Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 25

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 25
Búnaðarskýrslur 1951 23» Norður-Múlasýslu er einnig talið fram nokkru fleira fé 1950 en fram kemur 1951, og má gera ráð fyrir, að til þess sé sama ástæða og í Suður-Múlasýslu. í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem enn telur fram fleira fé 1950 en fram kemur 1951, er viðhorfið hið sama og í Árnessýslu, en í Barðastrandarsýslu virðast engar sérstakar ástæður fyrir hendi. Á stöðum, þar sem fleira fé kemur fram 1951 en 1950, verða tæplega aðrar ástæður til þess fundnar en þær, að meira hafi verið til fram- talsins vandað síðara árið. Geta má þess þó, að flutningur bænda milli sýslna getur haft einhver áhrif á þessar tölur í einstökum sýslum. Ullin er eflaust mjög vantalin í búnaðarskýrslum. 1 þeim er mið- að við óþvegna ull, sem er a. m. k. 50% þyngri en vélþvegin ull. Gerð hefur verið rækileg könnun á ullarmagninu 1949 og 1950, og reyndist það vera 601 þús. kg fyrra árið, en 625 þús. kg síðara árið, hvort tveggja miðað við þvegna ull. Eftir fjárfjölda þau ár og 1951, hefði ullarmagnið 1951 átt að vera rétt um 600 þús. kg, miðað við þvegna ull, eða allt að 900 þús. kg af óþveginni ull, i stað 552 617 kg eins og framtalið var. Förgun (þar með sala) nautgripa hefur verið samkvæmt bún- aðarskýrslum 1949—51: 1949 1950 1951 Kýr .................................. 4 183 3 664 4 789 Geldneyti ............................ 3 053 2 872 2 864 Kálfar............................... 18 719 19 819 21 674 Nautgripum er ekki nema að litlum hluta slátrað í sláturhúsum, svo að ekki er hægt að fá annan samanburð við þessar tölur en tölu húða, er koma í verzlanir. En þann samanburð er ekki heldur hægt að gera 1951, svo að gagn sé í. Stafar það af því, að hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, sem aðallega hefur á hendi móttöku og sölu húða, eru húðirnar aðallega taldar um leið og þær eru seldar. En síðari hluta árs 1951 var lítil sem engin sala á húðum, heldur söfnuðust þær fyrir og voru fyrst seldar og taldar árið 1952. Sömu sögu er að segja um hrosshúðirnar. Förgun (þar með sala) hrossa hefur verið samkvæmt búnaðar- skýrslum 1949—51: 1949 1950 1951 Hross 4 vetra og eldri 2 868 2 405 3 178 Tryppi 2—3 vetra 1 201 650 1 023 Folöld 3 859 3 619 4 569 Tala eggja er að mjög miklu leyti áætluð í búnaðarskýrslum skattanefndanna. Hagstofan hefur að þessu sinni reynt að samræma þær áætlanir, og liefur það leitt til þess, að eggjatalan verður að þessu sinni nokkru hærri móts við tölu alifugla en áður hefur verið. Hefur þeirri reglu verið fylgt að áætla 100 egg eftir hvert framtalið hænsn, nema þar sem framtalið hefur verið hærra, en þar hefur það verið látið óbreytt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.