Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Síða 48
föstudagur 8. ágúst 200848 Helgarblað DV
Sakamál
Fjöldamorðinginn Bela Kiss
Bela Kiss var miðaldra ungverskur karlmaður. Hann
hafði að minnsta kosti tuttugu og þrjú mannslíf á
samviskunni þegar hann „lét lífið“ á vígvöllum fyrri
heimsstyrjaldarinnar. talið er víst að hann hafi flúið
til Bandaríkjanna þar sem hann hvarf í mannhafið.
Lesið um ódæði þessa ungverska fjöldamorðingja
sem lék á gyðju réttlætis og svaraði ekki til saka fyrir
ódæði sín í næsta helgarblaði dV.
umsjón: KoLBeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is
MORÐ „MÖMMUSTELPUNNAR“
edward Carroll Cole var afsprengi sjúkrar móður sem beitti hann ofbeldi, svívirti hann og neyddi hann til
að horfa upp á og taka þátt í kynsvalli sínu. Afleiðing þess var sjúklegt hatur í garð kvenna, sérstaklega lau-
slátra giftra kvenna. Þrátt fyrir að hann hafi reynt sitt ýtrasta til að verða lagður inn á geðsjúkrahæli, var
honum ávallt sleppt út í samfélagið á ný.
Carroll Edward Cole fæddist
árið 1938 í Sioux City í Iowa-ríki í
Bandaríkjunum. Bernska hans lit-
aðist, líkt og margra ungra drengja
á þessum tíma, af heimsstyrjöld-
inni síðari. Á meðan faðir hans
barðist á vígstöðvunum stundaði
móðir hans kynlíf af miklum móð
með hinum og þessum karlmönn-
um og oft og tíðum var Carroll með
í för.
Móðir hans neyddi son sinn til
að horfa á meðan hún „skemmti“
karlkyns vinum sínum og með
barsmíðum tryggði hún að hann
hefði ekki orð á hegðun hennar.
Jafnvel eftir að faðir Carrolls snéri
heim frá vígvöllunum hélt móðir
hans áfram uppteknum hætti. Þess
utan mátti Carroll hvenær sem var
vænta barsmíða og niðurlæging-
ar af hálfu móður sinnar og reyndi
eftir fremsta megni að fela sig fyr-
ir henni. Einnig átti hann til að fá
„black-out“ og í eitt slíkt skipti þeg-
ar hann kom til sjálfs sín hafði hann
vafið streng um leikfangabangsann
sinn.
Klædur í stúlknaföt
Þrátt fyrir greindarvísitöluna 152
gekk Carroll ekki vel í skóla. Hann
sætti stríðni af hálfu skólafélaga
sinna vegna nafns síns, en Carroll
hljómar líkt og kvenmannsnafn-
ið Carol. Móðir hans lét ekki bar-
smíðar nægja. Hún klæddi Carroll
upp í stúlknaföt og lét hann þjóna
vinum í kynsvallsveislum sem hún
hélt. Einnig varð hann leiksoppur
vinkvenna hennar sem léku sér að
„mömmustelpunni“ í kvalalosta-
partíum sem hún hélt iðulega. En
samviska Carrolls var þjökuð því í
huga hans var hann samsekur móð-
ur sinni vegna framhjáhalds henn-
ar og fyrir vikið varð hún ímynd alls
þess sem hann hataði.
Níu ára að aldri framdi Carroll
sitt fyrsta morð. Þar var um að ræða
bekkjarbróður hans sem hann
drekkti í útilegu vegna þess að sá
hafði strítt honum vegna „stelpu-
nafnsins“. Dauðsfallið var úrskurð-
að slys.
Þörfin eykst
Eftir að Carroll komst upp með
fyrsta morðið jókst þörfin fyrir við-
líka útrás. Drápið á bekkjarfélagan-
um hafði veitt Carroll tilfinninguna
um að vera við stjórnvölinn, vera
öflugur, og hann langaði að líða
þannig aftur.
Carroll yfirfærði hatur sitt á og
ótta við móður sína á annað fólk
og þegar fram liðu stundir myndi
hann „myrða“ hana þegar hann
murkaði lífið úr öðrum. En enn átti
eftir að líða einhver tími þar til það
gerðist.
Cole hrökklaðist úr skóla og
fyrr en varði fetaði hann stigu
smáþjófnaða og innbrota. Hann
var einu sinni handtekinn og var
færður í fangið á þeirri manneskju
sem hann óttaðist og hataði hvað
mest í lífinu; móður sinnar. Hún
veitti honum ærlega ráðningu fyr-
ir að hafa látið hanka sig. En Ed-
ward Carroll Cole átti eftir að verða
handtekinn mörgum sinnum fyrir
smáglæpi næstu árin.
Carroll gerir sér grein fyrir
hættunni
En Carroll virðist hafa gert sér
grein fyrir þeirri hættu sem af hon-
um stafaði. Árið 1961 snéri hann
sér til lögreglunnar og upplýsti
hana um þörf sína fyrir að myrða
og svívirða kvenfólk. Í kjölfarið var
hann settur á geðsjúkrahæli. Þar
var hann greindur sem siðblindur
og andfélagslegur, en annars heill á
geði og eftir þrjá mánuði var hon-
um sleppt. Hann hafði aldrei orð
á morðinu sem hann hafði framið
níu ára og minntist ekkert á móður
sína; til þess skammaðist hann sín
of mikið.
Nú styttist í að Carroll léti til
skarar skríða og fullnægði morð-
hvöt sinni sem sífellt varð sterkari.
Árið 1963 reyndi hann að kyrkja
konu í Texas, náðist og var settur á geðdeild. Cole átti eftir að dvelja á
geðdeildum í lengri eða skemmri
tíma næstu árin. En yfirvöld virt-
ust vera ráðþrota í máli Carrolls og
honum var ávallt sleppt út í samfé-
lagið á ný.
Fyrstu morðin
Að lokum fór svo að Carroll
lét undan þörf sinni og ímyndun
hans varð að veruleika. Hann leit-
aði fórnarlamba sinna á vertshús-
um og þó margar slyppu lifandi frá
kynnum við hann myrti hann hik-
laust þær sem honum fannst vera
„of lauslátar“. Hann hafði sérstak-
an ímugust á kvæntu kvenfólki sem
daðraði á börum því það minnti
hann á hans eigin móður.
Fyrsta fórnarlamb Carrolls var
Essie Buck. Hann hafði tekið hana
á löpp á bar í San Diego í Kaliforn-
íu 7. maí 1971. Carroll kyrkti hana
í bifreið sinni og eftir að hafa ekið
um með líkið í farangursrými bíls-
ins í einhvern tíma losaði hann sig
við það.
Nokkrum vikum síðar myrti
hann óþekkta konu og gróf lík
hennar í skóglendi sem enn þann
dag í dag er ekki vitað hvar er.
Carroll gengur í það heilaga
Árið 1973 kvæntist Carroll Dí-
önu Pashal. Hjónaband þeirra ein-
kenndist af mikilli drykkju og átök-
um og Carroll átti til að hverfa svo
dögum skipti. Þá daga nýtti hann til
morða og sagt er að hann hafi jafn-
vel snætt hluta af einu fórnarlamba
sinna á þeim tíma.
Síðla árs 1979 gekk Carroll af
eiginkonu sinni dauðri. Eftir til-
kynningu frá áhyggjufullum ná-
granna mætti lögreglan á svæðið.
Þrátt fyrir að lögreglan hafi fund-
ið lík Díönu vafið inni í teppi og
troðið inn í skáp var úrskurðað að
hún hefði dáið af völdum eigin of-
drykkju!
Edward Carroll Cole kvæntist á
ný árið 1980 og settist að í Las Ve-
gas. Og morðin héldu áfram og til
að ljúka árinu með stíl myrti Carroll
þrjár konur.
Handtaka og játning
Carroll var yfirheyrður vegna
síðasta morðsins sem hann framdi
og þá var engu líkara en flóðgátt-
ir himins opnuðust. Játningarnar
flæddu af munni Carrolls og hann
fullyrti að hann hefði framið að
minnsta kosti fjórtán morð síðast-
liðin níu ár. Reyndar sagði hann að
ekki væri útilokað að fórnarlömb-
in væru fleiri, en hann hreinlega
myndi það ekki.
Árið 1982 áformaði hann flótta
úr fangelsinu, en hætti við árið
1984 eftir að honum barst bréf þar
sem sagði að móðir hans væri farin
yfir móðuna miklu.
Carroll velktist ekki í vafa um að
hans biði dauðadómur ef hann yrði
fundinn sekur, en eftir að hann fékk
tíðindin af láti móður sinnar játaði
hann sig sekan. Hann áfrýjaði ekki
dauðadómnum sem kveðinn var
upp yfir honum og skeytti engu um
mannréttindahópa sem vildu tala
máli hans.
Þann 6. desember árið 1985 var
hann tekinn af lífi með banvænni
sprautu vegna sextán morða sem
fullvissa var fyrir að hann hefði
framið.
Einnig varð hann leiksoppur vin-
kvenna hennar sem léku sér að
„mömmustelpunni“ í kvalalosta-
partíum sem hún hélt iðulega.
ely-fangelsið í nevada Carroll var
fyrsti maðurinn sem tekinn var af lífi
með banvænni sprautu í nevada.
holar@simnet.is
SÖNN SAKAMÁL
fróðleikur og gamansögur
SPENNA
- nýtt tímarit
spenna1-2008.qxp 7.7.
2008 15:26 Page 1
Framdi fyrsta
morðið níu ára
upplifði vald og
styrk þegar hann
myrti.
edward Carroll Cole
óttaðist og hataði
móður sína.