Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Page 23
föstudagur 8. ágúst 2008 23Umræða Maður heyrir ekki oft um fólk sem hefur verið jafnlengi í hjónabandi og þau Oddný Kristjánsdóttir og Ás- mundur Eiríksson, en þau bjuggu alla sína tíð að Ferjunesi í Flóa. Sagt er að hjónaband þeirra sé það áttunda lengsta á Íslandi en þegar Ásmundur lést árið 2006 höfðu þau hjónin notið samvista í blíðu og stríðu í 72 ár og 209 daga. Tæpu ári eftir dauða Ásmundar gerðist svo það sem svo oft gerist eft- ir langt samlíf að Oddný fylgdi manni sínum í „lundina grænu með rósun- um vænu“. Það er eitthvað fallegt við þetta allt saman og næsta víst að þau Oddný og Ásmundur hafi lumað á galdri sem hefði verið spennandi að skyggnast inn í og læra af. En spjall við reynslu- ríkt og gefandi fólk er örugglega á við ótal marga sálfræðitíma; það er nefnilega bráðnauðsynlegt að læra af reynslunni og þá ekki bara af sinni eig- in heldur annarra - samhæfa reynslu, styrk og vonir - einsog segir á góðum stað til að koma í veg fyrir að festast í vanahlekkjunum. Nú veit ég ekkert um hver um- ræddur tímagaldur þeirra Oddnýj- ar og Ásmundar var, en eftir að hafa notið frábærrar leiðsagnar Bergþóru staðarhaldara um yfirlitssýningu á verkum Oddnýjar, sem nú stendur yfir í listasmiðjunni „Tré og list“ í For- sæti III í Flóahreppi – flott smiðja og hugvitsamleg – er ég nokkuð viss um þetta fernt: 1. Oddný hefur verið lífsglöð kona – það sýna meðal annars litirnir sem hún velur verkum sínum en í smiðj- unni getur að líta stórar og smá- ar flíkur, teppi, vefnaði og allskyns handverk. 2. Hún hefur verið skemmtileg – það sýnir hressilegt, spennandi og stundum bráðfyndið efnisvalið. 3. Hún hefur verið víðsýn og næm – það sýna ljóðin sem hún deildi með lesendum í tveimur bókum auk frásagna og ljóða í öðrum bókum og tímaritum. 4. Oddnýju hefði ekki tekist að koma öllu því í verk sem henni tókst, sem er kapítuli út af fyrir sig og hægt er að fræðast um hann á sýningunni, nema vegna þess að Ásmundur var ekki bara eiginmaður hennar eftir orðanna undarlegu hljóðan heldur líka vinur hennar og félagi. Satt að segja mundi ég éta trefil- inn minn, einsog konan gerði forð- um og kafnaði ekki, ef ég hefði ekki að einhverju leyti rétt fyrir mér. Um leið dreg ég þá ályktun, af því ég er svo ályktanaglöð manneskja, að trú- lega hefði Oddný Kristjánsdóttir ekki verið – lífsglöð, skemmtileg, víðsýn og næm – nema vegna þess að hún var sjálfstæð manneskja og ham- ingjusöm í sínu langa hjónabandi með Ásmundi Eiríkssyni sem hefur örugglega verið jafnheppinn og far- sæll og hún. Það er nefnilega sjálfstæðið og frelsið sem er aðalmálið í öllum sam- skiptum og í hjónabandinu líka. Og alls ekkert bull að sjálfstætt fólk geti lyft Grettistaki. Að lokum legg ég til að samið verði sem fyrst við ljósmæður. Sandkassinn Af einhverjum ástæðum er ég haldin fortíðarþrá. Það lýsir sér ekki í ljúfum minningum barn- æskunnar held- ur löngun í allt sem er gamal- dags. Ef ég fengi að ráða væri ég ensk sveita- stúlka á 18.öld sem berðist fyrir kvenréttindum. Draumurinn væri að hlaupa í strekktum hvítum sumarkjól á fallegum grænum engjum með slöngulokka í hárinu. Heimil- ið væri veggfóðrað með blóma- mynstri og biðillinn væri handan við hornið. ÞettA er afleiðing þess að alast upp í þorpi þar sem eina sjón- varpsstöðin var Ríkissjónvarpið. Það sést best í ólíkum draum- um okkar systkinanna en yngri bróðir minn hefur alist upp við sí- bylju bandarískra unglingaþátta. Draumur hans er sá bandaríski. Ísland er ekki töff og engan vegin saman- burðarhæft við svarta „bræð- ur“, gettókeðjur og bling bling. Hans æðsti draumur er að fara til Banda- ríkjanna og vera þáttakandi í high school, ná sér í klappstýru og vera í ruðningsliðinu. ÞessAr fantasíur sýna glögglega þau áhrif sem sjónvarpið hefur á unglinga. Í vikunni horfði ég á Britain‘s next top model, systur- þátt þess bandaríska og velti fyrir mér þeim áhrifum sem þættirnir hafa á unglingsstúlkur. Að horfa upp á þær rembast við að falla inn í fyrirfram ákveðið form og lifa í ótta við að detta úr leik getur varla talist hollt uppeldisefni. Ég er í það minnsta fegin að þessi þáttur var ekki innan seilingar á mínum unglingsárum. Það er við- búið að ég hefði reynt að uppfylla kröfur Tyru Banks um hvern- ig stúlkur eigi að líta út og haga sér, enda er sjónvarpið gríðar- lega áhrifamikill miðill. Einhvern veginn virkar evrópski draumur- inn svo miklu heilbrigðari en sá bandaríski. Best væri auðvitað að fá alvöru íslenska unglingaþætti á skjáinn. Þar liggur tækifæri sem einhver hlýtur að fara að grípa. Lilja veltir fyrir sér áhrifum sjónvarps á unglinga tímagaldur og ást í flóa Dorgkeppni Þeir undu sér hið besta þessir piltar sem tóku þátt í dorgkeppni á nýrri bryggju á Hjalteyri við Eyjafjörð um liðna helgi. Þegar blaðamann bar að garði hafði lítið veiðst en þegar leið á daginn tóku sandkolar að gera vart við sig. Það var einróma álit nærstaddra að frumlegasta veiðin hefði þó verið krossfiskur sem óvænt var dreginn á land. H&N-mynd DV-MYND SIGTRYGGUR myndin P lús eð a m ínu s Spurningin „Nei, alls ekki, mér fannst þetta rosalega gaman og ég er svo sáttur við sigurvegarann,“ segir steini díva, sem náði ekki að verja titil sinn sem draggdrottning Íslands á miðvikudag- inn. Hann brosir í gegnum tárin. Var erfitt að kVeðja kórónuna? Mínusinn fær Jörundur Guðmundsson, umboðsmaður Taylors Tivoli Funland ehf. á Íslandi, sem greiðir unglingum sem þar vinna með tívolímiðum í stað launa. vigDís grímsDóttir rithöfundur skrifar „Sagt er að hjónaband þeirra sé það áttunda lengsta á Íslandi en þeg- ar Ásmundur lést árið 2006 höfðu þau hjónin notið samvista í blíðu og stríðu í 72 ár.“ LiLja guðmunDsDóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.