Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 27
Umræða 27Jólablað 20.–27. desember 2013 Ég geri þetta af hugsjón Gaman að fá klapp á bakið Þetta er besta skaupið í ár Förum í hvaða veðri sem er Estelle Divorne borðar upp úr ruslinu. – DV Brynjar Gauti á eina af myndum ársins hjá Wall Street Journal. – DV Kristófer Dignus er vongóður um gott áramótaskaup. – DV Ólafía Hrönn Jónsdóttir gengur á fjöll og breytir um lífsstíl. – DV Spurningin Hvað viltu í jólagjöf? „Mig langar í föt, flottan jakka eða eitthvað.“ Adam Freysson 19 ára parkour-kennari „Mig langar í tösku frá Ravel's.“ Elín Óladóttir 48 ára starfar hjá Óla prik „Mig langar í föt, til dæmis pels.“ Ólöf Einarsdóttir atvinnulaus „Mig langar í sandala því ég er að fara til útlanda eftir áramót.“ Steinar Þór Bachmann 25 ára ferðalangur „Mig langar í hanska eða vettlinga svo mér verði ekki kalt á höndunum.“ Atli Karl Bachmann 22 ára nemi 1 Bræðurnir létust á sama sólar-hringnum Nístandi sorg ríkir vegna fráfalls þeirra bræðra, Hafliða Alferðs Karlssonar og Þorsteins Karlssonar. Þorsteinn lést af slysför- um og Hafliði dó við dánarbeð bróður síns. 2 Stefán Logi laumast á Facebook í fangelsinu Stefán Logi situr í gæsluvarð- haldi á Litla-Hrauni og kemst á netið, þrátt fyrir bann. Hann kallar sig Slátrarann og birtir sjálfsmyndir af sér. 3 „Skammast mín fyrir það sem ég sá í dag“ Davíð Þór Jónsson var viðstaddur handtöku Tonys Omos síðastliðinn föstudag. 4 Þrýst á konur að þrengja leggöng Ljósmæður gagnrýna fegrunaraðgerðir á kynfærum íslenskra kvenna og segja þær falla undir skilgreiningu á umskurði. 5 Fleygði ljóninu eins og tuskudýri Myndband af átökum ljóna og buffla vakti athygli en það sýnir hvar eldri tarfur þeytir 180 kílóa ljóni í loft upp til verndar félaga sínum. 6 Simon Cowell þakkar bandarísku þjóðinni fyrir lag Of Monsters and Men Simon Cowell þakkaði Bandaríkjamönn- um fyrir að velja „Little Talks“ sem lag fyrir Söngdúettinn Alex og Sierra í þættinum X Factor á dögunum. Mest lesið á DV.is Honum var hyglað með hlýjum orðum M aður sá er hér kemur við sögu var yndisleg sál. Samviska hans var hreinni en nýþvegin skyrta. Hann var einfaldur einsog ungbarn í öllum sínum hátt- um; var blíðlyndur og samúðarfullur. Hann hét Jón og lengst af starfaði hann sem meðhjálpari. Í dag eru u.þ.b. 200 ár síðan hann Jón meðhjálpari var upp á sitt besta. En saga hans er þess eðlis að allir sem heyra hana einu sinni, geta ekki með nokkru móti gleymt henni. Í þá daga var algengt að fólk ætti ekki eldspýtur, af þeim sökum hafði Jón meðhjálpari þann háttinn á, þegar fólk kom til messu, að hann bauð kirkjugestum að þiggja loga í kerti að lokinni athöfn. Hann stóð þá jafnan í námunda við gættina og sagði við þá sem kvöddu kirkjuna: -Viltu nú ekki þiggja hjá mér tíru í kerti þitt, gæska. Þennan háttinn hafði hann á, eink- um þegar skyggja tók að hausti og hélt hann í þennan vana skammdegis- mánuðina og allt fram á vor. Fólk leit á þetta sem sjálfsagðan hlut og margur stólaði bókstaflega á það að fá loga hjá honum Jóni að lok- inni messu. Fólk reyndi þá að skýla tírunni og flestir komust með glætu sína heim í hús. En alltaf gerðist það annað veifið, að vindur feykti tíru af kerti og þá sótti fólk aftur til Jóns. Og ef veður var bálhvasst, gekk Jón með- hjálpari með lukt á milli húsa og gaf fólki ljós. En vegna þessa uppátækis var hann stundum kallaður Jón ljós- beri, þótt aldrei léti hann sjálfur sér þá nafnbót um munn fara. Jón meðhjálpari var ávallt fá- máll. Hann hafði í æsku verið sagður heimskur og hafði mátt þola stríðni og illt umtal vegna þessa. En hann var skarpur og reyndar meira en meðal- menni í þeim efnum. Það kom fyrir, þegar að prestur punktaði hjá sér ræðu, að hann spurði Jón um eitt og annað sem e.t.v. var í Biblíunni að finna. Aldrei stóð á svörum hjá Jóni. Átti hann það jafnvel til að segja presti svo sem eina dæmisögu og hafði þá jafnan allt rétt eftir, nema ef hon- um hugkvæmdist að gera að gamni sínu. En þá átti hann það til að segja grallaralegar sögur, sem þó voru ávallt stuttar og hnitmiðaðar. Hafði prestur bæði gagn og gaman af og hugsaði hlýtt til Jóns meðhjálpara úr ræðustól. Jón meðhjálpari bjó einn og leigði undir sig og rúm sitt snoturt kvisther- bergi. Hann safnaði engu. Og ef hann var aflögufær, gaf hann til góðgerða- mála. Hann var aldrei trúaður maður; hafði þó þann háttinn á að hann trúði á kærleikann og var alltaf sannfærður um að sálir væru eilífar. Þegar Jón meðhjálpari gamlaðist og hafði fengið þann úrskurð frá lækni að hann myndi eiga skammt eftir ólif- að, gekk hann upp á Skólavörðuholtið. Þetta var á Þorláksmessu. Þarna stóð Jón meðhjálpari og rýndi í ljósdýrð borgarinnar, rétt einsog hann væri að lesa góða bók. Það var bítandi gaddur og strók- arnir fóru frá munni Jóns þegar hann tautaði við sjálfan sig: -Að hugsa sér. Í dag er ég ríkur, þó hef ég gefið allt sem ég átti. Og ég hef meira að segja gefið fólki öll þessi litlu ljós. En á þó enn mína tíru. Innst í hjarta átt þú stað sem öllum sorgum breytir ef sál þín getur gefið það sem gleði öðrum veitir. Gleðileg jól n Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Hann hafði í æsku verið sagður heimskur og hafði mátt þola stríðni og illt umtal vegna þessa. „Að mótmæla ranglætinu er nauðsynlegt, en það dugar ekki eitt og sér. E in sagan segir að Jesús Kristur hafa verið af trúflokki Essena, en sá flokkur hélt aðallega til í hellum í Kumran, við Dauða hafið. Innan þessa trúflokks gyðinga gætti strangrar félagshyggju og þeir sem í hann gengu afsöluðu sér jarðneskum eignum og höfðu með sér sameignarfyrirkomulag. Þessu háttalagi frumkristninnar var í úthýst af heimsveldi Rómverja þegar það hremmdi trúarbrögð Essena og lag- aði þau að stéttskiptu samfélagi sínu. Fyrir og eftir tíð flokksins í Kumr- an hafa komið fram hreyfingar sem krefjast jafnræðis og uppreisnir þræla, ánauðugra bænda og kúgaðs verkalýðs hafa verið undir merkjum þess. Þeim hefur oft orðið nokkuð ágengt, en á endanum hafa völdin og auðurinn aftur færst á fáar hendur. Ef engum fjármunum væri varið til hernaðar og gæðum skipt jafnt hefðu allir jarðarbúar þak yfir höf- uðið, í sig og á og öll börn gætu þroskast á eðlilegan hátt. Með aukinni þróun skila fram- leiðslutækin meiru og færri hendur þarf til verksins. Í upphafi tuttugustu aldar lét fólk sig dreyma um fram- tíðarsamfélag þar sem íbúarnir fengju eftir þörfum og ynnu eftir getu. En þetta gerðist ekki og í stað almennrar velsældar urðu þeir ríku ríkari og nú ber að líta samsteypur í einkaeign sem hafa stærri efnahags- reikning en stöndug ríki. Almenn velsæld hefur aldrei ríkt á Íslandi, en með tilkomu öflugrar bænda- og verkalýðshreyfingar tuttugustu aldarinnar óx félags- hyggjunni fiskur um hrygg. Sam- vinnuhreyfingin skóp verslanir, brauðgerðir, banka, og önnur fyrir- tæki og viðskiptin færðust frá einka- aðilum til almannafyrirtækja. Sam- takamátturinn kom til leiðar rétti til verkfalla, lögum til að rétta hag hinna undirokuðu og heilbrigðis-, velferðar-, mennta- og húsnæðis- kerfi. Nú er öldin önnur og hér á landi hefur auðstéttin sjaldan verið í sterk- ari stöðu á meðan stærstur hluti landsmanna tilheyrir láglaunaðri undirstétt. Nýfrjálshyggjuöflin eru í óðaönn að brjóta niður ávinning al- þýðuhreyfinga tuttugustu aldarinn- ar. Samvinnuhreyfingunni var rænt, félagslega húsnæðiskerfið lagt niður, verkfallsrétturinn þrengdur og stöð- ugt er verið að einkavæða meira af heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Það er óþarfi að fara í smiðju Essenanna í Kumran, en jafnaðar- hugsjónin er jafn gild nú og þá og þar til það tekst að brjóta auðstéttina á bak aftur og koma á sanngjörnu sam- félagi er almenningi sá kostur einn nauðugur að vera í stöðugri vörn. Hrunið 2008 var áminning um að í raun eru margir Íslendingar öreigar og vendingar af hálfu fjármálafáveld- isins geta á skömmum tíma komið mörgum á vonarvöl. Hin svokallaða búsáhaldabylting var ekki raunveru- leg bylting heldur uppreisn sem rann út í sandinn. Allar meginkröfur feng- ust uppfylltar: ríkisstjórnin vék, og það sama gerðu fjármálaeftirlitið og seðlabankastjóri. Þeirra í stað komu nýir herrar sem byggðu upp samfé- lagið í samvinnu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Að mótmæla ranglætinu er nauðsynlegt, en það dugar ekki eitt og sér. „Búsáhaldabyltingin“ hækkaði ekki lægstu laun, lífeyris- greiðslur eða bætur til þeirra fjöl- mörgu sem vegna hrunsins misstu vinnuna og lifa á tekjum sem stöð- ugt færast lengra undir fátækramörk. „Byltingin“ kom ekki á sanngjörnu húsnæðiskerfi eða fjölgaði félagsleg- um leiguíbúðum. Að hafa betur í samfélagi sem stjórnað er af auðmönnum er ekki hægt, en það má ýmislegt bæta og þá er nærtækast að horfa til aðferða alþýðuhreyfinga 20. aldarinnar. Með samheldni, raunsæi og skipulagi er hægt að mynda samvinnufyrirtæki og húsnæðissamvinnufélög af öllum gerðum og búa þannig um hnútana að ekki takist að stela þeim aftur. Að sama skapi er hægt að skipuleggja sig í verkalýðsfélögunum eða stofna ný og berjast fyrir hærri launum, jafnvel með ólöglegum aðferðum, og þróa hreyfingu sem getur stöðvað árás- ir nýfrjálshyggjunnar á heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið og byggt upp sanngjarnara samfélag. n Sanngjarnara samfélag Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi Aðsent Myndin Spáð og spekúlerað Það getur verið þrautin þyngri að finna rétta jólatréð. Nú fer hver að verða síðastur í þeim efnum, enda ganga jólin í garð strax eftir helgi. MynD SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.