Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 12
föstudagur 8. ágúst 200812 Helgarblað DV „Eitthundrað og tuttugu manns missa vinnuna í rúmlega þrjú- hundruð manna byggð og afkoma margra fleiri er í hættu vegna söl- unnar á kvóta og fiskvinnslu Kambs á Flateyri. Hinrik Kristjánsson, eig- andi Kambs, segir fátt annað að gera en að gangast við raunveruleikan- um. Enginn leigukvóti sé á lausu og mistekist hafi að byggja upp fiski- stofnana með kvótakerfinu.“ (DV 19.05.2007) Þessar fréttir skóku Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðasta sum- ar. Íbúar Flateyrar hafa alla sína tíð byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Fyrir ári síðan leit út fyrir að ein ákvörðun yrði til þess að samfélag- ið við Önundarfjörð biði verulega hnekki. Seljendur urðu auðmenn Kambur hf. í eigu Hinriks Kristj- ánssonar og Steinþórs Bjarna Kristj- ánssonar var gríðarlega stórt fyrir- tæki, ein umfangsmesta fiskvinnsla landsins. Hinrik átti ráðandi hlut. Hjá fyrirtækinu unnu eitthundrað og tuttugu manns, á sjó og á landi en byggðin taldi rúmlega þrjúhundruð manns. Síðla sumars í fyrra seldu þeir aflaheimildir Kambs og hættu fiskvinnslu á Flateyri. Hinrik sagði í samtali við DV fyrir rúmu ári að ekki væri hægt að leigja kíló af kvóta fyrir tvöhundruð krónur. Útgerðafélagið Kambur átti sjálft um þrjú þúsund tonna kvóta. Fyrirtækið vann þó, með leigukvóta, allt að níu þúsund tonnum á ári. Sala á veiðiheimild- um skilaði þeim miklum tekjum. Hinrik, sem nú býr í Hafnar- firði, var fimmti hæsti skattgreið- andi landins í fyrra, samkvæmt nýútkomnum tölum skattstjóra. Tekjur hans af sölu Kambs námu á milli 700 og 800 milljónum króna. Steinþór Bjarni hagnaðist um 150 til 200 milljónir en hann flutti til Ísafjarðar þar sem hann rekur bæði trésmiðju og verslun. Sægreifinn fór suður Þegar Hinrik fór frá Flateyri skellti hann einfaldlega í lás og ók út á flugvöll. Húsið hans stendur fullbúið á Flateyri en Land Cruiser jeppi hans á flugvellinum. Í Hafnar- firði keypti hann sér glæsivillu fyrir 72 milljónir króna og settist þar að. Húsið greiddi hann með beinhörð- um peningum. Í viðtali við Séð og heyrt í vikunni sagði hann tengsl sín við Flateyri sterk. „Það er nú bara þannig með lífið að ekkert er eilíft. Ég þurfti að selja en mestu skiptir að nú hafa allir atvinnu á Flateyri og líf- ið gengur sinn vanagang. Mér finnst dásamlegt að koma vestur og geri það eins oft og ég get,“ sagði hann. Hvort sem ákvörðunin var Hin- riki að skapi eða ekki er ljóst að hann skildi Flateyri eftir sem kvóta- laust byggðarlag. Hann var réttnefndur sægreifi í þessu litla þorpi og Flateyingar byggðu afkomu sína á þessu stóra fyrirtæki sem var í hans eigu. Það er sá veruleiki sem margar litlar byggðir búa við. Bjargvættur byggðarlagsins Eftir brotthvarf Hinriks til Hafnarfjarðar leituðu forsvarsmenn Odda- táar til sparisjóðs- ins um fyrir- greiðslu vegna kaupa á frystihúsi Kambs. Að Oddatá stóðu meðal annarra Kristj- án Erlingsson. Kristján er systur- sonur Einars Odds Kristjánssonar heitins. Einar Oddur var áður einn stærsti eigandi og driffjöður Hjálms sem síðar sameinaðist Kambi. Auk Kristjáns komu þeir Teitur Björn Einarsson, sonur Einars Odds, Ill- ugi Gunnarsson alþingismaður og tengdasonur Einars Odds að mál- um Oddatáar. Þeir mættu andstöðu Angantýs Jónssonar, sparisjóðsstjóra á Þing- eyri, sem stóð í vegi fyrir því að þeir fengju að færa veð sem nauðsynlegt var til að kaupin gengju í gegn. Að- stoðarsparisjóðsstjórinn, Eiríkur Finnur Greipsson, á Flateyri var al- gjörlega ósammála aðgerðum Ang- antýs og urðu vegna þessa mikil átök innan sparisjóðsins. Um tíma leit út fyrir að Angantý tæk- ist að bregða fæti fyrir Oddatáar- menn en mála- lyktir urðu þær að stjórn spari- sjóðsins greip í taumana og fyrirgreiðslan fékkst. Tilkoma Erlings og fé- laga hleypti lífi í Flateyringa á nýjan leik. Teit- ur Björn hefur tekið við kyndli föður síns en hann er framkvæmda- stjóri Eyrar- odda hf. Þar vinna rúm- lega fjöru- tíu manns í stað eitthundrað og tuttugu áður. „Þetta fyrirtæki er rúmlega þri- svar sinnum minna en Kambur var,“ segir Kristján Erlingsson. Eyr- aroddi er að stærstum hluta í eigu fjölskyldu hans. „Við lögðum mikla áherslu á að ráða alla þá sem voru skráðir á Flateyri og áttu þar hús- næði. Það fengu allir vinnu sem áttu heima hér,“ segir Kristján en stór hluti þeirra sem unnu hjá Kambi voru farandverkamenn. Gróði er aukaatriði Aðspurður hvernig rekstur- inn gangi segir Kristján: „Þetta er fjandanum erfiðara. Við erum ekki í þessu til að eignast pen- inga.“ Hann vill lítið segja um ástæð- ur þess að hann ákvað að hefja atvinnurekstur á Flateyri en bend- ir á að hann sé fæddur og upp- alinn Flateyring- ur. Ástæðurnar segir hann marg- ar. „Það sem öllu máli skiptir er að viðhalda atvinnu- rekstri í byggðarlag- inu. Það var það sem við lögðum upp með í upphafi. Hvort við græð- um peninga á þessu eða ekki er algjört aukaatriði,“ segir Kristj- án sem býr stærstan hluta árs- ins í Úg- anda. Þar fæst hann við flug- fragt auk þess sem hann selur græn- meti til Evrópu en Úganda er eitt fá- tækasta ríki heims. Landsbyggðin gleymdist Afkoma Flateyringa ræðst af stórum hluta á afkomu Eyrarodda. Spuður hvort hann finni fyrir þeirri miklu ábyrgð sem því hlýtur að fylgja segir Kristján: „Það er samfé- lagslegt verkefni að reka fiskvinnslu- hús. Við vitum að umhverfi okkar er ekki hagstætt en ég veit ekki hvort það megi kalla þetta ábyrgð. Þetta er verkefni sem við erum að vinna að og við ætlum okkur að klára það verkefni. Ég held að við séum að klára ansi mörg mál sem gefa ástæðu til nokkurrar bjartsýni.“ Kristján segir að sú ákvörðun að setja kvótann á bátana en ekki byggð- arlögin sé ástæða þess hvernig komið sé fyr- ir landsbyggðinni nú. „Árið 1992 var rætt um hagræðingu. Ég held að hagræðing- in hafi orðið fyrir örfáa einstaklinga sem voru í viðskiptum. Hagsmunir landsins í heild gleymd- ust alveg. Það rann allt til suðvestur- hornsins en Sægreifinn Sem Slökkti ljóSið Hinrik Kristjánsson, útgerðarmaður á Flateyri, seldi Kamb hf. fyrir um ári síðan. Hann fór frá borði með hundruð milljónir króna en íbúar Flateyrar sátu eftir með sárt ennið. Kristján Erlingsson, Flateyringur og athafnamaður í Úg- anda sneri heim, stofnaði útgerð og reynir að blása lífi í þorpið á nýjan leik. Bæjarstjórinn á Ísafirði telur að fólk beri ekki kala til þeirra sem áttu Kamb. Skipstjórinn Níels Ársælsson á bæði góðar og slæmar minningar frá Flateyri. Flateyri Íbúum bæjarfélagsins við önundarfjörð fækkaði um 15 prósent á einu ári. Flutti til Ísafjarðar steinþór Bjarni Kristjánsson átti hlut í Kambi en er nú atvinnurekandi á Ísafirði. Uxu mjög hratt „Kambur hafði vaxið mjög hratt og var stórglæsilegt fyrirtæki. Þeir voru að vinna ótrúlegt magn af fiski,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.