Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 8
8 Fréttir Jólablað 20.–27. desember 2013 Gengið til friðar Friðargöngur á Þorláksmessu Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveg­ inn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár og verður slíkt hið sama gert að þessu sinni. Fyrir marga hefur gangan orðið hluti af jólaundirbún­ ingnum. Líkt og undanfarin ár verða slíkar göngur einnig á Þorláksmessu á Akureyri og á Ísafirði. Það er Samstarfshópur friðarhreyfinga sem stendur fyr­ ir göngunni í Reykjavík þann 23. desember. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 og leggur gangan af stað klukkan 18.00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og munu friðarhreyf­ ingarnar selja kerti fyrir göngu­ fólk á Hlemmi. Í Reykjavík verður það Guð­ rún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur sem flytur ávarp að göngu lokinni. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn kórstjórans Þorgerðar Ingólfsdóttur. Friðargangan á Ísafirði hefst við Ísafjarðarkirkju klukkan 18.00 og er gengið niður á Silfur­ torg. Pétur Markan flytur hug­ vekju að lokinni göngu. Á Akur­ eyri stendur Friðarframtak fyrir blysför sem hefst klukkan 20 frá Samkomuhúsinu Hafnarstræti og er gengið út á Ráðhústorg. Ræðumaður kvöldsins er dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðla­ fræðingur. „Samstarfshópur friðar­ hreyfinga minnir á að málstað­ ur og rök friðarsinna skipta jafn miklu máli nú og fyrir þrjátíu árum. Stöðugt berast fregnir af ofbeldisverkum þjóða á milli og innan samfélaga. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í víg­ væðingu og ekkert lát virðist á hernaðarátökum í heiminum,“ segir í tilkynningu samstarfs­ hópsins vegna göngunnar. astasigrun@dv.is Leynd hvílir yfir 1.500 milljónum n Fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley og Exista-maður flytja inn fé E ignarhaldsfélag sem stýrt er af Bjarna Brynjólfssyni og Sigurði Arngrímssyni stefn­ ir á innflutning á allt að 1.500 milljónum króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Félagið, sem heitir Ursus Maritimus, hefur farið í skuldabréfaútboð og nú þegar gefið út bréf fyrir nærri 300 milljónir króna af þessari 1.500 milljóna króna heimild. Þetta kemur fram á heimasíðu Verðbréfaskrán­ ingar Íslands. Fjármunir erlendis frá eru svo notaðir til að kaupa skulda­ bréfin og fæst 20 prósenta afsláttur af krónunum sem notaðar eru til þess. Þessi krónuafsláttur er hluti af fjár­ festingarleið Seðlabanka Íslands. Sigurður Arngrímsson hefur um árabil unnið hjá fjárfestingarbankan­ um Morgan Stanley og tengdist með­ al annars Vafningsmálinu svokallaða þar sem hann var sá starfsmaður bankans sem sá um lánveitingar til íslenskra eignarhaldsfélaga eins og Milestone. Sigurður gaf með­ al annars vitnaskýrslu fyrir dómi í Vafningsmálinu í fyrra. Nú hefur Sig­ urður hins vegar stofnað ráðgjafar­ fyrirtæki sem staðsett er í London og heitir það Arngrimssonadvisors. Svo virðist, út frá útgáfulýsingunni í skuldabréfaútboðinu, sem ráðgjafa­ fyrirtæki Sigurðar standi fyrir því. Neitar að gefa upplýsingar Sigurður er skrifaður fyrir skulda­ bréfaútgáfunni ásamt starfsmanni Arngrimssonadvisors, Bjarna Brynj­ ólfssyni, fyrrverandi starfsmanni Exista sem sá um deild eigin við­ skipta fyrirtækisins á árunum fyrir hrunið 2008. Bjarni hefur verið til rannsóknar hjá sérstökum sak­ sóknara vegna málefna Exista og hefur verið yfirheyrður í málinu. Bjarni neitar aðspurður að ræða um skuldabréfaútboðið í samtali við DV. Hann er spurður um upp­ runa þess fjármagns sem notaður er til að kaupa skuldabréfin sem Ursus Maritimus hefur gefið út og í hvað eigi að nota þá fjármuni sem um ræðir, til hvers konar fjárfestingar. Svör Bjarna eru hins vegar takmörk­ uð. „Nei, nei,“ segir Bjarni þegar hann er beðinn um að svara þessum spurningum. DV gerði tilraun til að fá svör við spurningum um skuldabréfaútboði hjá Sigurði Arngrímssyni en hann svaraði ekki erindi blaðsins. Gæti verið í eigu annars aðila Ómögulegt er að segja til um hver það er sem á fjármunina sem fluttir eru til landsins í gegnum Ursus Maritimus. Fyrst Bjarni og Sigurður vilja ekki greina frá því er erfitt að komast að því. Miðað við upphæð­ ina sem um ræðir, 1.500 milljónir, er hins vegar ólíklegt að Sigurður eða Bjarni eigi þessa fjármuni sjálf­ ir. Líklegt er því að fjármagnsflutn­ ingarnir eigi sér stað fyrir hönd ein­ hvers þriðja aðila. Líkt og DV hefur fjallað um oft áður þá nýta margir íslenskir og erlendir aðilar sér fjárfestingar­ leið Seðlabanka Íslands til að flytja inn fjármuni til landsins í gegnum Seðlabanka Íslands og kaupa krón­ ur á afslætti. Með þessum hætti fæst 20 prósenta afsláttur af íslenskum krónum og eru þeir sem flytja pen­ inga til landsins þannig í betri stöðu en aðrir fjárfestar þar sem þeir geta keypt eignir hér á landi ódýrar en aðrir. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ráðgjafarfyrirtæki í London Sigurður Arngrímsson rekur nú ráðgjafarfyrirtæki í London sem heitir eftir honum. Félagið stendur í fjármagnsflutningum til Íslands í gegnum fjárfestingarleiðina. Sölu Hressó var rift Hæstiréttur staðfesti riftun á sölu nokkurra fasteigna Sundaranna H æstiréttur Íslands hefur rift sölu eigenda fjárfestingar­ félagsins Sunds á tíu fast­ eignum eftir hrunið 2008. Dómurinn í málinu féll á þriðju­ daginn og staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Fasteignunum skal skilað inn í þrotabú Iceproperties ehf. DV hefur fjallað nokkuð um viðskiptin sem áttu sér stað í október 2008. Þekktasta fasteignin sem um ræðir er Hressingarskálinn í Austur­ stræti en hinar eignirnar eru í Kringlunni og í Kópavogi, nánar til­ tekið á Digranesvegi. Heildarverð­ mæti fasteignanna var um 870 millj­ ónir króna samkvæmt ársreikningi Ice Properties fyrir árið 2007. Þegar DV fjallaði um málið í október 2011, við þingfestingu þess, kom fram sú krafa að færslunni á fasteignunum út úr IceProperties yrði rift á þeim forsendum að fé­ lagið hefði verið tæknilega gjald­ þrota þegar viðskiptin áttu sér stað. Eitt af því sérstaka við mál­ ið er að sama dag og fasteignirnar fóru út úr Ice Properties, þann 20. október 2008, voru eignirnar færð­ ar yfir í eignarhaldsfélag sem heit­ ir Fasteignafélagið okkar. Félagið er í eigu eignarhaldsfélagsins Pluma ehf. sem aftur er í eigu Páls Þórs Magnús sonar. Eignirnar voru hins vegar seldar út úr Ice Properties án endurgjalds, líkt og áður segir. Byggði málareksturinn á því að um gjafagerning hafi verið að ræða þar sem ekkert endurgjald hafi komið fyrir fasteignirnar. Nú hefur Hæstiréttur Íslands dæmt þrotabúi Iceproperties ehf. í vil. n ingi@dv.is Rift hjá Páli Ein af fasteignunum var seld til Páls Þórs Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Sunds, og hefur sölu hennar nú verið rift.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.