Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 26
26 Umræða Helgarblað 19.–22. september 2014 Gylfi tekur kast Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Í júní síðastliðnum kom út Hvítbók menntamálaráðherra sem ætlað er að vera grundvöllur frekari um­ ræðna og samráðs við alla þá sem hag hafa af menntun. Í bókinni eru lögð fram tvö meginmarkmið um um­ bætur í menntun á Íslandi til ársins 2018. Annars vegar er það markmið um að 90% grunnskólanema skuli ná lágmarksviðmiðum í lestri í stað 79% nú og hins vegar að 60% nemenda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsett­ um tíma í stað 44% nú. Þetta eru göf­ ug markmið og góð og lýsa miklum metnaði í þá átt að gera ágætt skóla­ kerfi enn betra. Það er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni að upp undir 30% drengja og um 14% stúlkna skuli ekki geta lesið sér til gagns í lok grunn­ skólagöngu sinnar. Það eru eflaust margar og ólíkar ástæður fyrir því að svo sé komið fyrir þetta mörgum ung­ mennum og í mörg horn að líta til þess snúa þessari þróun við. Mikilvægi menntunar Það þarf ekki að fjölyrða um mikil­ vægi þess að börn og ungmenni kunni að lesa sér til gagns og gamans, læsi í víðasta skilningi þess orðs er alger forsenda þess að manneskjan geti aflað sér þekkingar, færni og menntunar. Ég fagna útkomu þess­ ar Hvítbókar og bind miklar vonir við að hún verði upphaf að málefnaleg­ um umræðum um stöðu menntun­ ar í landinu. Getum við Íslendingar sagt að við séum vel menntuð þjóð? Það eru eflaust mjög skiptar skoðan­ ir á því eins og gefur að skilja en í bók sinni Ríkið og rökvísi stjórnmála telur dr. Páll Skúlason að sú fullyrðing eigi ef til vill ekki fyllilega við rök að styðj­ ast. Þar fer fræðimaður sem fylgst hefur með menntamálum þjóðar­ innar í hátt í fjóra áratugi. Hann tel­ ur að við sem þjóð höfum haft til­ hneigingu til að leggja mun meiri áherslu á fræðsluþáttinn en „van­ rækt menntunina sem lýtur að því að þroska hugsun nemenda okkar og skilning á þeim gildum sem samfélag manna krefst“. Markmiðin Í störfum mínum sem kennari vet­ urinn 2011–2012 gerði ég óformlega könnun meðal nemenda minna á unglingastigi þ.e. fjórum elstu ár­ göngunum. Þessi könnun fólst í því að spyrja nemendur hvort þeir gætu skilgreint fyrir mig hugtökin: lýð­ ræðisþjóðfélag, umburðarlyndi, kærleika, kristna arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, umhyggju, sátt­ fýsi og virðingu. Er skemmst frá því að segja að örfáir nemendur af um 200 sem spurðir voru gátu skýrt út fyrir mér hvað þessi hugtök merktu og enginn öll. Þetta kom mér mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að fyrri hluti annarrar greinar grunnskóla­ laga sem er markmiðsgreinin hljóð­ ar svo: „Hlutverk grunnskóla, í sam­ vinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshætt­ ir grunnskóla skulu mótast af um­ burðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafn­ rétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi“. Þessi markmið eru skýr og þrátt fyrir mikilvægi læsis þá vona ég að í þeim umræðum sem menntamála­ ráðherra boðar í kjölfar Hvítbókar muni ekki síður verða lögð mikil áhersla á að ná þessum markmið­ um. Að lögð verði aukin áhersla á mikilvægi gagnrýnnar hugsunar og samræðunnar innan skólans, sam­ ræðu þar sem foreldrar, skólinn og nemendur ræða um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í sam­ félagi okkar. Í Hvítbókinni er vitnað í Guðmundur Finnbogason sem lýsti menntun í bók sinni Lýðmenntun á þennan hátt: „menntun hvers manns verður að metast eftir því hve hæfur hann er til að lifa og starfa í mann­ legu félagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra“. Leiðarljós Nú rúmri öld síðar eiga þessi orð að vera það leiðarljós sem við för­ um eftir þegar menntamál þjóðar­ innar eru til umræðu, umræðu sem á að vera stöðug á tímum marg­ breytileikans og þeim mikla hraða sem einkennir samfélög nútímans. Skólakerfið okkar á að búa nemend­ ur undir framtíðina og skila okkur út í þjóðfélagið einstaklingum sem vita hvað það þýðir að vera borgari í þessum samfélögum. Einstakling­ um sem eru tilbúnir að byggja upp auðugt menningarlíf, umburðar­ lyndi, virðingu og umhyggjusama borgaravitund sem er í raun holl­ ustueiður við siðferðisleg og pólitísk gildi í þágu samfélagsins. n Um Hvítbók og framtíð menntunar Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar Aðsent „Getum við Íslendingar sagt að við séum vel menntuð þjóð? „Má sem sagt búast við því að viðkvæm trúnaðargögn liggi á glámbekk í IRR? Og þá að ræstingafólk og öryggisverðir, sem eru náttúrulega bara lúserar, sendi blöðunum þau. Hversu lágt er hægt að leggjast að reyna að klína sökinni á fólk sem getur ekki varið sig.“ Olga Clausen var hneyksluð á gagnrýni sakbornings í lekamálinu en hann gaf í skyn að ræstingafólk hefði lekið trúnaðar- gögnum úr ráðuneytinu. „Og hundurinn át heimaverkefnið líka.“ Friðgeir Sveinsson tók ekki mikið mark á gagnrýni Gísla Freys Valdórssonar á lögreglu og ákæruvaldið fyrir að hafa ekki rann- sakað ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og annarra. 17 „Ég sendi tölvupóst á leikfélagið og svo eitthvað bæjarblað þarna sl. föstudag 13.09 um þennan barnaníðing og varaði við honum.“ Bárður Magnússon tók málin í eigin hendur og lét yfirvöld í Svíþjóð vita að barnaníðingur hefði samið leikrit sem börnin hugðust setja upp. 57 17 23 22 „Stolt af þér“ Anna Steinunn Ólafs- dóttir var stolt af Unu Stef sem varð orðlaus yfir viðbrögðum föður gamallar vinkonu sinnar við hennar störfum. „Eflaust margir í þessari stöðu en skammast sín og segja ekki frá, það er ömurlegt að þetta skuli líðast á Íslandi í dag og á sama tíma erum við að veita flóttafólki hæli og sjá til þess að það geti lifað mannsæmandi lífi. Nú verð ég örugglega tekin í bakaríið en mér er alveg sama, þetta er mín skoðun. Hjálpum okkar börnum þau eiga ekki að líða skort og finnast lúxus að fá ost á brauðið sitt.“ Ebba Skarphéðinsdóttir skrifaði athugasemd við frétt um konu sem stal ost og taldi að forgangsraða ætti í þágu Íslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.