Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 12
Jólablað 20.–27. desember 201312 Fréttir
Þ
egar sumir voru að kaupa
sér bíl, keypti ég mér brjóst,“
segir Helga Finnsdóttir. Ein-
læg frásögn Helgu af eftirsjá
hennar vegna brjóstastækk-
unar vakti mikla athygli og umræðu
í nóvember. Helga greindi frá því að
hún hefði verið átján ára þegar hún
fór í brjóstastækkun. Í dag segist hún
sjá eftir aðgerðinni, hún hefði ef til
vill átt að bíða og hugsa málið betur,
en segist vita sjálf að eflaust hefði
hún samt sem áður látið slag standa.
„Ég var alveg harðákveðin í þessu á
sínum tíma og lét ekkert stoppa mig
ekki einu sinni varnaðarorð móður
minnar,“ segir hún.
Pamela Anderson fyrirmyndin
Í dag horfir þetta öðruvísi við konu
sem er orðin þrítug og búin að eign-
ast sitt fyrsta barn. Hún vill vekja
athygli á þessu og tengir sína eigin
þörf fyrir brjóstastækkun við klám-
væðingu og óraunhæfar fyrirmyndir.
„Ég horfi á þetta út frá mér því ég er
ein af þeim sem var með fullkom-
lega eðlileg brjóst í skálastærð c en
einhvern veginn fannst mér það
ekki nóg, þau voru ekki nógu stór og
stinn. Ég var óánægð með útlit þeirra
enda hafði ég alist upp við að horfa
á Pamelu Anderson í Baywatch fyrir
kvöldfréttir og fann á samfélaginu,
bæði konum og körlum, að svona
ætti hin fullkomna kona að líta út,“
sagði Helga í pistlinum sem hún birti
á vef Kvennablaðsins. Hann vakti
sem áður sagði, mikla athygli, svo
mikla að vefsíðan stóðst vart álagið
vegna lestrar hans.
„Mér fannst mjög mikilvægt að
segja frá þessari hlið,“ segir Helga í
samtali við DV og segir að umfjöllun
snúist oftast um mistök sem eigi
sér stað í fegrunaraðgerðum eða þá
að talað sé um þær á léttu nótun-
um. En fegrunaraðgerðir eru stór-
mál, segir Helga. „Það þarf að koma
fram að tískan er breytileg og samfé-
lagið hefur mikil áhrif á okkur. Miklu
meiri en við gerum okkur grein fyrir.
Það sem er „in“ í dag er ekki „in“ á
morgun, við ættum ekki að leggjast
undir hnífinn til að ná einhverjum
ímynduðum stöðlum,“ segir Helga
um kveikjuna að pistlinum.
Var kappsmál
„Þetta var mikið kappsmál fyrir mig
og ég var alveg búin að bíta þetta í
mig, að þetta ætlaði ég að gera. Ég er
næstum því viss um að ég hefði ekki
hlustað á konu eins og mig í denn, en
það má vona að einhver ung stúlka
sem er að lesa og er að spá í að fara
í aðgerð sé með meira sjálfstraust en
ég var með og sé reiðubúin að hugsa
aðeins áður en hún fer í svona að-
gerð,“ segir hún.
„Mér fannst ég aldrei alveg eins og
ég ætti að vera. Það var alltaf eitthvað
að og mér fannst þau ekki nógu full-
komin,“ segir hún. „Þetta gerjaðist
mjög lengi innra með mér, ég ákvað
þetta alveg þegar ég var sautján ára
og fór svo í aðgerðina þegar ég varð
átján ára.“ Fyrst var Helga mjög
ánægð með aðgerðina.
Hún segist hafa upplifað doða í
brjóstunum. „Það hefur áhrif, bæði
þegar ég var með dóttur mína á
brjósti og líka bara til dæmis varð-
andi kynlíf. Ég hef ekki sömu tilfinn-
ingu í brjóstunum og ég hafði áður.
Mér finnst annað brjóstið betra en
hitt. Það fylgir þessu oft ákveðinn
fórnarkostnaður, eitthvað sem fólk
gerir sér ekki endilega grein fyrir,“
segir hún en tekur fram að í fyrstu
hafi hún verið afskaplega ánægð.
Ánægjan fór hins vegar þverrandi
eftir því sem á leið.
Breyttist
„Fyrst var ég bara ánægð og sátt við
mína ákvörðun. Þetta var alveg það
besta sem ég hafði gert fyrir sjálfa
mig hélt ég, en þegar ég fór að skoða
þetta betur þá áttaði ég mig á því að
þetta var ekki alveg svo einfalt. Ég
setti upp ákveðinn „front“ og hunds-
aði það að ég væri með þennan doða
til dæmis. Ég er bara þannig að ég
reyni að horfa á jákvæðu hliðarnar,
en efasemdirnar voru þarna samt
sem áður.“
Vill fleiri sjónarmið
Hún bendir líka á að hennar skoðun
og upplifun verði ekki heimfærð upp
á allar konur sem fara í slíkar að-
gerðir. Hins vegar sé það mikilvægt
að fólk velti þessu fyrir sér, enda sé
um stórt inngrip að ræða. „Ég ræddi
þetta bara við lýtalækninn. Hann
hefur auðvitað hag af því að fólk fari
í svona aðgerðir. Hvernig væri ef fólk
þyrfti að fara í tvo tíma til sálfræðings
áður en það fer undir hnífinn?“
Helga segist samt vona að viðhorf til
slíkra aðgerða fari að breytast.
„Mér finnst konur og fólk al-
mennt tala mjög óvarlega um fegr-
unaraðgerðir, svona eins og þetta
sé bara ekkert mál. Þú getur pantað
tíma og þú kemst næstum strax
að. Það er mín von að einn daginn,
frekar fyrr en seinna, munum við
líta fegrunaraðgerðir á brjóstum og
kynfærum sömu augum og við horf-
um Liljufótinn [breytingum á fótum
ungra asískra kvenna, innsk.blm.] í
dag sem hrylling og sem hálfgerðar
misþyrmingu á konum. Ég fór í að-
gerð vegna þess að ég hafði alist upp
með þetta fyrir augunum og svona
fannst mér hinn fullkomna kona ætti
að vera,“ segir hún.
Mikill þrýstingur á konur
Mátti ekki kaupa vín,
en gat farið í aðgerð
En hvað breyttist þá hjá henni?
„Það sem breytist hjá mér var að
ég öðlaðist meira sjálfstraust með
árunum, og þroska, og fór að horfa á
samfélagið og sjálfa mig með gagn-
rýnum augum. Það hefur svo bara
aukist eftir að ég nýlega eignaðist
dóttur og mig langar að breyta því
samfélagi sem við búum við í dag.
Öfgarnar verða sífellt meiri og sam-
félagslegur þrýstingur á kvenfólk,
nú orðið þykir silíkon ekkert tiltöku-
mál og nú er mikið í umræðunni að
konur séu að fara í aðgerðir á kyn-
færum ýmist til að þrengja leggöng
eða skera af skapabörmum. Hvenær
ætlum við að opna augun og spyrna
gegn þessari þróun. Stundum heyr-
ast þær raddir þegar þessi mál eru
rædd hvað konur séu ósjálfstæðar
og spurt hvort þær fari bara eins og
viljalaus verkfæri í þessar aðgerðir.
Þeir hinu sömu geta spurt sig að
því hvort samfélagið hafi virki-
lega engin áhrif haft á þá. Standa
þeir sjálfir gegn þeim þrýsting sem
samfélagið setur þeim? Ég er þarna
18 ára unglingur, þó ég væri sjálf-
ráða þá mátti ég ekki kaupa mér
áfengi sem dæmi, en ég mátti breyta
líkama mínum. Hefði ég beðið í tvö
ár eru ef til vill nokkrar líkur á að ég
hefði ekki farið. Þessi þróun, að hafa
klámvæðingu í nánast öllu til að ná
til fólks, til að sjokkera, eða hver sem
tilgangurinn er, hefur ekki góð áhrif
á unga fólkið okkar. Það er komin
tími til að hreinsa til og uppfræða og
þetta er mitt fyrsta skref,“ segir hún
að lokum. n
Lýtaaðgerðir og fegrunaraðgerðir eru
algengar á Íslandi og hefur DV að undan-
förnu fjallað mikið um slíkar aðgerðir.
Í vikublaðinu þessa vikuna má meðal
annars finna ítarlega úttekt á aðgerð-
um á skapabörmum og þrengingum á
leggöngum kvenna.
Ljósmæður hafa tekið eftir nokkrum
tilfellum á Íslandi þar sem konur hafa
ákveðið að þrengja leggöng sín til þess
að standast kröfur karlmanna um kynlíf.
Þrengri leggöng skili körlum meiri örvun.
Ebba Margrét Magnúsdóttir,
fæðingar- og kvensjúkdómalæknir,
hefur fjallað um mikla fjölgun lýta-
aðgerða á kynfærum kvenna og veltir
upp spurningum varðandi hvort þörfin
fyrir aðgerðirnar sé líkamleg eða andleg
og hversu raunveruleg hún sé. Á ráð-
stefnu um aðgerðir sem þessar sagði hún klámvæðingu og útlitsdýrkun hafa leitt til
hættulegrar þróunar, ekki síst varðandi kynheilbrigði kvenna.
„Ég er samt ekki að mælast til þess að fegrunaraðgerðir verði bannaðar. Auðvitað
hefur fólk rétt til að gera það sem það vill og ég skil líka fullkomlega að fólk skuli
sækja í svona lausnir þegar þrýstingurinn frá samfélaginu um að líta út á ákveðinn
hátt er svona gríðarlegur. En það verður að hafa í huga að þegar fegrunaraðgerðir
eru gerðar að einhvers konar normi, þá fara venjulegir líkamar að virðast óvenjulegir.
Þetta er það sem hefur verið að gerast smátt og smátt í vestrænum samfélögum
undanfarna áratugi. Hér áður fyrr þótti ekkert óeðlilegt að vera með lítil eða lafandi
brjóst, til dæmis. Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif þessi skilaboð hafa á samfélagið,“
sagði Gabríela Ernudóttir í umfjöllun DV um algengar lýtaaðgerðir í nóvember sl.
Hún vísaði í umfjöllun þar sem lýtalæknir svarar lesendum á vefmiðli, og benti á að
í mörgum tilfellum megi líklega rekja eftirspurn eftir upplýsingum og aðgerðum til
útlitsdýrkunar og óraunhæfra glansmynda sem haldið er á lofti af fjölmiðlum.
„Mér
fannst
ég aldrei alveg
eins og ég
ætti að vera
Láta þrengja á sér leggöngin til að standast kröfur um kynlíf
Aðgerð en ekkert áfengi
„Ég er þarna 18 ára unglingur,
þó ég væri sjálfráða þá mátti
ég ekki kaupa mér áfengi sem
dæmi,“ segir Helga og bendir
á að hún hafi þó mátt fara í
lýtaaðgerð. Mynd Sigtryggur Ari
Mistök að stækka brjóst
n Varar ungar konur við brjóstaaðgerðum n Mega kaupa ný brjóst en ekki áfengi
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is