Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 19.–22. september 2014 Bókaflóð É g er alin upp á heimili þar sem fjöldi bóka er svo mikill að móðir mín hefur bannað fleiri bækur inn fyrir hússins dyr, nema maður taki þær með sér út aftur. Mér finnst því heimili vera ansi fátækleg ef það eru ekki þúsund bækur í hillum. Ég byrjaði snemma að safna bókum um alls konar efni. Bæði voru það kiljur og harðspjaldaútgáfur af bók- um, fræðibækur, glæpasögur, hryll- ingssögur, ástarsögur, Ísfólkið (ó, já) og allt hitt líka. Ég hef auðvitað ekki lesið helm- inginn af þessum bókunum. Samt hef ég lesið nokkrar bækur oftar en einu sinni. En bókafjöldinn var orðinn svo mikill um tíma að ég varð að gefa um fimm kassa af alls konar bókum í Góða hirðinn því ég þurfti að skapa pláss fyrir aðrar bækur. Ég er samt ekki viss um hvort þetta sé ólæknandi söfnunarárátta eða hvort ég sé að reyna að uppfylla skyldur mínar sem vel upplýstur einstaklingur samfélagsins. Maður er ekki maður með mönnum nema maður eigi allt safn Halldórs Lax- ness innbundið eða Snorra-Eddu í þremur útgáfum. Vandamálið er auðvitað að mér finnst Halldór Lax- ness ekkert sérstaklega skemmti- legur og á því ekki safnið hans. Ég á samt Snorra-Eddu í þremur út- gáfum. Ég hallast frekar að því að þetta sé ólæknandi söfnunarárátta þar sem mér finnst ég verði að eiga sumar bækur en svo skoða ég bara myndirnar. Þær líta bara svo vel út uppi í hillu. Ég mun aldrei hafa tíma til að lesa þær allar. Á slíkri stafrænni gervihnatta- öld sem við lifum á nú velti ég samt fyrir mér tilgangi slíkra safna. Það komast margfalt fleiri bækur á iPad-inn minn en nokkurn tíma í íbúðina mína. Yfirfullar bókahillur líta óneitanlega betur út en ef ég myndi stilla spjaldtölvunni í tóma hillu. En til hvers að eiga eitthvað ef maður mun aldrei hafa tíma til að njóta þess? Það er ekki ósjaldan sem maður sér þætti eða greinar sem kenna manni að losa sig við dót sem mað- ur aldrei notar. „Ef þú hefur ekki farið í þennan kjól í ár, muntu sennilega aldrei fara í hann aft- ur – gefa hann“ er eitthvað sem ég hef séð mörgum sinnum. Ætli það eigi líka við um bækur? Ég á bækur sem ég hef aldrei opnað en ég virka vissulega heimsborgaralegri við að vera með bók um sögu húsgagna eða frumbyggjahópa Afríku í hill- unni frekar en ekki. En hvað um það, bókaástar- blossinn brennur alltaf aðeins skærar á síðustu mánuðum ársins. Jólabókaflóðið er á næsta leiti og ég þarf að fara að búa til pláss í hillun- um mínum. n „Maður er ekki maður með mönnum nema maður eigi allt safn Halldórs Laxness innbundið eða Snorra-Eddu í þremur útgáfum. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport S amkvæmt nýrri rannsókn fer hlutur kvenna hratt minnk- andi í bandarísku sjónvarpi, bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar. Veturinn 2013– 2014 voru konur einungis um 27% allra leikstjóra, höfunda, framleið- enda, meðframleiðenda og klipp- ara – sem er 3,5% minna en á fyrra tímabili. Hlutfall kvenna á skján- um fer einnig minnkandi á sama tímabili, þær voru 42% leikenda á síðasta vetri en árið þar áður var hlutfall þeirra 43%. Karlar halda því áfram að ráða ríkjum í bandarísku sjónvarpi en rannsóknin sýndi einnig fram á að 44% af þáttum á besta sýningar- tíma í Bandaríkjunum hafa fjór- ar eða færri konur, en einungis 1% þátta er með fjóra eða færri karla. Martha Lauzen, sem fór fyr- ir rannsókninni fyrir hönd Mið- stöðvar rannsókna á konum í sjón- varpi og kvikmyndum, segir að hlutfall kvenna hafi vaxið hægt en stöðugt á síðustu áratugum en á síðustu árum hafi vöxturinn staðnað. Þá bendi ýmislegt til að ákveðið bakslag eigi sér stað um þessar mundir. n aslaug@dv.is Einungis 1% þátta með 4 eða færri karla – en 44% þátta hafa 4 eða færri konur Hlutur kvenna í sjónvarpi fer versnandi Sunnudagur 21. september Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (19:26) 07.04 Kalli og Lóla (11:26) 07.15 Tillý og vinir (21:52) 07.26 Kioka (38:52) 07.32 Ævintýri Berta og Árna 07.38 Sebbi (26:28) 07.49 Pósturinn Páll (10:13) 08.04 Ólivía (23:52) 08.15 Kúlugúbbarnir (3:26) 08.38 Tré-Fú Tom (20:26) 09.00 Disneystundin (37:52) 09.01 Finnbogi og Felix (7:13) 09.24 Sígildar teiknimyndir 09.30 Nýi skólinn keisarans 09.53 Millý spyr (58:78) 10.00 Chaplin (6:50) 10.06 Undraveröld Gúnda 10.20 Tvíburasystur e 11.20 Nautnir norðursins 888 e (Færeyjar - fyrri hluti) 11.50 Hljóðverið Sound City e (Sound City) Rokkstjarnan David Grohl rekur sögu upptökuversins Sound City í Los Angeles þar sem nokkr- ar af bestu hljómplötum sögunnar voru teknar upp. 13.40 Skotar kjósa; já eða nei. e 14.10 Lygarinn (Liar, Liar) Aðal- hlutverk: Jim Carrey, Maura Tierney og Justin Cooper. 15.35 Mótorkross 16.05 Hraðafíkn (Speedomania) 16.35 Dýraspítalinn e (Animal Practice) 16.55 Fum og fát (Town called Panic) 17.00 Táknmálsfréttir (21:365) 17.10 Vísindahorn Ævars e 17.20 Stella og Steinn (14:42) 17.32 Hrúturinn Hreinn (3:5) 17.39 Stundarkorn (3:4) 17.50 Angelo ræður 18.00 Stundin okkar 888 e 18.25 Bokprogrammet: Jon Fosse 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Vesturfarar (5:10) (Nýja Ísland, Árborg og Heklu- eyja) Egill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. 20.50 Stóra lestarránið 7,8 (2:2) (The Great Train Robbery) Spennumynd í tveimur hlut- um byggð á sannsögulegum atburðum frá árinu 1963 þegar lestarrán var framið nærri London. Sagan greinir frá sjónarhorni bæði gerenda og þolenda.Seinni hluti. Að- alhlutverk: Robert Glenister, Jack Roth og Paul Anderson. 22.20 Hamarinn 888 e (4:4) Leikin íslensk þáttaröð. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.15 Alvöru fólk (10:10) (Äkta människor II) 00.15 Fuglasöngur (1:2) (Bird- song) Bresk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum byggð á skáldsögu eftir Sebastian Faulks. 01.40 Útvarpsfréttir 08:05 Spænski boltinn 14/15 09:45 UEFA Europa League 11:30 Formula 1 2014 14:40 NBA 15:05 NBA 15:45 Pepsí deildin 2014 18:00 Meistaradeildin 18:50 Spænski boltinn 14/15 21:00 Pepsímörkin 2014 22:15 Pepsí deildin 2014 00:05 Pepsímörkin 2014 09:00 Premier League 14:45 Premier League (Man. City - Chelsea) 17:00 Premier League (Tottenham - WBA) 18:40 Premier League (West Ham - Liverpool) 20:20 Premier League (Everton - Crystal Palace) 22:00 Premier League (Leicester - Man. Utd.) 23:40 Premier League (Man. City - Chelsea) 07:25 Fever Pitch 09:10 Say Anything 10:50 Jack the Giant Slayer 12:45 There's Something About Mary 14:40 Fever Pitch 16:25 Say Anything 18:05 Jack the Giant Slayer 20:00 There's Something About Mary 22:00 White House Down 00:10 Wanderlust 01:50 Immortals 03:40 White House Down 16:00 Top 20 Funniest (17:18) 16:45 The Amazing Race (11:12) 17:30 Friends With Benefits (5:13) 17:50 Silicon Valley (4:8) 18:15 Guys With Kids (11:17) 18:40 Last Man Standing (7:18) 19:00 Man vs. Wild (13:15) 19:40 Bob's Burgers (10:23) 20:05 American Dad (18:19) 20:30 The Cleveland Show (12:22) 20:55 Chozen (13:13) 21:20 Eastbound & Down 4 (3:8) 21:50 The League (4:13) 22:15 Almost Human (4:13) 23:00 Graceland (3:13) 23:40 The Vampire Diaries (10:23) 00:20 Man vs. Wild (13:15) 01:05 Bob's Burgers (10:23) 01:25 American Dad (18:19) 01:50 The Cleveland Show (12:22) 02:10 Chozen (13:13) 02:30 Eastbound & Down 4 (3:8) 02:55 The League (4:13) 03:15 Almost Human (4:13) 07:15 Tónlistarmyndbönd 17:00 Strákarnir 17:25 Frasier (1:24) 17:50 Friends (6:24) 18:10 Seinfeld (3:13) 18:35 Modern Family 19:00 Two and a Half Men (24:24) 19:20 Viltu vinna milljón? 20:15 Suits (2:12) 21:00 Homeland (2:12) 21:50 Crossing Lines (7:10) 22:40 Shameless (2:12) 23:35 Sisters (17:22) 00:20 Viltu vinna milljón? 01:25 Suits (2:12) 02:10 Homeland (2:12) 02:55 Crossing Lines (7:10) 03:45 Shameless (2:12) 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Mamma Mu 08:15 Doddi litli og Eyrnastór 08:25 Könnuðurinn Dóra 08:50 Grallararnir 09:10 Tommi og Jenni 09:30 Villingarnir 09:55 Ben 10 10:20 Hundagengið 10:45 Kalli kanína og félagar 10:50 Scooby-Doo! 11:10 Lukku láki 11:35 iCarly (16:25) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Mr. Selfridge (10:10) 14:30 Veistu hver ég var ? (4:10) 15:05 Léttir sprettir (6:0) 15:25 Gatan mín 15:50 Louis Theroux: The Ultra Zionists 7,3 Magnaður heimildarþáttur frá 2011 með Louie Theroux. 16:45 60 mínútur (50:52) 17:30 Eyjan (4:16) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (56:60) 19:10 Ástríður (6:12) 19:35 Fókus (6:6) 20:00 Neyðarlínan 20:30 Rizzoli & Isles (10:16) 21:15 The Knick 8,4 (6:10) Glæný þáttaröð með Clive Owen í aðalhlutverki. Hún fjallar um lækna og hjúkrunarkon- ur á Knickerbocker sjúkra- húsinu í New York í upphafi tuttugustu aldar. Á þeim tíma voru læknavísindin ekki langt á veg komin og dánartíðnin í aðgerðum var há. Skurðlæknirinn John W. Thackery er bráðsnjall og metnaðarfullur en hann er háður eiturlyfjum og fíknin getur haft áhrif á hæfni hans. 22:00 The Killing (3:6) Bandarísk spennuþáttaröð sem byggð er á hinum vinsælu dönsku þáttum, Forbrydelsen. Sögusviðið er Seattle í Bandaríkjunum þar sem lögreglukonan Sarah Linden og félagi hennar, Stephen Holder, rannsaka flóknar morðgátur. 22:55 60 mínútur (51:52) 23:40 Eyjan (4:16) Vandaður þjóðmála- og fréttaskýr- ingaþáttur um pólitík og efnahagsmál í opinni dagskrá í umsjón Björns Inga Hrafnssonar og blaðamanna Eyjunnar. Í þættinum verður leitast við að skýra helstu fréttamál samtímans með málefna- legum og upplýsandi hætti. 00:30 Daily Show: Global Edition 00:55 Suits (7:16) 01:40 Legends (1:10) 02:25 Boardwalk Empire (2:8) 03:15 Miss Conception 04:55 Afterwards 06:40 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:00 The Talk 12:40 The Talk 13:20 Dr. Phil 14:00 Dr. Phil 14:40 Dr. Phil 15:20 Kirstie (10:12) 15:40 Growing Up Fisher (1:13) 16:05 The Royal Family (1:10) 16:30 Welcome to Sweden (1:10) Welcome to Sweden er glæný sænsk grínþátta- röð, en þættirnir slógu rækilega í gegn í Svíþjóð fyrr á þessu ári. 16:55 America's Next Top Model (14:16) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en 14 þátttakendur fá að spreyta sig í keppninni enda taka piltar líka þátt í þetta sinn. 17:40 Reckless (3:13) Bandarísk þáttaröð um tvo lög- fræðinga sem laðast að hvort öðru um leið og þau þurfa að takast á sem and- stæðingar í réttarsalnum. 18:25 King & Maxwell 7,2 (10:10) Sean King og Michelle Maxwell eru ekki hefðbundnir einkaspæjarar. Bæði eru fyrrum leynilög- reglustarfsmenn en vegna mistaka í starfi misstu þau vinnuna og hófu nýjan feril sem einkaspæjarar. Að því undanskildu að það er blússandi aðdráttarafl á milli þeirra tveggja, sem þau reyna að hunsa eftir fremsta megni, eru hæfileikar þeirra sem fyrrum leynilögreglu- menn einstakir sem veitir þeim aukið forskot í að leysa þær ráðgátur sem fyrir þeim liggja. Sean heldur áfram rannsókn sinni á morðinu á Ritter og Michelle íhugar að snúa aftur til leyniþjón- ustunnar svo ef til vill heyrir King&Maxwell teymið sögunni til. 19:10 Minute To Win It Ísland (1:10) 20:00 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (12:20) Frábærir þættir þar sem Gordon Ramsey snýr aftur í heimaeldhúsið og kennir áhorfendum einfald- ar aðferðir við heiðarlega heimaeldamennsku. 20:25 Top Gear Special: James May's Cars of the People (1:3) 21:15 Law & Order: SVU (6:24) 22:00 Revelations - LOKA- ÞÁTTUR 6,5 (6:6) Undarlegt mál um stúlku sem liggur í dái á spítala en muldrar vers úr Biblíunni kemur Dr. Richard Massey, stjarneðlisfræðingi frá Harvard, í kynni við nunnuna Josepha Montafi- ore. Hún telur að stúlkan og ofskynjanir hennar séu verk Guðs og vill rannsaka þetta mál nánar með hjálp Richards. 22:45 Ray Donovan (3:12) . 23:35 Scandal (13:18) 00:20 Fleming - The Making Of 00:50 Revelations (6:6) 01:35 The Tonight Show 02:15 Pepsi MAX tónlist Eiga á brattann að sækja Leikkonurnar í bandarísku gamanþáttunum Modern Family. MyND REUTERS Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Helgarpistill Gerir heimilda- mynd um transfólk The T Word verður frumsýnd í Bandaríkjunum L eikkonan Laverne Cox vekur athygli á veruleika transfólks í heimildamyndinni Laverne Cox Presents: The T Word sem frumsýnd verður í Bandaríkj- unum um miðjan október. Cox skrifaði nýlega undir samning við bandarísku sjónvarpsstöðvarn- ar MTV og Logo TV sem munu frumsýna myndina samtímis, 17. október næstkomandi. Í myndinni er horft til sjö ungra transeinstaklinga víðs vegar um Bandaríkin og ákvörðunar þeirra um að lifa lífinu í því kyngervi sem þeim var ætlað en ekki sam- kvæmt líffræðilegu kyni. Myndin fjallar meðal annars um ákvörðun- ina um að koma út úr skápnum sem transeinstaklingur, einelti sem þessir einstaklingar hafa orðið fyr- ir og jafnvel gróft ofbeldi. Viðmæl- endur Cox eru á aldrinum 12 til 24 ára og hafa allir mjög áhugaverða sögu að segja. Cox er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem transkonan Sophia í sjón- varpsþáttaröðinni Orange is the New Black en hún berst opinber- lega fyrir réttindum transfólks í Bandaríkjunum. n Fyrirmynd Laverne Cox berst fyrir réttindum transfólks í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.