Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 10
Jólablað 20.–27. desember 201310 Fréttir Tíu mál hjá EFTA- dómstólnum Sex málum gegn íslenska ríkinu hefur verið vísað til EFTA-dóm- stólsins af ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Núverandi staða er áhyggju- efni að sögn Odu Helen Sletnes, for- seta stjórnar ESA. Hún segir erfitt að þurfa að velja þessa leið, þ.e. dómsmál gegn ís- lenska ríkinu. Mál- in snúast um álagningu vegatolla á ökutæki sem ætluð eru til þunga- flutninga, rekjanleika sprengiefna, flokkunarkerfi fyrir flugeldavörur, mengun frá skipum, meðhöndlun úrgangs sem og réttur starfsmanna til upplýsinga og samráðs. Fyrir liggja fjögur mál sem vís- að hefur verið til dómstólsins, en þau snúa að skattareglum, vá- tryggingamiðlurum, stöðu kynja á vinnumarkaði og fjórða málið snýr að eiginfjárkröfum banka. Þeim var vísað til dómstólsins í maí. Stór mál eftir í þinginu n Minnihlutinn hafði betur þegar samið var um þinglok S tjórnarandstaðan náði mörgum af kröfum sínum í gegn í samningum við stjórnarmeirihlutann um þinglok en þingstörf hafa verið í uppnámi síðustu daga vegna vandræða með fjárlagafrum- varp næsta árs sem átti, samkvæmt áætlun þingsins, að vera löngu af- greitt. Minnihlutinn á þingi hefur sjaldan verið í jafn góðri samnings- stöðu gagnvart meirihlutanum og nú. Önnur umræða um frumvarpið hefur staðið í vikunni en breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu nær daglega. Forsendur þinglok- anna voru meðal annars þær að at- vinnulausir fái greidda desember- uppbót og að fallið sé frá áformum um legugjald á sjúkrahúsum. Vildu meira Bæði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata, hafa lýst yfir ánægju sinni með breytingarn- ar en hafa á sama tíma kall- að eftir frekari breytingum. Enn stendur til að mynda til að skera niður þróunaraðstoð og hækka skráningargjöld í háskólann en þessar aðgerðir hafa verið gagn- rýndar harðlega. Árni Páll sagði á þriðjudagskvöld að þrátt fyrir breytingarnar sem samið var um þurfi nýja stjórn til að breyta um stefnu. Breytingarnar sem gerðar eru á fjárlögunum á milli umræðna þýða að tekjuafgangurinn sem áætlaður var 600 milljónir verður ekki nema 300 milljónir. Lítið þarf því út af bregða til að afgangurinn hverfi. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar, hefur staðið hörð gegn kalli stjórnarandstæðinga eft- ir auknum útgjöldum en ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks hefur mikið lagt upp úr því að stöðva skuldasöfnun ríkis sjóðs. Risabreytingar enn eftir Þetta þýðir þó ekki að næstu dagar verði auðveld sigling fyrir stjórnar meirihlutann. Enn á eftir að koma fram með risabreytingar á bankaskattinum til að auka tekjurnar af honum um 20 millj- arða króna. Þegar hafa verið lagð- ar til breytingar á bankaskattinum frá því sem kynnt var þegar fjár- lögin voru lögð fram til að koma til móts við athugasemdir sem gestir efnahags- og viðskiptanefndar gerðu við framkvæmd skattheimt- unnar sem nú nær í fyrsta sinn til fjármálafyrirtækja í slitameð- ferð. Skattprósentan á að hækka úr 0,145 prósentum í 0,151 prósent. Það er þó ekki hluti af skuldaniður- fellingunni. Fyrirhugaðar skuldaniður- fellingar upp á áðurnefnda 20 milljarða eru því með öllu ófjár- magnaðir eins og staðan er í dag. Skuldaniðurfellingarnar eru óum- deilanlega stærsta mál stjórnar- innar en hún var forsenda stjórnar- samstarfsins og ljóst að tryggja þarf fjármögnun þeirra núna svo að henni seinki ekki um heilt ár. n Erfið staða Ríkisstjórnar- meirihlutinn undir forystu Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar er í erfiðri stöðu vegna fjárlaga- frumvarpsins. Minnihlutinn hefur sjaldan verið í jafn góðri samningsstöðu. Mynd SigtRygguR ARi Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Þetta var samþykkt n Brothættar byggðir fá 50 milljónir n Rannsóknarsjóður fær 50 milljónir n Fallið frá legugjaldi á sjúkrahúsum n Desemberuppbót til atvinnulausra n Fallið frá hámarki endurgreiðslu nýsköpunarverkefna n Hönnunarsjóður settur aftur á fjárlög n Myndlistarsjóður settur aftur á fjárlög n Unnið að stefnumörkun um lengingu fæðingarorlofs n Unnið að stefnumótun í rannsókna- og vísindamálum n Vinna við Þjóðaröryggisstefnu kláruð Umfjöllunin ærumeiðandi D V var dæmt til að greiða miskabætur fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar blaðsins um Hans Aðalstein Helga- son. Hans Aðalsteinn kærði DV fyrir meiðyrði, en fjallað var um hann í tengslum við úttekt DV á skatt- greiðslum aðila í undirheimum. Hans Aðalsteinn hefur hlotið þrjá refsidóma frá árinu 2009, meðal annars fyrir fjársvik og sérstaklega hættulega líkamsárás. Í umfjöllun DV voru laun Hans Aðalsteins samkvæmt álagningar- skrá ríkisskattstjóra sett í samhengi við fjársvikamálið í Íbúðalánasjóði. Hans Aðalsteinn hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðild sína að því máli. Fullyrt var að Hans Að- alsteinn tengdist Hells Angels en Íbúðalánasjóðsmálið tengdist inn- göngu Fáfnis í Vítisengla. Hans Aðal- steinn sagði fyrir dómi að hann hafi þurft að útskýra fyrir aðstandend- um að hann væri ekki tengdur Hells Angels og að hann hafi verið tekinn á teppið í vinnunni vegna fréttaflutn- ingsins. Í öðrum fjölmiðlum var fjársvika- málið í Íbúðalánasjóði einnig tengt við Vítisengla. Dómurinn mat það sem svo að ekki hafi verið sýnt fram á eiginleg tengsl á milli Hans Aðal- steins og Vítisengla. Fyrir umfjöllun sína um Hans Aðalstein er DV gert að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð, 200 þúsund króna miska- bætur til Hans og 500 þúsund krónur í málskostnað. n Hans Aðalsteinn hefur hlotið þrjá refsidóma frá árinu 2009 1.171 þúsund krónur í laun Laun forstjóra Íbúðalánasjóðs hækka um rúmlega 79 þúsund krónur á mánuði, eða um 7,2 prósent, í kjölfar nýlegrar ákvörðunar kjararáðs. Árið 2012 voru laun Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, hækkuð úr 982 þúsund krónum á mánuði í 1.092 þúsund krónur mánaðarlega. Þetta taldi Sig- urður ekki endur- spegla auknar kröfur sem til hans voru gerðar í starfi og undir þetta tekur kjararáð. Ákveðið var að hækka laun hans í 1.171 þús- und krónur á mánuði. Með þessu hafa launin hækkað um 189 þús- und krónur, 19,3 prósent, frá ár- inu 2010. Það vekur athygli að þrátt fyrir þessa ákvörðun kjara- ráðs hafnaði velferðarráðuneytið þessum kröfum í umsögn sinni og taldi sig ekki hafa lagt auknar kröfur á herðar forstjórans. Sigurður Erlingsson Sigmundur davíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.