Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Síða 60
Jólablað 20.–27. desember 201360 Menning
Vel skrifuð þroska-
og persónusaga
A
lla mína stelpuspilatíð
nefnist bók sem Mál og
menning gefur út eftir Sig-
ríði Kristínu Þorgríms-
dóttur. Titillinn er tilvitnun
í orðatiltæki sem afi höfundar
viðhafði jafnan þegar hann spilaði
við sonardætur sínar í bernsku
þeirra. Hann glaðbeittur á þeim
stundum en þær hálf skömmustu-
legar yfir því að skemmta sér með
„óvininum“, manninum sem í reynd
þrúgaði allt heimilislífið með skap-
brestum sínum og vanlíðan sem
átti til að brjótast fram í andlegu og
líkam legu ofbeldi þegar verst lét.
Þessi bók er nokkurskonar
sjálfsævisaga, að hluta til fjölskyldu-
og samtímasaga, en einkum þó
þroskasaga Sigríðar sjálfrar. Hún
hefur áður skrifað tvær bækur um
sagnfræðileg efni auk greina og rit-
gerða af sama tagi. Sigríður Kristín
er dóttir hjónanna Jakobínu Sig-
urðardóttur skáldkonu og Þorgríms
Starra Björgvinssonar, bónda og
hagyrðings í Mývatnssveit, eins og
greint er frá á bókarkápu.
Tortryggni og sveitungarígur
Foreldrar Sigríðar voru þjóðþekkt
fólk og vegna þess vekur bókin strax
forvitni og áhuga, ekki síst þeirra
sem unnað hafa ritverkum Jak-
obínu. Bókartitillinn gefur ekki of
miklar upplýsingar um innihaldið,
en er engu að síður táknrænn fyrir
efnistökin.
Í bókinni greinir Sigríður frá upp-
vexti sínum í Mývatnssveit og heim-
ilishögum hjá þeim Jakobínu og Þor-
grími Starra. Sú frásögn er um margt
áhugaverð, því ljóst er að þau hjón
hafa ekki bundið sína bagga sömu
hnútum og samferðamenn að öllu
leyti, og fyrir vikið orðið fyrir tor-
tryggni og sveitungaríg. Átti það ekki
síst við um Jakobínu sem upprunnin
af Hornströndum kemur sem að-
komukona í Mývatnssveit og binst
hjúskaparböndum við bóndasoninn
Þorgrím Starra undir tortryggnu
augliti sveitunganna og tengdafor-
eldra sinna, einkum tengdaföður
sem tók henni aldrei og lagði meira
að segja á hana hendur, búandi á
sama heimili. Ekki bætti úr skák að
Jakobína skrifaði bækur „með orð-
bragði“ og um málefni sem olli kurr
meðal sveitunganna. Börnin fóru
ekki varhluta af þessum ríg og sættu
um skeið einelti og aðkasti. Þrátt fyrir
þetta leitast höfundur við að forðast
biturleika – hún vill ekki „gæla við
reiði eða særindi í garð skólafélaga
… sveitunga eða ættingja“ eins og
hún segir sjálf heldur leitast við að
fjalla um uppvöxt sinn af raunsæi
þroskaðrar konu (110–111).
Kvenréttindi og samskipti
kynjanna
Þetta tekst henni, og þrátt fyrir allt
má glöggt greina hversu annt henni
er um Mývatnssveitina og samfé-
lagið þar, þegar hún lítur til baka
yfir farinn veg. Þetta kemur ekki
hvað síst fram þegar hún minnist
40 ára sprengjuafmælisins við Mið-
kvísl árið 2010, en „þar mættu flest-
ir sveitungarnir og ég held líka þeir
sem voru farnir yfir móðuna miklu.
Pabbi var þar. Og mamma.“ (111)
Síðari hluti bókarinnar vekur
ekki jafn mikinn áhuga og sá fyrri,
enda er frásögnin þar farin að hnit-
ast meira um einkahagi höfundar,
hugleiðingar og skoðanir á mönn-
um og málefnum. Ljóst er af þeim
lestri að höfundur er léttfær á lykla-
borðið og henni er liðugt um mál-
beinið, því mælsku skortir hvorki
né frásagnargleði. Samtímafólk les
þarna margt sem rímar við reynslu
þeirrar kynslóðar sem fædd er á
sjötta áratug síðustu aldar – kyn-
slóðarinnar sem stóð á mörkum
tæknibyltingarinnar, með annan
fótinn í menningu hins deyjandi
bændasamfélags, en hinn í að-
steðjandi hugmyndastraumum
kvenfrelsis og nútímamenningar
eins og við þekkjum hana í dag.
Kvenréttindi og samskipti kynj-
anna eru höfundi afar hugleikin og
má segja að þau séu nokkurskon-
ar leiðarhnoð í gegnum alla bók-
ina. Sú umræða er þó misáhuga-
verð, og ekki alls kostar hnitmiðuð.
Einhverjum kann að þykja þar örla
á prédikunartóni og full persónu-
legri nálgun.
Persónuleg og hispurslaus
„Við fæðumst ekki heldur verðum
konur“ sagði Simone de Beauvoir.
Segja má að Sigríði Kristínu Þor-
grímsdóttur takist ágætlega að sýna
fram á það í þessari hispurslausu og
persónulegu bók þar sem hún horf-
ir á bak sinni eigin „stelpuspilatíð“
og tekst á við það hlutskipti að lifa
og skrifa sem þroskuð kona. Von-
andi fá íslenskir lesendur meira að
sjá af tilþrifum hennar á ritvellinum
framvegis.
Niðurstaða: Vel skrifuð þroska-
og persónusaga. n
„Börnin fóru
ekki varhluta af
þessum ríg og sættu um
skeið einelti og aðkasti.Alla mína
stelpuspilatíð
Höfundur: Sigríður Kristín
Þorgrímsdóttir
Útgefandi: Forlagið
315 blaðsíður
Ólína Þorvarðardóttir
ritstjorn@dv.is
Dómur
S
veitalíf við upphaf 21. aldar
er ekki algengt sögusvið í
bókmenntum um þessar
mundir. Einhverjum kann að
finnast það heldur ólíkleg-
ur bakgrunnur mergjaðra atburða
á vorum tímum. Enda er vanda-
samt fyrir rithöfund að velja sér
sveitina sem sögusvið nema þekkja
vel til hennar, mannlífsins þar, sam-
skiptahátta og aðstæðna. Þetta gerir
Óskar Magnússon þó prýðisvel í bók
sinni Látið síga piltar. Sagan gerist í
Hlíðardal, fallegri sveit, við undirnið
voldugra náttúruafla og mannlegra
tilfinninga sem líka krauma. Lífið
er einfalt og afdráttarlaust í fyrstu.
Karlar og konur ganga til verka,
hittast á manna mótum þar sem
menn karpa og klappa hver öðrum á
öxl, hafa skoðanir, súpa á, sækja svo
fé af fjalli og … standa saman þegar
á reynir. Samfélagsbaksviðið er miss-
erin fyrir hrun. Fjármálarándýrin í
Landbúnaðarbankanum hafa kom-
ið auga á gróðavon í sveitum lands-
ins og gera nú áhlaup á Hlíðardalinn
þar sem varnir eru litlar lengi vel.
Samtímis eykst spennan undir jarð-
skorpunni þar sem kvikan hleypur
til og leitar upprásar. Íbúar dalsins
verða því fyrir tvenns konar ham-
förum um svipað leyti. Þá ríður á að
sýna þrautseigju og finna úrræði.
Íbúar Hlíðardals eiga ráð undir rifi
hverju enda hafa þeir vanist því að
sýna órofa samstöðu þegar á reynir,
eins og ein aðalpersónan orðar það:
„Þegar að okkur er sótt. Þá stöndum
við saman öll, öll, öll.“ (186)
Lætur að sér kveða
Óskar Magnússon lét nýlega að sér
kveða á ritvellinum. Áður hafa kom-
ið út eftir hann tvö smásagnasöfn:
Borðaði ég kvöldmat í gær? (2006)
og Ég sé ekkert svona gleraugnalaus
(2010). Landsmenn þekkja hann þó
betur sem athafnamann í stjórnum
fyrirtækja, lögfræðing og fjölmiðlung
um árabil en sem rithöfund. Á inn-
kápu er mynd af honum þar sem
andlit hans er lýst að hálfu, en annar
vanginn hulinn skugga, eins og mað-
urinn sé að birtast. Þetta er á sinn hátt
táknrænt, því rithöfundurinn Óskar
Magnússon er sannarlega að koma
í ljós með þeim bókum sem út hafa
komið eftir hann. Af tiltektum hans
með stílvopnið má sjá að hann er rit-
fær söguhöfundur og þessi bók ber
þess merki að hann kann til verka og
þekkir söguefnið. Á það jafnt við um
samfélag sveitarinnar sem andrúms-
loftið í fjármálaheiminum fyrir hrun.
Hvort tveggja skilar sér með ágætum í
söguþræði sem auk þess að vera lipur
aflestrar er leiftrandi af húmor og frá-
sagnargleði þess sem nýtur að skrifa.
Víða í textanum má finna lítt dulbún-
ar tilvísanir í menn og staðhætti. Eina
skekkju varð ég vör við, sem skemmdi
þó ekki mikið fyrir, en truflaði samt.
Það var þegar fyrsti þingmaður kjör-
dæmisins, Valdís Hauksdóttir (128)
varð að karlmanni (135) sem hlaut
nafnið Björgvin síðar í bókinni. Smá-
vægileg yfirsjón en óþörf.
Heimasmíðuð siðfræði
Sagan er á sinn hátt spennandi,
vel uppbyggð og söguþráðurinn
þjáll. Litla sveitasviðið sem sagan
gerist á hefur víðari skírskotun til
samfélagsins alls þar sem kunnug-
legar sviptingar eiga sér stað. Teflt
er fram hefðbundnum andstæð-
um þar sem sveitin stendur fyrir
friðsæld, jafnvægi, nægjusemi,
samstöðu og siðferði en borgin er
fulltrúi fyrir stjórnleysi, áhættu,
ágirnd, sundurlyndi og siðleysi. Þó
er ekkert einhlítt í þessu. Þar sem
menn hafa þurft að standa saman
á fjalli við smölun af afrétti, hefur
líka myndast afdráttar leysi hinnar
heimasmíðuðu siðfræði sem tekur
ekki endilega mið af bókstaf lag-
anna heldur leiðir mál til lykta á
eigin forsendum. Að því leyti kallast
upphaf og endir bókarinnar hagan-
lega á.
Niðurstaða: Hæðin og gamansöm
samfélagsádeila, krydduð hispurs-
leysi og spennu. Hittir í mark.
Ólína Þorvarðardóttir n
Hittin samfélagsádeila
Látið síga
piltar
Höfundur: Óskar
Magnússon
Útgefandi: Forlagið
350 blaðsíður
Ólína Þorvarðardóttir
ritstjorn@dv.is
Dómur „Börnin fóru ekki
varhluta af þess-
um ríg og sættu um skeið
einelti og aðkasti.
Víð skírskotun til
samfélagsins Sagan er
á sinn hátt spennandi, vel
uppbyggð og söguþráður-
inn þjáll. Mynd SigTryggur Ari
Vel skrifuð þroska- og persónusaga Í bókinni Alla mína stelpuspilatíð greinir Sigríður
Kristín Þorgrímsdóttir frá uppvexti tsínum í Mývatnssveit.