Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 39
föstudagur 8. ágúst 2008 39Sport
Vandamál með messi Barcelona áfrýjaði úrskurði
um að Lionel Messi, leikmaður liðsins, fengi að leika á
Ólympíuleikunum og vann. Katalóníumenn vilja um-
fram allt að hann verði ekki frá í byrjun tímabils og
höfðu meinað honum þátttöku á leikunum. Þrátt fyr-
ir það virðist hann staðráðinn í að leika með argent-
ínu í Peking og er í byrjunarliðinu fyrir fyrsta leikinn
þar sem argentína mætir fílabeinsströndinni. „Messi
mun hefja mótið með okkur og enda það,“ segir
sergio Batista þjálfari argentíska landsliðsins.
Bretar ætla að setja fordæmi forráðamenn Ólympíuleikanna sem
haldnir verða í London 2012 eru í Peking og eiga ekki orð yfir hversu allt
umfang leikanna er mikið. stærð og gerð íþróttaleikvanganna, umgjörðin
öll ásamt kostnaðinum við allt í Peking lætur aðra leika blikna í samanburði
en Bretarnir eru hvergi smeykir. Þeir segja sína leika í London árið 2012
verða svo góða að aðrir geti fylgt því fordæmi. „Leikarnir í London verða
það sem aðrar borgir eiga eftir að miða sig við í framtíðinni,“ segir nefndin.
LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS!
Liu Xiang heitir á kínversku 劉
翔. Hann er í dag besti hindrunar-
hlaupari í heimi og á titil að verja
í 110 metra grindahlaupi frá því
á Ólympíuleikunum í Aþenu fyr-
ir fjórum árum. Það ráku margir
upp undrundarsvip þegar þeir sáu
Kínverjann koma fyrstan í mark, á
undan Allan Johnson, en í dag bú-
ast allir við sigri kappans.
Allan Johnson átti einfaldlega
íþróttina en hann tók við kórón-
unni af Bretanum Colin Jackson.
Xiang var mjög efnilegur og nældi
sér í gullverðlaun hér og þar á minni
mótum og þá aðallega á heimavelli.
Hann varð þriðji á heimsmeist-
aramótinu 2003 þar sem Johnson
sigraði. Xiang náði svo silfrinu á
heimsmeistaramótinu innanhúss
sem var haldið snemma árs 2004,
þar sem hann tapaði aftur fyrir All-
an Johnson.
En þá kom að því að Xiang
skaust upp á stjörnuhimininn og
það með tilþrifum. Það var nánast
formsatriði að mati margra að All-
an Johnson hlypi 100 metrana á
Ólympíuleikunum 2004, því flest-
ir töldu að hann yrði fyrstur. Ann-
að kom á daginn þegar Xiang skaut
honum ref fyrir rass og jafnaði um
leið 13 ára gamalt heimsmet Colins
Jackson á tímanum 12,91 sekúnda.
Þetta var aðeins í sjötta skiptið sem
hlaupið var verið undir 13 sekúnd-
urum í 110 metra grindarhlaupi
og Xiang jafnframt fyrst maðurinn
sem ekki var af afrískum uppruna
til að gera slíkt.
Xiang þurfti að sætta sig við
silfrið á heimsmeistaramótinu
2005 í Finnlandi þegar Frakkinn
Ladji Doucouré kom á undan hon-
um í mark en síðan þá hefur Xiang
ekki tapað hlaupi á stórmóti. Hann
bætti meira að segja heimsmet-
ið 2006 þegar hann hljóp á 12,88
sekúndum. Þegar hann varði svo
heimsmeistaratitilinn 2007 varð
hann fyrsti kínverski íþróttamað-
urinn til að vera ríkjandi heims- og
Ólympíumeistari ásamt því að vera
heimsmethafi. Heimsmetið hans
stendur ekki lengur.
Xiang hefur fengið að æfa meira
en nokkur annar á nýjum og glæsi-
legum velli Kínverja sem kallaður
er Fuglahreiðrið. Það er hreinlega
ætlast til þess að hann skili gull-
verðlaunum í hús og miðað við ár-
angurinn í ár er hann líklegur til að
standa undir þeim væntingum.
milljón dollara met
Sundgarpurinn Michael Phelps
er ansi líklegur til þess að vinna
til verðlauna á móti svo vægt sé til
orða tekið. Í Aþenu keppti hann í
átta greinum, vann til verðlauna í
þeim öllum og þar af sex gullverð-
laun. Hann jafnaði þar met Rússans
Alexander Dityatins sem vann til
jafnmargra verðlauna. Það er samt
annað met sem Phelps sækist eftir
og til þess að ná því verður hann að
sigra allar sínar greinar.
Á Ólympíuleikunum 1972 vann
samlandi Phelps, Mark Spitz, til sjö
gullverðlauna þar af fjögur í ein-
staklingsgreinum. Phelps jafnaði
metið í einstaklingsgreinum á síð-
ustu leikum en tókst ekki að jafna
stóra metið eða slá það. Hann vann
fjórar af fimm einstaklingsgreinum
sínum, en tapaði einni. Ein þeirra
var 200 metra skriðsundið þar sem
hann endaði þriðji á eftir Ástralan-
um Ian Thorpe og Hollendingnum
fljúgandi, Pieter van den Hoogen-
band. Það sund hefur verið kall-
að sund aldarinnar svo mikil var
spennan.
Phelps mun aftur keppa í átta
greinum á Ólympíuleikunum í Pek-
ing og hefur sagst ætla sér að vinna
til allavega sjö gullverðlauna. Helst
dreymir hann um öll átta en hann
getur ekki eingöngu treyst á sjálf-
an sig því þrjú af sundunum eru
boðsund. Hefði hann unnið til sjö
gullverðlauna í Aþenu 2004 ætl-
aði íþróttavöruframleiðandinn og
styrktaraðli hans, Speedo, að greiða
honum eina milljón dollara og það
boð stendur enn. Hans bíður millj-
ón takist honum ætlunarverk sitt.
Sundkappinn
michael Phelps og
grindahlauparinn
liu Xiang ætla sér
báðir stóra hluti á
Ólympíuleikunum
sem hefjast í Peking
um helgina. Phelps
eygir sögulegt met á
meðan mikil pressa
er á Xiang að vinna
gullið á heimavelli.
TVEIR Á
TOPPNUM
tÓmas ÞÓr ÞÓrðarson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
© GRAPHIC NEWSMyndir: Getty Images
Fæddur: 13. júlí 1983 í Sjanghæ,
Ferill: Gullverðlaun Liu Xiang í
110 metra grindahlaupi á ÓL 2004 voru
fyrstu verðlaun kínversks karlmanns í
frjálsum íþróttum á ÓL. Liu setti þar nýtt
heimsmet, 12,88 sekúndur, og bætti þar
með 13 ára gamalt heimsmet Colins
Jackson. Kúbverjinn Dayron Robles
hefur bætt metið síðan. Hann hljóp á
12,87 sekúndum í júní á þessu ári.
Kína
Ólympíugull. 110 m grindahlaup: 2004
Kínverskur grindahlaupari sem er
núverandi heims- og ólympíumeistari.
© GRAPHIC NEWSMyndir: Associated Press
Fæddur: 30. júní 1985
Ferill: Síðan 2001 hefur Phelps
sett 24 heimsmet og gæti bætt met
Marks Spitz sem setti 33 heimsmet.
í Baltimore, Maryland.
Ólympíugull. 100 m ugsund:
Silfur. 200 m ugsund:
200 m órsund:
400 m órsund:
4x200 m boðsund með frjálsri:
4x100 m órsund
Brons. 200 m skriðsund:
4x100 m boðsund með frjálsri:
2004
2004
2004
2004
2004
2004
2004
2004
Bandarískur sundmaður sem á sex
heimsmet og vann til átta verðlauna
á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004