Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 25
Búnaðarskýrslur 1951
23»
Norður-Múlasýslu er einnig talið fram nokkru fleira fé 1950 en fram
kemur 1951, og má gera ráð fyrir, að til þess sé sama ástæða og í
Suður-Múlasýslu. í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem enn telur fram fleira
fé 1950 en fram kemur 1951, er viðhorfið hið sama og í Árnessýslu,
en í Barðastrandarsýslu virðast engar sérstakar ástæður fyrir hendi.
Á stöðum, þar sem fleira fé kemur fram 1951 en 1950, verða tæplega
aðrar ástæður til þess fundnar en þær, að meira hafi verið til fram-
talsins vandað síðara árið. Geta má þess þó, að flutningur bænda milli
sýslna getur haft einhver áhrif á þessar tölur í einstökum sýslum.
Ullin er eflaust mjög vantalin í búnaðarskýrslum. 1 þeim er mið-
að við óþvegna ull, sem er a. m. k. 50% þyngri en vélþvegin ull. Gerð
hefur verið rækileg könnun á ullarmagninu 1949 og 1950, og reyndist
það vera 601 þús. kg fyrra árið, en 625 þús. kg síðara árið, hvort
tveggja miðað við þvegna ull. Eftir fjárfjölda þau ár og 1951, hefði
ullarmagnið 1951 átt að vera rétt um 600 þús. kg, miðað við þvegna
ull, eða allt að 900 þús. kg af óþveginni ull, i stað 552 617 kg eins og
framtalið var.
Förgun (þar með sala) nautgripa hefur verið samkvæmt bún-
aðarskýrslum 1949—51:
1949 1950 1951
Kýr .................................. 4 183 3 664 4 789
Geldneyti ............................ 3 053 2 872 2 864
Kálfar............................... 18 719 19 819 21 674
Nautgripum er ekki nema að litlum hluta slátrað í sláturhúsum,
svo að ekki er hægt að fá annan samanburð við þessar tölur en tölu
húða, er koma í verzlanir. En þann samanburð er ekki heldur hægt að
gera 1951, svo að gagn sé í. Stafar það af því, að hjá Sambandi ísl.
samvinnufélaga, sem aðallega hefur á hendi móttöku og sölu húða, eru
húðirnar aðallega taldar um leið og þær eru seldar. En síðari hluta
árs 1951 var lítil sem engin sala á húðum, heldur söfnuðust þær fyrir
og voru fyrst seldar og taldar árið 1952. Sömu sögu er að segja um
hrosshúðirnar.
Förgun (þar með sala) hrossa hefur verið samkvæmt búnaðar-
skýrslum 1949—51:
1949 1950 1951
Hross 4 vetra og eldri 2 868 2 405 3 178
Tryppi 2—3 vetra 1 201 650 1 023
Folöld 3 859 3 619 4 569
Tala eggja er að mjög miklu leyti áætluð í búnaðarskýrslum
skattanefndanna. Hagstofan hefur að þessu sinni reynt að samræma
þær áætlanir, og liefur það leitt til þess, að eggjatalan verður að þessu
sinni nokkru hærri móts við tölu alifugla en áður hefur verið. Hefur
þeirri reglu verið fylgt að áætla 100 egg eftir hvert framtalið hænsn,
nema þar sem framtalið hefur verið hærra, en þar hefur það verið
látið óbreytt.