Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 16
föstudagur 8. ágúst 200816 Helgarblað DV
HVAÐ ÞÉNA
BLOGGARAR?
Bloggararnir og þjóðfélagsrýnarnir
láta sig allt varða og sífellt fjölgar
þeim sem sjá sig knúna til þess að láta
skoðanir sínar í ljós á netinu. Vinsæl-
ustu bloggararnir einskorðast ekki
við stétt og eru allt frá ungum, fátæk-
um námsönnum til ráðherra og sjón-
varpsmanna. DV tekur hér saman
laun nokkurra bloggara sem náð hafa
vinsældum á síðustu árum. Launin
eru byggð á útsvarstölum þeirra.
Hafrún Kristjánsdóttir
372.434 krónur
sálfræðingurinn og þingmannssystirin
bloggar einnig á Eyjunni. Þrátt fyrir að
hafa sterk tengsl inn í sjálfstæðisflokk-
inn, þá er hún ekki þekkt fyrir að liggja á
skoðunum sínum og lætur alla flokka
heyra það. fyrir vikið hefur hún aflað sér
mikilla vinsælda í bloggheiminum. Hún
er með rúmar 370 þúsund krónur í
mánaðarlaun.
jenný anna Baldursdóttir
182.343 krónur
Jenný anna lýsir sjálfri sér sem bloggara
með róttæka vinstri slagsíðu og
feminíska takta. Hún er ein af drottning-
um Moggabloggsins og bloggar að
meðaltali tvær til þrjár bloggfærslur á
dag. Hún hefur 182 þúsund krónur í
mánaðarlaun
jón Valur jensson
116.352 krónur
Jón Valur er forstöðumaður Ættfræði-
stofnunar og rithöfundur. Moggablogg-
ið er auk þess hans vettvangur. Hann
hefur rúmlega 116 þúsund krónur í laun
á mánuði.
tómas Hafliðason
336.008 krónur
tómas er betur þekktur á Eyjunni, sem
Potturinn. Hann er tengdur inn í
sjálfstæðisflokkinn og heldur gjarnan
uppi fimlegum vörnum fyrir sína menn.
Þegar hann er ekki að blogga, þá starfar
hann sem framkvæmdastjóri Íshússins.
Hann hefur 336 þúsund krónur í laun á
mánuði.
Guðmundur rúnar sVansson
269.534 krónur
guðmundur er sennilega betur þekktur
í bloggheimum undir nafninu
svansson. Hann skeiðar fram ritvöllinn á
Eyjunni og er einn ötulasti bloggarinn.
auk þess starfar sem útgefandi og hefur
upp úr krafsinu um 270 þúsund krónur
á mánuði.
anna K.Kristjánsdóttir
503.182 krónur
Vélstýran anna er reyndar hætt á sjónum en hún
er tvímælalaust einn vinsælasti bloggarinn á
Moggablogginu. Þegar hún er ekki að blogga
starfar hún á vöktum í stjórnstöð Orkuveitunnar
og hefur það ágætt.
ármann jaKoBsson
611.696 krónur
ármann gegnir
stöðu lektors í
íslensku við
Háskóla Íslands
og trónir nú
um stundir á
toppi
gáttarinnar,
yfir vinsælustu
bloggara
landsins. Hann
hefur rúmar
sex hundruð
þúsund krónur
í mánaðarlaun.
GauKur úlfarsson
35.338 krónur
Hann er sennilega einn
umdeildasti bloggari landsins,
jafnvel þó hann hafi ekki
bloggað neitt að ráði síðustu
mánuði. gaukur komst á spjöld
bloggsögunar með því að
verða fyrsti bloggarinn
sem er dæmdur er fyrir
bloggskrif sín.
Kvikmyndagerðamað-
urinn virðist þó lepja
dauðann úr skel,
með rétt rúmlega 35
þúsund krónur á
mánuði.
Gunnar l. Hjálmarsson
263.820 krónur
dr. gunni starfar sem blaðamaður á
fréttablaðinu, dagskrárgerðamað-
ur á rúV, tónlistarmaður og
vafalaust margt fleira. dr. gunni
er tvímælalaust í hópi vinsæl-
ustu bloggara landsins og vekur
jafnan athygli fyrir frumleg
efnistök. Bloggið hans er
einskonar samkomustaður fyrir
fúla neytendur, gagna-
grunnur fyrir
sundlaugagesti og
fjallgöngumenn.
Hann þénar 263
þúsund krónur á
mánuði.
Katrín anna Guðmundsdóttir
153.894 krónur
Katrín anna var
mikið í fjölmiðlum á
tímabili, enda
starfaði hún sem
talskona femínista-
félagsins. Hún
stundar nú
meistaranám í
kynjafræði. Þá skrifar
hún pistla í
Viðskiptablaðið og
rekur fyrirtækið
Hugsaðu ehf. síðast
en ekki síst bloggar
hún reglulega á
hugsadu.blogspot.com. Þessi annasama kona
hefur tæplega 154 þúsund krónur á mánuði.
KolBrún Baldursdóttir
326.673 krónur
Kolbrún starfar sem
sálfræðingur á sálfræði-
stofunni. Þá hefur hún
einnig tekið virkan þátt í
stjórnmálum fyrir
sjálfstæðisflokkinn og er
meðal annars varaþing-
maður flokksins. Hún hefur
auk þess stýrt sjónvarps-
þáttum á sjónvarpstöðinni
ÍNN. Kolbrún hefur 326
þúsund í mánaðarlaun.
sóley tómasdóttir
562.962 krónur
sóley er ritari Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs og
varaborgarfulltrúi í reykjavík.
Hún gegnir auk þess ýmsum
nefndarstörfum. Hún er
róttækur femínisti og
það er sjaldan
lognmolla í kringum
hana þegar jafnrétti
kynjana verða
umræðuefni í
bloggheimum.
Bloggarinn og
varaborgarfulltrú-
inn sóley, hefur
562 þúsund krónur í
mánaðarlaun.
stefán friðriK stefánsson
2.923 krónur
Óumdeilanlega einn afkastamesti
bloggari landsins. Þegar stebbi er í
stuði geta lesendur hans átt von á
því að á hann framleiði á annan tug
bloggfærslna á dag. stefán hefur oft
legið undir ámæli fyrir að endursegja
hreinlega fréttir og hafa afar litlu að
bæta við þær. Það hefur hins vegar
kveðið við annan tón hjá stefáni
undanfarnar vikur, því hann á
til að verða beittur í skrifum
sínum. stefán hafði 2.923
krónur í mánaðarlaun á
síðasta ári, samkvæmt
útsvarstölum hans og
er því lægst launaðist
bloggarinn í úttekt dV.
stefán Pálsson
367.044
krónur
sagnfræðinginn
stefán, má kalla
yfirbloggara vinstri
manna á Íslandi. Hann
hefur verið lengi í faginu
og bloggið hans um
tilgangsleysi allra hluta, er
víðlesið. Hann er líkt og dr.
gunni, þúsund þjalasmiður,
en starfar sem safnvörður í
safni Orkuveitunnar í
Elliðárdal. Hann
hefur 367 þúsund
krónur á mánuði
upp úr krafsinu.
Björn Bjarnason
1.078.594 krónur
dómsmálaráðherra er afi bloggsins á Íslandi.
Hann hefur í meira en áratug haldið úti dagbók á
netinu og notar bloggið til þess láta skoðanir
sínar á mönnum og málefnum í ljós.
Vafalaust er Björn áhrifamesti
bloggari landsins, því minnstu
bloggskrif hans verða iðulega tilefni
til frétta. Hann hefur tekjur sínar þó
ekki af blogginu, heldur er það
stjórnmálaþáttaka hans sem
færir honum um 1.078
þúsund krónur í laun á
mánuði. Hann skipar
sér þannig í sess
hæst launuðust
bloggarana.
össur sKarPHéðinsson
947.477 krónur
Næturbröltarinn og iðnaðarráðherrann á mjög
auðvelt með að setja allt á annan
endann í samfélaginu, með
bloggfærslum sínum. á sama
tíma og Björn Bjarnason hefur
mjög agaðan bloggstíl og er
lítið fyrir að færa í stílinn, þá
er össur gjarn á að fara
hreinlega hamförum á
Eyjublogginu sínu í skjóli
nætur. Hann hefur 947
þúsund krónur í
laun á
mán-
uði.
eGill HelGason
943.418 krónur
Egill hefur sérstakan sess á
Eyjunni og gnæfir yfir alla aðra
bloggara. Hann er þjóðfélags-
rýnir númer eitt. Hann stýrir
sjónvarpsþáttunum
silfri Egils og Kiljunni
í ríkissjónvarpinu,
auk þess sem
hann greinir
samfélagið og
pólitíkina á
blogginu.
Egill hefur
943 þúsund
krónur í
mánaðar-
laun.
Pétur Gunnarsson
421.000 krónur
Hux-arinn hefur verið einn helsti skúbbari og best
yddaðasti blýanturinn í bloggheimum undanfarin
ár. Hann hefur komið víða við í fjölmiðlum, en
hans síðasta starf var að ritstýra og koma á fót
Eyjunni. til marks um vinsældir Péturs sem
bloggara, þá var hann einn af örfáum sem fékk
greiddar um það bil 50 þúsund krónur frá Byr,
gegn því að fyrirtækið fengi að auglýsa á
blogginu hans.Pétur hafði 421 þúsund krónur í
mánaðarlaun.
jónas Kristjánsson
677.831 krónur
ritstjórinn fyrrverandi, er
með afkastameiri bloggur-
um landsins og fylgir þeirri
föstu reglu að blogga stutt
og hnitmiðuð blogg. Hann er
einn mest lesni bloggari
landsins og vafalaust í hópi
þeirra áhrifamestu. Hann hefur
kennt blaðamennsku í
Háskólanum í
reykjavík
síðustu ár
og hefur
677
þúsund
krónur í
mánaðar-
laun.
Guðríður Haraldsdóttir
335.000 krónur
guðríður er aðstoðarritstjóri Vikunnar og virðist
hafa mikla og óseðjandi ritþrá. auk þess að starfa
í blaðamennskunni, bloggar hún á tveimur
vígstöðvum, á Moggablogginu og nú nýlega
bættist hún í hóp bloggara á dV.is. guðríður hefur
335 þúsund krónur í mánaðarlaun.
BuBBi mortHens
477.610 krónur
Bubbi Morthens er kannski
ekki bloggari í hefðbundn-
um skilningi, en hann er
öflugur að færa lesendum
fréttir úr eigin lífi á spjall-
borðinu á bubbi.is. Íslending-
ar fá ekki nóg af Bubba, því
hann er í hópi valinna bloggara
sem má ekki bjóða góðan
daginn á blogginu, án þess að
fjölmiðlar séu búnir að segja
frá því. Bubbi er eins og
flestir vita dáður tónlistar-
maður og í seinni tíð
rithöfundur. Kóngurinn
hefur 477 þúsund
krónur í mánaðarlaun.