Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 10
Jólablað 20.–27. desember 201310 Fréttir Tíu mál hjá EFTA- dómstólnum Sex málum gegn íslenska ríkinu hefur verið vísað til EFTA-dóm- stólsins af ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Núverandi staða er áhyggju- efni að sögn Odu Helen Sletnes, for- seta stjórnar ESA. Hún segir erfitt að þurfa að velja þessa leið, þ.e. dómsmál gegn ís- lenska ríkinu. Mál- in snúast um álagningu vegatolla á ökutæki sem ætluð eru til þunga- flutninga, rekjanleika sprengiefna, flokkunarkerfi fyrir flugeldavörur, mengun frá skipum, meðhöndlun úrgangs sem og réttur starfsmanna til upplýsinga og samráðs. Fyrir liggja fjögur mál sem vís- að hefur verið til dómstólsins, en þau snúa að skattareglum, vá- tryggingamiðlurum, stöðu kynja á vinnumarkaði og fjórða málið snýr að eiginfjárkröfum banka. Þeim var vísað til dómstólsins í maí. Stór mál eftir í þinginu n Minnihlutinn hafði betur þegar samið var um þinglok S tjórnarandstaðan náði mörgum af kröfum sínum í gegn í samningum við stjórnarmeirihlutann um þinglok en þingstörf hafa verið í uppnámi síðustu daga vegna vandræða með fjárlagafrum- varp næsta árs sem átti, samkvæmt áætlun þingsins, að vera löngu af- greitt. Minnihlutinn á þingi hefur sjaldan verið í jafn góðri samnings- stöðu gagnvart meirihlutanum og nú. Önnur umræða um frumvarpið hefur staðið í vikunni en breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu nær daglega. Forsendur þinglok- anna voru meðal annars þær að at- vinnulausir fái greidda desember- uppbót og að fallið sé frá áformum um legugjald á sjúkrahúsum. Vildu meira Bæði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata, hafa lýst yfir ánægju sinni með breytingarn- ar en hafa á sama tíma kall- að eftir frekari breytingum. Enn stendur til að mynda til að skera niður þróunaraðstoð og hækka skráningargjöld í háskólann en þessar aðgerðir hafa verið gagn- rýndar harðlega. Árni Páll sagði á þriðjudagskvöld að þrátt fyrir breytingarnar sem samið var um þurfi nýja stjórn til að breyta um stefnu. Breytingarnar sem gerðar eru á fjárlögunum á milli umræðna þýða að tekjuafgangurinn sem áætlaður var 600 milljónir verður ekki nema 300 milljónir. Lítið þarf því út af bregða til að afgangurinn hverfi. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar, hefur staðið hörð gegn kalli stjórnarandstæðinga eft- ir auknum útgjöldum en ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks hefur mikið lagt upp úr því að stöðva skuldasöfnun ríkis sjóðs. Risabreytingar enn eftir Þetta þýðir þó ekki að næstu dagar verði auðveld sigling fyrir stjórnar meirihlutann. Enn á eftir að koma fram með risabreytingar á bankaskattinum til að auka tekjurnar af honum um 20 millj- arða króna. Þegar hafa verið lagð- ar til breytingar á bankaskattinum frá því sem kynnt var þegar fjár- lögin voru lögð fram til að koma til móts við athugasemdir sem gestir efnahags- og viðskiptanefndar gerðu við framkvæmd skattheimt- unnar sem nú nær í fyrsta sinn til fjármálafyrirtækja í slitameð- ferð. Skattprósentan á að hækka úr 0,145 prósentum í 0,151 prósent. Það er þó ekki hluti af skuldaniður- fellingunni. Fyrirhugaðar skuldaniður- fellingar upp á áðurnefnda 20 milljarða eru því með öllu ófjár- magnaðir eins og staðan er í dag. Skuldaniðurfellingarnar eru óum- deilanlega stærsta mál stjórnar- innar en hún var forsenda stjórnar- samstarfsins og ljóst að tryggja þarf fjármögnun þeirra núna svo að henni seinki ekki um heilt ár. n Erfið staða Ríkisstjórnar- meirihlutinn undir forystu Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar er í erfiðri stöðu vegna fjárlaga- frumvarpsins. Minnihlutinn hefur sjaldan verið í jafn góðri samningsstöðu. Mynd SigtRygguR ARi Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Þetta var samþykkt n Brothættar byggðir fá 50 milljónir n Rannsóknarsjóður fær 50 milljónir n Fallið frá legugjaldi á sjúkrahúsum n Desemberuppbót til atvinnulausra n Fallið frá hámarki endurgreiðslu nýsköpunarverkefna n Hönnunarsjóður settur aftur á fjárlög n Myndlistarsjóður settur aftur á fjárlög n Unnið að stefnumörkun um lengingu fæðingarorlofs n Unnið að stefnumótun í rannsókna- og vísindamálum n Vinna við Þjóðaröryggisstefnu kláruð Umfjöllunin ærumeiðandi D V var dæmt til að greiða miskabætur fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar blaðsins um Hans Aðalstein Helga- son. Hans Aðalsteinn kærði DV fyrir meiðyrði, en fjallað var um hann í tengslum við úttekt DV á skatt- greiðslum aðila í undirheimum. Hans Aðalsteinn hefur hlotið þrjá refsidóma frá árinu 2009, meðal annars fyrir fjársvik og sérstaklega hættulega líkamsárás. Í umfjöllun DV voru laun Hans Aðalsteins samkvæmt álagningar- skrá ríkisskattstjóra sett í samhengi við fjársvikamálið í Íbúðalánasjóði. Hans Aðalsteinn hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðild sína að því máli. Fullyrt var að Hans Að- alsteinn tengdist Hells Angels en Íbúðalánasjóðsmálið tengdist inn- göngu Fáfnis í Vítisengla. Hans Aðal- steinn sagði fyrir dómi að hann hafi þurft að útskýra fyrir aðstandend- um að hann væri ekki tengdur Hells Angels og að hann hafi verið tekinn á teppið í vinnunni vegna fréttaflutn- ingsins. Í öðrum fjölmiðlum var fjársvika- málið í Íbúðalánasjóði einnig tengt við Vítisengla. Dómurinn mat það sem svo að ekki hafi verið sýnt fram á eiginleg tengsl á milli Hans Aðal- steins og Vítisengla. Fyrir umfjöllun sína um Hans Aðalstein er DV gert að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð, 200 þúsund króna miska- bætur til Hans og 500 þúsund krónur í málskostnað. n Hans Aðalsteinn hefur hlotið þrjá refsidóma frá árinu 2009 1.171 þúsund krónur í laun Laun forstjóra Íbúðalánasjóðs hækka um rúmlega 79 þúsund krónur á mánuði, eða um 7,2 prósent, í kjölfar nýlegrar ákvörðunar kjararáðs. Árið 2012 voru laun Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, hækkuð úr 982 þúsund krónum á mánuði í 1.092 þúsund krónur mánaðarlega. Þetta taldi Sig- urður ekki endur- spegla auknar kröfur sem til hans voru gerðar í starfi og undir þetta tekur kjararáð. Ákveðið var að hækka laun hans í 1.171 þús- und krónur á mánuði. Með þessu hafa launin hækkað um 189 þús- und krónur, 19,3 prósent, frá ár- inu 2010. Það vekur athygli að þrátt fyrir þessa ákvörðun kjara- ráðs hafnaði velferðarráðuneytið þessum kröfum í umsögn sinni og taldi sig ekki hafa lagt auknar kröfur á herðar forstjórans. Sigurður Erlingsson Sigmundur davíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.