Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 46
Helgarblað 19.–22. september 201446 Menning Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Gamla konan á undan mér Eitt af þeim skiptum þegar maður verður hvað kynlegastur í fram­ an er þegar velja þarf á milli bið­ raða í dæmigerðri mannþröng. Og skýringin á því af hverju and­ lit manns missir bæði lit og höku frammi fyrir svona aðstæðum er næsta einföld; sannfæringin um að vandræðamesta röðin verði fyrir valinu fer strax um hugann af sömu ákefð og stórtækar vinnu­ vélar grafa sig niður á fast. Allir þekkja fyrstu mínútuna á meðan staðið er í biðröð, einmitt þegar augu manns byrja ósjálfrátt að blimskakka yfir á næstu raðir við hliðina – og hvernig hugsun öll og meðvitund fyllist gremju þegar fólkið til beggja handa færist hraðar og nær en maður sjálfur. Einhvern veginn svona var mér innanbrjósts á alþjóðaflugvellin­ um í Minneapolis vestur á slétt­ unum miklu í Vesturheimi þegar ellefu dagar voru liðnir af septem­ ber árið 2002. Þegar horft var yfir sviðið í kring mátti allt eins bú­ ast við því að bræðurnir Silvester og Arnold stykkju fram úr næstu kimum með alvæpni á herðum sér, slíkur var vopnaburðurinn um alla flugvallarbygginguna þennan dag þegar hárrétt ár var liðið frá illvirkj­ unum ljótu á austurströndinni. Ameríka var sumsé að fara á límingunum af ótta við að aftur yrði reitt til höggs, en sjálfur var ég meira upptekinn af því í hvaða röð í vopnaeftirlitinu ég ætti að lauma mér. Eftir nokkra umhugs­ un – og á að giska grandskoðun á gervileika hverrar einustu sálu í skaranum fyrir framan mig – ákvað ég að veðja á aðra röð frá vinstri; þar væru að mestu ein­ hver gamalmenni, sem þrátt fyr­ ir nokkuð snúna og fúna fætur, fengju örugglega að fara næsta grunsemdarlaust í gegnum hliðið. En eins og vanalega, þegar velja þarf einhverja röð af mörg­ um mögulegum, hafði ég auðvitað rangt fyrir mér. Það kom sumsé í ljós að annar hver maður í öll­ um röðunum var færður á bak við tjald við enda rununnar þar sem auga stóra bróður mændi í gegnum föt og föggur, búk og bagga. Og af því velflest þessara gamalmenna í minni línu studd­ ust ýmist við stafprik eða hækjur, göngugrind eða hjólastól þurfti alveg sérstaklega drjúgan tíma til að gaumgæfa þeirra fans sem vitaskuld allt hafði stöðu grun­ aðs vopns; skrúfa þurfti stafina í sundur, kíkja inn í hækjurnar, sömuleiðis grindurnar og leggja hlust við bæði dekkin stólanna. Ekki hefur mér fundist ellin fanga mig jafn kyrfilega og þenn­ an dag í flugstöðinni í Minnea­ polis. Ég var fastur í neti fyrnsk­ unnar og það mátti heyra á sjálfu andrúminu hvernig tíminn tók að tafsa og hökta á stóru klukkunni ofan við hliðið. Drýgstan tíma tók að afsanna hið meinta ráðabrugg gömlu kon­ unnar sem stóð mér næst á und­ an í röðinni. Og mér líður seint úr minni hvað hún umlaði aumlega, blessuð konan, þar sem hún sat í vafasömu sakleysi sínu handan við tjaldið og bað verðina vinsam­ legast um að láta hárið á sér í friði, en sjálfur hafði ég raunar tekið sérstaklega eftir rausnarlegum flókanum á kolli hennar sem var ekki einasta greiddur upp í háa sátu á miðjum hvirflinum heldur líka lillablár í farfanum. Sjálfur slapp ég óskoðaður í gegn – og skammast mín ennþá fyrir það. O ft er hugsað um listamenn í tvenndarpörum, og er þeim þá gjarnan stillt upp gegn hvor öðrum. Bítlarnir vs. Stones. Picasso vs. Dalí. Þórbergur vs. Laxness. Og nú vill svo til að tveir öflugir ungir leikstjórar hafa vakið mikla athygli hérlendis á árinu, þeir Hafsteinn Sigurðsson (haddister) og Baldvin Z. Báðir eru þeir fæddir árið 1978, og hafa nýlega frumsýnt sína aðra mynd. Hafsteinn nam kvikmynda­ gerð við hinn virta Columbia­há­ skóla í Bandaríkjunum og hefur meðal annars kennt við kvikmynda­ skóla Íslands. Baldvin hefur lært kvikmyndagerð í Noregi og Dan­ mörku og er nýráðinn auglýs­ ingaleikstjóri Saga Film. Með sanni má segja að þjóðin hafi tekið Baldvin upp á arma sína. Fyrstu mynd hans, Órói, sem byggð var á sögum Ingibjargar Reynis­ dóttur, var vel tekið þegar hún kom út árið 2010. Önnur mynd hans, Vonarstræti, sem kom út í ár, er ein­ hver vinsælasta íslenska myndin í háa herrans tíð, en um 50.000 manns hafa séð hana. Og Lilja Katrín hjá Fréttablaðinu kallaði hana jafnvel bestu íslensku mynd allra tíma. Ble eða ekki ble Lilja virðist meira efins um Hafstein. Nýjasta mynd hans, París norð­ ursins, fékk dræma dóma þar og var persónusköpunin sögð „eitthvað ble.“ Enn á eftir að koma í ljós hvern­ ig hún gengur í miðasölu. Fyrsta mynd hans, Á annan veg, stoppaði ekki lengi í íslenskum kvikmynda­ húsum, en var þó fljótlega endur­ gerð í Bandaríkjunum undir nafn­ inu Prince Avalanche og er einhver fyrsta íslenska myndin sem hlotnast sá heiður vestra. Jafnframt var hún hlaðin verðlaunum víða um heim og hlaut meðal annars fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðum í Lübeck og Torino. Því vill svo til að Hafsteinn er með efnilegri leikstjórum Evrópu, þó að hann hafi enn ekki fyllilega slegið í gegn á Íslandi. Þrátt fyrir að hafa aðeins gert tvær kvikmyndir og eina stuttmynd hvor hafa báðir þessir leikstjórar mótað sér sinn eigin stíl. Ef skipta má ís­ lenskum sögum upp í sveitasögur og borgarsögur, þá standa þessir kvik­ myndagerðarmenn fyrir sitthvora stefnuna. Fáar manneskjur koma fyrir í myndum Hafsteins, sem ger­ ast úti á landi, nánar tiltekið á Vest­ fjörðum. Reykjavík er hér óralangt undan en þó er maður meðvitaður um tilvist hennar, sem einhvers kon­ ar gósenlands í fjarska sem persón­ ur hans annaðhvort flýja til eða frá, nema hvort tveggja sé. Í forgrunni eru síðan samskipti tveggja karlmanna, annar þeirra þungt hugsi og hinn óábyrgur lífs­ nautnamaður. Í fyrri myndinni eru það vegavinnumennirnir Alfreð og Finnbogi, í hinni seinni eru það feðgarnir Hugi og Veigar, en þar er það sá eldri sem er í hlutverki ei­ lífðarunglingsins. Aðrar persónur, sem eru ekki margar, detta inn og út og hafa áhrif á atburðarásina eftir aðstæðum. Myndir Hafsteins eru lágstemmdar persónulýsingar, þar sem nöturlegt en um leið stórbrot­ ið umhverfið endurspeglar hugar­ ástand þeirra sem ekki alltaf tekst að tjá tilfinningar sínar með orðum. Baldvin í borg atones Hjá Zetunni erum við hins vegar komnir beint inn í hjarta myrkursins hér í borg óttans. Í Óróa, sem er með raunsærri íslenskum unglinga­ myndum, er lífinu lýst sem stans­ lausu fylleríi. Sofið er hjá í ölæðinu, en tilfinningarnar verða gjarnan útundan. Þannig eru persónur Baldvins kannski ekki svo ýkja ólík­ ar persónum Hafsteins, þó að um­ hverfið sé annað. Reykjavík er hér lýst eins og henni er gjarnan lýst í nútímabókmenntum, sem stað þar sem enginn heldur í sakleysi sitt ýkja lengi, en gengur þó hægt að þrosk­ ast. Vonarstræti er þannig rökrétt framhald Óróa. Helsta kvenpersón­ an, Eik, er nokkrum árum eldri en sú í Óróa og hefur gerst vændiskona sem þjónustar miðaldra útrásarvík­ inga. Helsta karlpersónan, Móri, er miðaldra drykkfelldur rithöfund­ ur en bæði eru þau afar einmana í stórborginni, hvort á sinn hátt. Ólíkt myndum Hafsteins er litríkt persónugallerí í báðum myndum Zetu, við súmmum inn og út úr líf­ um borgarbúa sem öll tengjast ein­ hvern veginn í stað hinna löngu skota Hafsteins. Samanlagt segja þessar fjórar myndir okkur þó tals­ vert um hvar við erum stödd í dag sem þjóðfélag. Baldvin Z er nú að vinna að heimildarmynd um Reyni sterka, en mun gera sína næstu leiknu mynd á næsta ári og mun Þorsteinn Bach­ mann, sem fór á kostum í Vonar­ stræti, og lék reyndar einnig í Á annan veg, snúa aftur. Hafsteinn er með tvö handrit í vinnslu, eitt eftir sjálfan sig og hitt eftir Huldar Breið­ fjörð, höfund París norðursins. Og hvað með Rúnar Rúnarsson? Er hann einhvers konar Dylan/Miró/ Gunnar Gunnarsson þriðja hjól í þessari jöfnu? Nýjustu myndir þeirra allra hafa hlotið góð viðbrögð erlendis, og nú er bara að sjá hvort Ísland reynist nógu stórt fyrir þá báða. Eða alla þrjá. n Hver er efnilegasti leikstjóri Íslands? Haddister vs. Zetan Rúnar Rúnarsson Eldfjall var framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2012. Hafsteinn Gunnar Fyrsta mynd Hafsteins, Á annan veg, var endurgerð í Hollywood undir nafn- inu Prince Avalanche. Baldvin Z Um 50.000 manns hafa séð Vonar- stræti. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.