Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 22
föstudagur 8. ágúst 200822 Umræða Svarthöfði er fyrir lifand-is löngu orðinn kótilettukall og man varla lengur þá tíð er hann var hippi og leiddi Svart- höfðu um hæðir og hóla en hún var þá smart. Svarthöfði er ekki alki fyrir fimm aura en gerir þó allt miklu betur en slappi fúll á móti. Svarthöfði vinnur langan vinnudag og sinnir þess á milli fjölmörgum áhugamálum sínum og smíðar þar á meðal skútur, skerpir skauta og meikar þrumu osta og grauta. Haltu kjafti! Brauðstritið og skauta-skerpingarnar valda því óhjá-kvæmilega að barnauppeldið situr nokkuð á hakanum og Svart- höfði fóðrar því börnin óhóflega oft með súrmjólk í hádeginu og seríósi á kvöldin og stundum á hann það til að missa stjórn á sér í stress- inu og segir krökkunum að þegja á meðan fréttatíminn er. Ungl- ingurinn á heimili Svarthöfða hefur illu heilli tekið sér suma lesti Svarthöfða til fyrirmyndar og reynir að skjóta sér undan ábyrgð og skyldum og mælir því göturn- ar með vottorð í leikfimi og skoðar bæinn sinn. Svarthöfða er að vísu hulin ráðgáta hversu miklum tíma gelgjan getur eytt á Laugaveginum sem er niðurníddur og ljótur og þar er ekki margt að sjá. Svarthöfða finnst framtíðar-horfur ávaxta lenda sinna heldur ekkert sérstaklega bjartar og sér fyrir sér að ef ungl- ingsstúlkan fari ekki að sjá villur síns Laugavegar muni hún enda fimmtán ára á föstu. Gerist það er óhjákvæmilegt að hún verði sextán ára í sambúð, sautján ára lamin, nítján ára skilin og fríki svo að lok- um út. Sjálfur minnist Svarthöfði þess þegar hann var með ungl-ingabólu á nefinu og náði henni ekki af. Heimurinn og líf- ið voru einfaldari í þá daga enda saug Svarthöfði litli bara sitt kók í gegnum lakkrísrör og borðaði Prins Póló á meðan hann horfði á Löður á einu sjónvarpsstöðinni. Internet, GSM-símar, Skjár einn og PlayStat- ion flæktu ekki tilveru Svarthöfða og því þurfti ekki annað en vítamín frá ömmu til þess að koma honum til manns. Amma læddi vítamíninu, sem Svarthöfða kraftinn allan gaf, ofan í hann á meðan hann svaf með smurolíukönnu og stórri trekt. Svarthöfði óx því upp og varð eins og klettur þannig að þegar hann datt heyrðist doj-joj-joj-joj- joj. Svarthöfði var nefnilega úr járni og þess vegna heyrðist doj-joj-joj- joj-joj. Doj-joj-joj-joj-joj. Svarthöfði hefur auðvitað látið nokkuð á sjá og hefur nú meiri áhyggjur af kreppunni en því að hingað komi engisprettufaraldur. Hann veit eins og Haraldur að hér er of kalt. Þrátt fyrir kreppuþung- lyndi og kótilettukarlmennsku ákvað Svarthöfði að bregða undir sig betri fætinum á laugardaginn og fara á ball þótt hundrað ár séu síðan hann var með heví hár. Eyrnalokkurinn og strípurnar heyra líka sögunni til eins og lakkrísrörið en þegar Svarthöfði hafði sopið slatta af karlakóki stakk hann upp á því að þau hjónin færu á Organ að hlusta á þann mikla meist- ara Bjartmar Guðlaugsson. Svart- höfða lyftist öll upp, beyglaði munn- inn og maskaraði augun. Svarthöfði blandaði frú sinni í glas, ekki mikið kók ekki mikinn ís, og rétti henni kveikjarann. Þegar Svarthöfði sá ölvuð-um frygðarglampa bregða fyrir í augum konunnar sem var einu sinni smart yngdist hann upp um átján ár á nóinu og svo drifu þau sig svo þau misstu ekki af Bjartmari og sjóinu. Og ekki sveik Bjartmar þau skötuhjúin á Organ og þau leiddust heim upp Lauga- veginn sem var ekki lengur ljótur heldur minnti hann á grasivaxnar hæðir og hóla. Ölvaður af karlakóki og djúpvitrum textum Bjartmars þakkaði Svarthöfði sínum sæla að hans þjakaða þjóð eigi enn skáld sem skynja veruleikann og koma honum til skila af lífi og sál. Svart- höfði vonar að Bjartmar komi sem oftast í bæinn úr sveitinni með ný lög. Hann er von Svarthöfða í kreppunni. Doj-joj-joj-joj-joj. Doj- joj-joj-joj-joj. Bjartmar til Bjargar svarthöfði ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Einstöku rugludallar eru enn þeirrar skoðunar að samkynhneigð sé smitandi sjúkdómur. Enginn er hinsegin Leiðari Íslenskt samfélag hefur á undanförnum árum tekið þeim framförum að samkynhneigðir hafa að mestu öðlast sama rétt og aðrir. Árleg gleðiganga Hinsegin daga, þar sem þús-undir taka þátt með beinum eða óbeinum hætti, undir- strikar að þjóðin hefur að mestu sigrast á eigin fordómum. Ekki er lengur þörf á því fyrir fólk að þjást í leynum vegna kynhneigð- ar sinnar eins og var á árunum í kringum 1970. Sá sem mest hefur lagt til baráttunnar er söngvaskáld- ið Hörður Torfason sem kom út úr skápnum í því andrúmslofti sem þá ríkti. Hörður þurfti að þola háð og spott en hvikaði aldrei frá þeirri sannfæringu sinni að hann ætti rétt á því að vera stoltur af kynhneigð sinni. Barátta homma og lesbía hefur staðið um það að fá viður- kenningu þess að vera eins og hvert annað fólk. Einstöku rugludallar eru enn þeirrar skoðunar að sam- kynhneigð sé smitandi sjúkdóm- ur sem jafnframt sé læknanlegur. Þær raddir verða þó lágværari eft- ir því sem víðsýni vex og almenningur sér í gegnum bull hinna fordómafullu. Flestir átta sig á því að enginn er hinsegin og all- ir eru sjálfsagðir. Gay Pride hátíðin er baráttutæki í þá veru að allir séu jafnir, burtséð frá kynhneigð. Þó eru einhverjir sem ef- ast um þá aðferð að samkynhneigðir klæði sig í skrautlega bún- inga. Vissulega gefur gangan lífinu lit en kannski væri sterkari leikur að þær þúsundir sem taka þátt í gleðigöngunni klæddust eins og almennt tíðkast í samfélaginu og undirstrikuðu þannig að viðkom- andi væru ekkert öðruvísi en aðr- ir. Þegar samkynhneigðir ná þeim áfanga að vera með full réttindi munu þeir falla inn í samfélagið á eðlilegum forsendum. Í daglegu lífi er sjaldnast hægt að lesa kynhneigð út úr klæðaburði. Og þannig á það einmitt að vera. Kynhneigð fólks skiptir engu máli í daglegum sam- skiptum. Vonandi kemur sá dagur að hommar og lesbíur þurfi ekki að fara í göngur til að sækjast eftir sjálfsögðum rétti sínum. DómstóLL götunnar Hvernig líst þér á virkjun þjórsár? „Ég hef enga skoðun á henni, ég hef ekki kynnt mér málið.“ Birna Karlsdóttir, 65 ára skrifstofustarfsmaður „alveg skelfilega, það er alveg komið nóg, við verðum að hugsa okkar gang.“ Ragnheiður Jóhannsdóttir, 58 ára kennari „Mér líst illa á hana, þar sem mér finnst vera tekið of mikið land vegna hennar.“ Páll Hersteinsson, 57 ára háskólaprófessor „Mér líst illa á hana, það er komið nóg af virkjunum á Íslandi.“ Ívar Ragnarsson, 31 árs starfsmaður á veitingahúsi Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsÍMi: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. sanDkorn n Spádómar um endalok 24 stunda eru á hvers manns vörum. Meðal þeirra sem halda því fram er Hallgrímur Thorsteinsson í Orðinu á götunni sem staðhæfir að kvöldsett sé orðið í rekstrin- um og tíðinda að vænta af Árvakri. Björn Bjarnason, nú- verandi dómsmálaráðherra, sendir fríblaðinu einnig pillu á vef sínum þar sem lesa má á milli lína að illa sé komið eftir að Ólafur Stephensen yfirgaf brúna: „Af lestri 24 stunda má auðveldlega ráða, hve góðan svip Ólafur Þ. Stephensen setti á blaðið í ritstjóratíð sinni,“ bloggar Björn. n Það er þungt hljóðið í borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins þessa dagana. Sést hefur til þeirra á kaffihúsum þar sem fýlan bókstaflega lekur af þeim. Ástæðan er framganga Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra sem er orðinn óskor- aður leiðtogi og fer sínu fram í hvívetna. Sér- staklega þvælist aðstoðarmanns- málið fyrir sjöllum og þá ekki síst að Magnús Skúlason skuli vera kominn í skipulagsráð sem að sumra mati þýðir aftur- hvarf til fortíðar. n Vestfirðingar halda vart vatni yfir launum Halldórs Hall- dórssonar bæjarstjóra Ísa- fjarðarbæjar, sem slær út flesta ráðherra ríkisstjórnarinnar og auðvitað aðra bæj- arstjóra. Halldór er samkvæmt tekjublaði Mannlífs með tæp- lega 1,2 milljónir króna á mánuði. Ljóst þykir að þau laun eru ekki árangurs- tengd þar sem bæjarfélag hans glímir við rekstrarerfiðleika. Aðrir þættir ráða því örlætinu. n Annar tekjuhár bæjarstjóri er Jónmundur Guðmarsson á Seltjarnanesi sem um tíma var gríðarlega umdeildur þrátt fyrir sterkan fjarhag bæjar- félagsins. Jónmund- ur hefur í seinni tíð siglt fremur lygnan sjó. Bloggarinn Jens Guð bloggar um það á dv.is að starfsmenn bæjarskrifstof- unnar á Seltjarnarnesi hafi flestir frían aðgang að netinu á heimilum sínum með þeirri undantekningu að „fjórar til sex starfskonur á bæjarskrif- stofunni eru skildar útundan“. Þetta segir Jens bera einkenni eineltis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.