Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 29
DV Helgarblað Föstudagur 8. ágúst 2008 29 hvar eru þau núna? Dirty Dancing Jennifer Grey Jennifer grey var sú sem allar stúlkur þráðu að vera í hlutverki Frances „Baby“ Houseman í dirty dancing. Það hefur hins vegar lítið sést til Jennifer eftir að hún sló í gegn í myndinni. Í upphafi tíunda áratugarins fór hún í lýtaaðgerð til að láta minnka á sér nefið sem var svo mislukkuð að það þurfti aðra aðgerð til að bæta fyrir skaðann af þeirri fyrri. Í kjölfarið varð leikkonan nánast óþekkjanleg í framan og ekki einu sinni nánustu vinir hennar þekktu hana. Þetta eyðilagði svo feril hennar að hún íhugaði jafnvel að skipta um nafn og kalla sig Wanda West þar sem hún taldi það passa betur við nýja andlitið. Í dag er Jennifer gift leikaranum Clark gregg en áður var hún trúlofuð bæði Johnny depp og Matthew Broderick. The Exorcist Linda BLair Blair skaut upp á stjörnuhimininn eftir að hafa ælt og blótað eins og hún ætti lífið að leysa í hlutverki hinnar andsetnu regan í hrollvekjunni the Exorcist árið 1973. Blair var fjórtán ára þegar myndin var gerð en vægt til orða tekið náði hún ekki alveg að fylgja eftir velgengni myndarinnar. the Exorcist II, sem var gerð fjórum árum seinna og Blair lék líka í, fékk slæma dóma. á níunda áratugnum lék hún í nokkrum misheppnuðum myndum en einhverjir muna kannski eftir að hafa séð hana í litlu hlutverki í hrollvekjunni scream frá árinu 1996. Hin seinni ár hefur Blair helst getið sér orð sem mikil baráttukona fyrir góðri meðhöndlun dýra. My So-Called Life Brian KraKow aðalleikarar þáttarins, Claire danes og Jaret Leto, eru bæði heimsfræg í dag, en hvað varð um devon gummersall sem lék grey Brian Krakow sem var ástsjúkur í karakter Claire danes. Hann hefur tekið að sér undarleg hlutverk. Kappinn hefur leikið í fjöldanum öllum af þáttum og bíómyndum sem enginn hefur heyrt um. Hann lék þó lesbíu í the L-Word og sást nú síðast í spennuþættinum 24. Crocodile Dundee PauL HoGan ástralski leikarinn Paul Hogan sló svo sannarlega í gegn í fyrstu kvikmynd sinni, Crocodile dundee, árið 1986. Hann fékk golden globe-verðlaunin fyrir besta leik í grínmynd og var tilnefndur til óskarsverð- launa. Hann lék svo í framhaldsmyndun- um Crocodile dundee II og Crocodile dundee í Los angeles. í upphafi síðasta áratugar gaf hann hins vegar leikferilinn upp á bátinn og hóf störf sem talsmaður subaru þar sem hann kynnti safarílínu bílafyrirtækisins. Bill & Ted-myndirnar aLex winter öll veröldin veit hver Keanu reeves er. Hann vakti fyrst athygli í hlutverki táningsins teds í gamanmyndinni Bill & ted’s Excellent adventure árið 1988 sem fylgt var eftir með framhaldsmynd þremur árum síðar. Minna hefur hins vegar farið fyrir piltinum sem lék Bill. sá heitir alex Winter en hann sneri sér mestmegnis að handritaskrifum og gerð tónlistar- myndbanda eftir að vinsældaralda Bill og ted tvíeykisins var týnd og tröllum gefin. Hann skrifaði meðal annars handritið og leikstýrði spennumyndinni Fever frá árinu 1999 sem aðþrengda eiginkonan teri Hatcher lék í. Þá leikstýrði hann myndböndum við tvö laga red Hot Chili Peppers, taste the Pain og Knock Me down. Beverly Hills GaBrieLLe Carteris Leikkonan gabrielle Carteris er þekktust fyrir hlutverk sitt sem andrea Zuckerman í Beverly Hills: 90210. Hún vann sér það einnig til frægðar að vera elst í leikhópnum til að túlka unglingsstúlku en Carteris var tuttugu og níu ára þegar hún var ráðin í þættina. Hún yfirgaf reyndar dramað í Beverly Hills árið 1995 til að gerast þáttarstjórnandi í slúðurþætti sem entist þó bara í eina þáttaröð. árið 2006 var hún við tökur á B-mynd í Kanada og lenti í slysi sem varð til þess að hún lamaðist öðrum megin í andliti og missti röddina í hálft ár. Corey Feldman og Corey Haim unglingastjörnurnar Corey Feldman og Corey Haim kynntust við tökur á myndinni the Lost Boys og urðu í kjölfarið nánast óaðskiljanlegir. Það kom varla fyrir að fólk segði nafn annars þeirra án þess að nefna nafn hins í beinu framhaldi. Feldman var örlítið þekktari en Haim þar sem hann hafði áður leikið í the gremlins og gooneys. Corey-arnir tveir léku saman í fjölda mynda og voru sjóðandi heitir á níunda áratugnum, einna helst fyrir leik í kvikmyndinni Lisence to drive. Eins og vill oft verða með unglingastjörnur lá leiðin fljótt niður á við en í dag stjórna þeir raunveruleikaþættinum the two Coreys á sjónvarpsstöðinni a&E. Nágrannar sCott roBinson scott robinson var sá allra heitasti í Nágrönn- um á sínum tíma. scott var leikinn af söngvaranum Jason donovan og var það engin önnur en fröken Kylie Minogue sem lék kærustuna hans, Charlene, í sápuóperunni. Kylie og Jason sungu saman dúett árið 1988 sem hét Especially for You og hafa plötur hans selst í tonnavís. síðastliðin ár hefur hann snúið sér meira að leiklistinni, en hann leikur einmitt í þáttunum Echo Beach sem sýndir eru á rúV. Cosby-fjöl- skyldan rudy HuxtaBLe Litla dúllan hún rudy Huxtable er ekki svo mikið krútt í dag. Keisha Knight- Pulliam lék yngsta barnið í Cosby- fjölskyldunni. Er þáttaröðin leið undir lok tók Keisha að sér nokkur aukahlut- verk í hinum ýmsu kvikmyndum. Hún lék meðal annars í Barber shop. Einnig skellti leikkonan sér í skóla og útskrifaðist árið 2001 með gráðu í félagsfræði. Þeir sem hafa áhuga á að sjá litlu rudy Huxtable fullvaxna ættu að fylgjast með kvikmyndinni Madea goes to Jail með tyler Perry, en þar mun Keisha fara með hlutverk Candy. Myndin verður frumsýnd á næsta ári. Molly Ringwald Molly var ein skærasta unglingastjarna níunda áratugarins og lék meðal annars í hinum geysivinsælu og klassísku unglingamyndum Pretty In Pink og Breakfast Club. á tíunda áratugnum fór hins vegar að hægjast á ferlinum og lék hún nánast eingöngu í ódýrum B-hryllingsmyndum en tók án efa verstu ákvörðun ferilsins þegar hún hafnaði hlutverkinu sem Julia roberts tók að sér í Pretty Woman. Í dag leikur hún móðurina í lítt þekktum unglingaþáttum sem nefnast the secret Life of the american teenager. Supergirl Kara/suPerGirL/Linda Lee súperstelpan var í uppáhaldi hjá öllum ungum stúlkum í kringum 1985. Loksins fengu stúlkur sína eigin hetju. Helen slater fór með hlutverk ofurhetjunnar og var ekki til svalari stúlka á sínum tíma. Helen slater hefur ekki setið auðum höndum síðan. Hún hefur leikið aukahlutverk í flestöllum sjónvarpsþáttum sem sýndir hafa verið. Þar má meðal annars nefna seinfeld, Boston Public, Law & Order: suV, grey’s anatomy, og nú síðast í smallville
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.