Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 52

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 52
50* Búnaðarskýrslur 1951 að smíði þeirra ljúki á sama ári og lán eru veitt til þeirra. Þó er hér sá annmarki á, að lán Ræktunarsjóðs eru oft jafnframt veitt út á styrkhæfar jarðabætur. Fylgir sjóðurinn þeirri reglu að lána sem svarar 30% af kostnaðarverði þeirra. Enn fremur er talsvert mikið byggt af peningshúsum, einkum fjárhúsum og hesthúsum, og einnig af sérstæð- um geymslum (sem hér eru meðtaldar), án þess að lán séu út á þau tekin. Sumt af þessu má að vísu skoðast sem endurbyggingar, en þær eru þá ekki taldar fram með fyrningu eða viðhaldi húseigna, og er því rétt að taka kostnað við þær byggingar inn á þennan lið. Að þessu öllu athuguðu var sá kostur tekinn að gera ráð fyrir, að lán þau, er Rækt- unarsjóður veitti á árinu út á peningshús, væru 40% af allri þeirri fjárfestingu, sem þar hefði verið um að ræða, en þau lán voru alls 472 og samanlögð lánsupphæð rúmlega 9 millj. kr. Áætlun um fjárfestingu í rafstöðvum og rafvélum er gerð eftir upplýsingum frá skrifstofu raforkumálastjóra. Áætlun um fjárfestingu i heimilisdráttarvélum og jeppabifreiðum er þannig gerð, að taldar voru saman, samkvæmt heimildum Búnaðarfélags Islands, þær heimilisdráttarvélar og jeppabifreiðir, er bændur keyptu á árinu, og síð- an var sett á þær meðalverð það, er var á árinu á Ferguson-dráttarvél- um og Willys-jeppabifreiðum, án nokkurra verkfæra og annars, sem þeim fylgir og hækkar verð þeirra. Það, sem keypt var til landbúnað- arins af sláttuvélum, plógum og herfum eða öðrum áhöldum með dráttarvélunum og af yfirbyggingum á jeppabifreiðir, hefur hins vegar ekki verið tekið með í þessa áætlun, og ekki heldur rakstrarvélar, áburð- ardreifarar, heyhleðsluvélar, hestasláttuvélar o. fl. Var þessu sleppt vegna þess, að telja má, að eldri landbúnaðarvélar hafi á árinu gengið úr sér sem svarar verðmæti þessara véla. En fyrning landbúnaðarvéla er talin landbúnaðinum til kostnaðar í töflu X. Til þess að hugmynd fáist um verðmæti þeirra landbúnaðarvéla, sem keyptar voru á árinu, en eru ekki taldar fjárfesting, skal hér talið það, sem inn var flutt af þeim á árinu: Beltisdráttarvélar 4, plógar við dráttarvélar 108, herfi við drátt- arvélar 98, sláttuvélar við dráttarvélar 245, hestasláttuvélar 100, rakstr- arvélar 50, áburðardreifarar fyrir tilbúinn áburð 120, mykjudreifarar 4, mjaltavélar 41, kartöfluupptökuvélar 13, kartöflusetjarar 11, heyhleðslu- vélar 2. Auk þess var mikið smíðað af landbúnaðaráhöldum og vélum í landinu sjálfu, en ekki eru til um það neinar skýrslur. Telja má, að kaup á landbúnaðarvélum og áhöldum, öðrum en heimilisdráttarvélum og jeppabifreiðum, hafi numið milli 6 og 8 millj. kr. á árinu. Fjárfestingin í íbúðarhúsum er áætluð eftir lántökum í Bygg- ingarsjóði Búnaðarbankans. Lánveitingar sjóðsins 1951 voru 8,7 millj. kr., og lokið var við byggingu 183 íbúðarhúsa á árinu. Þar sem lán- veitingar sjóðsins til byggingar íbúðarhúsa voru að hámarki 60 þús. lu\, er ekki hægt að áætla heildarkostnað húsanna út frá lánveitingunum. Hafin var bygging 1950 á sumum þeim húsum, er lokið var við 1951,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.