Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 10
föstudagur 8. ágúst 200810 Fréttir DV
Þegar rithöfundurinn George Or-
well gaf út skáldsögu sína 1984
árið 1949 hafði hann séð ógnina
sem stafaði af einræðisríkjum á
borð við Þýskaland Hitlers og Sov-
étríkin. Orwell sagði það þó sjálfur
að hann hefði jafnmiklar áhyggj-
ur af vestrænum ríkisstjórnum.
Hann taldi þær vera jafntilbúnar
til þess að beita kúgunaraðferð-
um til þess að stjórna þegnum
sínum. Sífellt hærri raddir heyr-
ast um þessar mundir um að frelsi
einstaklingsins fari dvínandi. Ör-
yggismyndavélar eru settar upp á
hverju götuhorni, leyniþjónust-
ur auka umsvif sín, lögreglan fær
meira vald og farið er að setja ör-
flögur með staðsetningartækjum
í fólk. Árið er 2008 og Vesturlönd
eru í stríði til að halda friði og eft-
irlit með einstaklingnum hefur
aukist í nafni frelsis. „Stríð er frið-
ur, frelsi er þrældómur, fáfræði er
blessun,“ skrifaði Orwell í bókinni
1984.
Örflagan
Bandaríska fyrirtækið Verich-
ip er leiðandi í þróun og sölu á
örflögum fyrir manneskjur. Ör-
flögurnar sem eru aðeins 11 milli-
metra langar senda frá sér og taka
við útvarpsbylgjum en þær eru
agnarsmáar og geta geymt per-
sónuupplýsingar ásamt því að
vera staðsetningartæki. Á heima-
síðu Verichip er örflagan kynnt
sem öryggistæki sem hægt sé að
koma fyrir í börnum og gamal-
mennum til þess að fylgjast með
ferðum þeirra. „Óvæntir hlut-
ir gerast hvern einasta dag, gam-
all sjúklingur villist af elliheimili
sínu, barni er rænt af barnaheim-
ili og slasað fólk getur ekki gefið
nauðsynlegar persónupplýsingar
á sjúkrahúsi,“ segir á heimasíðu
fyrirtækisins. Þar kemur fram að
í stað þess að notast við gamlar
leiðir eins og fingraför, raddgrein-
ingu eða passamyndir sé loksins
mögulegt að koma örflögu með
öllum persónuuplýsingum fyrir í
líkama fólks.
Fjölskyldan með örflögur
Eftir 11. september samþykkti
Bandaríkjaþing hryðjuverkalög
sem margir sögðu þjarma mjög
að almennum réttindum borgara.
Fólki getur verið haldið í fangelsi
án dóms og laga, tölvupóstar eru
skoðaðir og símtöl hleruð. Al-
menningur í Bandaríkjunum vildi
meira öryggi vegna hryðjuverka-
ógnar og stjórnmálamenn og
einkafyrirtæki svöruðu kallinu. Á
Fox-sjónvarpsstöðinni mælti við-
mælandinn Scott Silver eindreg-
ið með því að foreldrar kæmu ör-
flögum fyrir í börnum sínum eða
í hverjum þeim sem fólk þyrfti að
fylgjast vel með. Á ABC-sjónvarps-
stöðinni var viðtal við hjón sem
höfðu látið koma örflögu fyrir í
fjölskyldumeðlimum. Þáttastjórn-
andinn sagði hjónin hugrakkt fólk
sem þyrði að taka stórstíg skref
til framtíðar. „Eftir 11. septem-
ber varð ég mjög hrædd um ör-
yggi fjölskyldu minnar,“ sagði Les-
lie Jacobs í viðtalinu. Í kjölfarið
fylgdu fréttir þess efnis að banda-
rískir stjórnmálamenn vildu ör-
flögur til að tryggja öryggi sitt og
sinnar fjölskyldu. Í 60 mínútum
sagðist fréttaskýrandinn Andy
Rooney vilja fá örflögu setta í sig;
„Það væri í lagi mín vegna ef ein-
hverju væri komið fyrir í líkama
mínum svo að mögulegt væri að
sjá hver ég væri,“ sagði Andy.
Ný skilríki 2009
Frá og með 31. desember 2009
verða allir Bandaríkjamenn að
vera komnir með ný skilríki og
ökuskírteini sem innihalda ör-
flögu. Stjórnvöld segja þetta vera
lið í auknum öryggisaðgerðum á
landamærunum við Mexíkó og
Kanada. Þingmaður repúblik-
ana, Jim Guest frá Missouri, hef-
ur gagnrýnt nýju skilríkin og bent
á að þróunin gæti orðið hröð og
ógnvekjandi. Hann hefur áhyggj-
ur af því að með tímanum gæti
lögunum verið breytt þannig að
fólk yrði einnig að vera með stað-
setningartæki í skilríkjum sínum.
„Segjum að þú byrjir með svona
ný skilríki, en svo er sett staðsetn-
ingartæki í flöguna, þannig að þú
þarft að ferðast með hana á þér
hvert sem þú ferð, svo gleymirðu
skírteininu, og þá kemur að því
að örflögunum verði komið fyrir í
hendi þinni,“ segir Jim.
Myndatökuvélar
Richard Thomas sem situr í
upplýsinganefnd bresku ríkis-
stjórnarinnar hefur varað við því
að Bretland eigi á hættu að breyt-
ast í þjóðfélag þar sem augu stóra
bróður fylgjast með öllu. Barry
Hughill, talsmaður mannrétt-
indarsamtakanna Liberty, hefur
lýst Bretlandi sem „öryggismynda-
vélahöfuðborg heimsins“. Rann-
sóknir sýna að tuttugu prósent
allra eftirlitsmyndavéla heimsins
eru í Bretlandi, en þar voru 4,2
milljónir myndavéla virkar árið
2002. Það er ein á hverja fjórtán
íbúa. Ekki er ljóst hversu margar
öryggismyndavélar eru í landinu
nú en þeim hefur fjölgað mikið
seinustu ár. Líklegt er talið að það
séu að minnsta kosti 500 þúsund
myndavélar í London. Rannsókn-
ir sýna að fjöldi myndavéla hefur
lítil sem engin áhrif á glæpi vegna
þess hve fáir starfsmenn fylgjast
með myndböndunum. Nú er í
þróun tölvukerfi sem getur haldið
betur um og fylgst betur með öllu
því sem fer fram.
Hryðjuverkin í Bretlandi 7. júlí
2005 urðu til þess að lögreglan
fékk aukið vald. Lögum í Bretlandi
þess efnis að lögregla megi leita
á heimilum hefur til að mynda
fjölgað gríðarlega seinustu miss-
eri. Í dag eru til 1.043 heimildir
fyrir því að lögreglan megi gera
húsleit, ein þeirra er sú að athuga
hvort blómum húsráðandans fylgi
löglegir pappírar.
Lögregluríki
265 þúsund öryggismyndavél-
um hefur verið komið fyrir í Pek-
ing, höfuðborg Kína, fyrir Ólymp-
íuleikana. Ríkisstjórnin þar hefur
nýtt sér stríð gegn hryðjuverkum
til þess að fangelsa mótmælend-
ur í nafni þjóðaröryggis. Miðar á
opnunar- og lokahátíðir Ólymp-
íuleikanna innihalda örflögu sem
gefur yfirvöldum möguleika á því
að skoða nafn eigandans, mynd
og vegabréfsnúmer. Stjórnvöld í
Bandaríkjunum og Bretlandi geta
haldið fólki í fangelsi án dóms og
laga. Lögreglan Í Bretlandi notast
við rafmagnsbyssur sem mann-
réttindasamtökin Amnesty Inter-
national hafa skilgreint sem pynt-
ingartæki. Lögreglan á Íslandi
veltir því nú fyrir sér hvort hún
þurfi slíkar rafmagnsbyssur við
löggæslustarfið hér á landi. Þetta
eru nokkur dæmi. Hryðjuverk og
stríð skapa ótta á meðal almenn-
ings, og stjórnvöld svara með sí-
JóN BJarki MagNússoN
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Örflögum með staðsetningarbúnaði hefur verið komið
fyrir í börnum og gamalmennum svo hægt sé að fylgjast
með ferðum þeirra. Stjórnvöld hafa sett upp sífellt fleiri
eftirlitsmyndavélar og leyniþjónustur fylgjast með sífellt
fleira fólki. Þrengt er að persónuvernd almennings.
Öryggismyndavél Þessi mynda-
vél hefur góða „yfirsýn“ á fólkið
sem gengur fyrir neðan.
aukið eftirlit Í Bandaríkjunum
hafa ný skilríki og ökuskírteini verið
samþykkt en þau innihalda örflögu
með persónulegum upplýsingum.
stóri bróðir Í skáldsögunni 1984
fylgist stóri bróðir með hverri
einustu hreyfingu og hugsun.
CTV-öryggismyndavélar
Í Betlandi voru komnar 4,2 milljónir
öryggismyndavéla árið 2002, þeim
hefur fjölgað mikið síðan þá.
STÓRI BRÓÐIR
STÆKKAR