Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Qupperneq 2
Jólablað 20.–27. desember 20132 Fréttir H átíð ljóss og friðar er á næsta leiti en á þeim tíma er mikilvægt að muna eft- ir þeim sem minna mega sín. Krakkarnir í 6. bekk í Heiðarskóla í Reykjanesbæ vildu láta gott af sér leiða um jólin og fórnuðu litlu jólunum fyrir „fátæku börnin“ eins og þau sögðu sjálf þegar blaða- maður DV heimsótti þau í skólann á dögunum. „Ég ætla rétt að vona ekki“ Krakkarnir söfnuðust saman í eina skólastofu þegar blaðamann DV bar að garði. Þau voru þá nýbúin að setja gjöfina undir jólatréð í Keflavíkur- kirkju en þaðan er þeim dreift til þeirra sem minna mega sín yfir há- tíðarnar. „Okkur langaði að gefa fátæku börnunum pakka,“ segir Þór Einars- son sem er 11 ára. Aðspurður hvort það séu mörg fátæk börn í Reykjanesbæ þá er Þór fljótur að svara: „Ég ætla rétt að vona ekki.“ Stelpurnar keyptu stelpugjöf Þór segir krakkana hafa verið í stærðfræðitíma þegar þeir ákváðu að safna peningi og kaupa gjöf fyrir börn sem þurfa á því að halda. „Við ákváðum að koma með 500 krónur í skólann í staðinn fyrir að gefa hvort öðru pakka á litlu jólun- um. Síðan skiptum við peningunum í tvennt, strákarnir keyptu stráka- gjöf og stelpurnar keyptu stelpu- gjöf,“ segir Þór. Ætla að gera þetta aftur „Já, alveg pottþétt,“ sögðu krakkarnir þegar blaðamaður spurði hvort þau ætluðu að gera þetta aftur á næsta ári. Þrátt fyrir ungan aldur virðast þau gera sér grein fyrir neyðinni og að ekki allir sitji við sama borð yfir hátíðarnar. Ekki sé verið að metast í skólanum um flottustu skógjafirnar eða hvað hver og einn sé hugsan- lega að fá í jólagjöf. Erla María Andrésdóttir, ein af kennurum hópsins, er stolt af þeim fyrir framtakið. Hún segir fleiri bekki í skólanum hafa ákveðið að sleppa því að gefa gjafir á litlu jólun- um og þess í stað safna fyrir góðan málstað. Fleiri safna til góðs „8. bekkur kom líka með pening sem hann safnaði saman. Krakk- arnir ætla að færa Grensás upphæð- ina en nemandi í þeirra árgangi er búinn að vera í endurhæfingu þar síðan um páskana í fyrra og mætti aftur í október,“ segir Erla María. Þá ákváðu unglingarnir í 10. bekk að sleppa sínum litlu jólum og ákváðu þess í stað að færa Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmið- stöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra söfnunarfé. Unglingarnir misstu einn af uppá- haldskennurum sínum á dögunum og vildu með þessu heiðra minn- ingu hennar. n Atli Már Gylfason atli@dv.is Útgáfa DV Ekkert vikublað kemur út á þriðjudaginn, aðfangadag. Næsta tölublað DV verður glæsilegt Völvublað sem út kemur laugar- daginn 28. desember. Þar verð- ur árið gert upp auk þess sem völvan spáir í árið sem senn fer í hönd. Fréttaþjónusta verður með hefðbundnu sniði yfir hátíðarnar á vefnum, DV.is. DV óskar lesendum sínum, velunnurum og landsmönn- um öllum gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. G istiskýlið við Þingholts- stræti hefur fengið fleiri rúm fyrir skjólstæðinga sína. Karl Matthíasson, fram- kvæmdastjóri Samhjálpar, þakkar aðkomu borgarfulltrúans og vara- þingkonunnar Bjarkar Vilhelms- dóttur sérstaklega þessa fjölgun rúma. „Þetta þýðir að við höfum ekki þurft að vísa neinum í burtu í nokkurn tíma,“ segir hann. Sama verklag er til staðar, en þeir heimil- islausu karlmenn sem leita á náðir gistiskýlisins fara í Þingholtsstræti, en þegar öll rúm hafa verið fyllt þar eru aðrir sendir í nýja húsnæðið. Hús- ið er opið frá 17.00 til 10.00 næsta dag. Samkvæmt húsreglum skal vera komin á ró á miðnætti. Á fyrstu fjór- um mánuðum þessa árs þurfti að vísa 138 manns frá skýlinu vegna pláss- leysis, en á sama tíma árið 2012 voru þeir 24. Í haust þurfti að vísa allt að tíu manns frá á hverju kvöldi. Mikil umfjöllun hefur verið um Gistiskýlið að undanförnu, en Sam- hjálp rekur það fyrir Reykjavíkurborg. Þangað geta heimilislausir karlmenn leitað og fengið gistingu yfir nóttina. Skyndileg fjölgun þeirra sem ekki áttu í nein önnur hús að venda varð til þess að vísa þurfti fjölmörgum frá skýlinu. Á vormánuðum 2014 verður að- staðan flutt að Lindargötu 48 og lýkur þá 40 ára sögu Gistiskýlisins í Farsótta- húsinu við Þingholtsstræti. Húsnæðið við Þingholtsstræti uppfyllir ekki kröf- ur um öryggissjónarmið eða aðgengi. Við Lindargötu verður rúmum þó ekki fjölgað, en framkvæmdir eiga að hefj- ast fljótlega svo hægt verði að opna. n astasigrun@dv.is Þurfa ekki lengur að vísa frá Karl Matthíasson hjá Samhjálp þakkar Björk Vilhelmsdóttur aðstoðina Meira pláss Aðstaða Gistiskýlisins hefur verið bætt svo að undanförnu hefur starfsfólk ekki þurft að vísa heimilislausum karlmönnum frá. Mynd SiGtryGGur Ari Björguðu fjölskyldu Íslendingarnir Gunnar Þór Nil- sen og Friðrik Elís Ásmundsson björguðu á fimmtudags- morgun rúmenskri fjölskyldu úr brennandi íbúð í Árósum í Danmörku. Gunnar var að koma heim eftir að hafa keyrt dóttur sína í skólann þegar hann sá eldinn inn um glugga íbúðar fjöl- skyldunnar. Hann rauk af stað og hringdi á slökkvilið og bað svo Friðrik vin sinn að aðstoða sig. Hitinn í íbúðinni var mikill og sprungu rúðurnar nálægt þeim Gunnari og Friðriki. Þeir brutu sér leið inn í íbúðina og hjálp- uðu fjölskyldunni út, þar á með- al konu með nýfætt barn. Fjöl- skylduna tóku þeir svo með sér heim og hlúðu að þeim, með- al annars með því að klæða þau í íslenskar lopapeysur. Mbl.is greindi frá. Fórnuðu litlu jólunum fyrir fátæku börnin n Krakkarnir í 6. bekk í Heiðarskóla söfnuðu fyrir þá sem minna mega sín Með gjafirnar Krakkarnir glaðir á svip með gjafirnar. Krakkarnir í 6. bekk Vildu gera góðverk um jólin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.