Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 43
föstudagur 8. ágúst 2008 43DV Ferðir Á ferðinni Hlý föt og bikiní Þegar farið er í tjaldferðalag er alltaf best að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þótt veð- urspáin segi að sólin eigi eftir að skína alla helgina er aldrei hægt að treysta því á Íslandi. taktu með þér regngallann og stígvélin, ásamt stuttbuxunum og hlýra- bolnum. að auki er mjög gott að taka með húfu, manni verður alltaf kalt á höfð- inu í tjaldinu. umsjón: berglind bjarnadóttir berglind@dv.is Upplifa landið á annan hátt Hestaferðir hafa lengi verið vinsælar hér á landi. Margir erlendir ferðamenn fara í slíkar ferðir og upplifa landið á annan hátt en ella. Hjá Ferðaþjónustufyrirtækinu Steinsholt voru allar ferðir upppantaðar í október í fyrra og er farið að plana næsta sumar. Ferðaþjónustufyrirtækið Steinsholt er meðal þeirra sem bjóða upp á hestaferðir á Íslandi. Nokkrar skipu- lagðar ferðir eru farnar á hverju sumri og þarf fólk ekki að koma með neitt nema sjálft sig og fötin sín. „Við höfum farið í fjórar ferðir í sumar, tvisvar sinnum á Kerlingar- fjöll og tvisvar í Landmannalaug- ar,“ segir Gunnar Örn Marteinsson á Steinsholti á Selfossi, „og fólk fær oft mikla upplifun í ferðum okkar og upplifir landið sterkt.“ Þeir sem hafa gaman af því að fara í hestaferðir halda oft hópinn og ferðast saman. „Það kemur stundum sama fólkið til okkar ár eftir ár en fer þá í mis- munandi ferðir,“ segir Gunnar Örn. „Síðan er líka mikið af nýju fólki sem kemur til okkar,“ bætir hann við. fleiri útlendingar en íslendingar Hóparnir sem fara í hestaferðir með Steinsholti eru frá fimmtán til átján manns. „Við viljum helst ekki fara með mikið fleiri en fimmtán manns í einu en í síðustu tveim- ur ferðum okkar höfum við verið með átján manns. Við eigum við vinsældavandamál að stríða,“ segir Gunnar Örn og hlær. Steinsholt skipuleggur ferð- irnar sínar með löngum fyrirvara og vinnur í samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur. „Í ferðunum okk- ar eru fleiri erlendir ferðamenn en Íslendingar. Margt af þessu fólki sem er að koma á hesta í sínu heimalandi. Fólkið býr við allt aðr- ar aðstæður en við á Íslandi, því hér höfum við alla þessa víðáttu og há- lendið er mjög sérstakt. Margir af vönum hestamönnum sem koma frá útlöndum ríða sömu leiðina dag eftir dag og sumir þurfa jafnvel að keyra með hestana sína til að fara í reiðtúr,“ segir Gunnar Örn. „Einu sinni sagði erlend kona við mig þegar við vorum komin á náttstað að hún væri hrædd og þreytt en rosalega hamingjusöm með ferð- ina,“ segir Gunnar. fullbókað í október Hægt er að skoða skipulagð- ar ferðir inni á steinsholt.is. „Við vorum búin að bóka allt í október í fyrra því þurftum við ekkert að auglýsa fyrir þetta sumar. Við erum að fara í að endurnýja síðuna með nýjum ferðum fyrir næsta sumar.“ Um verð og nauðsynlegan bún- að segir Gunnar: „Ferðirnar hjá okkur kosta um fimmtán þúsund krónur og er allt innifalið í því, all- ar gistingar, fæði, afnot af hesti og regnföt. Fólkið þarf ekki að koma með neitt nema fötin sín.“ Ferðirnar eru misdýrar en það fer eftir því hvert farið er og hversu lengi. „Við erum að fara í sex til sjö daga hestaferðir, en við erum líka með styttri ferðir. Meðal annars kemur hópur af íslenskum konum alltaf til okkar í þriggja daga ferðir á hverju ári en þegar við erum að fara upp á hálendi þá erum við að taka um sex daga í ferðina,“ segir Gunnar Örn. Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem á fullt í fangi með að sjá um Laugaveginn: Vinsælasta gönguleiðin „Það er mjög mikil ásókn í að ganga Lauga- veginn og það er heilmikill uppgangur í þessu núna,“ segir Leifur Þorsteinsson líffræðing- ur og fararstjóri. Leifur hefur staðið að út- gáfu bæklings um Laugaveginn sem hægt er að nálgast hjá Ferðafélagi Íslands. Leifur telur að uppgangurinn sé það mikill að Ferðafélag Íslands ráði ekki eitt við að anna eftirspurn- inni. „Mér finnst að opinberir aðilar þurfi að koma miklu meira inn í þessa starfsemi með Ferðafélagi Íslands. Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að áhugamannafélag standi undir þessu öllu, miðað við kröfur nútímans í sam- bandi við þjónustu á gististöðum,“ segir Leifur. Hann segir að nauðsynlegt sé að laga göngu- stígana, laga merkingar og leggur áherslu á að það sé mikið gengið á þessu svæði. „Ferða- félag Íslands hefur unnið þrekvirki á þessum stöðum og það eru margar hendur á lofti og margir sjálfboðaliðar sem leggja hönd á plóg,“ segir Leifur. Leifi fyndist eðlilegt að kanna hvort opin- berir aðilar ættu ekki að koma meira að þessari þjónustu yfirleitt. „Við viljum sjá um þjónust- una, við höfum mestu þekkinguna og reynsluna á þessum svæðum og gerum okkur grein fyr- ir hvar best er að fara. Það væri hægt að bæta við gönguleiðum og breyta þessu en það kostar fé og fyrirhöfn,“ segir Leifur. „Ég hef farið í tvær ferðir í sumar með viku millibili og bæði skipt- in var troðfullt, í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn, í Fanngili og suður í Botnum. Alls staðar hefur verið troðfullt af fólki og það er ánægjulegt að talsvert mikið er af Íslendingum þó að útlend- ingar séu líka stór hluti af þeim sem koma. En þetta er tvímælalaust vinsælasta gönguleið á Ís- landi,“ segir Leifur að lokum. astrun@dv.is laugavegurinn „alls staðar hefur verið troðfullt af fólki og það er ánægjulegt að talsvert mikið er af Íslendingum.“ lopapeysur gott er að fara í hestaferðir í lopapeysum og er stór hluti ferða- mannanna í þannig fatnaði. Tungur knívur „lít ég út eins og kýr?“ spyr fulla konan sem situr beint á móti mér í neðanjarðarlestinni. „nei, nei,“ segi ég. „en hvað þú ert góður,“ segir hún þegar hún stendur upp, og blæs til mín kossi. Og það er rétt, ég er góður. Því í raun og veru minnir hún örlítið á kú. Hvað sem því líður, þá hefur stokkhólmur eitt fram yfir Osló og Kaupmannahöfn. Hún er talsvert ódýrari. Verðmiðar sýna svipaða tölu og í noregi, en þar sem sænska krónan er um 20 prósent lægri, kostar allt minna sem því nemur. en bjórinn í búðunum hér er ekki aðeins ódýrari, heldur daufari líka. matvörubúðirnar selja eitthvað sem kallað er því alþýðlega nafni folkeöl og er í mesta lagi 3,5 prósent. fyrir alla sterkari vöru þarf að fara í systembolaget, en svíar eru, fyrir utan Ísland og færeyjar, með ströngustu áfengisstefnu norður- landa. Hvað um það, ég held upp á fridhemsplan hostel. Það vill svo heppilega til að t-banastoppið heitir einnig fridhemsplan, þannig að það er lítil hætta á misskilningi. Ég er settur í herbergi með fjórum mönnum. Ég skoða þá gaumgæfi- lega. Það eru allar líkur á því að einn þeirra sé hrotukarl. Þar að auki á líklega einn eftir að koma afar seint heim af djamminu og annar eftir að vakna snemma til að fara í flug. Ég á líklega ekki eftir að sofa mikið. sturtan er biluð og tölvan kemst ekki inn í öryggishólfið. Það er aðeins eitt að gera. Ég fer upp og bið um einkaherbergi. Það kostar helmingi meira, en ég verð bara að horfast í augu við að ég er orðinn tíu árum eldri en þegar ég var að interrail-a undir lok 20. aldar. Ég er ekki hingað kominn til þess að kynnast fólki. Vil frekar fá minn nætursvefn. Þetta gerir aldurinn manni. Herbergið er lítið, en með eigin sturtu og klósetti. einnig tölvu, sem einnig virkar sem sjónvarp. miðað við að kúra með hrotukarli er þetta eins og að gista á Paris Hilton með Paris Hilton í rúminu. Hér er þó engin herbergis- þjónusta, svo ég fer út og kaupi mér hamborgara, leggst síðan með hann upp í rúm og kveiki á sjónvarpinu. Það er verið að sýna Hrafninn flýgur á einhverri stöðinni. Það er engin betri staðfesting á því að maður sé kominn til sverige. „Þessi hnífur á að vera þungur,“ hugsa ég með mér meðan ég bít í borgarann. Valur gunnarsson skrifar Hestaferðir Í hestaferð- um steinsholts er farið í fimmtán manna hópum. Þannig geta þeir fylgst með öllum og myndast góður andi á meðal ferðafélaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.