Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 58

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 58
56* Búnaðarskýrslur 1951 Ber því tölunum fyrir 1951 ekki alveg saman við tilsvarandi tölur bún- aðarskýrslna 1951, enda er það, eins og fram hefur verið tekið hér að framan, ekkert efamál, að tekjuframtalið samkvæmt húnaðarskýrslum er lægra en rétt er. Hér fara á eftir athugasemdir og skýringar við töflur þessar (A—E). a) Verðmæti nautgripaafurða (sjá töflu A, bls. 34—35). Mjólkin er langmikilvægust allra nautgripaafurða og varðar því mestu fyrir alla útreikninga og áætlanir um verðmæti þeirra, að nærri sé farið um heildarmagn hennar og meðalverð hverrar magnseiningar. Hér er mjólkin áætluð talsvert miklu minni en svarar til þess, sem Skipu- lagsnefnd atvinnumála áætlaði fyrir árin fram að 1935. í áliti Skipu- lagsnefndar 1936 er meðalkýrnyt talin 2400—2600 kg á ári 1925—34, og er þá miðað við kýr og kelfdar kvígur. Hér er nytin, sömuleiðis mið- uð við kýr og kelfdar kvígur, talin innan við 2000 kg á ári 1935—38, og hefur meðalnytin þó eflaust verið eins mikil þau ár og árin á undan. Ástæðan til þess, að Skipulagsnefnd áætlaði kýrnytina svona mikla, var sú, að þá voru litlar heimildir aðrar fyrir hendi um þessi efni en skýrslur nautgripafélaga og ríkisbúa. Skýrslur nautgriparæktarfélaganna eru miðaðar við fullmjólka kýr, en nyt þeirra er talsvert miklu meiri en nyt allra kúa og kelfdra kvígna. Auk þess er talsvert miklu meiri meðalnyt kúa hjá þeim bændum, sem eru í nautgriparæktarfélögum, en hinum, sem eru utan félaganna, og hjá ríkisbúunum er meðalnytin enn meiri. Eins og fram kemur í töflu A, er gert ráð fyrir, að meðal- kýrnytin hafi farið smáhælckandi síðan 1935, en þó er reiknað með smálækkun 1951 frá árinu áður. Er það vegna þess, að það ár lcom fram minni mjólk í mjólkurbúunum en árið áður, og auk þess var þá víða illt fóður handa kúm, eftir harðindasumarið 1950 og veturinn 1950—51. Ekki kemur þessi minnkun kýrnytarinnar þó fram á framtalsskýrslum, enda mun minnkun aðfluttrar mjólkur til mjólkurbúanna mest hafa stafað af erfiðleikum á mjólkurflutningum. Verð það, sem sett er á mjólkina, þar á meðal líka á heimanotuðu injólkina, er vegið meðaltal þess, sem mjólkurbúin greiddu framleið- endum við stöðvardyr. Má vera, að sumum þyki það of hátt, en þess er að gæta, að beinast liggur við að meta heimanotuðu mjólkina á sama verði og selda mjóllc, svo framarlega sem framleiðendur koma frá sér því mjólkunnagni, sem þeir óska að selja. Magn nautgripakjötsins er að mestu áætlað eftir tölu húða, er fram koma í verzlunum. Þó hefur einnig verið athuguð nokkuð rækilega tala nautgripa frá ári til árs og reynt að draga ályktanir af því um slátr- unina til samanburðar því, er ráða mátti af tölu húðanna. Er það hvort tveggja, að ekki þótti fullvíst, að náðst hefði saman tala allra liúða, er í verzlanir komu fyrstu ár þessa tímaskeiðs, og að ekki þótti vist, að húðirnar væru fram taldar i verzlunum sama árið og gripunum var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.