Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Page 26
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 26 Umræða Jólablað 20.–27. desember 2013 Leki hjá Hönnu Birnu H anna Birna Kristjánsdóttir inn­ anríkisráðherra er í miklum vanda eftir að minnisblaði um málefni hælisleitenda var lekið til Fréttablaðsins og Morgun­ blaðsins. Ráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi ekki hugmynd um það hver lak upplýsingunum sem eiga að vera bundnar algjörum trúnaði. Og þær eru eins viðkvæmar og mögulegt er því það getur kostað hælisleitendur lífið í heimalandi sínu ef ákveðin gögn komast í hámæli. Upphaf lekans má rekja til 20. nóvember síðastliðins þegar skipu­ lögð höfðu verið mótmæli fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að tvístra ætti fjölskyldu og senda hælis­ leitandann Tony Omos úr landi, frá barnsmóður sinni sem á von á sér í janúar. Hundruð manna höfðu boðað sig á mótmælin. Þá birtist frétt í Frétta­ blaðinu sem byggði á minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu, þar sem Tony er bendlaður við mansalsmál og full­ yrt að hann hafi beitt Evelyn þrýstingi um að halda því fram að hann væri faðir barnsins. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðar­ maður Hönnu Birnu, sagði í samtali við DV að hugsanlegt væri að starfs­ menn ráðuneytisins hafi tekið niður punkta og komið á umrædda fjöl­ miðla. Hann beindi sem sagt sjónum fólks að samstarfsmönnum sínum í ráðuneytinu. Síðar dró hann í land og sagðist treysta samstarfsfólkinu full­ komlega og lekinn kæmi því annars staðar frá. Nýjustu vendingar eru þær að Rauði krossinn hefur verið dreginn inn í umræðuna. Ráðherra upplýsti á Alþingi að þessi, ein öflugasta hjálpar­ stofnun heims hefði haft upplýsingar. Skýrt skal tekið fram að ráðherrann sagði ekkert í þá veru að hugsanlega hefði Rauði krossinn lekið gögnunum. En jafnframt er búið að drepa málinu á dreif með því að benda á mögulega sökudólga utan ráðuneytisins. Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef óbreyttir starfsmenn ráðuneytis­ ins eru að dunda við þá iðju að senda út og suður persónuupplýsingar um fólk í jafn hræðilegri stöðu og hælis­ leitendur kunna að vera í. En það er jafnframt óskiljanlegt hvaða tilgangi það þjónar fyrir venjulegt ráðuneytis­ fólk að leka slíku. Og er virkilega ein­ hver í þessu ráðuneyti sem er með beina línu á umrædda fjölmiðla? Það er enginn sýnilegur tilgangur í því að starfsfólk innanríkisráðuneytisins sé að spreða út gögnum og koma ráð­ herranum þannig í vanda. Þá verður ekki séð að Rauði kross­ inn hafi ástæðu til þess að leka upp­ lýsingum um bágstadda. Starfsmaður þeirrar stofnunar lýsti í samtali við DV reiði í garð ráðherrans fyrir að draga hjálparstofnunina inn í málið. Það varð til þess yfirmenn Rauða krossins brugðust við með því að biðja ráðherr­ ann sem ber ábyrgð á lekanum afsök­ unar. Það er augljóst að innanríkis­ ráðherra er í miklum vanda. Flest bendir til þess að lekinn hafi verið skipulagður úr innsta hring ráðherr­ ans þótt óvíst sé um vitneskju hans. Ráðuneytið hefur ekki rannsakað af alvöru hvaðan lekinn kom. Það hefðu verið hæg heimatökin að skoða tölv­ ur starfsmanna og rekja samskipti til að upplýsa og hreinsa andrúmsloft­ ið. Hanna Birna Kristjánsdóttir innan­ ríkisráðherra á að baki farsælan og flekklausan feril sem stjórnmálamað­ ur. Þetta mál varpar á hana skugga. Hún verður að taka sér tak og leita allra mögulegra leiða til að upplýsa um það sem gerðist. Þar skyldi hún hafa að leiðarljósi hagsmuni hælisleit­ enda en ekki samstarfsfólks sem kann sér ekki hóf í meðferð trúnaðargagna. Pólitísk framtíð hennar og æra starfs­ fólks ráðuneytisins er undir. Lekinn úr ráðuneytinu varð á vakt Hönnu Birnu og er á ábyrgð hennar. n Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Ég starfa ekki lengur hjá Samherja Dómurinn er bara rangur Með ólíkindum að slíkar aðgerðir séu gerðar á Íslandi Guðbjarti Ásgeirssyni skipstjóra var sagt upp fyrr á árinu. – DV Brynjar Níelsson um nýfallinn dóm í Al-Thani málinu. – Bylgjan Áslaug Íris Valsdóttir um aðgerðir á kynfærum kvenna. – DV Þorgerður heit Brotthvarf Páls Magnússonar af Ríkisútvarpinu kom einhverjum í opna skjöldu. Öðrum var þó ljóst að Illugi Gunnarsson mennta­ málaráðherra treysti Páli ekki til að stýra stofnuninni í þann far­ veg sem er eðlilegur ef litið er til lögbundins hlutverks RÚV. Nú er stóra spurningin hver taki við. Einhverjir telja að Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, fyrrver­ andi menntamálaráðherra, eigi þar möguleika en það vinnur gegn henni að Davíð Oddsson og hans nánasta hirð samþykkir slíkt aldrei. Líklegt er þó að það verði sjálfstæðismaður sem hreppir hnossið. Himinhá eftirlaun Innan Morgunblaðsins er uppi kvittur um að Davíð Oddsson rit­ stjóri hyggist hætta upp úr ára­ mótum. Þetta gleður suma en aðrir verða hnuggnir við þá tilhugsun að leið­ toginn fari úr Há­ degismóum til móts við áhyggju­ laust ævikvöldið. Blaðamaður Mogga á miðbæjarrölti mun hafa lýst þessu hálfklökkur við vegfar­ endur. Víst er að Davíð þarf ekki að vinna þar sem himinhá eftir­ laun sem seðlabankastjóri og ráðherra bíða hans. Sótt að Vigdísi Vigdís Hauksdóttir alþingismaður á ekki upp á pallborðið hjá öðrum ráðandi framsóknar­ mönnum. Þing­ konan leið­ ir fjárlaganefnd og hefur tekið á ýmsum málum þar sem sóun er ríkjandi. Það hefur þó viljað brenna við að Sigmundur Davíð Gunnlaugs son forsætisráðherra hafi tekið U­beygjur í óvinsælum aðgerðum og hætt við allt saman. Vigdísi mun ekki vera skemmt vegna þessa. „Of seint Siggi minn“ Útvarpsstjórinn Arnþrúður Karls- dóttir á eitt af þekktari sms­skeyt­ um sögunnar. „Þú kemur allt of seint, Siggi minn,“ skrifaði hún Sigurði G. Tómas- syni starfsmanni sínum þegar hann vildi snúa aftur til vinnu sinnar eftir leyfi. Arnþrúður neitaði að greiða honum laun út uppsagnarfrest og Sigurður fór í mál og vann á báðum dómstig­ um. „Þetta mál er skólabókar­ dæmi um að það borgar sig að ljúga fyrir Héraðsdómi Reykja­ víkur,“ skrifar útvarpskonan Arn­ þrúður Karlsdóttir á Facebook. Nú er spurt hvort meiðyrðamál sé í uppsiglingu. „Æra starfs- fólks ráðu- neytisins er undir MyND SIGTRyGGuR ARI Þ að var góð ákvörðun árið 2007 af hálfu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að hefja rannsókn á illri meðferð á vistheimilum fyrir börn og unglinga. Það var líka rétt ákvörðun að lögfesta greiðslu sanngirnisbóta vegna brota sem framin höfðu verið á börnum og Jó­ hanna Sigurðardóttir sýndi brota­ þolum viðeigandi virðingu með því að biðja þá afsökunar úr ræðustól Alþingis. Engar efasemdir Sjálfur hafði ég upphaflega ákveðnar efasemdir um greiðslu sanngirnis­ bóta. Vissi ekki til hvers það leiddi, hvort það myndi ýfa upp gömul sár og jafnvel leiða til meira hugarvíls í stað þess að sefa og sætta. Ég er kominn á gagnstæða skoðun. Sann­ girnisbæturnar gera nefnilega tvennt í senn: Þótt aldrei sé hægt að meta skaðann til fjár þá sýna þessar bætur í verki að afsökunarbeiðni er meira en orðin tóm. Í annan stað eru þær tilefni fyrir hlutaðeigandi einstak­ ling til að horfast í augu við liðinn tíma með aðstoð frá fagfólki og sam­ félaginu sem viðurkennt hefur mis­ gjörðirnar. Mælistika á réttlætið Hvað sem því líður, þá er veruleik­ inn sá að sanngirnisbæturnar eru orðnar eins konar mælistika, þar sem kvarðinn er krónur og aurar; mælikvarðinn á sanngirni samfé­ lagsins. Það er nákvæmlega þarna sem Kaþólska kirkjan bregst. Í Landa­ kotsskóla, sem verið hefur undir handarjaðri Kaþólsku kirkjunnar, voru framin mjög alvarleg brot gegn börnum. Kaþólska kirkjan má eiga það að hún lét rannsaka málið – að vísu eftir nokkurn eftirrekstur. En síðan kom að hinni raunverulegu viðurkenningu á eigin brotum, að bregða mælistikunni góðu á viljann til „sanngirni“. Í bréfi sem brotaþolum hefur verið skrifað víkst kirkjan undan því að viðurkenna ofbeldið en býð­ ur krónur sem eru svo fáar að tölu, að álitamál þykir að rétt sé að taka við þeim. Ekki brotaþola að krefjast bóta DV hefur haldið málstað þessara einstaklinga á lofti. Það er vel. Ann­ ar fjölmiðill sem á mikið lof skilið í þessari umræðu er Kastljós Ríkis­ útvarpsins og einnig Fréttatíminn sem greindi ítarlega frá málstað þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hálfu þjóna Kaþólsku kirkjunnar. Nú skal það tekið sérstaklega fram að fórnarlömbin úr Landakots­ skóla hafa ekki gert kröfu um fjár­ bætur að því ég best veit. Enda er það ekki þeirra að gera það, heldur okkar sem samfélags. Hárrétt hjá menntamálaráðherra Þegar málið kom til umræðu á Al­ þingi fyrir fáeinum dögum var menntamálaráðherra spurður um það hvað honum þætti um málsmeðferð Kaþólsku kirkjunn­ ar. Hann tók undir það sjónarmið að bætur sem Kaþólska kirkjan byði væru skammarlega lágar. Hvað varð­ ar hugsanlega aðkomu ríkisins, sagði hann réttilega, að ábyrgðin hvíldi hjá Kaþólsku kirkjunni og henni bæri að endurskoða afstöðu sína. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt hjá Illuga Gunnarssyni menntamála­ ráðherra. En … Eftir stendur að spyrja hvað skuli gert ef Kaþólska kirkjan neitar að sýna sanngirni í málinu. Mín skoðun er að þá eigi ríkið ekki annarra kosta völ en hlutast til um málið. Það mun kosta lagabreytingar, einfaldar þó, og yrði það væntanlega á hendi innanríkis­ ráðherra að hlutast til um þær. Ef ekkert hreyfist í málinu á fyrstu vikum komandi árs mun það aftur verða tekið upp á Alþingi. Eitt er víst, þessi umræða mun halda áfram þar til ásættanleg niðurstaða fæst. Það má Kaþólska kirkjan á Íslandi vita að málið leysist ekki með aðgerðaleysi og þögn. n Kaþólska kirkjan sýni sanngirni„Hvað sem því líður, þá er veruleikinn sá að sanngirnis bæturnar eru orðnar eins konar mælistika, þar sem kvarðinn er krónur og aur- ar; mælikvarðinn á sann- girni samfélagsins. Ögmundur Jónasson alþingismaður Kjallari MyND SIGTRyGGuR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.