Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 11
Jólablað 20.–27. desember 2013 Fréttir 11 Tengsl við Hells Angels staðfest Sendiráðið í Vín enn í lausu lofti Ráðherra biðlar til fjárlaganefndar að borga 50 milljónir E nn er ekki ljóst hvort Alþingi samþykki tæplega fimmtíu milljóna aukafjárveitingu í fjár- aukalögum vegna fjárdráttar fyrrverandi starfsmanna íslenska sendiráðsins í Vín. Meirihluti fjár- laganefndar lagði til að ekki yrði fall- ist á tillögu um 46,7 milljóna króna framlag til sendiráðsins vegna máls- ins. Í álitinu, sem dagsett er 7. desem- ber, segir að miðað sé við að „að ráðu- neytið beri sjálft þann kostnað þar sem ljóst þykir að fjárhagseftirlit ráðu- neytisins var óviðunandi“. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra steig í pontu í umræðum um frum- varpið nýverið og bað um að þetta yrði endurskoðað. Fáheyrt er að ráðherra í ríkisstjórn biðli með þessum hætti til meirihluta fjárlaganefndar. Deilur Gunnars Braga og Vigdísar Hauksdóttur, for- manns fjárlaganefndar, snúast um peninga sem Guðný Ólöf Gunnarsdóttir dró sér þegar hún var starfsmaður í sendi- ráði Íslands í Vínarborg. Upp komst um fjárdráttinn árið 2009 en Guðný játaði brot sitt eftir að upp komst um hana. Ríkissak- sóknari höfðaði í kjölfarið mál á hendur henni og fór fram á að hún yrði dæmd til refs- ingar auk þess sem henni yrði gert að endurgreiða upphæðina. Konan starfaði sem bókari hjá sendiráðinu og fór Ríkisend- urskoðun yfir verklagsferla í ráðuneytinu í kjölfar málsins. Í ákærunni kom fram að Guð- ný hefði þá þegar greitt til baka tæplega 80 þúsund evr- ur af þeim rúmlega 335 þús- undum sem hún var sökuð um að hafa dregið sér af reikn- ingi sendi- ráðsins. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóms yfir henni árið 2011 en hún var dæmd til tveggja ára fangelsis þar sem 22 mánuðir voru skilorðsbundnir og til að endurgreiða féð sem hún dró sér. Ríkisendurskoðun vann skýrslu um málið og fór þar yfir hvað klikkað hefði í verkferlum ráðuneytisins og sendiráðsins sem gerði starfsmann- inum kleift að draga sér allt þetta fé á sjö mánaða tímabili. „Ekki var að öllu leyti fylgt þeim verklagsreglum sem í gildi voru, starfsmaðurinn sinnti tveimur ósamrýmanlegum störfum og ekki var viðhöfð nægjanleg var- færni við samþykkt millifærslna,“ sagði um málið í umfangsmikilli skýrslu stofnunarinnar. Skýrslan hefur ekki verið birt opinberlega vegna persónu- greinanlegra upplýsinga sem í henni er að finna og viðkvæmra upplýsinga um ráðuneytið sjálft. Skýrslan var hins vegar afhent utan ríkisráðuneytinu í mars árið 2010 en þar var að finna athugasemdir og tilmæli til úrbóta. Í svari Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi utan- ríkisráðherra, við fyrirspurn Vigdísar, sem þá var í minnihluta á þingi, um málið kom fram að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum Ríkisendur- skoðunar. n adalsteinn@dv.is D V var í vikunni sýknað í máli Hilmars Leifssonar gegn blaðinu og var honum gert að greiða sex hundruð þúsund krónur í málskostnað. Hilmar Þór stefndi ritstjórum DV, Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, fyrir dóm vegna umfjöllunar í tekjublaði DV í ágúst árið 2012. Var Hilmar ósáttur við að vera bendlaður við Vítisengla vegna veru sinnar í mótorhjólasam- tökunum Fáfni og stefndi ritstjór- unum fyrir meiðyrði. Dómari Héraðsdóms Reykjavík- ur komst að þeirri niðurstöðu þann 17. desember að ummælin væru ekki ærumeiðandi. Hilmar vildi tvær milljónir í miskabætur frá rit- stjórum DV. Annars vegar vegna umfjöllunar í tekjublaði DV og hins vegar vegna sömu umfjöllunar á DV.is. Kröfunum var með öllu hafn- að. Tengsl við Vítisengla Hilmar Þór Leifsson er fyrrverandi meðlimur Hells Angels eða Fáfnis eins og samtökin hétu þá. Á þeim tíma sem Hilmar var meðlimur var Fáfnir í formlegu inngönguferli inn í samtök Vítisengla. Hilmar er sagður hafa hætt í samtökunum vegna þess áreitis sem þeim fylgir. Í umfjöllun DV voru könnuð laun nokkurra einstaklinga sem opinberlega hafa verið kenndir við eða kenna sig við samtök sem sögð eru tengjast skipulagðri glæpastarf- semi. Þá kom fram að Hilmar Leifs- son hefði verið með nítján þúsund krónur í mánaðarlaun á árinu 2011. Mótorhjólaáhugi Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði var Hilmar meðal annars spurður að því hvort hann hefði verið með merki Vítisengla á mót- orhjóli sínu. Hilmar játti því: „Já, það þótti sniðugt á þeim tíma sem við vorum í Fáfni.“ Þá sagðist hann hafa hætt árið 2007 eða á svipuðum tíma og Fáfn- ir var að ganga inn í Vítisengla: „Ég hætti þegar þeir fóru í þetta inn- gönguferli. Það var í kringum 2007.“ Hilmar sagðist jafnframt hafa gengið í Fáfni þar sem hann hefði gaman af akstri mótorhjóla. „Ég hafði hins vegar ekki áhuga á frekari samskiptum og alls ekki að tengjast Hells Angels,“ sagði Hilmar fyrir dómi. Lágar tekjur DV kannaði tekjur liðsmanna stuðningsklúbba þessara félaga auk þekktra ofbeldismanna. Í ljós kom að aðeins einn einstaklingur af sautján var með launatekjur sem nema hærri upphæð en 400 þúsund krónum á mánuði. Hilmar stefndi DV fyrir umfjöllun þar sem fjallað var um að liðs- menn félaga sem íslensk lögreglu- yfirvöld höfðu sett á athugunarlista yfir samtök sem stunda skipulagða glæpastarfsemi væru ekki með há laun miðað við álagningarskrá ríkis skattstjóra. Eins og greint hefur verið frá var DV sýknað og Hilmari gert að greiða sex hundruð þúsund krónur í málskostnað. n Tengsl við Vítis-engla Hilmar Þór Leifsson er fyrrverandi meðlimur Hells Angels eða Fáfnis eins og samtökin hétu þá. Mynd SigTryggur Ari „Ég hafði hins vegar ekki áhuga á frekari samskiptum og alls ekki að tengjast Hells Angels. Biðlar Gunnar Bragi utanríkisráðherra hefur biðlað til fjárlaganefndar úr ræðustóli að endurskoða ákvörðun sína. Mynd FrAMSóknArFLokkurinn 30% afsláttur Af sóttum pizzum ef þú velur áleggið sjálfur 20% afsláttur Af sóttum pizzum af matseðli Gildir ekki af Como og Parma → Heimsending → Take away → Salur  55 12345 Italiano.is Hlíðarsmára 15, Kópavogi Erum beint fyrir ofan Smáralind Hilmari Leifssyni gert að borga DV sex hundruð þúsund

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.