að- eins einn hlut réttan. Auðvit- að er Kristen Stewart ein þeirra sem kann einungis eitt, en hún fékk heilan feril með því að geta fitlað við leikstjóra,“ segir Joan í bók sinni og vísar til sambands Kristen við kvænta leikstjórann Rupert Sanders. Lögmaður Kristen hringdi í lögmann Joan og sagðist kæra rit- höfundinn fyrir meiðyrði ef um- mælin yrðu ekki tekin til baka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.