Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 19.–22. september 201430 Fólk Viðtal merkilegt þótt ég gæti teikað með annarri hendi. Svo hittumst við aftur þegar við vorum bæði fráskilin fyrir algjöra tilviljun. Ég hafði drukkið of mikið og ég þekkti hana ekki strax en kveikti um leið og hún kynnti sig. Þetta voru stuttir endurfundir en ég mundi daginn eftir hvað hún hafði sagt mér og reyndi í framhaldi að vera á þeim stöðum sem ég vissi að hún sótti. Ég varð strax hrifinn. Hún er ekki alkóhólisti, kemur úr öðru umhverfi, kannski þráði ég það,“ segir hann og bætir við að hann honum hafi tek- ist að heilla Kristborgu. „Ég kunni öll trixin í bókinni. Var lítið drukkinn næstu skipti sem við hittumst, svo kom að því að ég brást. Ég fór að mæta drukkinn, kom ekki og svona,“ segir hann og bætir við að fljótlega hafi hann stefnt sambandinu í voða, en áfengið hafi svo oft haft áhrif til hins verra. „Það var erfitt þegar ég sá son minn skipta um gangstétt svo hann þyrfti ekki að mæta mér úti á götu. Það var of mikil skömm fyrir hann. Það var sárt og minnti mig á samband mitt við minn eigin föður.“ Hvolpurinn blaðamanna- verðlaunin Hann talar fallega um Kristborgu og segir hana sinn besta vin. „Við Krist- borg höfum verið saman í um 20 ár. Hún er sjúkraliði og tekur þetta nýja hlutverk, að hugsa um mig, afskap- lega hátíðlega og sinnir því af kost- gæfni. Ég má ekki keyra eftir slysið svo hún er minn einkabílstjóri, sér um að ég taki inn lyfin mín á réttum tíma og hjálpar mér að þurrka mér eftir sturtu og annað sem ég er ófær um að gera. Það er enn lítil svörun í hægri handlegg sem gerir mér erfitt með að gera eitt og annað. Í einhvern tíma verð ég að viðurkenna að sumt get ég ekki. Þá er gott að hafa Krist- borgu. Ég er brotinn bæði framan og aftan og verð að sofa á broti og ef ég rumska þess vegna, vaknar hún á undan mér. Ég er mjög lánsamur maður.“ Þau Kristborg eiga ekki börn saman en hún átti tvær dætur úr fyrra sambandi, Hildi Sif og Evu Björk. „En við eigum saman hund, hann Garp. Í byrjun ársins 2009 var ég útnefndur rannsóknarblaðamaður ársins. Við verðlaunaafhendinguna fékk ég um- slag sem ég setti í jakkafatavasann án þess að hugsa meira um það. Við Kristborg vorum að velta fyrir okkur hundategundum. Ég vildi íslenskan hund og við sáum hvolpa á netinu. Hvolpurinn kostaði 150 þúsund og í vasanum reyndist ávísun upp á þá upphæð. Við geymdum því ávísun- ina þar til við keyptum hvolpinn. Garpur minn er því blaðamanna- verðlaunin mín,“ segir hann bros- andi. Meiðandi komment Miklar hreyfingar hafa verið á fjöl- miðlamarkaðnum upp á síðkastið. Til að mynda var ritstjóri hjá 365 látinn fara og annar sagði upp, og svo voru aðrir ráðnir. Þar á með- al reynsluboltinn Sigurjón eða SME eins og hann er gjarnan kallaður inn- an bransans. Aðspurður segir hann af og frá að hann sé fenginn inn sem handbendi eigenda. „Ég á ekki þátt í fortíðinni á 365,“ segir hann en bætir við að það sem sé kjaftað og skrifað um hann á kommentakerfum í dag sé hátíð mið- að við það sem hann hafi þurft að venjast. „Ég hef verið kallaður öllum illum nöfnum og það hefur oft verið ósanngjarnt og meiðandi. En að ég sé handbendi einhvers er ekki rétt, það vita allir blaðamenn að svoleiðis gengur þetta ekki fyrir sig. Ég get ekki látið slíkt trufla mig, þótt það skipti mig reyndar máli hver segir það. Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er þegar einhver talar illa um gesti sem voru hjá mér í Sprengisandi á Facebook-síðunni minni. Þá pirrast ég og enda vinskapinn. Ég hef reynt að láta umræðu síð- ustu daga ekki trufla mig, það er ver- ið að reyna að taka fólk á taugum. Þetta er störukeppni. Ég veit ekkert af hverju Mikael Torfasyni var sagt upp. Ég þarf ekki að vita það. Ég vil ekki blanda mér í fortíðina. Ég held að þessar breytingar virki ágætlega. Það er gaman að koma í vinnuna, andinn er góður og þarna eru kappsamir blaða- og fréttamenn. Hvorki ég né Kristín Þorsteinsdóttir höfum verið ráðin þarna inn til að gera byltingar. Kannski breytingar en ekki byltingar. Þetta verður áfram sami fjölmiðill- inn – hugsun reyndra blaðamanna breytist ekki þótt ég eða aðrir komi inn.“ Harka og ákveðni Hann segist aldrei hafa fundið fyrir áhrifum eigenda fjölmiðlasam- steypunnar. „Ég hef einu sinni hitt Jón Ásgeir á fundi árið 2006 og ekk- ert tengt þessu. Jú, ég kinka til hans kolli ef ég sé hann úti á götu en á milli okkar eru engin samskipti og hafa aldrei verið. En svo spyr maður sig hvort eignarhaldið hafi ómeðvit- uð áhrif, en því getur enginn svarað. Ég vona ekki. Ég óttast ekki eigendur blaðsins. Ég óttast ekki fólk almennt, ég er óttalaus maður. Það er ýmislegt sem er manni heilagt, eins og börn- in og barnabörnin. Blaðamennskan fyrir mér er líka heilög. Mér þykir vænt um blaðamennskuna og ég vil ekki bregðast henni.“ Sigurjón hefur áður verið yfir- maður á Fréttablaðinu og eins á fleiri fjölmiðlum. Sem yfirmaður seg- ist hann oftast eiga góð samskipti við fólk. „Heilt yfir hefur mér geng- ið mjög vel að vinna með fólki. Ef- laust hef ég einhvern tímann stigið á tær sem ég hef ekki ætlað að gera. Ég veit það. Ég veit líka að sumum hefur mislíkað við mig. Að hluta til vegna misskilnings. Þegar ég var fréttastjóri í árdaga Fréttablaðsins var reiðileysi yfir öllu; algjört agaleysi. Þá urðum við að koma einhverjum böndum á ástandið og búa til vinnuaga svo menn vissu að morgni hvað átti að gera yfir daginn. Þá notaði ég hörku og ákveðni sem ekki allir kunnu að meta. En heilt yfir er ég ágætlega liðinn maður, ég vona það allavega. Annars hef ég aldrei nokkurn tímann sóst eftir að vera yfirmaður, það hef- ur alltaf verið leitað til mín.“ Gervilimir og nýjar mjaðmir Hann segist njóta þess að hlusta á sér yngri blaðamenn á fundum. „Það hjálpar manni að halda hug- anum opnum og vakandi, að hlusta á yngra fólkið og ég hef sérstaklega gaman af því að sitja innblaðsfundi. Þá tala þau um dægurmenningu og hluti sem ég veit ekkert um,“ segir hann brosandi en þvertekur fyrir að það hafi reynst honum erfitt að komast á sjötugsaldurinn. „Ég er nú ekki svo hégómagjarn að ég finni mun á að vera 59 eða sextugur. Ég er svo mikill gæfumaður og krakkarn- ir héldu mér flotta afmælisveislu og gáfu út tímarit um afmælisbarnið. Aldurinn truflar mig ekki neitt. Við Kristbjörg erum enn að leika okk- ur og spilum golf þegar við getum. Samt er það fyndið að vera allt í einu kominn á þann stað að í hópnum er verið að ræða um gervilimi og nýjar mjaðmir.“ Hann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort slysið eigi eftir að breyta honum. „Auðvitað gerir það það að einhverju leyti. Ég vil komast í göng- ur og golf og vil ekki missa það út úr mínu lífi. Ég vil geta notað líkamann mér til ánægju og í starfi. Þess vegna hef ég lofað konunni minni og sjálf- um mér að hætta þessari áhættu- hegðun,“ segir Sigurjón en hann slasaðist einnig þegar hann hrapaði í gönguferð á Ítalíu árið 2008. Sáttur við sig í dag Þrátt fyrir að hafa þurft að yfirstíga ýmis ljón á veginum í fortíðinni horfir hann björtum augum fram á við. „Leiðin mín hingað var ekki hefðbundin en ég er ekki eini mað- urinn sem finn til yfir einhverju sem ég hef gert fyrr á ævinni. Ég get hins vegar ekki breytt þessu eða tekið til baka það sem ég gerði,“ segir hann alvarlegur í bragði. „Eini dómurinn á sakavottorði mínu er fyrir birtingu á áfengisauglýsingu í Mannlífi. Ég vissi ekki að þetta væri auglýsing, var sjálfur löngu hættur að drekka og græddi ekkert á þessu. Ég er ekki óheiðarlegur maður en ég brást mér og fólkinu mínu. Í dag er ég í góðu sambandi við börnin mín, konuna mína og börnin hennar og mér þykir vænt um manninn sem ég er í dag. Ég verð að sætta mig við þessa leið sem ég fór til að verða sá sem ég er í dag. Ég vil ekki vera neinn annar.“ n „Jú, ég kinka til hans kolli ef ég sé hann úti á götu… Ungur maður Tvítugur á lyftara. Hausinn slapp Sigurjón slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi fyrir tveimur vikum. Mynd SiGtryGGUr ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.