Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Page 33
„Það eru hundruð feðra hér á landi í sömu stöðu og ég
og þeir skipta þúsundum á undanförnum áratugum.
Meirihlutinn af þeim hefur gefist upp.“
DV Helgarblað föstudagur 8. ágúst 2008 33
kröfu minni um bráðabirgðaforsjá
sumarið 2005. Hann tekur þó fram í
úrskurðarorðum að móðir hafi brot-
ið mjög alvarlega gegn dætrum sín-
um. Barnaverndaryfirvöld í Reykja-
vík komu þarna einnig að málinu en
ég held að þau hafi aðallega klappað
á öxlina á móður stelpnanna og beð-
ið hana um að haga sér ekki svona
lengur.“
Vill hefja sambúð á ný
Þetta sumar dvöldu dæturn-
ar þrjár hjá Stefáni á Húsavík tvisv-
ar þrjár vikur, eins og kveður á um
í úrskurði dómstóla. Umgengnin
næstu misseri eftir það gekk „nokk-
uð áfallalaust fyrir sig“ eins og Stefán
orðar það, en með undantekningum
í formi núnings og árekstra. „Kon-
an var vís með að hringja í mig með
engum fyrirvara og tilkynna að þessi
helgi eða vika félli niður. Hún breytti
þannig umgengninni eftir eigin hent-
ugleika. Ég varð bara að sætta mig við
það, þótt ég væri búinn að gera marg-
ar tilraunir til að skipuleggja hjá sjálf-
um mér vegna vinnu og fleira með til-
liti til ákveðinna umgengnisdaga.“
Í ársbyrjun 2007 gerðist það svo
að barnsmóðir Stefáns fór að stíga í
vænginn við hann. Hún afhenti hon-
um tvö löng ástarbréf í janúar og
febrúar sem lýsa tilfinningum henn-
ar til hans, „... svo miklum tilfinning-
um að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð
veðrið,“ segir Stefán. Í bréfununum
stóð að hún hefði ritað þau tveimur
árum áður, samkvæmt ráði sérfræð-
ings. „Bréfin voru rituð í ársbyrjun
2005, á sama tíma og hún tók dæt-
ur okkar úr skóla og leikskóla í þrjá
mánuði samfellt!“ segir Stefán.
Í framhaldinu sendi móðirin ótal
sms-skilaboð, kom í heimsóknir og
fleira. Hún hafði þau orð uppi að hún
ætlaði sér að ná í Stefán aftur, sama
hvað það kostaði. Um vorið 2007 til-
kynnti hún að hún hygðist koma
norður til Húsavíkur um sumarið og
eyða þar tveimur vikum, hvort sem
Stefáni líkaði betur eða verr. Hún
myndi bara gista á tjaldstæðinu ef
þessi þyrfti með.
„Ef þú vilt mig ekki ...“
Stefán tók lítið undir öll ástarhót
móðurinnar, enda sá hann ekki að
þetta gæti gengið eftir það stríð sem
hafði verið í gangi í tæp fimm ár á
undan. Hann bauð henni samt sem
áður að dveljast í húsinu sem hann
hefur til umráða á Húsavík, ásamt sér
og stúlkunum, í tvær vikur af þeim
sex sem dæturnar dvöldust hjá Stef-
áni. Ef það gæti orðið til þess að sam-
skiptin yrðu eðlileg og vinátta og sátt
um börnin skapaðist á ný, þá væri
það heldur betur til mikils að vinna.
Fljótlega fór þó að bera á fyrri
hegðun móðurinnar að sögn Stefáns,
endalaus þörf fyrir athugasemdir og
rifrildi út ef engu; daginn út og dag-
inn inn. Úr varð um miðjan septemb-
er að hann tilkynnti henni að hann
sæi engan flöt á því að þau tækju aft-
ur saman. Stefán segir móðurina hafa
brugðist illa við og sagt meðal annars
orðrétt: „Ef þú vilt mig ekki, þá færðu
dætur þínar ekki.“
Hann segir hana svo hafa notað
fyrsta tækifæri sem henni gafst til að
standa við þá yfirlýsingu sína. „Það
gerðist fimmtudaginn 27. september.
Það var síðasti dagurinn sem ég hafði
dætur mínar, þar til 21. júlí síðastlið-
inn.“
Sárindin mikil
Deginum áður hafði Stefán fengið
stúlkurnar til sín og rætt við þær eldri,
um daginn og veginn fyrir svefninn
kvöldið áður. „Mér varð þá kannski á
að segja þeim aðeins of mikið hvern-
ig skilnaðurinn og allt þetta ferli hefði
verið undanfarin ár. Hversu erfiðleik-
arnir og sárindin væru mikil. Og ég
sagði þeim að það liti út fyrir að það
ætti að rjúfa tengsl þeirra við pabba
sinn og alla föðurfjölskylduna.
Daginn eftir fékk ég símtal frá
móður þeirra um að ég fengi börn-
in mín ekkert á næstunni. Ég sagði
henni að hún hefði þetta bara eins
og hún vildi, en ég væri alltaf til stað-
ar fyrir börnin mín. Og ef hún ætl-
aði sér að byrja á enn einu tálmun-
artímabilinu myndi ég ekki eltast við
hana. Ég væri búinn að fá nóg af því.
Sá kafli væri búinn í mínu lífi, sem og
endalaus rifrildi og árekstrar við hana
sjálfa. Ég hélt að það myndi duga og
henni myndi renna reiðin á einhverj-
um dögum. En svo varð ekki.“
Næstu vikurnar náði Stefán og
hans fjölskylda, amma og afi, frænk-
ur og frændur, að hafa stöku sinnum
símasamband við dæturnar. En svo
þynntist það samband út og stöðvað-
ist loks algerlega. Stefán kveðst ítrek-
að í margar vikur hafa reynt að tjónka
við móðurina um að ræða málin,
hvort sem er með ráðgjafa eða undir
fjögur augu, en án árangurs.
„Hún bar því enn og aftur við að
stelpurnar vildu ekki vera hjá mér. En
ég vissi vel að það var ósatt. Vanlíð-
an eldri stelpnanna á þessum tíma
braust líka út í því að þær mættu mjög
stopult í skólann. Svo stopult reynd-
ar að skólastjórar þeirra sáu ástæðu
til að tilkynna fjarveru dætranna til
barnaverndar- og skólamálayfirvalda
um síðustu áramót. Það þarf mikið til
að slíkar tilkynningar fari af stað.“
Illa talað um föður
í nærveru barna
Stefán hefur í gegnum allt þetta
mál orðið var við það að dæturnar
virðast hafa verið látnar hlusta á illt
umtal um hann og hans fjölskyldu,
mjög einbeitt og lengi. Stefán telur að
sterk rök hnígi til þess að dætur hans
hafi af móður verið beittar framkomu
sem innan sálfræðinnnar hefur feng-
ið nafnið PAS, Parental Alienation
Syndrome, eða foreldrafjarlægðar-
heilkenni (einnig nefnt PA, eða for-
eldrasvipting).
Að sögn Stefáns hefur þetta að
líkindum verið viðvarandi í gegnum
árin. Máli sínu til stuðnings bend-
ir Stefán á að frásagnir og atferli
stúlknanna, bæði neikvæð umsögn
þeirra um föður sinn og ýmislegt
fleira í hegðun þeirra, beri nánast öll
einkenni þessarar ofbeldis- og heila-
þvottarmeðferðar foreldris á börn-
um.
„Heilkennið er vel þekkt til dæmis
í Svíþjóð og Bandaríkjunum en hef-
ur lítið verið rannsakað hér á landi,“
segir Stefán. „Margir kannast við það
og einkennin, en aðrir, og þar af allt of
margir í kerfinu, hafa ekki hugmynd
um hvað er á seyði þegar börn fara
að haga sér með undarlegum hætti
í garð hins foreldrisins. Börn byrja
ekki skyndilega á því af sjálfsdáðum í
slíku tálmunarferli að óska föður sín-
um dauða við fyrsta tækifæri, líkt og
miðjudóttir mín gerði undanfarna
mánuði, og afmá föðurnafnið úr eftir-
nafni sínu. Það er algerlega klárt. Það
þarf aðstoð fullorðinna til að slík ang-
ist grípi barn sem hefur elskað föður
sinn ótakmarkað frá upphafi. Í viðtöl-
um við barnið hefur slíkt tal komið
fram á undanförnum mánuðum, oft-
ar en einu sinni. En í sömu viðtölum
saknar barnið þess að fá ekki símtöl
og gjafir frá föður sínum sem þó eru
og hafa alla tíð beðið eftir barninu á
heimili mínu.“
Dagsektir hefjast
Eins og kom fram hér að framan
reyndi Stefán ítrekað að fá að hitta
dætur sínar á þessu tíu mánaða tíma-
bili sem hann fékk ekki að sjá þær. Í
nóvember 2007 fór hann fram á að
dagsektir yrðu lagðar á móðurina.
Meðferð þessa máls tók langan tíma. Í
tengslum við meðferð málsins skilaði
sérfræðingur og sálfræðingur sýslu-
mannsins í Reykjavík í byrjun apríl
Framhald á
næstu síðu
Stefán Guðmundsson
„Þegar stúlkurnar koma fyrir húshorn í
fylgd þessara fulltrúa og sjá mig, þá
slítur yngsta stelpan sig lausa, hleypur á
harðaspretti í fangið á pabba sínum og
elsta stelpan fylgir í kjölfarið. tilfinningin
er algerlega ólýsanleg – að fá börnin sín
hlaupandi í fangið á sér eftir tíu mánaða
tálmanir og andlegar misþyrmingar.“
Dæmi úr álitum
og úrskurðum
Úr úrskurði sýslumanns frá 8. maí 2003: „Líta ber til þess að langt
hlé á eðlilegum samskiptum foreldris og barns getur haft í för með sér
varanlegan skaða fyrir tilfinningatengsl milli barns og foreldris.“
Úr áliti sálfræðings 1 frá 9. apríl 2003: „Ekkert kom fram í þessu
viðtali sem gefur tilefni til að ætla að vera hjá föður sé þeim systrum
erfiðari en sem svarar eðlilegu róti við að fara á milli heimila þar sem
foreldrarnir er ósáttir.“
Úr áliti sálfræðings 2 frá 14. ágúst 2003: „Að dómi matsmanns eru
báðir foreldrar hæfir til að fara með forsjá barnanna. Skilningur beggja
á þörfum barnanna er ágætur. Faðir á auðveldara með að lýsa mati sínu
á þörfum barnanna og virðist metnaðarfyllri fyrir þeirra hönd. Tilfinn-
ingalegt samband móður og barnanna er náið og gagnkvæmt. Móðir er
afar háð börnunum. Tengsl hennar byggja mikið á ummönnunarþátt-
um enda börnin ung. Tilfinningalegt samband föður og barnanna er
einnig náið og gagnkvæmt og lýsir sér annarsvegar í hlýrri og innilegri
framkomu og hinsvegar í leiðbeiningum og stýringu.“
Úr áliti sálfræðings 3 frá 3. maí 2004: [...] báðar vilja þær ekki
breyta neinu, hvorki varðandi búsetu eða umgengni við föður
[...]Tengslin við föður eru báðum eldri dætrunum mikilvæg og þær vilja
ekki breyta neinu í tengslum við hann. Þeim líður oftast vel hjá honum,
þar er oft gaman og mikið um að vera.“
Úr áliti sálfræðings 4 frá 6. júní 2005: „Systurnar [eldri] virðast
báðar vel gefnar, þær eru samviskusamar og vilja standa sig vel í skóla.
Þær eru vinsælar í hóp og félagslyndar. Báðar stúlkurnar eru þroskaðri
en aldur þeirra segir til um. Þær hafa góðan orðaforða og eru fullorð-
inslegar í tali. Samkvæmt viðhorfum þeirra, frásögnum og teikningum
kemur skýrt fram að fjölskylda þeirra er pabbi þeirra og mamma og þær
systur. Þeim þykir greinilega vænt um báða foreldra sína og þær vilja
vera í samskiptum við þá báða. [...] Það virðist ekki vera að þeirra ósk
sem þær fóru ekki í skólann.“
Úr úrskurði dómsmálaráðuneytisins frá 10. júní 2005: „Ekkert
hefur komið fram í máli þessu sem dregur í efa hæfni föður til þess að
hafa mikla umgengni við börn sín. Þá hefur komið fram að það er vilji
aðila málsins að góð tengsl séu á milli barnanna og föður þeirra, sem
felur í sér vilja um miklar samvistir þeirra. Fram kemur í dómi héraðs-
dóms Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2003, þar sem fjallað er um forsjá
barnanna og einnig í dómi Hæstaréttar sem staðfestir framangreind-
an héraðsdóm, að báðir foreldrar séu hæfir til að hafa forsjána. Þar er
einnig áréttað mikilvægi þess að börnin fái notið eðlilegrar umgengni
við föður sinn.“
Úr áliti sálfræðings 5 og sérfræðings Sýslumannsins í Reykjavík
frá 1. apríl 2008: „Mikilvægt er að vinna að því að koma á umgengni
á ný milli föður og dætra. Stúlkurnar líða að mati undirritaðs fyrir það
að umgengni liggur niðri og það virðist báðum foreldrum í hag að um-
gegnin komist á á ný og það hið fyrsta. Þrátt fyrir allt hafa þær þó vænt-
ingar til föður svo sem um að hann hringi í þær og gefi þeim gjafir. Í því
fellst allt annað en höfnun. Undirrituðum virðist að ekkert svo alvarlegt
hafi gerst í þessari fjölskyldu að það réttlæti að umgengni falli niður.
Undirritaður teldur sérstaka ástæðu til þess að horft sé til nafn [yngstu
stúlkunnar] sem virðist í þessu máli lenda á milli steins og sleggju.
[Nafn yngstu stúlkunnar] kýs að tjá sig ekki í málinu eða þorir því ekki.
Hún virðist líða fyrir það spennuástand sem hefur skapast og fyrir það
að umgengni liggur niðri.“
Lúðvík Börkur Jónsson, formaður samtakanna Félag um for-
eldrajafnrétti, í DV 21. júlí 2008: „Sum þessara mála eru nákvæmlega
eins og mál Sophiu Hansen. Þessi mál eru nákvæmlega eins þó að hitt
kynið eigi í hlut.“