Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Page 44
föstudagur 8. ágúst 200844 Helgarblað DV S prengjudrunur skekja miðborg Petrograd, sem nú kallast Sánkti Pétursborg. Á beitiskip- inu Áróru er byssum beint að Vetrarhöllinni, síðasta vígi rússnesku bráðabirgðastjórnarinnar í borginni. Á sama tíma ræðst mannmergð að hliðum risastórrar hallarinnar. Varð- lið hallarinnar fær ekki við ráðið. Byltingarsveitir bolsévika streyma um 2000 sali byggingarinnar og eira engum. Októberbyltingin 1917 er haf- in og rúmlega tíu ára ókyrrð í Rúss- landi nær hámarki. Þannig er valdatöku Leníns og bol- sévika 1917 lýst í kvikmyndinni Okt- óber eða Tíu dagar sem skóku heim- inn. En ef betur er að gáð kemur í ljós að atburðarásin um miðnætti 6. og 7. nóvember (26. og 27. október eftir gregoríanska tímatalinu) var ekki al- veg svona stórbrotin. Skotin frá Áróru geiguðu og vörnin við Vetrarhöllina var ekki til að stæra sig af. Kósakkarn- ir sem voru í meirihluta varðliðsins höfðu yfirgefið höllina og hríðskota- riffla sína deginum áður, 5. október. Varðlið hallarinnar var því æðifá- mennt þegar bolsévika bar að garði og gátu þeir vandræðalaust kannað húsakynnin. Í lok árásarinnar gengu þeir pollrólegir um hallargarðinn og inn í bygginguna um ótal dyr á hlið- um hennar. Þeir ráðherrar bráða- birgðastjórnarinnar sem voru í höll- inni gáfust upp. Þetta tók rúmar þrjár klukkustundir og sex menn féllu. Sovéska kvikmyndasnillingnum Sergei Eisenstein fannst vanta meira kjöt á byltingarbeinin þegar hann var að koma atburðunum á hvíta tjald- ið í kvikmynd sinni Október. Í raun skemmdu kvikmyndagerðarmenn- irnir Vetrarhöllina meira í tökum 1927-28 en byltingarsveitirnar í okt- óber 1917. Ekki er heldur hægt að segja að rússneska byltingin hafi orðið á ákveðnum degi, þó að því sé haldið fram. Vissulega var aðfaranótt 7. nóv- ember (26. og 27. október í Rússlandi) söguleg, Lenín og bolsévikar tóku völdin í landinu. En þar voru þeir að fylgja Alexander Kerenskí sem hafði steypt keisaranum af stóli í febrúar á sama ári. Saga rússnesku byltingarinnar er löng og mörkuð ótal uppreisnum frá árinu 1905 að telja. Til þess að átta sig á bakgrunnin- um er nauðsynlegt að fara aftar í tím- ann, til ársins 1894 að minnsta kosti. Þá var Nikulás krýndur annar keisari af Rússlandi með því nafni. Ætt hans, Romanovarnir, hafði setið á valdastóli í landinu frá byrjun 17. aldar og Nik- ulás II varð síðastur þeirra. Öll völd í landinu voru í hans höndum en hann kunni ekki að beita þeim. Seint verður sagt að Nikul- ás II hafi verið viljasterkur gáfumað- ur. Hann hafði ekki sérstakan áhuga á landi og þjóð, her og floti áttu hug hans allan. Völd og forréttindi heill- uðu hann ekki. Þörf á breytingu Þýskættuð eiginkona Rússakeis- ara og barnabarn Viktoríu Englands- drottningar, Alexandra Fjodorovna, kunni betur að meta niðurnjörvaða, rússneska valdahefð. Hún þekkti kosti manns síns og galla ágætlega og hvatti hann áfram í sífellu: „Þú og Rússland eruð eitt“ og „Rússland vill finna til vandarins“. Keisaraynjan og íhalds- samir ráðgjafar hennar (þar á meðal munkurinn og dulspekingurinn Gríg- orí Raspútín) stóðu óhagganleg í vegi fyrir breytingum og málamiðlunum við stjórnarandstöðuna. Og breytinga var sannarlega þörf. Rússland í byrjun 20. aldar var land mikilla andstæðna. Rússar voru fremstir þjóða í kornútflutningi en bændurnir sem framleiddu vöruna fengu sáralítið fyrir sinn hlut. Um 80% af íbúum landsins voru bænd- ur, frjálsir að forminu til frá 1861 en þá hafði ánauðin verið afnumin. En þungt og mikið ok hvíldi á þeirra herðum. Vinnan var erfið og þrotlaus en launin lítil. Sama var að segja um flesta opinbera starfsmenn. Kennarar máttu sætta sig við nokkurra rúblna mánaðarlaun og margir þeirra sultu heilu hungri. Óttinn við hungrið vofði yfir landslýðnum milli hungursneyða. Keisarinn og stjórn hans virtust ekki hafa nokkurn áhuga á afkomu þjóð- arinnar. Erfiðleikar Ýmislegt fleira var rotið í Rússa- veldi en keisarastjórnin lokaði aug- unum. Iðnvæðingin hófst í Rússlandi á 19. öld eins og í Vestur-Evrópu og BNA. Keisarinn og stjórn hans óttuð- ust mjög að afleiðingar hennar yrðu meðal annars breytingar á völdum þeirra en þau byggðu á kúgun bænda- stéttarinnar. Aðrir, til dæmis Sergei Witte, fjár- málaráðherra og helsti hvatamaður iðnvæðingarinnar, töldu þjóðina ekki eiga annan kost en að fylgja þróun- inni í vestri. Ef Rússland þróaði ekki iðnað sinn yrði það seint fjárhagslega sjálfstætt. Rússland yrði ekki lengur stórveldi. Iðnvæðingin hélt sínu striki þrátt fyrir hik og óvissu stjórnvalda og náði til æ fleiri atvinnugreina. En iðnverkamenn liðu fyrir. Erfiðleikar í borgunum voru miklir. Verkamenn slösuðust oftar en ekki illa því öryggi í verksmiðjum var lítið. Sóttir og sjúk- dómar herjuðu einnig á þá í ömurleg- um húsakynnum. Blóðugur sunnudagur Óánægjan kraumaði og sauð meðal landslýðs í Rússlandi og fyr- ir kom að hún gaus upp á yfirborðið. Eitt versta dæmið um viðbrögð vald- hafa við slíku átti sér stað 9. janúar (22. janúar að okkar tímatali) 1905. Sá dagur er oft nefndur blóðugi sunnu- dagurinn. Þúsundir verkamanna í Sánkti Pétursborg gengu að Vetrar- höllinni. Þeir vildu afhenda keisaran- um skýrslu um erfiðleika sína og að- búnað og færa honum bænaskrá. Varðsveitir keisarans svöruðu með skothríð og hundruð verkamanna lágu í valnum. Misheppnað stríð við Japana En óánægja verkamanna 1905 var RÚSSNESKA BYLTINGIN1905–17 Í haust verða liðin 90 ár síðan bolsévikar, með Lenín í broddi fylkingar, tóku völdin í Rússlandi. Hér er saga byltingarinnar rakin – frá fyrstu uppreisninni gegn keisaranum 1905 til febrúarbyltingarinnar 1917 og valdatöku bolsévika þá um haustið. LEnín og TroTskí Lenín ávarpar mannfjöldann í Petrograd í október 1917. til hægri stendur Lev trotskí. sagan öll ÓEIRðIR oG ÓáNæGjA EIN- KENNdu þjÓðLíf- Ið í RÚSSLANdI á fYRSTu áRATuG- um 20. ALdAR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.