Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Síða 28
Föstudagur 8. ágúst 200828 Helgarblað DV hvar eru þau núna? Lifes Goes On Corky Það vissu allir hver Corky var. Hann hélt uppi þáttaröðinni sem sýnd var í sjónvarpinu um árið. Hann gerði þáttinn bærilegan og þá sérstaklega út af leikkonunni sem lék systur hans. Í dag hefur Corky, sem heitir Chris Burke, nóg að gera. Hann er talsmaður einstaklinga með downs-heilkenni í Bandaríkjunum og ritstýrir tímariti sem sambandið gefur út fjórum sinnum á ári. Hann ferðast einnig um Bandaríkin með þriggja manna þjóðlagasveit sinni. gott hjá honum. Bernskubrek Winnie Cooper allar stelpur vildu vera með eins hár og Winnie Cooper í þættinum Bernsku- brek, eða Wonder Years. Kevin arnold, leikinn af Fred savage, elskaði hana út af lífinu sem og allir sem horfðu á þáttinn. Það var danica Keller sem lék Winnie. Hún var aðeins 12 ára er hún sló í gegn í hlutverkinu. Eftir að þáttaröðinni lauk ákvað danica að einbeita sér að námi. Hún komst inn í uCLa-háskóla þar sem hún dúxaði í stærðfræði. Hún hefur síðan þá gefið út stærðfræðibók og tekið að sér einstaka hlutverk í hinum ýmsu þáttum. glöggir áhorfendur hafa tekið eftir henni í þáttaröðinni How I Met Your Mother sem sýnd er á stöð 2 „Hvar er þessi gaur núna?“ „Er þessi stelpa eitthvað að leika núna?“ „Ætli þessi barnastjarna hafi bara farið í dópið?“ Spurningar í þessa veru sækja á okkur öll endrum og sinnum, ekki síst þegar gamlar kvikmyndir eða sjónvarpsþættir ber- ast í tal. DV athugaði hvað varð um mörg kunnugleg andlit úr fortíðinni sem lít- ið sem ekkert hefur frést af undanfarin ár. Karate Kid Daniel larusso ralph Macchio fékk það veigamikla hlutverk að leika daniel Larusso í trilógíu um Karate Kid (Við tökum Karate girl ekki með). ralp Macchio varð unglingastjarna á einni nóttu, en eftir að Karate Kid-ævintýrinu lauk fékk ralph lítið að gera. Hann lék þó lítið hlutverk í My Cousin Vinny. síðustu misseri hefur hann tekið nokkur ómerkileg hlutverk að sér. Hann lék sjálfan sig í þáttaröðinni Entourage en þess fyrir utan fær hann lítið að gera. sumum finnst litli, sæti karate-strákurinn bara ekkert sætur í dag. Quantum Leap Dr. sam BeCkett Vá, hvað þetta voru skemmtilegir þættir. sam Beckett, leikinn af scott Bakula, vaknaði í upphafi hvers þáttar gáttalaus um hvar hann væri staddur í mannskyns- sögunni, en einhvern veginn tókst honum alltaf að vinna sig út úr þeim vandamálum sem hann lenti í. Bacula hefur unnið jafnt og þétt síðan þáttaröðinni lauk. Hann fór með hlutverk í vinsælu þáttaröðinni Murphy Brown en áhorfendur hafa eflaust tekið eftir honum í the New adventures of Old Christine og Boston Legal. scott Bacula mun sjást næst í Matt damon-myndinni the Informant. Bill & Ted-myndirnar alex Winter öll veröldin veit hver Keanu reeves er. Hann vakti fyrst athygli í hlutverki táningsins teds í gamanmyndinni Bill & ted’s Excellent adventure árið 1988 sem fylgt var eftir með framhaldsmynd þremur árum síðar. Minna hefur hins vegar farið fyrir piltinum sem lék Bill. sá heitir alex Winter en hann sneri sér mestmegnis að handritaskrifum og gerð tónlistar- myndbanda eftir að vinsældaralda Bill og ted tvíeykisins var týnd og tröllum gefin. Hann skrifaði meðal annars handritið og leikstýrði spennumyndinni Fever frá árinu 1999 sem aðþrengda eiginkonan teri Hatcher lék í. Þá leikstýrði hann myndböndum við tvö laga red Hot Chili Peppers, taste the Pain og Knock Me down. Beverly Hills GaBrielle Carteris Leikkonan gabrielle Carteris er þekktust fyrir hlutverk sitt sem andrea Zuckerman í Beverly Hills: 90210. Hún vann sér það einnig til frægðar að vera elst í leikhópnum til að túlka unglingsstúlku en Carteris var tuttugu og níu ára þegar hún var ráðin í þættina. Hún yfirgaf reyndar dramað í Beverly Hills árið 1995 til að gerast þáttarstjórnandi í slúðurþætti sem entist þó bara í eina þáttaröð. árið 2006 var hún við tökur á B-mynd í Kanada og lenti í slysi sem varð til þess að hún lamaðist öðrum megin í andliti og missti röddina í hálft ár. Corey Feldman og Corey Haim unglingastjörnurnar Corey Feldman og Corey Haim kynntust við tökur á myndinni the Lost Boys og urðu í kjölfarið nánast óaðskiljanlegir. Það kom varla fyrir að fólk segði nafn annars þeirra án þess að nefna nafn hins í beinu framhaldi. Feldman var örlítið þekktari en Haim þar sem hann hafði áður leikið í the gremlins og gooneys. Corey-arnir tveir léku saman í fjölda mynda og voru sjóðandi heitir á níunda áratugnum, einna helst fyrir leik í kvikmyndinni Lisence to drive. Eins og vill oft verða með unglingastjörnur lá leiðin fljótt niður á við en í dag stjórna þeir raunveruleikaþættinum the two Coreys á sjónvarpsstöðinni a&E.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.