Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Side 29
Helgarblað 19.–22. september 2014 Fólk Viðtal 29 Hafnarfirði en flutti til Reykjavíkur þegar hann var 11 ára. „Við fluttum mikið og bjuggum auk þess í Garða- bæ eða Garðahreppi eins og það hét þá, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Ólafs- vík og á Akureyri. Mamma og pabbi skildu á fermingarárinu mínu og við bræðurnir fylgdum allir mömmu,“ segir hann en albræðurnir eru fjórir, Hafsteinn er elstur, svo Sigurjón, næstur er Egill og svo Gunnar Smári. Hálfbróðir þeirra er svo Kristján Rúnar Kristjánsson. Faðir hans var alkóhólisti en sjúkdómurinn hefur herjað á stór- an hluta fjölskyldunnar. „Þessi fjöl- skyldusjúkdómur hefur fáum hlíft en það er mikið lán að allir alkarnir í minni kynslóð eru edrú í dag. Við höfum gætt vel hver að öðrum. Við erum miklir vinir þegar á reynir, eins og kom í ljós þegar ég slasaðist.“ Laus við fíknina Hann segir að honum hafi ekki lit- ist á blikuna á bráðadeildinni þegar hann heyrði læknana tala um að þeir yrðu að koma í hann deyfingu. „Ég sagðist vera alkóhólisti en lækn- irinn horfði bara á mig og sagðist ekki hlusta á þessa vitleysu. Hann spurði mig hversu oft ég hefði fallið og hversu lengi ég hefði verið edrú. Ég svaraði því; að ég hefði verið edrú í 18 ár og að ég hefði aldrei fallið. Þá spurði hann mig hvað væri eiginlega að mér, það væri ekkert annað í stöð- unni. Ég hlýddi læknunum. Ég var meðvitaður um hættuna sem þessu fylgdi en ég á góða að sem studdu mig. Þetta var miklu auðveldara viðureignar en ég hélt. Ég er laus við fíknina enda veit ég að ég myndi ekki valda einu af þeim hlutverkum sem ég hef tekið að mér í dag ef ég félli.“ Hann segir líf sitt hafa markast af alkóhólisma. „Pabbi var alki. Í þá daga var það flóknara. Úrræðin voru fá. Alkóhólisminn hefur fylgt mér allt mitt líf en síðustu árin ber ég þess já- kvæðari merki. Mér finnst fínt hlut- skipti að vera óvirkur alkóhólisti. Ég á góða félaga sem búa við það sama og mér þykir afskaplega vænt um það samfélag.“ Vonleysi og vonbrigði Hann segir ástæðuna fyrir því hann hætti að drekka einfaldlega þá að hann hafi drukkið of mikið. „Ég réð ekki við hvenær ég hætti og hversu mikið ég drakk. Þetta snerist mest um vonbrigði, að geta ekki staðið við það sem ég hafði sagt og það sem ég vildi gera. Ég fór á mis við ýmislegt, var ekki maður til að njóta þess betra í lífinu. Það er ekkert þess virði að prófa að fara þangað aftur. Sumir halda að við alkarnir séum í stöðugri baráttu við áfengið en það er ekki svo. Batinn snýst um að verða frjáls frá fíkninni. Maður vill ekki vonleysið og vonbrigðin sem fylgja neyslu. Ég hef engan áhuga á því,“ segir hann og neitar því aðspurður að hafa velt fyrir sér hvort hann færi betur með áfengi í dag en áður. „Ég vil ekki vera vera hófdrykkjumaður, af hverju ætti ég að vilja það? Mér líður svo vel. Þótt það séu 18 ár síðan ég drakk síðast man ég hvernig það breytir hugsun og hugarfari, jafnvel þótt maður drekki lítið. Ég hef ekki áhuga á því. Þótt ég mæti í kokteil- boð eru alltaf áfengislausir drykkir í boði og ég get bara keyrt heim og far- ið þegar mér hentar. Það frelsi er dá- samlegt.“ Skóla „dropout“ Sigurjón viðurkennir að uppvöxtur á brotnu heimili hafi ekki alltaf ver- ið dans á rósum. Að sama skapi játar hann því að hafa verið erfiður ung- lingur. „Mamma var dugleg en þetta var oft basl. Alltaf fengum við þó að borða þótt stundum hafi verið tví- sýnt um það hvað væri í matinn. Hún vann um árabil í Brauðgerð Jóns Sím- onarsonar á Bræðra- borgarstíg og það hjálpaði að vinna hjá fyrirtæki sem bjó til mat. Ég teikaði bíla, var óþekkur í skóla og oft rekinn úr tímum. Ég held samt að ég hafi aldrei verið illur og frekar málsvari þeirra sem minna máttu sín en hitt.“ Skólaganga hans hefur ekki verið upp á marga fiska. „Ég er „dropout“ úr Stýri- mannaskólanum. Skólaganga var aldrei neitt val í lífi mínu sem unglingur. Ég var 17 ára þegar ég fór vestur á Ólafsvík til að fara á sjó. Við bræðurnir fór- um ungir á okkar veg- um út í lífið. Við urð- um að bjarga okkur.“ Aðspurður segir hann stutta skólagöngu ekki hafa háð honum. „Ég er ágætur í stærðfræði og hef átt til dæmis auð- velt með að skrifa um efnahagsmál. Það sem mér finnst vanta er að ég er ekki nógu góður í tungumálum. Það hefur helst háð mér. Stundum finnst mér merkilegt að ég skuli hafa gegnt þeim störfum sem ég hef gegnt, ekki menntaðri en þetta. En það er kannski bara minni- máttarkennd. Ég er allavega stoltur af mér að hafa náð að sinna þeim störfum sem mér hefur verið falið. En alla skortir eitthvað,“ segir hann og brosir. Var ekki til staðar Sigurjón á þrjú börn. Hjördís Rut er elst svo Kristján og yngstur er Janus. Hann var aðeins 21 árs þegar frum- burðurinn fæddist og viðurkenn- ir fúslega að hafa ekki verið tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. „Ég kynntist Hjördísi ekki fyrr en hún var orðin 18 ára. Ég brást henni gjörsamlega,“ segir hann og kemst í tilfinningalegt uppnám. Þegar hann hefur jafnað sig brosir hann og segist eiga erfiðast með að ræða þetta. „Þegar ég sendi henni afmælis- og jólagjafir skrif- aði ég aldrei undir: frá pabba. Mér fannst ég ekki verðskulda að vera kallaður pabbi. En við erum stór- vinir í dag. Hún hefur fyrirgefið mér þetta. Samband okkar er miklu betra og merkilegra en ég á skilið og miklu heilsteyptara en ég sáði til. Sem segir meira um hana en mig.“ Hann segir það Hjördísi að þakka að þau hafi tekið upp sam- band. „Mamma hringdi í mig einn daginn og sagðist hafa verið að tala við Hjördísi og hún hefði talað mik- ið um mig. Þá tók ég upp símann og hringdi. Ég veit ekki hvað þetta var, frestunarárátta, kjarkleysi eða hvað. Ótti við höfnun? Ég veit ekki. Ég get ekki skilið sjálfan mig að hafa hag- að mér svona. Þegar Hlédís Sveins- dóttir á Akranesi steig fram með umfjöllun um afskiptalausa feður rifjaðist margt upp. Ég finn svo til með þessum mönnum. Þetta er ótrú- lega vondur staður til að vera á. Þetta er það versta í minni fortíð. Hún er búin að fyrirgefa mér, en sjálfur get ég það ekki,“ segir hann alvarlegur í bragði. „Þegar ég rifja þetta upp dá- ist ég að því hvað hún geymir góðan mann. Samband okkar er mjög gott. Hún kallar mig aldrei neitt annað en pabba og börnin hennar kalla mig afa. Við erum tveir pabbarnir, hún á annan sem stóð vaktina á með- an mig vantaði. Ég er þakklátur fyrir það. Hann reyndist henni vel þegar ég var ekki til staðar.“ Sonurinn fyrirmynd Hjördís Rut hefur fetað í fótspor föður síns og starfaði lengi vel sem blaðamaður og ritstjóri. „Það var eigingirni í mér. Mig vantaði góða blaðamenn sem voru ekki á hverju strái þegar Fréttablaðið var nýlega orðið til. Eitt kvöldið fór ég að hugsa að hún væri ekkert ólík mér, með svipað skapferli, svo ég hringdi í hana. Hún sagði fyrst nei en svo varð hún blaðamaður og hefur gengið mjög vel,“ segir hann en Hjördís Rut býr nú í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum og börnum þar sem hún er í námi. Þar býr einnig Kristján bróðir hennar. Janus er því sá eini sem býr hér á landi. Sigurjón viðurkennir að hafa ekki alltaf verið til staðar fyrir strák- ana heldur. „Sem alkóhólisti brást ég börnunum mínum eins og öðru fólki, eins og pabbi minn brást okkur. Virk- ur alkóhólisti stendur ekki alltaf sína plikt og ég gerði það ekki gagnvart þeim. En sem betur fer eru öll börn- in mín fyrirmyndarfólk í alla staði, heilsteyptir og góðir einstaklingar. Öll börnin mín eru miklir föðurbetr- ungar. Kristján er mikil fyrirmynd í mínu lífi. Hann er flottur á velli, góð- ur í hópi og nægjusamur. Og Janus, hann er svo skemmtilegur og mik- ill fagmaður og einn sá þrautseigasti sem ég hef kynnst. Þegar maður er orðinn sextugur snýst lífið um þetta; kynslóðirnar sem á eftir koma.“ Kunni öll trixin Eiginkona Sigurjóns er Kristborg Há- konardóttir. Þau þekktust í æsku en hittust svo aftur áratugum seinna. „Við áttum heima á sömu hæð á Seljavegi 33. Ég var mjög skotinn í henni en þar sem hún var langtum eldri en ég, heilum sex mánuðum, sem var talsverður munur þá, fannst henni lítið til mín koma og ekkert „Ég sagðist vera alkóhólisti en læknirinn horfði bara á mig og sagðist ekki hlusta á þessa vitleysu „Mér fannst ég ekki verð- skulda að vera kallaður pabbi m y n d S ig tr y g g u r a r i Þekktust í æsku Sigurjón og Kristborg bjuggu í sama húsinu sem börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.