Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 33
Jólablað 20.–27. desember 2013 Fólk Viðtal 33 Svo lentum við saman í bekk í eðlis fræðideild MR. Ég sat aftast og hún fremst og ég gat ekki haft aug- un af henni. Líklega fann hún augna- ráðið í hnakka sér, að minnsta kosti kom að því að hún snéri sér við og við horfðumst í augu. Það small allt á dimmissjón í sjötta bekk, og af- gangurinn er 40 ára hjónaband!“ Áhugamaður um ísbirni Inni í eldhúsi er útvarpið á og þótt það sé lágt stillt þá heyrist þaðan ómur af jólalögum, „… ég hlakka svo til. Ég hlakka alltaf svo til …“ Á meðan fjölskyldan stillir sér upp fyrir framan jólatréð svo hægt sé að taka af henni myndir hringir síminn. Eiginkona Össurar hlær stríðnislega og segir að hringitónninn sé hin raunveru- lega fjölskyldutónlist. Annars spila dæturnar báðar á hljóðfæri, sú eldri á píanó og sú yngri á gítar. Á víð og dreif um íbúðina standa fuglar, uppstoppaður fálki stend- ur við hlið annars sem er sköp- unarverk Guðmundar frá Miðdal. Tveir grænlenskir ísbirnir eru á stofu- Beið eftir barni í tíu ár borðinu. Þetta eru hans áhugamál, fiskar og ísbirnir. „Ég les mikið um pólitík og sögu og fer ekki að sofa án þess að skima tvö til þrjú ensk blöð á vefnum. Eins og aðrir miðaldra karlmenn fylgist ég náttúrulega með enska boltanum og helstu skákmót- um, en þar fyrir utan á ég skrýtin áhugamál. Eins og urriðann í Þing- vallavatni, sem ég skrifaði einu sinni bók um, – og ísbirni. Ég safna sög- um um ísbirni sem hafa heimsótt Ísland,“ segir Össur og bætir því við að hann eigi eftir að skrifa bók- ina um þá. Það sé skuld hans við gamlan mann sem aðstoðaði hann fram á síðasta dag við að safna þessum sögum saman. Vildi skrifa spennandi bók Aðspurð segja þau að jólin séu hefðbundin hér á þessu heim- ili, „hvíld og slökun, góðar bækur og fíl-gúdd myndir,“ segir Össur, „og svo borða menn yfir sig á milli. Við hlustum alltaf á jólamessuna, höf- um hamborgarhrygg, og svo er möndlugrautur- inn daginn eftir. Ég hef náttúrulega ekki feng- ið möndluna í átján ár. Í gamla daga komu jólin alltaf þegar mamma setti upp lítið fjárhús sem afi bjó til með ljós- um innan í sem okk- ur þóttu mikil undur og vafið bómull eins og það væri í kafsnjó. Jóla- húsið er ennþá ómis- sandi partur af jólun- um – sem alltaf koma þó fullseint í lífi stjórn- málamanns.“ Enda í nógu að snúast. Annarri um- ræðu um fjárlögin er nýlokið á þingi auk þess sem Össur hellti sér út í jólabókageðveikina með Ári drekans, dagbók utanríkisráð- herra á umbrotatímum með tilheyr- andi flandri um landið og er búinn að fara bæði til Siglufjarðar og Vest- mannaeyja í vikunni. „Ég vildi skrifa spennandi bók, með hraðri fram- vindu, og það gleður mig sannarlega að margir hafa kvartað undan því að ég hafi rænt þá nætursvefni. Sum- ir ritdómarar hafa kallað Ár drekans pólitískan þriller, og það er nokkuð í samræmi við upphaflegan tilgang minn. Ég lýsi atburðum hratt dag frá degi, og stundum frá klukkustund til klukkustundar ef dramatísk fram- vinda var í gangi.“ Afneitun síðasta meirihluta Á sínum yngri árum lét hann sig dreyma um að verða rithöfundur en hann heldur dagbók og hefur alltaf gert. Upp úr henni varð þessi bók. „Ár drekans er veruleikinn eins og ég skráði hann nánast meðan hann var að gerast. Veruleikinn getur verið hrár og beiskur, en á varla að koma þeim á óvart sem voru partur af hon- um. Bókinni hefur til dæmis verið ákaflega vel tekið af öllum þorra lesenda, fyrir utan kannski einhvern lítinn kjarna sem vill draga þá mynd upp af síðustu ríkisstjórn að hún hafi verið fullkomin. Það var hún ekki, og slíkar ríkisstjórnir eru ekki til. Okkar vann kraftaverk við að reisa Ísland úr rústum fjármálakreppunnar, en vitaskuld gerði hún ekki allt rétt – eins og sást ákaflega vel í úrslitum kosninganna. Það er ekki sjálfgefið að eftir af- hroð eins og og Samfylkingin galt í kosningunum nái flokkurinn sér aftur á fyrri skrið. Leiðin til þess er ekki að horfa framhjá mistökum. Leiðin er ekki sú að draga upp helgi- mynd af gallalausri ríkisstjórn eins og var ákaflega sterk tilhneiging til eftir kosningarnar og sópa úrslitun- um yfir á nýja forystu. Fræjunum að ósigrinum var sáð árið 2012 – á ári drekans – og það kemur vel fram í bókinni. Það var afneitun í gangi á þeirri staðreynd að við höfðum tap- að formlegum meirihluta í þinginu og þurftum að semja hvert ágrein- ingsmál í gegn með flokkum utan stjórnarliðsins, á sama tíma var dag- skrá stutts kosningavetrar ofhlaðin af risavöxnum verkefnum. Það sem varð okkur erfiðast í kosningunum var efalítið að við komum ekki nægilega til móts við þá sem voru með ok stökkbreyttra skulda á herðum. Það varð mörg- um ljóst eftir dóminn um Árnapáls- lögin svokölluðu snemma á árinu 2012. Innan míns þingflokks voru þingmenn sem undir forystu Helga Hjörvars höfðu tillögur um hvern- ig átti að gera það, og í Ári drek- ans er lýst hvernig því lyktaði. Sjálf- ur skrifaði ég grein fyrr á þessu ári þar sem ég vildi leiðrétta hlut þessa hóps með nákvæmlega sömu upp- hæð og núverandi ríkisstjórn afréð síðar, en vildi ólíkt henni fjármagna alla niðurfellinguna með skatti á fjármálafyrirtæki í slitameðferð og af arði bankanna. Þessi atriði eru öll þættir í veruleika sem flokkur í vanda þarf að horfast í augu við. Öðrum þræði er bókin að hluta til skrifuð til að skýra þessa atburðarás fyrir sjálfum mér, en líka öðrum, og til að hægt sé að draga af því lærdóma. Hún er heimild, sem sagnfræðingar munu örugglega vinna með, vissu- lega pólitísk bersöglismál, en engir dómar felldir nema þeir sem kunna að speglast út úr atburðarásinni sem ég lýsi. Þarna eru líka ítarlegar lýs- ingar á samskiptum okkar við erlend ríki sem hvíldu á mér, bæði varðandi Icesave, ESB-umsóknina og ekki síður makríldeiluna sem var miklu harðari en margir gerðu sér grein fyrir.“ Ekkert var þó verra en lands- dómsmálið sem „var hörmulegt að öllu leyti, og leiddi fram það versta í íslenskum stjórnmálum.“ Endurreisn flokksins Um Jóhönnu vill Össur ekki tala, en segir að kostir hennar séu legío en eins og hann og allir aðrir stjórn- málamenn sé hún ekki gallalaus. Hann segir þó að þegar Árni Páll Árnason tók við sem formaður Samfylkingarinnar hafi hann verið í erfiðri stöðu. „Hann tók við í afar þröngri stöðu, en flokkurinn hefur verið á uppleið, og hann sýndi sannarlega í samningunum undir lok þingsins að hann kann að dansa. Þar tókst stjórnarandstöðunni, ekki síst fyrir harðfylgi hans, að ná fram desemberuppbótinni fyrir atvinnu- laust fólk – og ýta út sjúklingaskattin- um. Það var mjög mikilvægt fyrir Samfylkinguna til að undirstrika fyrir hvaða hagsmuni hún stendur. Sá slagur var leiddur af Samfylkingunni og VG, og hann stóð þar sannarlega í fyrirrúmi af okkar hálfu. Sveitarstjórnar- kosningarnar næsta vor verða mikilvægar fyrir alla framvindu stjórnmálanna, ekki bara innan Samfylk- ingarinnar, heldur alla flokkana. Árni Páll þarf að fá frið til að sýna hvað í hann er spunnið, og hafa forystu um að stinga út stefnu og gera nýtt sjókort fyrir Samfylk- inguna.“ Hvað varðar framtíð Samfylkingarinnar segir hann að allt geti gerst, þrátt fyrir úrslit kosning- anna í vor. „Stjórnmálin eru mjög kvik þessi árin. Það eru í gangi hægfara en djúpar breytingar í stjórn- málunum. Líttu á Sjálf- stæðisflokkinn: Menn tala um að „söguleg“ stærð hans sé 35–38% af fylginu og bíða eftir að hann nái því aftur. Ég held að það gerist ekki.“ Lítill munur á vinstri flokkunum Össur heldur áfram. „Hann trúir því ekki sjálfur því hann sleikir út um eins og makindalegur köttur og er frekar ánægður með sjálfan sig þá daga sem kannanir mæla hann í 27– 28%. Þetta er gjörbreytt staða og það hafa orðið breytingar í samfélags- gerðinni sem koma í veg fyrir að hann verði aftur jafn ægistór og fyrrum. Ég held til dæmis að hann nái aldrei aft- ur hreinum meirihluta í Reykjavík,“ segir hann um Sjálfstæðis flokkinn. „Ég ætla ekki að spá illu fyrir Fram- sókn, en skuldaleiðréttingin steypti ekki undir hann grunninn sem hann, og aðrir, væntu, af því hún var af allt annarri og minni stærðargráðu en flokkurinn lofaði í kosningunum og eftirleikurinn eftir kynninguna var fádæma klaufalega spilaður. Hver er munurinn á Bjartri fram- tíð og Samfylkingunni? Hann er enginn, þó Björt hafi af kosninga- markaðslegum ástæðum reynt að hasla sér stöðu sem frjálslyndur flokkur milli Samfó og Sjálfstæðis- manna. Hver er munurinn á VG og Samfylkingunni? Lítill, og fer minnk- andi. Ef þróunin verður í anda þeirra útlína sem eru teknar að birtast í gerðum nýju ríkisstjórnarinnar og fjárlagaáætlunum næstu fjögurra ára þá er allsendis óvíst að þessi ríkis- stjórn haldi meirihluta. Ef stefnir í slíka stöðu þegar líður á kjörtímabil- ið þá væri ábyrgðarlaust af þessum þremur flokkum að reyna ekki að stilla saman strengi fyrir næstu kosn- ingar.“ Fallinn formaður Ef það er eitthvað sem Össur hefur lært af lífinu þá er það að svartur á alltaf leik. „Það er alltaf hægt að vinna úr öllum stöðum. Þegar öll sund eru lokuð opnast alltaf dyr – stundum mjög óvænt. Maður á aldrei að gefast upp. Aldrei að hætta að sjá það jákvæða. Í gegnum líf- ið, hvort sem það er pólitík, einkalíf eða eitthvað annað, þá lendir mað- ur alltaf í einhverjum tímabundnum klemmum sem virðast í fljótu bragði óleysan legar en helmingurinn af „Ég tók and- köf þegar ég sá Ingu í fyrsta sinn í Bógóta – hún var svo fríð Stolt systir Birta var fimm ára þegar hún fór með til Kólumbíu að sækja litlu systur sína, Ingveldi. Það var meira að segja hún sem sótti hana í vöggustofuna og færði foreldrum sínum. Saman í 40 ár Össur kynntist Árnýju í MR þar sem hann gat ekki haft augun af henni. Þar til hún sneri sér við og þau horfðust í augu. mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.