Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 20
18'
Búnaðarskýrslur 1951
víðar. Nú á síðustu árum hefur þeim verið að fjölga aftur, aðallega í
Keflavík, Reykjavík og í grennd við Reykjavík. Árið 1951 fækkaði þeim
þó nokkuð aftur, vegna pestar, er upp kom í stofninum, en líklegt má
telja, að sú fækkun verði aðeins stundarfyrirbrigði. Á búi því í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, sem áður er frá sagt að hafi eigi komizt á bún-
aðarskýrslu, voru 16 svín, og kemur sú tala til viðbótar ofangreindri
tölu fyrir 1951.
Hænsni hafa verið talin undanfarin 5 ár í búnaðarskýrslum:
1947 ........ 117 083 1950 ........ 96 919
1948 ........ 115 997 1951 ........ 96 270
1949 ........ 123 430
Hænsnum hefur fækkað verulega hin síðustu ár, og telja þeir, sem
kunnugir eru hænsnaræktinni, að fækkunin sé raunverulega meiri en
skýrslur sýna, því að hænsnin séu nú betur fram talin en áður. Hins
vegar er gert ráð fyrir, að hænsnum fjölgi aftur nokkuð á næstu árum.
Endur og gæsir hafa verið taldar síðustu 5 árin:
Endur Gæsir Endur Gæsir
1947 ........ 445 438 1950 251 419
1948 ........ 431 432 1951 142 298
1949 ........ 349 366
Loðdýr voru fyrst talin í búnaðarskýrslum 1934. Þau voru þá alls
944, þ. e. 376 silfurrefir, 394 aðrir refir, 174 minkar og önnur loðdýr.
Næstu árin þar á eftir fjölgaði loðdýrunum ört og urðu flest 1941,
10 410, þar af 2875 silfurrefir, 883 aðrir refir, 6642 minkar og 10 önn-
ur loðdýr. Síðan hefur loðdýrum fækkað jafnt og þétt, og hefur tala
þeirra síðustu 5 ár verið:
Minkar og Minkar og
Refir önnur loBdýr Reflr önnur loðdýr
1947 645 321 1950 .. 107 263
1948 .... 305 461 1951 .. 68 110
1949 .... 180 346
Tafla V (bls. 8—13) sýnir tölu búpenings 1951 og enn fremur hey-
feng og garðávexti eftir hreppum og kaupstöðum. Sú tafla þarf ekki
skýringa við umfram þær, sem gerðar hafa verið við töflur II og IV.
5. Búsafurðir.
Livestock Products.
Tafla VI (bls. 14—15) sýnir magn búsafurða 1951, eftir sýslum.
Siðan farið var að birta í búnaðarskýrslum skýrslu um búsafurðir,
hefur mjólkurmagnið á landinu talizt: