Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 10

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 10
8* Búnaðarskýrslur 1951 um hlunnindi ýmiss konar. Til eru sveitir, þar sem talsverður silungs- reytingur er á mörgum bæjum og hvergi fram talinn, og svipaða sögu er að segja um eggjatöku, fugl, dún, reka og hrognkelsi. Því fer fjarri, að einungis tekju- og eignarliðir búrekstursins gleymist við framtalið. Gjöld og skuldir gleymast einnig, einkum hin smærri gjöldin og skuld- irnar. Auk þess sem margt fellur niður sökum gleymsku, er þess ekki að dyljast, að sumir framteljendur hafa hneigð til að telja tekjur sínar og eignir minni en þær eru í raun og veru. Þá er ekki fyrir það að synja, að eitthvað vanti á skýrslurnar, af því að framtöl hafi alls ekki komið fram. Þess eru fáein dæmi, að hreppstjórar hafi sltrifað nöfnin ein á þeim, er ekki hafa skilað fram- tali. Hefur Hagstofan þá ýmist aflað sér upplýsinga um þá menn eftir öðrum leiðum eða áætlað tölur fyrir þá eftir framtali fyrir næsta ár á undan (1950). Þá hafa þess fundizt nokkur dæmi, að ekki hafi verið teknir menn á búnaðarslcýrslur hreppstjóra, sem þó hefðu tvímælalaust átt að vera þar. Þau dæmi eru þó eigi mörg, og öllu, sem þannig hef- ur fallið niður og fundizt, hefur Hagstofan bætt á skýrslurnar, með einni undantekningu þó: Eitt stórt bú kom fram í síðustu eftirleit, er allar skýrslur voru fullgerðar. Hafði láðst að taka það á búnaðarskýrslu hreppsins, og var orðið of seint að koma því inn í búnaðarskýrslurnar, er framtal þess kom til Ríkisskattanefndar. Annars var sérstaklega haldið spurnum uppi um bú þeirra manna, er reka bú annars staðar en þeir telja fram, og getur eigi mikið hafa undan borizt. Það getur orkað mikils tvímælis víða, hverja hefur átt að taka á búnaðarskýrslu. Það er gömul regla skattanefnda að taka þá eina á búnaðarskýrslur, sem eitthvert búfé telja fram, og þó stundum ekki suma þá, er eiga 1—2 kindur eða 1 hross. Hins vegar hafa yfirleitt ekki verið teknir á landbúnaðarskýrslur þeir, sem einvörðungu vinna við landbúnað, en taka allt kaup sitt í peningum og fæði, og heldur ekki roskið fólk, sem er í skjóli bænda, t. d. foreldrar hjóna, er bú- reksturinn hafa á hendi. Af þessum sökum koma eigi fram á skýrsl- unum allar launatekjur þeirra, er að landbúnaði vinna, og eigi heldur allar eignir. Þannig eru þess nokkur dæmi, að fasteignir (svo sem jarðir og húseignir) í sveitum eru taldar í eigu þeirra, sem eltki eru teknir á búnaðarskýrslu, en búa þó í sveitinni, en hitt þó enn algeng- ara, að fólk, sem eltki hefur verið á skýrsluna tekið, á talsverðar sjóð- eignir. Við þessu var ekki hægt að gera, nema endursemja flestar skýrslur hreppstjóranna. Mundi og alltaf orka tvímælis, hvar staðar ætti að nema, ef önnur regla væri á höfð en skattanefndirnar hafa: að láta búfjáreignina ráða því, hverjir eru á skýrslu teknir og hverjir ekki. — Móti því, sem vantalið er samkvæmt því, sem hér að framan segir, er líka talsvert oftalið, bæði vinnulaun og sjóðeignir, hjá þeim, sem að vísu eiga fáeinar kindur, hesta og jafnvel kýr og eru þess vegna á landbúnaðarskýrslu teknir, en hafa þó aðallega önnur störf með hönd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.