Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 43
Búnaðarskýrslur 1951
41*
5. yfirlit. Bygging safnþróa, áburðarhúsa og haugstæða 1901—1951.
Construction of Pits and Slieds for Animal Manure and of Dunghill Bases 1901—1951.
framan, þar sem aðeins er sýnt 5 ára meðaltal, og á árabilinu 1921—25
er um 2% ár áður en lögin gengu i gildi.
Verður nú litið á hinar einstöku tegundir jarðabóta og þróun þeirra.
Safnþrær og áburðarhús. Fyrstu ár aldarinnar voru safn-
þrær og áburðarhús einvörðungu gerð úr torfi, og voru það mest þvag-
gryfjur. Árið 1913 er byrjað að taka út sérstaklega steinsteypt áburð-
arhús og safnþrær. í 5. yfirliti er sýnt, hvað byggt hefur verið af safn-
þróm, áburðarhúsum og haugstæðum það, sem af er þessari öld. Á
árunum 1924—30 er ekki gerður munur á áburðarhúsum og safnþróm,
heldur á áburðarhúsum steyptum með járnþaki og alsteyptum, og í
yfirlitinu hafa því alsteyptu áburðarhúsin verið talin sem safnþrær, þar
til aftur er tekið að telja þær fram sérstaklega 1931.
Óþarft mun að taka það fram, að talsvert mikið af safnþróm þeim
og áburðarhúsum, er byggð hafa verið, eru nú ónýt orðin. Þannig munu
1) Haugstæði urðu ekki styrkhœf fyrr en 1936 og eru þau ekki með í samtölunni 1936—’51, vegna þess að
vitneskju vantar um byggingu þeirra fyrir 1936.
2) Skiptingin milli alsteyptra áburðarhúsa og steyptra áburðarhúsa meö járnþaki er áœtluð 1950 og 1951,
vegna þess að þetta tvennt er á skýrslum talið í einu Ingi.
f